Skessuhorn - 22.03.2006, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006
§KESSUli©BKi
Urslit í Vesturlandsmótum í bridds
Vesturlandsmótið í tvímenningi
var haldið á Akranesi sl. sunnudag.
24 pör mættu til leiks en þar af voru
6 aðkomupör sem ekki áttu tilkall
til Vesturlandsmeistaratitils. Mótið
var jafnframt svæðamót Vesturlands
þar sem sjö sæti voru í boði í úrslit-
um Islandsmóts í tvímexmingi en 23
paranna börðust um þau.
Það er skemmst frá að segja að
þrjú aðkomuparanna skáru sig
nokkuð úr og hrepptu efstu sætin
og jafnframt urðu aðkomumenn í
fimmta, sjöunda og tíunda sæti.
Vesturlandsmeistarnir 2006 urðu
því að sætta sig við fjórða sætið og
aðrir verðlaunahafar sjötta og átt-
unda sæti sem vart getur talist
ásættanlegt fyrir heimamenn. Það
er huggun harmi gegn að burtflutt-
ir Skagamenn voru helmingur par-
anna í öðru og fimmta sæti og Snæ-
fellingar í því sjöunda. Annars varð
röð efstu para eftirfarandi:
1. Bjami Einarsson - Sigurbjöm
Haraldsson....................200
2. Páll Valdimarsson - Ragnar
Magnússon.....................176
3. Ljósbrá Baldursdóttir - Matthías
G. Þorvaldsson................135
4. Guðmundur Olafsson - Hallgrím-
ur Rögnvaldsson................94
5. GarSar Þór Garðarsson - Þorgeir
Ver Halldórsson................93
6. Jón Viðar Jónmundsson - Þor-
valdur Pálmason................92
7. Guðlaugur Bessason - Stefán
Garðarsson.....................78
8. Magnús Magnússon - Leó Jóhann-
esson..........................69
Pörin að ofan unnu sér sæti í úr-
slitum Islandsmóts í tvímenningi að
undanskildum þeim Jóni Viðari og
Þorvaldi sem þegar höfðu unnið sér
inn rétt til þátttöku og kepptu því
sem gestir á svæðamótinu.
Sveitakeppnin
æsispennandi
Vesturlandsmótið í sveitakeppni
var haldið í Borgarnesi helgina 28.
og 29. janúar. Atta sveitir mættu til
leiks og var keppnin spennandi frá
upphafi til enda og réðust úrslit
ekki fyrr en í síðasta spili.
Sveit LARPET ehf. með bræð-
urna Lárus og Jón Smára Péturs-
syni í fanta formi og Jón Viðar Jón-
mundsson og Þorvald Pálmason á
góðu róli, náði góðri forustu fyrri
daginn en þegar á mótið leið
dapraðist ffamganga þeirra svo að
sveitir Guðmundar Olafssonar,
skipaðar þeim Hallgrími Rögn-
valdssyni, Arna Bragasyni og
Hreini Björnssyni auk sveitarfor-
ingjans sem hafði tapað innbyrðis
viðureign þeirra 6-24 og sveit VST
sem skipuð var þeim Jóni Ag. Guð-
mundssyni, Kristjáni B. Snorrasyni,
Oldu Guðnadóttur og Stefaníu Sig-
urbjörnsdóttur, fengu færi á efsta
sætinu í síðustu umferðunum.
Sveit Guðmtmdar þurfti að fá 7
stigum meira en LARPET-sveitin í
síðustu umferðinni og eftir að gert
hafði verið upp kom í ljós að 21 stig
Guðmundar og hans manna dugði
til sigurs í mótinu þar sem sveit
LARPET ehf. náði aðeins 14 stig-
um úr sínum leik. Lokatölur urðu
því:
Sveit Guðmundar Ólafssonar ...128
Sveit LARPET ehf....... 127
Sveit VST.............. 117
Mótið var jafnframt svæðamót
vegna úrtöku fyrir undanrásir Is-
landsmóts í sveitakeppni þar sem
Þeir urðu efstir heimamanna á mótinu um helgina ogþví svaðameistarar í tvímenningi. A myndina vantar Leó Jóhannesson sem spil-
aði við Magnús Magnússon lengst til vinstri. Þá jón Viðar Jónmundsson, Þorvaldur Pálmason, Guðmundur Olafsson og Hallgrímur
Rögnvaldsson. Eins og greina má á myndinni var mótið bœði langt og strangt.
keppt var um þrjú laus sæti Vestur-
lands. Sveit Guðmundar keppti
ekki um þann rétt en sveitin í fjórða
sæti, sveit Grundarfjarðar hreppti
síðasta lausa sætið í undanrásum.
Sveitin var, eins og nafnið gefur til
kynna skipuð Grundfirðingunum
Sveini Ragnarssyni, Runólfi Guð-
mundssyni, Ragnari Haraldssyni,
Guðna Hallgrímssyni, Gísla Olafs-
syni og Þórði Magnússyni.
MM/GÓ
Sigurvegaramir úr sveitakeppninni frá
því í lokjanúar.
/j'tHfÍ/U/ {>{/'((/!/<<//'
Hvernig væri að sameina
fund og frístund?
Bókið golf og gistingu
hjá okkur
IH
ICELANDAIRHOTELS
Nei, eins og margir vita þá er
bruggun aðeins meira mál. Þættir
eins og veðurfar, jarðvegur og gæði
þrúganna hafa mikið að segja þeg-
ar gera skal gott vín. Ef það er of
kalt í veðri þegar þrúgan er að
þroskast mim það að öllum líkind-
um verða til þess að þrúgan nær
ekki að þroskast nóg og sykurmagn
hennar verður of lítið. Ef það er of
heitt er hætta á því að þrúgan verði
of sæt og að sýran sem þarf að vera
til staðar í þrúgunni verði of lítil.
Ekki má rigna of mikið því að þá
gerist það sama og þegar blandað
er saman ávaxtaþykkni og vatni og
setur aðeins of mikið vatn. Allir
þættir verða að vera innan hæfi-
legra marka til þess að þrúgan
verði að vænlegri vínþrúgu.
A undanförnum árum hefur orð-
ið mikil breyting á viðhorfum Is-
lendinga til léttvína. Þekking og
löngun til þess að skilja fram-
leiðsluferli og einkenni víns hefur
aukist. Ymsir mtma eftir atriðinu
úr „Nýju lífi“ Þráins Bertelssonar
þegar þjónninn Þór kemur að
bankastjóranum og skrúfar málm-
tappann af „eðal“ rauðvíninu sem
hann ætlar að drekka með pipar-
steikinni. Eg get nánast ábyrgst að
ekki sé hægt að fá rauðvín með
málmtappa á Sögu í dag. Já, á þeim
tíma var maður heppinn ef maður
gat krækt sér í áfengan bjór og fáir
myndu i dag sætta sig við bjórlíkið,
þe. Pilsner með brennsa.
En fortíðin er liðin og getum við
í dag glatt okkur við þá tilhugsun
að flestir veitingastaðir bjóða upp á
glæsilega flóru af vínum með ólík-
um þrúgutegundum víða að úr
heiminum.
Til þess að ýta undir frekari
þekkingu á vínflórunni og teng-
ingu hennar við mat, þá ætlum við
að vera öðru hvoru með pistla um
Vín & mat hér í Freistingu vikunn-
ar í Skessuhorni. Vonum við að
sem flestir hafi ánægju og yndi af.
In vino veritas, in aqua sanitas.
Virðingarfyllst,
Jón Öm Jónsson, veitingastjóri og
Karl Emil Pálmason,
yftrmatreiðslumeistari
Hótel Hamri við Borgames.
Hvað er vín?
Þegar spurt er hvað er vín
myndu flestir örugglega svara að
það væri til rautt og hvítt og væri
búið til úr vínberjum. Þetta er
vissulega rétt en töluverð einföldun
á sannleikanum. Samkvæmt kenn-
ingunni er vín „safi sem verður til
við gerjun á vínþrúgum," eða
„drykkur sem verður til þegar
sykrinum úr vínþrúgunni er breytt
í áfengi með gerjun.“
Ekki dugir þó að setja nokkra vel
valda vínberjaklasa í þvottabalann,
bæta smá geri útí og blanda öllu
saman með því að rölta aðeins um í
sullinu.
Tyrirteekl, mnafiápar
ajþfélagaöamtaks