Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2006, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 22.03.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 Oflugur miðbær - þéttari byggð í Grundarfirði Orri Amason arkitekt og Björg Agústsdóttir kæjarstjón glíma við tæknma á kynningar- fundinum. Á íbúaþingi sem haldið var á síð- asta ári í Grundarfirði komu fram hugmyndir er vörðuðu skipulags- mál. I framhaldi af því réði Grund- arfjarðarbær Zeppelín arkitekta til þess að vinna út ffá hugmyndum íbúanna. A almennum fúndi í Samkomuhúsi Grundarfjarðar sl. miðvikudag voru síðan frumhug- myndir Zeppelín arkitekta kynnt- ar. Það var Orri Arnason fyrrum Grundfirðingur og eigandi arki- tektastofunnar sem leiddi íbúana í allan sannleika um þær hugmyndir sem nú eru á teikniborðinu. Mið- bærinn var sérstaklega skoðaður og tengsl hans við hafnarsvæðið og óhætt að segja að þar sé um veru- lega róttækar breytingar að ræða. Orri kynnti einnig ný íbúðarsvæði ofanvið byggðina og að vest- anverðu. Ennfremur skipulag í- þrótta- og útivistarsvæðis og tengsl þess við Grunnskólann. Síð- an var kynnt skipulag að framtíð- arbyggð í Grafarlandi sunnan við núverandi byggð. Áhugasamir fundarmenn höfðu sitthvað til málanna að leggja en flestum bar saman um að þessar hugmyndir væru verulega áhugaverðar. Skipu- lagshugmyndirnar verða til kynn- ingar á vef Grundarfjarðarbæjar innan skamms og þar gefst íbúum kostur að koma með athugasemdir í einhvern tíma áður en þær verða síðan fullmótaðar. GK Hluti fulltrúa nemenda á málþinginu. Málþing Nemendafélags Grundaskóla Nemendafélag Grundaskóla (NFG) stóð fyrir fyrsta formlega málþingi nemendafélagsins á fimmtudag í liðinni viku. Þar komu saman kjörnir fulltrúar nemenda í 8. - 10. bekk og ræddu málin, alls 20 fúlltrúar. A síðustu vikum hafa bekkjarfulltrúarnir staðið fyrir umræðum um skóla- starfið í sínum bekkjum og voru niðurstöður þessara umræðna færðar inn á málþingið. Eftir kynningu á sjónarmiðum nemenda var skipað í vinnuhópa og unnið með þær tillögur sem komið höfðu fram. Fjörugar um- ræður urðu um fjölmörg mál s.s. varðandi áherslur í skólastarfinu, skipulag sundkennslu, skipulag stundaskrár, fyrirkomulag kosn- inga til nemendaráðs, efndir kosn- ingaloforða hjá kjörnum nem- endaráðsfúlltrúum, fjármál, bætta þjónusta í brauðsölu og mötuneyti o.s.frv. Skólastjórn Grundaskóla sat fyrir svörum á þinginu og rök- ræddi við þingfulltrúa fyrirkomu- lag ýmissa mála í skólanum. I lok þingstarfa var stjórn nemendráðs falið að ganga frá þingskjölum og kynna nemendum og starfsfólki skólans niðurstöðurnar. Hug- myndin er að málþing sem þetta verði árlegur viðburður í skólalíf- inu. Að nemendur geti með form- legum hætti rætt sín hagsmunamál og haft áhrif á skólastarfið. Mál- þingið er hlekkur í áherslum Grundaskóla um aukið nemenda- lýðræði. MM Ospektir við skemmtistað Tveir menn brugðust heldur illa við þegar þeim var meinaður að- gangur að veitingastaðnum Café Mörk á Akranesi aðfararnótt laug- ardagsins. Oðrum mannanna hafði verið vísað út af staðnum og hafði félagi hans ætlað að koma í veg fýr- ir að dyravörðum tækist það. Lög- reglan fór á staðinn og báð menn- ina báða um að vera til friðs og yf- irgefa staðinn. Þeir voru báðir áberandi ölvaðir og voru hreint ekki á því að láta vísa sér burt. Höfðu þeir í hótunum við lög- reglumenn og ógnuðu þeim. Á- kveðið var að handtaka þann sem verr lét og kom til átaka þar sem hann bæði sparkaði í lögreglumenn og sló til þeirra. Félagi hans reyndi að koma í veg fyrir handtökuna en þá bar að fleiri lögreglumenn sem tókst að koma honum frá. Sá hand- tekni var færður á lögreglustöð og í fangaklefa. Skömmu síðar kom fé- lagi hans á lögreglustöðina og hugðist freista þess að frelsa fang- ann. Lamdi hann og barði hurðir og glugga og fór svo að lokum að hann fékk einnig að dúsa í fanga- klefa. MM Ný fyrirtæki hefja starfsemi á Hvítanesreit Intrum á Islandi, Domus fast- Akranesi eins og sagt var ítarlega eignasala, Facta málflutningur og frá í blaði síðustu viku. Skrifstof- ráðgjöf, Leiguráðgjöf ehf. og Jón umar era í nýju húsi við Kirkju- Haukur Hauksson lögmaður opn- braut 12 á Hvítanesreitnum svo- uðu sl. föstudag nýja skrifstofu á kallaða. HJ Lambadrottning í Hraunholtum Ærin Hynd ffá Hraunholtum í Kolbeinsstaðahreppi bar sl. fimmtudag tveimur lömbum; hrút og gimbur. Hrúturinn lifði að vísu ekki lengi en gimbrin er hinsvegar hin hressasta. Hynd hefur eitthvað leikið á eigendur sína en hún hefur fengið um 25. október eða rétt áður en hrútar voru teknir á hús. Bændur i Hraunholtum era þau Sesselja Þorsteinsdóttir og Sigurð- ur Helgason. Til fróðleiks fyrir þéttbýlisbúann eru alla jafnan fyrstu lömbin sem fæðast á vorin á hverjum bæ kölluð lambadrottning eða -kóngur. ÞSK Aðalfimdur félags sauðfjárbænda á Snæfellsnesi Aðalfúndur félags sauðfárbænda í Snæfells- og Hnappadalssýslu var haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi sl. föstudag. Gestir fundarins voru þær Erna Bjarnadóttir hagfræðingur BÍ og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir frá Bú- Vest. Erna kynnti niðurstöður úr samanburði sem var gerður á af- komu sauðfjárbænda á Islandi, Noregi og Bretlandi. Einnig greindi hún frá því hvernig staðan er á kjötmarkaðinum núna en það stefnir allt í að það gæti orðið skortur á lambakjöti í sumar. Hallfríður kynnti verkefnið Betri bú og hvernig sauðfjárbænd- ur gætu nýtt sér það í rekstri bú- anna. Kosið var í stjórn félagsins og var sama stjórn endurkjörin, en hana skipa Þóra Sif Kópsdóttir Ystu-Görðum, Brynjar Hildi- brandsson Bjarnarhöfn og Eggert Kjartansson Hofsstöðum. Stjórnin kynnti ferð Félags sauðljárbænda sem farin verður 8. apríl. ÞSK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.