Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 1
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud. 12-18
nettð
alltaf gott - alltaf ódýrt
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI
21. tbl. 9. árg. 24. maí 2006 - Kr. 400 í lausasölu
Víglundur
kaupir Límtré
Vímet hf.
Eignarhaldsfélag í eigu Víglundar
Þorsteinssonar, stjórnarformanns
BM Vallár hefnr keypt ráðandi hlut
í Límtré Vímet hf. sem m.a. rekur
starfsstöðvar sínar í Borgarnesi á
Flúðum og í Reykjavík. Síðdegis á
mánudag sagðist Víglundur að-
spurður um hversu stóran hlut hann
væri búinn að eignast í fyrirtækinu,
að hann væri alltaf að aukast. „Við
emm að leggja fram yfirtökutilboð
um eftirstöðvar þess hlutafjár sem
við höfum ekki þegar keypt,“ sagði
Víglundur í samtali við Skessuhom.
Aðspurður um hvort einhverra
breytinga væri að vænta í starfsemi
fyrirtækisins samhliða kaupum hans
svaraði Víglundur því til að svo væri
ekki. „Við eram að fjárfesta í fyrir-
tæki sem við trúum á og er að gera
góða hluti hér innanlands." MM
Brotalöm í
landgræðslu
Heyfyrningar og t.d. sksmmdar
hreyrúllur er eitthvað sem flestir
bændur sitja uppi með. Að nýta hey
til að græða upp mela og óræktuð
svæði er mjög gott ráð og ef rétt er
að því staðið er fátt sem gerir meira
gagn við uppgræðslu. Eins og sjá má
á meðfylgjandi mynd hafa rúllur
verið nýttar til landgræðslu og má
sjá verulegan árangur nú þegar.
Hinsvegar hefur viðkomandi gleymt
að fjarlægja rúllubaggaplastið sem
verður að teljast galli og beinlínis
bagalegt í umhverfislegu tilliti. Ekki
em þetta minni spjöll á náttúrunni
en flöskur, sígarettustubbar og ann-
að drasl sem skilið er eftir á víða-
vangi. SO
ATLANTSOLIA
Dísel *Faxabraut 9.
Þjóðdansahópurinn Sporið sem sa?nanstendur af áhugasömum danspörum úr BorgatfirSi og nágrenni hélt sýningu fyrir eldri borgara á Akranesi fyrir skömmu. Samtals telur hóp-
urinn um 30 manns fiillskipaður þannig að á meðfylgjandi mynd er einungis hluti hans. Samkvœmt öruggum heimildum Skessuhorns er hvergi annarsstaðar á landinu tiljafn^
blómlegur hópurfólks sem heldur heiðri íslensku þjóðdansanna á lofti meðjafii kraftmiklum hœtti. Ljósm. KOO.
Framtíðarlega þjóðvegar
verður um Grunnafjörð
Sturla Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra segir lagningu vegar um
Grunnafjörð eitt af þeim verkefh-
um sem skoðuð verði við endur-
skoðtm núverandi langtímaáætlun-
ar í vegamálum. I sínum huga eigi
þjóðvegurinn að liggja um Granna-
fjörð fáist samþykki fyrir ffam-
kvæmdinni hjá skipulagsyfirvöld-
um. Frétt Skessuhoms í síðustu
viku um tvöföldun Hvalfjarðar-
ganga og hugsanlega vegagerð um
Grunnafjörð vakti talsverð við-
brögð áhugamanna um samgöngu-
mál. Sérstaklega vöktu ummæli
Jóns Rögnvaldssonar vegamála-
stjóra um Grunnafjörð athygli. Þar
sagði að ekki hafi verið unnið að því
máli um langt skeið meðal annars
vegna umhverfissjónarmiða. Þykir
ýmsum sem vegamálastjóri hafi
með þessum orðum nánast slegið af
hugmyndir um vegagerð um
Grunnafjörð.
Sú vegagerð hefur um árabil
Grunnajjörður (Leirárvogur) fyrir miðri mynd. Hvalfiörður
til hœgri. Lengst til hægri sér í rœtur Akrafialls og veginn af
hringveginum áleiðis til Akraness. A myndinni sést hversu
stutt vcmtanleg brú yfir Grunnafiörð þyrfti að vera.
verið baráttumál sveitarstjórnar-
manna á Vesturlandi og hefur
samband sveitarfélaga þar ályktað
um nauðsyn þessarar vegagerðar
síðan 1997. A það hefur verið bent
að Grurmafjörður er friðlýstur og
því muni skipulagsyfirvöldum
veitast ómögulegt að heimila
ffamkvæmdir á þessum slóðum.
Friðlýsingin nær yfir fjörur og allt
grunnsævi innan Hvítaness og
Súlueyjar. Ahugamenn um vega-
gerð telja því ekkert til fyrirstöðu
að leggja veg og brú utan ffiðunar-
svæðisins auk þess sem hægt sé að
veita undanþágur ffá ffiðlýsingu ef
nauðsyn krefúr. Með ffamkvæmd-
inni styttist leiðin milli Akraness
og Borgarness um 7 km og leiðin
ffá Hvalfjarðargöngum í Borgar-
nes um 1 km. Með því fari þjóð-
leiðin til og ffá suðvesturhorninu
um túnfót Akurnesinga með til-
heyrandi möguleikum fyrir þjón-
ustufyrirtæki.
Sundabraut
í Norðurár-
dal í einka-
framkvæmd
I ræðu á fundi á
Akranesi fyrir
rúmu ári síðan
sagði Sturla
Böðvarsson sam-
gönguráðherra að
hann teldi eðlilegt
að þessi leið verði
skoðuð að nýju. I
samtali við
Skessuhorn segir
samgönguráðherra að nú standi yfir
endurskoðun langtímaáætlunar í
samgöngumálum og lagning vegar
um Grannafjörð sé eitt þeirra verk-
efna sem skoða þurfi í því sam-
hengi. „Eg tel eðlilegt að í ffamtíð-
inni verði vegur lagður um
Grannafjörð svo ffemi að skipu-
lagsyfirvöld heimifi þá framkvæmd.
í því sambandi hef ég bent á að til
greina komi að taka efri hluta
Sundabrautarinnar, tvöföldun
Hvalfjarðarganga og endurbygg-
ingu Vesturlandsvegarins alla leið
uppí Norðurárdal og þar með tal-
inn veg um Grunnafjörð í einka-
framkvæmd.“ HJ