Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 2006 IM..- Akraneshlaupið á laugardaginn Akraneshlaupið verður haldið í 14. sinn laugardaginn 27. maí. Eins og undanfarin ár mun kvennanefhd Knartspyrnufélags IA sjá um fram- kvæmd hlaupsins, en þar sem ekki var unnt að senda lið til keppni í meistaraflokki í ár mun ágóða af hlaupinu verða varið til styrktar yngri flokkum kvenna. Boðið er upp á þrjár hlaupavega- lengdir, 21 og 10 kílómetra og 3,5 kílómetra skemmtiskokk auk 10 kílómetra hjólreiða. I fyrra var í fyrsta sinn boðið upp á stuttar leið- ir fyrir göngufólk og hitti það greinilega beint í mark en 163 tóku þátt í göngunni. Eldri borgarar á Akranesi höfðu æft stafagöngu af kappi vikurnar á undan og fjöl- menntu í hlaupið og algengt var að sjá þrjár kynslóðir ganga eða skokka saman. Akraneshlaupið hefur fest sig í sessi sem eitt af vinsælustu almenn- ingshlaupum landsins, gott þykir að hlaupa á Akranesi enda ekki fleiri keppendur í hálfmaraþoni í neinu öðru hlaupi fyrir utan Reykjavíkur- maraþonið. Það sem dregur fólk þó aðallega að eru hin glæsilegu út- dráttarverðlaun sem allir eiga kost á að hreppa hvaða aðferð sem þeir kjósa að nota til að komast í mark. Vinningarnir tengjast allir ferða- þjónustu á Vesturlandi. I boði eru máltíðir og gisting víðs vegar um Vesturland, siglingar á Breiðafirði, sleðaferð á jökli, sjóstangveiði, golf og sund, kort í göngin og Vega- atlasar. Allir þátttakendur fá bol og verðlaunapening, ffítt er í Jaðars- bakkalaug og boðið er upp á orku- drykk og banana að hlaupi loknu. I ár ber hlaupið upp á kosninga- dag og hafa ffamkæmdaaðilar af því tilefni skorað á frambjóðendur að sýna gott fordæmi og fjölmenna í Akraneshlaupið og keppa um það hvaða flokkur sé heilsuvænlegastur. SO Umhverfis- og menningardagur í Grundarfirði Þeir Markús HarSarson og Pawel Andrzej Konieczny eru meöal þeirra semfá Ijóð sín birt t bókinni Ljóð unga fólksins. Afþví tilefni gœddu þeir sér á kleinum sem nemendur 9. bekkjar Grumiskólans höfSu á boðstólum ífjáróflunarskyni fyrir ferðasjóð sinn. Að tillögu fræðslu- og menning- armálanefndar Grundarfjarðar og einstaklinga í bænum var sl. laugar- dag haldinn svokallaður Umhverf- is- og menningardagur í Grundar- firði. Dagurinn hófst árla morguns með tiltekt íbúa í görðum og á opn- um svæðum en starfsmenn sveitar- félagsins sáu um að losa fólk við það rusl sem tínt var til. Þá veitti Þórð- ur Runólfsson skógffæðingur ráð um gróðursetningu og val á trjá- plöntum til þeirra sem voru í gróð- ursetingarhug. Eftir hádegi var boðið upp á dagskrá í Sögumið- stöðinni. Þar kynnti Skógræktarfé- lag Eyrarsveitar starfsemi sína fyrr og nú en af hálfu þess hefur verið lögð áhersla á skógrækt umhverfis Grundarfjörð í nágrenni við byggðina. Gróðursetning hófst þar árið 1987. Kynnt var í máli og myndum jarðgerð á heimilisúr- gangi en um þá kynningu önnuðust Jóhanna H Halldórsdóttir og Gunnar Njálsson. Leikskólinn Sól- vellir sýndi myndir frá umhverfis- vænu starfi sínu en hann er nú „Skóli á grænni grein,“ sem er und- anfari þess að skólinn fái Grænfána Landverndar. Sérstakur kynning- arbás Vistverndar í verki var á staðnum og sáu þær stöllur Sigur- borg Kr Hannesdóttir og Ingibjörg T Pálsdóttir um að kynna fyrir fólki starfsemi svokallaðra visthópa sem komið hefur verið á laggirnar með- al íbúa um allt land. Milli atriða léku nemendur Tónlistarskóla Grundarfjarðar á hljóðfæri. Einnig voru afhentar viðurkenningar til nemenda Grunnskólans fyrir þát- töku í samkeppninni „Ljóð unga fólksins“. GK A myndinni eru Akranesmeistarar í sundi 2006. Akranesmeistaramótíð í nepjunni á laugardag Akranesmeistaramótið í sundi var haldið í Jaðarsbakkalaug síðast- liðinn laugardag. Þar kepptu sund- menn 9 ára og eldri og hugsuðu margir hlýtt til væntanlegrar innilaugar í nepjunni sem var á laugardaginn. Akranesmeistarar í flokki sveina og meyja urðu þau Birgir Viktor Hannesson og Salóme Jónsdóttir, í flokki drengja og stúlkna Hrafh Traustason og Inga Elín Cryer og í fullorðinsflokki urðu Akra- nesmeistarar þau Gunnar Smári Jónbjörnsson og Rakel Gunnlaugs- dóttir, en þau unnu einnig bestu af- rek mótsins. Næsta stóra verkefhið hjá sundfólkinu er svo hið árlega ÍA-Essó mót sem haldið verður dagana 2.-4. júní. GHK Kom heim til að sinna væntanlegu pabbahlutverkinu Siguröur Þorvaldsson. Sigurður Þorvaldsson körfuboltakappi hefur gert munnlegan samn- ing um endurkomu sína til Snæfells. Samningur- inn er væntanlega til eins árs, en Sigurður lék körfubolta í Hollandi síðasta vetur ásamt fé- laga sínum Hlyni Bær- ingssyni. Ekki er búið að undirrita samninginn en það mun verða gert á næstu dögum. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að koma aftur heim á gamla, kalda Is- land þar sem að ég er að verða pabbi í byrjun október,“ sagði Sigurður um ástæðu heimkom- unnar, en hann ákvað að heim færi hann um leið og hann hafði fréttir af því að honum væri vænt- anlegur erfingi. Onnur lið en Snæfell komu til greina til að spila með á næstu leiktíð en hann sagði málin hafa þróast þannig að Snæ- fell varð fyrir valinu. Sigurður var valinn besti leikmaður úrvalsdeild- arinnar í körfuknattleik vorið 2005 af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar og var hann einnig valinn í lið ársins. Nú er bara að bíða og sjá hvort að kappinn knái sýni okkur ekki einhver snilldartilþrif á vellinum á næstu leiktíð, líkt og hann gerði vorið 2005 er hann og félagar hans í Snæfelli léku til úrslita um Is- landsmeistaratitilinn og lentu í 2. sæti í deildinni. Ekki þarf að efast um það að heimkoma Sigurðar er mikill styrkur fyrir lið Snæfells. „Það er bara frábært að vera kom- inn heim“, sagði kappinn að lok- um. SO 6. bekkur Grunnskólans í Borgamesi í Reykjavík Vorferð 6. bekkjar í Borgamesi Sjöttu bekkingar í Grunnskólan- um í Borgarnesi fóru í mjög fróð- lega vorferð til Reykjavíkur fimmtudaginn 18. maí síðastliðinn. Var þetta náms- og skemmtiferð og tengdist námsefni vertrarins í eðl- is,- efha- og jarðfræði auk samfé- lagsfræði. Fjallaði námið meðal annars um Snorra Sturluson og mannlíf á miðöldum sem er þema sem bekkurinn hefur verið að vinna með í vetur. Lagt var af stað ffá Borgarnesi í bítið og haldið á Arnarhól þar sem nesti var borðað í sól og blíðu. Það- an var haldið í Þjóðmenningarhús- ið og skoðuð sýning sem heitir Handritin heim, þar sem til sýnis voru Snorra Edda og fleiri gömul handrit. Þar var nemendum boðið að skrifa á kálfskinn með fjöður og ekta bleki eins og notað var í gamla daga. Krökkunum var kennt mikið um rúnaletur og að lesa úr rúnum. Frá Þjóðmenningarhúsinu lá leiðin í Rafheima sem er fræðslusetur Orkuveitunnar. Þar tók á móti hópnum Stefán dómari úr Gettu betur spurningakeppninni og sýndi þeim ýmislegt varðandi rafmagn. Hann lét rafinagn leiða í gegnum þau og gat til dæmis kveikt á ljósa- peru í gegnum einn nemandann. Síðan var farið á stöðvar og unnin verkefni. Þótti ferðalöngunum þetta alveg frábært og mjög skemmtilegt, þótti þeim Stefán svo hress og gera þetta allt svo lifandi fyrir þau. Þegar rafmagnstússinu var lokið var komið að hádegi og farið á Pizza Hut á Sprengisandi, þar sem allir fengu magafylli af pitsum, brauðstöngum og ís. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir var farið með hópinn í keilu í Öskju- hlíð, þar sem allir spiluðu einn leik og skemmtu sér vel. Allir komu sælir og glaðir heim í Borgarnes um klukkan 17:00, eftír frábæra ferð í höfuðborgina. SO

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.