Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 7
 MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 2006 7 Frjálslyndir og óháðir bjóða fram lista skipaðan fólki nýrrar kynslóðar í stjórnmálum á Akranesi. Fólki sem býr yfir mjög mikilli þekkingu á bænum, íbúum hans og öllum staðháttum. Ástæðan er einföld. Við erum flest fædd hér og uppalin, eða höfum búið hér í fjölda ára. Hér eigum við ættingja, börn, foreldra og vini. Hér ætlum við að búa áfram í framtíðinni. Öll höfum við víðtæka reynslu úr atvinnulífinu hér á Akranesi. Sum hafa um tíma sótt út fyrir bæjarmörkin jafnvel erlendis, til að leita sér menntunar eða vinnu. En öll snúið aftur heim að því loknu, því að á Akranesi viljum við vera. Yngra fólkið á listanum sem er í miklum meirihluta, - á börn á leikskólum, í grunn- skólum eða Fjölbrautaskólanum og foreldra sem fylla hóp eldri borgara. Eldra fólkið á hér bæði börn og barnabörn. Margar konur eru á listanum. í þrem efstu sætunum eru tvær konur og önnur þeirra oddviti listans. Hleypum nýrri kynslóð Akurnesinga að stjórn bæjarins Umhyggja - Hreinskilni - Réttlæti Frjálslynd og óháð - Kirkjubraut 8 - Skoðið málefnáherslur okkar og framboð á www.heimaskagi.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.