Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 24. MAI2006 ^SUHUkJ] Spáð í spilin Eins og allir vita verður kosið til sveitarstjóma um land allt á laugar- dag. Til að gefa innsýn í væntingar um niðurstöður kosninganna vom fulltrúar ífamboðanna, í flestum tál- fellum svoneíhdir kosningastjórar, í tveimur stærstu sveitarfélögunum á Vesturlandi, Akranesi og í Borgar- firði norðan Skarðsheiðar beðnir um að spá fyrir um úrslit kosning- anna. Augljóst er á svömm þeirra að öllum þykir sinn fúgl fagur og vænt- ingamar era því býsna miklar. En gefúm kosningastjórunum orðið: Ædum okkur fimmínn Sem formaður kosningastjórnar Borgarlistans er það markmið mitt að ná fimm inn. Ef ég reyni hins- vegar að vera raunsæ, þá á Borgar- listinn alveg að geta fengið fjóra sveitarstjórnarfulltrúa og hinir fimm skiptast síðan jafnt á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Hálfdrættingurinn lendir síðan auðvitað heill hjá öðram hvomm hægri flokknum því varla verður maðurinn vinnufær í sveit- arstjórn nema vera í heilu lagi. Það er nú helst það sem þetta snýst allt um, að í sveitarstjóm raðist fólk sem hefur vilja, vinnuvit og gott þol dl að halda sér að verld. Borg- arlistinn vill auk þess að það vinni af heilum hug að hagsmunum íbú- anna eftir stefnu félagshyggju, samábyrgðar og jafnréttis. Efsti maður á hstanum mínum hefur sannað að um allt þetta er hann mjög fær. Þeir sem á eftir honum koma em reynsluminni í sveitar- stjómarmálum en ég veit að þar fer fólk, sem ég treysti til að mæta í vinnuna og sinna henni þannig að íbúum í hinu nýja sveitarfélagi, verði sómi sýndur. X-L Björg Gunnarsdóttir Eigum mögu- leika á tveimur mönnum inn „Ég verð að segja að ég er mjög bjartsýnn á gengi okkar Vinstri grænna í þessum kosningum. Miðað við kannanir stefnir í að við tvöfald- um fylgi okkar síðan í síðustu kosn- ingum og er mikil ferð á okkur. Tel ég jafnvel að við höfúm góðan möguleika á að koma ekki bara Rún í bæjarstjórn heldur gæti Sigurður Mikael náð kjöri líka. Ekkert er þó gefið í þeim efúum fyrr en búið er að telja. Hvað snertir útslitin að öðm leyti þá á ég ekki von á því að Fram- sókn muni ná að rétta mikið úr kútn- um úr þessu, til þess er fylgistapið of mikið bæði hér á Skaga og yfir allt landið. Eg reikna með því að Sam- fylking og Sjálfstæðisflokkur muni fá svipaða kosningu og síðast. Aftur á móti held ég að Frjálslyndi flokkur- inn muni ekki koma að manni, Karen Jónsdóttir hefði án efa komið öflug inn í stjóm bæjarins en eins og staðan er í dag verður það að teljast ákaflega ólíklegt að hún nái inn.“ Sverrir Aðalsteinn Jónsson kosningastjóri VG á Akranesi Komum fjórum mönnum að „Það kæmi mér á óvart að það yrðu miklar sviptingar í kosningun- um 27. maí og þá er viðmiðunin úr- slitin í Borgarbyggð 2002. L- listinn á þó að mínu mati eftir að styrkja stöðu sína hlutfallslega. Sameiningin gerir að verkum að ffamboðin fara varlega í öll málefúi og kosningaslag- urinn snýst meira um að sannfæra fólk um ágæti sameiningar heldur er harkaleg átök um einstök málefúi. Framsóknarmenn em bjartsýnir á gott gengi í kosningunum í vor og ætla sér að koma fjórum mönnum að. Erfitt er að átta sig á hvemig at- kvæðin skiptast milli hinna tveggja ffamboðanna." Valdimar Sigurjónsson, kosningastjóri Framsóknar. Fáumtvo menninn „Frjálslyndir og óháðir fá tvo menn. Þetta fylgi verður tekið af Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki. Urshtin verða þarmig að alhr flokkar sem bjóða nú ffam fá fulltrúa. Það verða tveir fulltrúar til Frjálslyndra og óháðra, einn til Framsóknar og einn til Vinstri Grænna. Síðan fær Sjálf- stæðisflokkur þrjá og Samfylking tvo. Það er löngu kominn tími til að ný kynslóð borinna og bam- fæddra Skagamanna af báðum kynjum, það er fólkið sem er fætt eftir 1960, komi með skilvirkum hætti að stjóm bæjarfélagsins inn í ffamtíðina. Þetta er mjög mikil- vægt og Frjálslynd og óháð bjóða einfaldlega upp á besta Hstann með tilliti til þessa. Við emm laus við öfgar, eram ekki hagsmunatengd á neinn hátt og eigum þá einlægu hugsjón að Akranes verði besta sveitarfélag að búa í á Islandi. Við emm vel mennmð og með mikla þekkingu á bæjarfélaginu og fólk- inu sem hér býr. Með kosningabar- áttunni höfum við sýnt hvað í okk- ur býr en við höfum heldur betur komið á óvart með nýju ffamboði og vel útfærðri og krafmikilli bar- áttu.“ Magntís Þór Hafsteinsson. Náum hrein- um meirihluta Þrátt fyrir að skoðanakannanir undanfarið sýni Sjálfstæðisflokkinn með fjóra menn í næstu bæjarstjóm þá er það tilfinning okkar sem erum á Hsta Sjálfetæðisflokksins að við eig- um töluvert fylgi inni og að við náum inn firnm mönnum. Framsókn bætir aðeins við sig miðað við kannanir en ekki nægilega til að ná inn nema ein- um manni. Samfylkingin sígur vem- lega og missir einn mann, endar með tvo menn inni. Frjálslyndir ná ekki inn manni og verða með minna fylgi en spáð hefur verið hingað til. Vinstri grænir bæta við sig miðað við síðustu kosningar þannig að þeir ná inn með einn mann. Miðað við þessi úrstlit þá þarf ekki að spá fyrir um meirihlutasamstarf heldur mun Sjálfstæðisflokkurinn stjóma í það minnsta næstu fjögur árin öllum bæjarbúum og Akranesi til heilla. Bjöm Elíson Heiðarleilá, reynsla og traust Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks- ins á Akranesi hafa staðið sig ffábær- lega vel á kjörtímabilinu þannig að það er gaman að vinna fyrir þá. Kosningaúrsfit em ekki endilega alltaf sanngjöm. Við finnum að það er á brattann að sækja. Við finnum líka að það er viss velvild í okkar garð og fyrir það emm við þakklát. Vissu- lega væri líka notalegt að fá atkvæði með velvildinni. Heiðarleiki, reynsla og traust er það sem okkar menn standa fyrir. Býður einhver betur? Því veður svarað á laugardaginn. Eg spái því að þetta sé allt fyrirffam ákveðið, en hvemig, það veit Guð en ekki ég. Ingibjörg Pálmadóttir, kosningastjóri XB Akranesi — t- -—--— ‘-"-ó- —-... íiKa au pau ci vis:> vcivnu 1 uKKai Jkoðanir og spár hefur hver fyrir sig á Snæfellortö°; Blaðamaður Skessuhorns fékk því verkefni úthlutað í Hðinni viku að skella sér vestur á Snæfellsnes og taka púlsinn fyrir komandi sveita- stjómarkosrdngar og var meiningin að ná tah af kjósendum og biðja þá um að spá fyrir um hver úrslitin verða í sveitarstjórnarkosningunum í Snæfellsbæ, Gmndarfirði og Stykldshólmi. I blíðskapar veðri var haldið af stað vestur með góðar væntingar um að skemmtileg við- brögð fengjust hjá íbúum. Fyrsti viðkomustaður var Snæ- fellsbær og spurðu heimamenn fyrst hvort ekki hafi verið valin rétt leið til bæjarins, þ.e. farið yfir Fróð- árheiði og vom spyrjendur mjög glaðir er þeim var tjáð að svo hafi verið. Svo virtist á mörgum sem rætt var við að Fróðárheiðin væri eina „rétta“ akstursleiðin í Snæfells- bæ. Frá Snæfellsbæ lá leiðin til Grundarfjarðar og þaðan til Stykk- ishólms síðdegis. Fólk á Snæfells- nesi var almennt tilbúið til að ræða við ferðalanginn sem manneskju en - ekki sem blaðamann. Flestir ef ekki allir sem rætt var við vom hið skemmtilegasta og ffóðasta fólk. Af þeim sem rætt var við gat hinsvegar enginn hugsað sér að viðra skoðun sína undir nafúi og hvað þá með mynd, að undanskildum einum öldmðum manni í Olafevík. Skulu honum færðar bestu þakkir fyrir. Samt sem áður virtist vandræðalítið að fá nasasjón af stjómmálum og ýmsum störfum flokkanna á Snæ- fellsnesi. Allir vom tilbúinir að segja skoðun sína á stefúumálum og fólkinu sem vafist hafði í ffamboð. Einnig vom menn fúsir til að ræða um stjómun sveitarfélaganna fyrr og nú, atvinnumál, leikskólamál, ffamkvæmdir og í raun allt milli himins og jarðar. En skoðun sett ffam undir nafiú og með mynd á prenti kom bara alls ekki til greina, hvað sem raulaði og tautaði. Bar fólk því fyrir sig að þetta væri allt svo þjónustutengt milli fólks í svona fitlum bæjarfélögum að röng skoð- tm á prenti myndi skemma fyrir og e.t.v. myndu einhverjir sækja þjón- ustuna annað væm þeir ekki sam- mála. Engu líkara var en að einhver hræðsla lægi í loftinu við það að setja skoðun sína opinberlega ffam. Er þetta nú allt lýðræðið sem er uppi í landinu í dag? Hvort þessi hræðsla er vegna þess að einungis era tvö ffamboð í gangi í hverju þessara þriggja sveitafélaga, eða smæð sveitarfélaganna um að kenna skal ósagt látið. Getur verið að fólk hafi verið hrætt við að hefði það spáð einum listanum meiri- hluta, hefði það sjálfkrafa þýtt að viðkomandi ætlaði að styðja hann? Getur verið. Engu að síður var árangur af þessari ferð fitill miðað við upphaf- legt markmið ferðarinnar. Haldið var heim á leið með hálfauða skrif- blokk og lítið notað minniskort í myndavélinni. Samt sem áður með hafsjó af ffóðleik um stjómmál og mannh'f á Snæfellsnesi - það skyldi bara ekki fara á prent. SO Koinum full- trúayngri kynslóðarinn- ar inn „Samfylkingin fær að mirmsta kosti fjóra menn kjöma. Fólk kem- ur mikið að máfi við mig og vill meina að sveitarstjómarkosningar snúist um fólk. Þá kemur í ljós þeg- ar fitið er á baráttusæti Samfylking- arinnar, að þar gefet einstakt tæki- færi fyrir fólk af yngri kynslóðinni til að fá loksins verðugan fúlltrúa í bæjarstjóm, þar sem Sigrún Osk er. Síðast vantaði Samfylkinguna ekki nema um 80 atkvæði til að ná fjórða manninum inn og það mun takast núna.“ Geir Guðmundsson, kosningastjóri Samfylkingarinnar á Akranesi. Fáum örugg- lega góðan stuðning „Það er svofitið erfitt á þessari stundu að gera sér grein fyrir kosn- ingaúrslitum í þessu nýstofúaða sveitarfélagi og ætla ég ekki að reyna að spá þar um. Við Sjálfetæðisfólk erum þó hvergi bangin, við teflum fram sterkum lista og höfúm góða málefúastöðu. Þess vegna erum við sannfærð um að við fáum fá góðan stuðning kjósenda í komandi kosn- ingum.“ Jóhanna Möller Kosningastjóri Sjálfstœðisflokksins í sameinuðu sveitarfe'Iagi í Borgar- firði ásamt Kolbeinsstaðahreppi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.