Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 11
 MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 2006 11 Ai~ne Holm, Bergur Þorgeirsson, Inge Steve og Bjami GuSmundsson, formaður stjómar Snorrastofu. Sjóður til styrktar ung- mennum í Snorrastofu Snorrastofa í Reykholti tók á dögunum við sjóði sem hugsaður er til styrktar norrænu menningar- og félagslífi íslenskra og norskra ungmenna. Af því tilefni heim- sóttu Reykholt velunnarar Snorra- stofu í Bergen í Noregi, þeir Arne Holm, ræðismaður Islands þar í bæ og Inge Stove, vararæðismað- ur. Var Snorrastofu afhent 3ja milljóna króna framlag norskra banka og sjóða. Stjórn sjóðsins skipar stjórn Snorrastofu og for- stöðumaður Norræna hússins í Reykjavík, en Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu er for- maður sjóðsins. Markmiðið er síð- an að efla sjóðinn enn frekar og stuðla þannig að því að árlega verði hægt að úthluta ferðastyrkj- um til ungmenna yngri en 26 ára. Með þessum hætti gefst m.a. tæki- færi til að fjölga þeim ungu fræða- nemum sem koma í Reykholt til rannsóknardvalar á sama tíma og Islendingum gefst kostur á að að dveljast í Bergen eða annarsstaðar á Norðurlöndunum í sömu er- indagjörðum. MM Ný námsbraut við FVA Fjölbrautaskóli Vesturlands hefur ákveðið að bjóða upp á hagfræði- braut til stúdentsprófs frá og með haustönn 2006. Þá verða bóknáms- brautir við skólann íjórar en þær eru auk hagfræðibrautar, félagsfræði- braut, náttúrufræðibraut og mála- braut. Akvörðunin er tekin í fram- haldi af breytingu á lögum um ffarn- haldsskóla sem heimilar skólum að bjóða upp á stúdentspróf af hag- fræðibraut en breytingin var sam- þyklct á Alþingi þann 4. maí sl. FVA bauð upp á hagfræðibraut fyrir árið 1999 en frá þeim tíma var bundið í lögum að bóknámsbrautir fram- haldasskóla yrðu þrjár og því var brautin felld niður. „Þessi náms- braut var mjög vinsæl þegar við buðum upp á hana og við gerum ráð fyrir að hún sé það enn,“ segir Adi Harðarson, aðstoðarskólameistari FVA. Það mun skýrast á allra næstu vikum hversu mikil aðsókn verður í brautina en innritun stendur yfir til 12.júnínk. KÓÓ Akraneskaupstaður Bæjarstjórnarkosningar 2006 - Akranesi Kjörfundur vegna bæjarstjórnarkosninga 27. maí 2006 fer fram í Brekkubæjarskóla og hefst kjörfundur kl. 09:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00: Brekkubæjarskóli (Nýbygging, gengið inn frá Vesturgötu): I. kjördeild Akurgerði til og með Grundartún. II. kjördeild Háholt til og með Reynigrund. III. kjördeild Sandabraut til og með Þjóðvegur. Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma á kjördag og hafa meðferðis persónuski Irfki. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 433 1315. Netfang: kosning@akranes.is Akranesi, 17. maí 2006. YFIRKJÖRSTJÓRN AKRANESS: Einar Jón Ólafsson. Bergþór Guðmundsson. Hugrun O. Guðjónsdóttir. Iðntæknistofnun vinnurað bróun, nýsköpun og aukinni framleiðni i íslensku atvinnulífi. Á stofnuninni fara fram rannsóknir, greiningar, prófanir, tækniyfirfærsla, fræðsla og ráðgjöf. Frumkvöðium og litlum og meðalstorum fyrirtækjum eru veittar almennar upplýsinar og leiðsögn. Áhersla er lögð á náin tengsi við atvinnuiifið. Impra nýsköpunarmiðstöð veitir uppiýsingar og stuðning i tengslum við viðskiptahugmyndir og stofnun og rekstur fyrirtækis. Á vegum Impru eru rekin fjöldi úrbótaverkefna með áherslu á nýsköpun og uppbyggingu frumkvöðlastarfs. Starfsemi Impru nær til landsins alls, en starfsstöðvar eru i Reykjavik og á Akureyri. - Styrkur til kaupa á ráðgjöf - Verkefnið Skrefi framar hefur það markmið að styðja fyrirtæki á landsbyggðinni í öllum atvinnugreinum til að afla sér ráðgjafar og byggja upp þekkingu til að auka veltu og arðsemi. Tilgangur verkefnisins er: •Að aðstoða fyrirtæki við að afla sér ráðgjafar •Að veita stuðning við verkefnistjórnun meðan á ráðgjöf stendur til að tryggja sem bestan árangur Við leitum að verkefnum á sviði: • Fjármálastjórnunar • Kostnaðargreiningar • Netviðskipta • Umhverfismála • Öðrum þáttum í rekstri fyrirtækja sem verkefnisstjórn telur að falli innan ramma verkefnisins. • Greiningu á tækniþörf • Markaðsmála • Stefnumótunar • Vörustjórnunar Skiimálar og umsóknarfrestur: Stuðningur við fyrirtæki sem verða fyrir valinu getur numið allt að kr. 600.000 gegn jafnháu framlagi styrkþega. Umsóknarfrestur er til 2.júní 2006. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á netslóð þess: www.impra.is, eða hjá Sigurði Steingrímssyni, verkefnisstjóra Impru, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri ímpra nýsköpunarmiðstöð Iðntæknistofnun Borgurn víð Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460 7972 Nettang: slgurdurs@iti.i*

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.