Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 24. MAI2006
^&UsUtlUK.
Vor undir Jöldi í kuldahraglanda
Hátíðin Vor undir Jökli var
haldin um síðustu helgi, frá föstu-
degi til sunnudags og voru það
ferðaþjónustuaðilar í Snæfellsbæ
sem stóðu fyrir hátíðarhöldunum.
Vorhátíðin var haldin á stóru
svæði, eða allt frá Iskrabrunni í
vestri að Olkeldu í austri og Olafs-
víkur í norðri. Víða þar á milli var
tekið á móti gestum með skemmt-
unum og þjónustu af ýmsu tagi.
Heldur vetrarlegt var um að litast
þótt svo vel væri komið fram í maí,
kalt í veðri og Kári blés hressilega
á hátíðargesti. Dagskrárliðir hátíð-
arinnar voru fjölbreyttir og var
boðið upp á ýmsa afþreyingu fýrir
alla aldurshópa, bæði utan og inn-
an dyra. Sumaropnun Pakkhússins
í Olafsvík, vígsla brúar yfir Móðu-
læk, tónleikar, stunaropnun fiski-
safnsins í Olafsvík, opið fjós,
mjólkurvörukynning og tónleikar í
Ölkeldufjósi, Eurovision keppni
fór fram á Hótel Búðum, lautar-
ferð var á Hellissandi, krafta-
keppni á Djúpalónssandi og dans-
leikur í Klifi var meðal þess sem á
dagskránni var.
■ * .. . so
Erlendir ferðamenn í Fiskasafninu í Ólafsvík, en það mun verða opið um helgar í sumar
líkt og undanfarin ár.
Ungir hnefaleikamenn héldu sýningu við Þorgrímspall í Ólafsvík, þráttfyrir duglegan
vind ogfremur kalt veður.
Sjórteningar, stuðningsmenn Víkings í Olafsvík, létu ekki veðrið á sigfá og grilluðu við
Þorgrímspall.
Vtgsla bníaryfir MóðuUk var á dagskrá hátíðarinnar en þau Sæmundur Krístjánsson
leiðsögumaður og Guðbjörg Gunnarsdóttir jjóðgarðsvörður stóðu fyrir vígslunni. Eftir
vígsluna gengu gestiryfir brúna og um Hólastíg að Gufuskálum.
Grænfáninn ásamt Islenka fánanum við hún í Grunnskólanum í Borgamesi.
Umhverfisráðherra
aflienti Grænfánann
Við hátíðlega athöfn á skólalóð
Grunnskólans í Borgarnesi síðast-
liðinn föstudag afhenti umhverfis-
ráðherra, Sigríður Anna Þórðar-
dóttir, skólanum Grænfánann og
aðstoðaði hún umhverfisnefnd
skólans við að draga fánann að
húni. Grænfáninn er umhverfis-
merki sem nýtur virðingar víða í
Evrópu sem tákn um árangursríka
fræðslu og umhverfisstefnu í skól-
um. Nú þegar hafa nokkrir grunn-
skólar á Vesturlandi auk Grunn-
skóla Borgamess gengið í gegntun
það ferli sem þarf til að geta flagg-
að Grænfánanum.
Við athöfnina söng barnakór
skólans og fulltrúi skólans í Stóru
upplestrarkeppninni las ljóð fyrir
gesti. Skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri, fulltrúar frá Landvernd, Páll
S. Brynjarsson bæjarstjóri Borgar-
byggðar og Sigríður Anna Þórðar-
dóttir umhverfisráðherra fluttu
ávörp. Er Grænfáninn var kominn
að húni var gestum boðið inn í
skólann þar sem líta mátti á verk-
efhi sem nemendur hafa verið að
vinna að, tengd Grænfána verkefii-
inu. SO
Sigríður Anna Þórðardóttir umhverftsráðherra, sagði ánœgjulegt að vera komin í
Grunnskólann í Borgamesi því þangað haft ekki komið ráðherra í mórg herrans ár.
Aðilar að Vindási ehf. undirrituðu stofnsamning félagsins.
Skóflustunga að
reiðhöll í Borgamesi
Síðastliðinn laugardag var fyrsta
skóflustungan tekin að nýrri reiðhöll
í Borgamesi. Mannvirkið verður í
eigu félagsins Reiðhöllin Vindási
ehf. en eigendur þess félags em
Borgarbyggð, hestamannafélögin
Faxi og Skuggi og Hrossaræktar-
samband Vesturlands.
Aætluð stærð reiðhallarinnar er
27 x 60 m. auk anddyris. Það er fyr-
irtækið Nýhönnun á Hvanneyri sem
hefur tekið að sér hönnun mann-
virkisins. Reiknað er með því að
jarðvinna hefjist innan tíðar og hús-
ið rísi í haust. Er áætlað að hægt
verði að taka höllina í notkun fljót-
lega eftir næstu áramót á Þorranum
eða snemma f Góu í síðasta falli.
MM
Páll S Brynjarsson, b<rjarstjóri tókfyrstu skóflustunguna.
Af kayakfólld í Stykkishólmi
Kayakmóti Eiríks Rauða verður í
Stykkishólmi um hvítasunnuhelg-
ina. Að sögn mótshaldara verður
mikil kayakdagskrá og góðir gestir
væntanlegir erlendis frá til að halda
fyrirlestra og námskeið. Gestir í ár
verða þau Jeff Allen frá Bretlandi
og Hadas Feldman frá Israel. Þau
hafa í sameiningu róið í kringum
Japan og eyjuna Suður Georgíu
(við Hornhöfða, Cape Horn).
Þetta er kayakmót er haldið ár
hvert, en hátíðin í ár mun að öllum
líkindum verða sú stærsta hingað
til þar sem mun meira er í lagt
þetta árið.
Annað sem verður á dagskrá fé-
lagsins þetta árið er að æfð verður
þyrlubjörgun á kayakræðurum.
Landhelgisgæslan mætir með þyrlu
á staðinn og sýnt verður við höfn-
ina í Stykkishólmi hvernig fólk ber
sig að við að láta bjarga sér úr
kayak í þyrlu. Þetta er líklega í
fyrsta skipti sem slíkt er æft hér á
landi. Þorsteinn Sigurlaugsson,
annar eigandi Seakayak Iceland
hefur rekið kayakferðir í 5 ár og
menntað sig erlendis í kayakleið-
sögn og kennslu á því tímabili.
Hann varð fyrstur Islendinga til að
ná þeim staðli British Canoe
Union að geta kallast 5 stjömu
kayakræðari. Þessi gráða er virt um
allan heim sem ábyggilegur staðall
fyrir kayakleiðsögumenn. MM