Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2006, Síða 7

Skessuhorn - 24.05.2006, Síða 7
 MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 2006 7 Frjálslyndir og óháðir bjóða fram lista skipaðan fólki nýrrar kynslóðar í stjórnmálum á Akranesi. Fólki sem býr yfir mjög mikilli þekkingu á bænum, íbúum hans og öllum staðháttum. Ástæðan er einföld. Við erum flest fædd hér og uppalin, eða höfum búið hér í fjölda ára. Hér eigum við ættingja, börn, foreldra og vini. Hér ætlum við að búa áfram í framtíðinni. Öll höfum við víðtæka reynslu úr atvinnulífinu hér á Akranesi. Sum hafa um tíma sótt út fyrir bæjarmörkin jafnvel erlendis, til að leita sér menntunar eða vinnu. En öll snúið aftur heim að því loknu, því að á Akranesi viljum við vera. Yngra fólkið á listanum sem er í miklum meirihluta, - á börn á leikskólum, í grunn- skólum eða Fjölbrautaskólanum og foreldra sem fylla hóp eldri borgara. Eldra fólkið á hér bæði börn og barnabörn. Margar konur eru á listanum. í þrem efstu sætunum eru tvær konur og önnur þeirra oddviti listans. Hleypum nýrri kynslóð Akurnesinga að stjórn bæjarins Umhyggja - Hreinskilni - Réttlæti Frjálslynd og óháð - Kirkjubraut 8 - Skoðið málefnáherslur okkar og framboð á www.heimaskagi.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.