Skessuhorn - 07.06.2006, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 7. JUNI 2006
*i£ssuHö2í3
Sáttur við mitt starf
*
Rætt við Kristján Helgason fyrrverandi stýrimann og haínarvörð í Olafsvík
Kristján Helgason hefur verið
viðloðandi sjóinn lirá því að hann
fór fyrst á síld 14 ára gamall.
Hann var stýrmaður á ýmsum
bátum í u.þ.b. þrjá áratugi þar til
hann kom í Iand og fór að vinna
sem hafharvörður í Olafsvík. Þar
var hann í önnur þrjátíu ár en fór
á eftirlaun síðastliðið haust.
Kristján hefur Iifað tímana
tvenna á langri og viðburðaríkri
ævi, farið víða um heim og hfað
umbrotatíma.
í síldinni á Sigló
Kristján fæddist á Akureyri
árið 1934 en flutti fimm árum
síðar á Siglufjörð þar sem hann
Ufði sín æskuár. Þar var sjórinn
allt sem máU skipti og ungur var
hann farinn að Iáta til sín taka í
þeim efinum. „Eg var það sem
kallað var latur í skóla. Eg hafði
mun meiri áhuga á að veiða ufsa
niður á bryggju en verma skóla-
bekki. ÆtU það væri ekki kaUað
að vera ofvirkur í dag,“ segir
hann. Svo lítiU var áhugi Krist-
jáns á hefðbundnu námi að hann
var sendur til föðurfjölskyldu
sinnar á Olafsvík til að klára skól-
ann. Þar fermdist hann og fór
síðan aftur á Siglufjörð og þá var
það síldin, silfur hafsins, sem allt
snérist um. „Veru minni á Siglu-
firði má skipta í tvennt, fyrir og
eftir för mína til Olafsvíkur. Eg
bjó á Sigló þegar herinn kom og
það var mikið sport hjá okkur að
fylgjast með hermönnunum æfa
sig. Þegar ég kom frá Olafsvík
snérist allt um sUdveiðar og þá
var oft heitt í kolunum. Ibúatala
bæjarins tvö- tU þrefaldaðist og á
götum bæjarins mátti heyra alls
kyns þjóðtungur. Þá var blómi ís-
lenskra kvenna á einum stað, 80-
100 stelpur á einu plani að salta
sUd. I landlegum voru böU og þá
þurfti gjaman að gera út um ein-
hver mál og stundum þurfti að
láta hnefana tala.“
Gerist stýrimaður
Þegar Kristján var 14 ára fór
hann aftur til Olafsvíkur og fékk
þangað far með báti, Agli, sem
mágur föður hans flutti frá
Olafsfirði. Síðar meir átti Krist-
ján eftir að verða stýrimaður á
þeim sama báti, fyrsti skráði
stýrimaðurinn í Ólafsvík. „Eg var
nýbúinn að taka 30 tonna rétt-
indin og fékk að skrá mig sem
stýrimann til að fá tíma ef ég færi
í ffekara nám. Þetta vom litlir
bátar og ekki til siðs að borga
einhverjum gemUngum aukahlut
og gefa þeim stýrimannsnafhbót.
Það var mikið fiskað, eitt árið
fengum við 702 tonn á línu. Það
er nokkuð gott á 27 tonna báti.“
Kristján var síðan stýrimaður á
ýmsum bátum þar til árið 1973
að hann réðist til starfa hjá höfn-
inni í Ólafsvík.
Sveinbjöm Jakobssun SH 10 til bægri. Kristján var lengi slýrimaáur á honum og sigldi
m.a. til Englands meðfisk. Ofi lentu þeir í ofsaveðri í hafinu en Sveinbjirm stóS allt af
sér. Nú á aófara aS leggja Sveinbimi en hann er 42 ára gamall og telur Kristján rétt aS
reyna aS varSveita þetta merka skip.
Vefurinn visitakranesis
opnaður
A Safnasvæðinu á Görðum var sl.
föstudag opnaður vefurinn
visitakranes.is, sem er nýr ferða-
þjónustuvefur Akraneskaupstaðar.
Vefurinn hefur verið í mótun um
nokkurt skeið en með honum má
segja að Akraneskaupstaður taki
forskot í þjónustu og upplýsinga-
gjöf á Netinu fyrir ferðamenn.
Akraneskaupstaður er eina sveitar-
félagið á landinu sem státar af svo
efhismiklu markaðstæki fyrir ferða-
menn, að Reykjavíkurborg undan-
skilinni.
Hægt er að skoða vefinn á tveim-
ur tungumálum, íslensku og ensku,
enn sem komið er. A visitakranes.is
vefnum getur fólk fundið hinar
ýmsu upplýsingar um Akranes og
nágrenni og þá staði og listaverk
sem á svæðinu eru. Þá er hug-
myndabanki um það sem hægt er að
gera á Akranesi sér til afþreyingar á
vefhum svo og greinargott kort af
svæðinu með fjölmörgum upplýs-
Sædís Eir Benteinsdóttir og Bergþóra
Sveinsdóttir báSar úr Brekkubœjarskóla,
Inga Þóra Lárusdóttir úr Grundaskóla og
Tómas GuSmundsson markaSs- og at-
vinnufulltrúi.
ingum.
Tómas Guðmundsson markaðs-
og atvinnufulltrúi Akraneskaup-
staðar fékk til liðs við sig þrjár ung-
ar stúlkur úr Brekkubæjar- og
Grundaskóla sem opnuðu vefinn
formlega á föstudaginn.
SO
Kristján Helgason.
Farið á flakk
Kristján átti sér í æsku þrjú
markmið sem hann vildi upp-
fylla, að veiða sel í gegnum ís, að
sigla yfir miðlínu og að sjá Suð-
urkrossinn. Um miðjan 9. ára-
tuginn tók hann sig til og upp-
fylltri tvö þessara markmiða. „Eg
fór á Hvalvíkina og sigldi með
henni í tvö ár. Við vorum í snapi,
fórum enga fasta rútu heldur
tókum þann farm sem bauðst.
Með henni sigldi ég til S-Afríku
og fór suður fyrir Góðravonar-
höfða. Þar bauðst okkur að vera í
siglingum á Madagaskar og að
sigla til Astralíu. Hvorugt hent-
aði útgerðinni og í staðinn sigld-
um við til Missisippi. Við sigld-
um beina leið, komum hvergi við
og sáum á radamum að við sigld-
um í kjölfar feUibyls. Allt gekk
þetta þó vel.“
Gestrisni Bandaríkjamanna við
íslenska bátsmanninn var hins
vegar ekki mikil. „Eg haíði farið
til Flórída í frí nokkru áður og
gekk heldur illa að fá áritun,
þótti heldur róttækur. Eg fékk þó
mánaðarvísa og það var enn í
vegabréfinu þegar ég kom til
Mississippi. Það var ekki tekið í
mál að ég færi í land, en mér
fannst það allt í lagi, þama var lít-
ið að sjá. Eg sagði þeim það og
minnti þá á að til væm fleiri lönd
en Bandaríkin. Nokkru síðar
kom ég aftur og lenti á sama
starfsmanni útlendingaeftirlits-
ins. Þá var vegabréfið komið í lag
en hann þekkti mig karlinn og
þvemeitaði mér um að komast í
Iand.“
Handagangur í öskjunni
Kristján var viðloðandi höfnina
í Ólafsvík í þrjátíu ár. Efrir að
hann kom heim af Hvalvíkinni
réðst hann til starfa við höfhina í
Rifi í tvö ár, þar til gamla staðan
hans í Ólafsvík losnaði. Hann
segir að oft hafi verið mikill
handagangur í öskjunni við höfii-
ina og starfi þeirra þar ekki alltaf
sýndur fullur skilningur. „Það
vom oft mismunandi meiningar
um hvemig ætti að raða upp til
Iöndunar, sumir töldu sig eiga
meiri rétt en aðrir og skildu ekki
afskipti okkar af því. Það var öllu
landað lausu á bíla og þegar mik-
ill var aflinn urðu stundum tafir
sem fóra illa í menn. Loks áttuðu
menn sig þó á því að við væmm
að vinna þeim til góða, að skipu-
leggja hlutina þannig að allt
gengi sem best fyrir sig. Með
nýrri kynslóð skipstjómarmanna
hefur viðhorf til hafnarvarða síð-
an breyst mjög til batnaðar og
auðvitað hafa orðið miklar hafii-
arbætur sem einfalda hlutina, t.d.
hér í ÓIafsvík.“
Starf hafnarvarðarins er fjöl-
breytt, það þurfiri að vera í sam-
bandi við bflstjóra og verkendur,
raða til löndunar og finna pláss
við bryggju, passa að bátar sem
fæm út á svipuðum tíma lægju
saman svo ekki þyrfri að færa
mikið til. Oft vom brælur og
mörg skip við bryggju. „Mér
finnst eins og veðrið hafi batnað
síðustu árin. Það er ekki þessi
ótíð og nístandi frost sem var svo
oft.“
Þarf að hlusta
betur á sjómenn
Kristjáni finnst ýmislegt betur
mega fara í sjávarútveginum í
dag. Það kunni ekki góðri lukku
að stýra að moka loðnunni og
sfldinni upp í stómm stfl. „Loðn-
an gekk áður inn á Breiðafjörð en
nú er búið að moka henni upp
áður en komið er fyrir Öndverð-
ames. Mér finnst Iíka að menn
mættu huga meira að því sem
fuglinn étur. A Látrabjargi em
milljón alfriðaðir fuglar og það
segir sig sjálft að þeir éta sitt og
berjast þar við fiskinn mn fæð-
una. Síðan þarf að vera meira
samband og samvinna við sjó-
menn, þeir ættu að vita talsvert
mikið um ástand sjávar og fiski-
stofha hefði maður haldið."
Kristján dundar sér nú við að
gera trillu sem hann á hafifæra,
en hann hefur alla tíð haft mikið
fyrir stafni. Hann var virkur í
verkalýðshreyftngunni, formaður
Lionsklúbbs Ólafsvíkur og Golf-
klúbbsins Jökuls og virkur í
Leikfélagi Ólafsvikur, en hann
var einn af stofhfélögum þess
fyrir hálfri öld síðna, árið 1956.
„Eg er sáttur við mitt ævistarf og
fyrst og ffemst þakklátur þeim
drengjum sem hafá verið mér
samferða í gegnum táðina,“ segir
fyrmm stýrimaðurinn og hafhar-
vörðurinn að lokum.
KÓP/ljósm.MM
7^e/l/Ú/t/l~~~:
Fáein orð um samgöngumál
Ég undirritaður Ias í blaðinu
Skessuhomi sem kom út 24. maí
síðastliðinn grein sem Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
skrifaði vun framtíðar lagningu
vegar yfir Grunnafjörð. Er það
nokkuð sem þarf að huga vel að
og ffamkvæma af alvöru. Nauð-
synlegt er að stytta vegalengdir á
milli staða eins mikið og tök em
á, hvort um sé að ræða jarðgöng
eða ekki. Að vísu er Gmnna-
fjörður ffiðaður en hægt er þó að
leggja veg yfir hann með tveimur
til þremur stuttum brúm eða
nokkuð fleiri ræsum og þannig
viðhalda lífríki í firðinum. Hver
man ekki efrir látunum sem áttu
sér stað áður og á meðan á fram-
kvæmdum stóð þegar Gilsfjörður
var þvergirtur með vegi. Þá átti
allt lífríki í firðinum að drepast.
Rauðbrystingur nefndur í því
samhengi, merkilegt nokk. Líf-
ríkið breyttist ekki þó vegur og
tilheyrandi fylling þvergirti
fjörðinn að stómm hluta. Sama
mun gerast í Grunnafirði með
því að þvergirða hann með vegi
sem mun stytta allar vegalengdir
í vestur og norður umtalsvert.
Nefha má í þessu samhengi úr-
gangsefni sem hrúgast upp í
skeljasandsþró Sementsverk-
smiðjunnar hf. á Akranesi til
einskis gagns en gæti þentað sem
uppfyUingarefhi í veg, samanber
hryggixm á Barðanesi og uppfyll-
ingu undir hesthús og hringvöll
Dreyramanna. Það/er mikið
magn sem verður til af þessu úr-
gangsefhi á ári hverju. Því væri
það mjög gott ef hægt væri að
nota efnið í veginn og losað
verksmiðjuna við það til hags-
bóta við alla. Þar sem nú þegar er
komin í gang
sterk um-
ræða um
Sundabraut
og tvöföldun
á Hvalfjarð-
argöngum,
því væri það glæst ef Samgöngu-
ráðuneytið og Vegagerðin sæju
sér fært að beina Þjóðvegi 1 vest-
ur með Akrafjalli að sunnan-
verðu. Þar með í túnfótinn á
Akranesi og áffam yfir Gmnna-
fjörð, samhliða Sundabraut og
tvöföldun Hvalfj arðarganga. Þá
væmih við Akumesingar í góð-
um málum og allir sem þurfa um
veginn að fara.
Ásmundur Uni Guðmundsson,
Akranesi.