Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.06.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 Sundfólkið frá Akranesi fagnar sigrinum. Fjölmennt sundmót Um helgina var hið árlega IA- ESSO sundmót haldið að Jaðars- bökkum á Akranesi. Til leiks mættu 14 félög með um 350 sund- menn á öllum aldri. Að sögn Heið- bjartar Kristjánsdóttur, formanns Sundfélags Akraness gekk mótið að mestu leyti vel fyrir sig, enda veð- urguðimir hliðhollir sundmönnum að þessu sinni. Þó hafi þurft að seinka keppni á sunnudeginum vegna þess að ekki var nægt vatn í lauginni sökum rafmagnsbilunar. Sundfélag Akraness sigraði í stigakeppni félaga á mótinu og Ungmennafélagið Þróttur Vogum var valið prúðasta lið keppninnar þriðja árið í röð. Hrafn Traustason var valinn besti sundmaður mótsins en hann setti m.a. glæsileg Akra- nesmet í 200 og 400 metra fjór- sundi, 200 metra bringusundi og vann auk þess allar sínar greinar. Salome Jónsdóttir bætti einnig Akranesmetið í 100 metra flugsundi meyja en hún er á yngra ári í aldursflokknum og á örugglega eftir að gera atlögu að fleiri metum á næstunni. Sundfélag Akraness vill þakka þeim fjölmörgu foreldrum sem lögðu hönd á plóginn við ffam- kvæmd mótsins, sem og styrktarað- ilunum ESSO og Símanum. GK Hrefiia á leið á heimsmeistaramót yngri spilara Nú í lok þessa mánaðar fer sjötta heimsmeistaramót yngri spilara í brids fram í Slóvakíu. 17 ára stúlku úr Borgarfirði, Hrefna Jónsdóttir frá Björk í Reykholtsdal hefur átt sæti í landsliðshópi yngri spilara undanfarið ár og keppir nú ásamt 11 öðrum spilurum fyrir Islands hönd á mótinu. Hrefna byrjaði að æfa brids þeg- ar hún var 11 ára gömul og naut fyrst í stað leiðsagnar föður síns Jóns Péturssonar, en fór síðan á námskeið sem Bridsfélag Borgar- fjarðar stóð fyrir þar sem Þorsteinn Pétursson leiðbeindi stórum hópi Borgfirðinga að læra spilið en þeir hafa flestir haldið áfram og skipa nú kjarna í einu öflugasta bridsfélagi landsins. Hrefna hefur náð feiknagóðum árangri í íþróttinni nú þegar enda mjög áhugasöm. „Eg byrjaði á að Hrefna Jónsdóttir. spila reglulega brids með félaginu uppi í Borgarfirði en fór svo í Menntaskólann í Reykjavík síðasta haust og byrjaði þá að æfa með yngri spilurum á vegum Bridssam- bandsins. Síðan hef ég æft með þeim og fór m.a. á Norðurlanda- mót yngri spilara í Danmörku í fyrra.“ Hrefna segist vera næstyngsti þátttakandinn í lands- liðshópnum, en það er einn 13 ára piltur yngri. Makker hennar er 23 ára spilari úr Reykjavík sem heitir Elva Díana Hermannsdóttir. Hún segist hlakka mikið til ferðarinnar en eftir mótið verður hún í 10 daga Campus úti í Slóvakíu, sem er æf- ingabúðir fyrir þátttakendur þar sem í boði verða fyrirlestrar, mót en um leið verður hægt að kynnast bridsspilurum allsstaðar að úr heiminum. „Þetta verður ferlega skemmtilegt og brids er íþrótt sem reynir á hugann og um leið er mað- ur í mjög skemmtilegum félags- skap. Eg er því ákveðin í að halda áfram að æfa og keppa í brids í framtíðinni," segir Hrefna að lok- um. MM Hjóladagur á Akranesi Laugardaginn 20.maí var hinn árlegi hjóladagur haldinn á Akra- nesi. Að deginum standa Slysa- varnadeild kvenna á Akranesi, Grundaskóli, Brekkubæjarskóli, Rauði krossinn og Lögreglan. Settar voru upp þrautir fyrir reið- hjól, hlaupahjól og línuskauta sem böm og fullorðnir spreyttu sig á. Félagar í Rauða krossinum sáu um að stilla hjólahjálma og lögreglan skoðaði hjólin en mikilægt er að hvomtveggja sé í lagi til að auka öryggi barna í umferðinni. Tóti trúður kom í heimsókn og lék listir sínar á línuskautum við góðar tmdirtektir við- staddra. I lokin var dregið í happdrætti og allir fengu svaladrykk í boði Einars í Einarsbúð. Þriðja deild karla í knattspymu Skagamenn eru F axaflóameistarar Skagamenn urðu Faxaflóameist- arar í knattspyrnu í 5. flokki karla en þeir sigmðu Gróttu 5 - 3 í úr- slitaleik mótsins á Akranesi þann 19. maí sl. A mótinu, sem staðið hefur yfir síðan í byrjun apríl, vom spilaðir sex leikir auk úrslita- og undanúrslitaleikja. Skagastrákarnir stóðu sig frábærlega vel og unnu fimm leiki en töpuðu aðeins einum en þess má geta að allir sex leikir þeirra vom útdleikir vegna lélegra aðstæðna á Skaganum. Hugi Harð- arson, þjálfari liðsins er að vonum afar stoltur af sínum strákum. „- Þetta er efnilegur en fámennur hópur sem nær vel saman og þeir áttu það fyllilega skilið að vinna þetta mót,“ sagði Hugi. Hann bendir á að hóparnir séu að minnka með hverju ári og það veldur hon- um vissum áhyggjum. „Það þarf að vekja meiri áhuga á fótbolta hjá yngri krökkunum og þá mættu for- svarsmenn og leikmenn eldri flokk- anna koma þar meira við sögu til að efla yngri flokkana og tengsl þeirra á milli. Það þarf að vinna markvisst að þessum hlutum svo yngri flokk- arnir skili sér á endanum inn í meistaraflokk og bærinn geti í framtíðinni staðið undir nafni. KÓÓ wxxx IMxA'Vx Snæfell-Skallagrímur Lið Snæfells tók á móti Skalla- grími á Stykkishólmsvelli í C riðli 3. deildar í knattspymu karla síð- astliðinn fimmtudag. I hálfleik var staðan markalaus en eitthvað hefur Olafur þjálfari Skallagríms haff við sína menn að segja í hálfleik, því leiknum lauk með fimm mörkum Skallagríms gegn engu marki heimamanna. Finnur Jónsson var með þrennu í leiknum, Valdimar Sigurðsson skoraði eitt mark og Emil Sigurðsson eitt. Efrir leikinn eru Skallagrímsmenn komnir í 2. sæti C riðils með 3 stig og Snæfell er í 5. og næstneðsta sæti með 1 stig. Kári-Hvöt Lið Kára tók á móti Hvöt frá Blönduósi á Akranesvelli föstudag- inn 2. júní. Leiknum lauk með þremur mörkur Hvatar gegn einu marki heimamanna í Kára. Eftir leikinn er Kári í 3. sæti C riðils, með 3 stig eins og Skallagríms- menn en Borgnesingarnir hafa betri markatölu og eiga því 2. sætið eins og sakir standa. Snæfell og Kári léku á þriðju- dagskvöldið 6. júní á Stykkis- hólmsvelli (eftir að Skessuhorn fór í prentun). Næsti leikur Skallagríms er föstudaginn 9. júní klukkan 20 í Borgarnesi á móti Neista H. SO ---^---------------------- KSI heiðrar knattspymurefi Tíu vel þekktir Skagamenn voru sæmdir heiðursmerkjum Knattspyrnu- sambands Islands á fimmtudaginn sl. í tilefni af 60 ára aftnæli IA. Fjórir þeirra hlutu silfurmerki KSI og sex gullmerki en þeir hafa allir unnið ffá- bært starf í gegnum árin og verið ómetanlegir uppbyggjendur knatt- spyrnuhreyfingarinnar á Akranesi. Heiðursmerkin voru veitt af Eggerti Magnússyni, formanni KSI. Gullmerki hlutu: Gísli Gíslason, Guðjón Guðmundsson, Guðjón Þórð- arson, Hörður Helgason, Teitur Þórð- arson og Þröstur Stefánsson. Silfúr- merki hlutu: Alexander Högnason, Haraldur Ingólfsson, Olafur Þórðar- son, Andrés Olafsson. KOO Aftari röð f.v. Eggert Magnússon formaður KSI, Ouójón Guómundsson, Teitur Þórð- arson, Gudjón ÞórÖarson og Gísli Gíslason. Fremri röSf.v. Andrés Olafsson, Harald- ur lngólfsson og Ólafur Þórðarson. A myndina vantar: Aléxander Högnason, Hörð Helgason og Þröst Stefánsson. Sundnámskeið í Borgamesi Fimmti flokkur ÍA ásamt þjdlfaranum, Huga Harðarsyni. Sparisjóðshlaup UMSB I tengslum við Borgfirðingahátíð fer Sparisjóðshlaupið ffam í Borg- arnesi 11. júní klukkan 11.30. Hlaupið hefst ffá húsi Sparisjóðs Mýrasýslu og farið sem leið liggur í nágrennið um eins kilómeters hringur. Hver hlaupari fær viðurkenningu fyrir hlaupið og þrjár fyrstu sveitir fá verðlaun. Sú sveit innan UMSB sem hleypur á bestum tíma hlýtur Sparisjóðsbikarinn til varðveislu í eitt ár. Skráning í hlaupið fer fram á skrifstofu UMSB í síma 437 1411 eða á netfanginu umsb@umsb.is MM Síðastliðnar 3 vikur hefur sund- deild Skallagríms í Borgarnesi stað- ið fyrir sundnámskeiði fyrir börn sem eru fædd árið 2000. En það eru börnin sem munu byrja í skóla í haust. Er þetta ffekar stór árgang- ur, en alls kom 31 barn á námskeið- ið. Þar var kennt bæði bringu- og skriðstmd og gerðar ýmsar æfingar auk þess sem börnin gátu leikið sér. Sundkennarar á námskeiðinu voru þau Sigrún, Bjarni og Rakel Osp. Allir þátttakendur á námskeiðinu fengu verðlaunapening í lok nám- öllum sundpoka. skeiðs og gaf Sparisjóður Mýrasýslu ÞSK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.