Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2006, Side 10

Skessuhorn - 28.06.2006, Side 10
10 MIÐVHÍUDAGUR 28. JUNI 2006 gggssgiHgsm KomiS í brattasta hluta kiiarinnar. GuSlaug Guðmundsdóttir sem verður 75 ára í sumar lét engan bilbug á sér finna og fer hér fremst. Bárður Eyþðrsson eiginmaður Oldu Pálsdóttur bar með sér póstkassann sem staðsettur verður við Klakkst/öm í sumar. Fjölskyldur á Klakk á Jónsmessunótt í gegnum tíðina hefur sá siður haldist að gengið er á fjallið Klakk í Eyrarsveit við Grundarfjörð á Jóns- messunótt. Sú þjóðsaga er til að þar fljóti óskasteinar á Klakkstjörn um miðnæturbil. Undanfarin ár hefur göngufólk mætt til kvöldmessu að Setbergi áður en gangan hefur haf- ist. Svo var einnig sl. föstudags- kvöld. Sr. Elinborg Sturludóttir sóknarprestur þjónaði fyrir altari, Jón Asgeir Sigurvinsson predikaði og Jóhanna Guðmundsdóttir lék undir messusöng. Effir messu snar- aði prestur sér í göngufatnað og hélt með göngufólki fram að Suð- ur-Bár þar sem gangan hófst kl. 22.15. Hallur Pálsson bóndi á Naustum var leiðsögumaður í göngunni á Klakk. Þátttakendur voru 41 í göngunni, sá yngsti 8 ára en sá elsti 75 ára og voru allir komnir að tjöminni tím- anlega fyrir miðnættið . Athygli vakti góð þátttaka úr nágrannabæn- um Stykkishólmi en göngumenn komu víða að. Gott veður var í göngunni; stillt og hlýtt. Ung- mennafélag íslands hefur í átakinu „Fjölskyldan á fjallið „ valið fjallið Klakk og Eyrarfjall, sem er í næsta nágrenni við hann, sem göngufjöll í umdæmi HSH. Uppi á þessum fjöllum víðsvegar um landið hefur verið komið fyrir póstkössum með gestabókum sem göngufólk skal rita nöfn sín í. Samkvæmt upplýs- ingum frá Öldu Pálsdóttur fram- kvæmdastjóra HSH verður dregið úr nöfnum þeirra sem heimsækja fjölskyldufjöllin og er effir ýmsum útivistarvinningum að slægjast. Markmiðið er að hvetja fjölskyld- una til hollrar hreyfingar og að kynnast náttúru landsins. GK Oskasteinamir létu ekki sjá sig íþetta skiptið. Gengið á BrekkufjaU Á vegum UMSB var gönguferð ar frá Skeljabrekku. Veðrið var gott Snæfellsnes, Skarðsheiði og Borg- vikunnar á Brekkuijall þann 22. fyrir göngufólkið en alls mættu 42 arfjörð. júní undir leiðsögn Péturs Jónsson- og nutu bæði göngu og útsýnis yfir Ljósm. ES Hópurinn á leið ájökulinn. Ljósm. Hólmjríður Sveinsdóttir. Jónsmessuganga á Eiríksjökul Eva ásamt syni stnum Lámsi Páli Pálssyni. Líklegt verður að teljast að Eiríksjökull sé eini jökullinn, a.m.k. hér á landi, sem er í einkaeign. Rétt eins og sumir eiga heitan pott í bakgarðinum hjá sér, þá eiga Kalmanstungu- bændur jökulinn góða og hefur dómur m.a.s. gengið því til staðfest- ingar. Því átti það vel við að Stefán Kalmans- son frá Kalmanstungu væri leiðsögumaður á jökulinn þegar þangað fór 19 manna hópur á Jónsmessunni. Flestir voru þetta starfsmenn Við- skiptaháskólans á Bifröst ásamt vinum og vandamönnum. Vel viðr- aði á göngufólk; sólskin og blíða nema þegar á toppinn var komið, þá kólnaði hressilega og frostþoka færðist yfir hópinn. Meðal göngufólks var Eva Sum- arliðadóttir sem fagnaði fimmtugs- afmæli sínu daginn áður með göngu á Brekkufjall þann 22. júní og kórónaði það svo með því að ganga á Eiríksjökul á Jónsmess- unni. Ætti hún því að vera útgeng- in! MM Ljósmaðumar Helga Höskuldsdóttir og Elín Sigurbjömsdóttir komnar á toppinn. Vel lukkuð Jónsmessuganga Alls voru um 70 þátttakendur í Jónsmessugöngunni á Akrafjall sem farin var föstudaginn 23. júní sl. Gönguveður var mjög gott; logn, léttskýjað en lítilsháttar þoka var á toppi Háahnjúks. Flestur komust þó á toppinn og gæddu sér þar á Svala og Prins Pólói sem Ásgeir og félagar í Björgunarfélaginu höfðu meðferðis. Að göngu lokinni var síðan skemmtileg stemning í Jað- arsbakkalaug. Þar léku Oddný og Rut á harmonikkur á sundlaugar- bakkanum ásamt því að Hörður Jó grillaði pylsur ofaní sundlaugar- gesti á spánýju gasgrilli sem hann fjárfesti í fyrr um daginn. Skemmtilegur endir á skemmtilegu kvöldi. JÞÞ Um skólahald í Hvaljjarðarsveit I Skessu- horni þann 14. þ.m. var sagt frá skýrslu um skólahald í Hvalfjarðar- sveit. Þar kom ffarn að hagkvæmast væri fyrir hið nýja sveitarfélag að semja um rekstur skóla við Akra- neskaupstað. Á Akranesi var kostn- aður á nemanda 608 þús. kr. árið 2004 en rúm milljón í Heiðarskóla. Jafnframt kom það ffarn að viðmæl- endur blaðsins hefðu ekki talið þá leið koma til greina. En þeir sem við var rætt voru íbúar, stjórnendur skólans og sveitarstjórnarfulltrúar. Ástæðan fyrir því að samstarf um skólahald var ekki talið koma til greina var sögð sú að slíkt myndi hreinlega ógna sjálfstæði og tilvist hins nýja sveitarfélags. Er ekki rétt að menn staldri við og íhugi hvort skynsamlegt sé að hafna hagkvæmustu leiðunum til að tryggja börnum og unglingum góða skóla til að sækja? Það er umhugsunarefni hvers vegna merm telja slíkt samstarf um skólahald ógna tilvist sveitarfélags- ins. I þessu máli birtist sá vandi sem núgildandi skipan sveitarfélaga skapar. Vandi sem Alþingi ætti að leysa en hefur vikið sér undan. Á Norðurlöndum t.d. hefur skipan sveitarfélaga verið ákveðin með lögum. Hér á landi ætti að fara sömu leið og ákvarða mörk og stærð sveitarfélaga með tilliti til at- vinnu- og þjónustusvæða. En ve- sældarleg tök stjórnvalda á þessum málum leggur alveg sérstaka skyldu á herðar íbúa og stjórnenda sveitar- félaga. Þá skyldu að leita hagstæð- ustu og bestu lausna fyrir íbúana innan atvinnu- og þjónustusvæða og yfir mörk sveitarfélaga ef þörf krefúr. Eg tel þau viðbrögð sem ffam komu í blaðinu við skýrslu um skólahald í Hvalfjarðarsveit sönnun fyrir því að þó íbúar þessa sveitarfé- lags vilji ekki sameinast Akranesi geri þeir sér grein fyrir því að það væri af mörgum ástæðum hag- kvæmasta lausnin. Samstarf um veigamesta hlutverk sveitarfélagsins myndi leiða þetta í ljós og hafa í för með sér afstöðubreytingu til sam- einingar. Mér verður á að spyrja hvort það væri ekki bara í góðu lagi að láta reyna á þetta? Hugsi menn til ffamtíðar og hafi allt svæðið sunnan Skarðsheiðar í huga er ég sannfærður um að ekkert gæti styrkt búsetu, uppbyggingu og þjónustu við íbúana meira en sam- eining í eitt sveitarfélag. Skólamál- in eru hluti þeirra mála sem best verða leyst í sameiningu. Auðvitað ætti þetta svæði að vera ein skipu- lags- og stjórnsýsluheild. Með nú- verandi sveitarfélagainörkum er hættunni á skipulagsslysum boðið heim. Uppbygging í Krosslandi sem ekki gerir ráð fyrir aðgangi að skóla innan göngufæris nemenda yrði skipulagsslys. Það verður dýr lausn fyrir Hvalfjarðarsveit og verri kostur fyrir þau böm sem þar munu búa. Eg hvet íbúa Hvalfjarðarsveit- ar til að óska eftir viðræðum við Ak- urnesinga um skólahald og ég hvet Akurnesinga til að taka þeim mála- leitunum vel. Hvort sem okkur lík- ar það betur eða verr þá beram við sameiginlega ábyrgð á uppbygg- ingu og þjónustu við íbúana á þessu svæði öllu. Sameining væri hag- kvæmust en samstarf er næst besti kosturinn. Jóhann Arsœlsson, alþingismaður.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.