Skessuhorn - 28.06.2006, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 28. JUNI2006
l^ettfúntt^i
Aðaljundur Orkuveitu Reykjavíkur
Eins og
flestum er
kunnugt var
gengið til
samstarfs við
Orkuveitu
Reykjavíkur
með því að leggja inn í það félag
Akranesveitu. Það kemur æ bemr í
ljós að um mjög skynsamlega að-
gerð var að ræða. Orkuveitan hefur
eflt mjög starfsemi sína hér á Akra-
nesi og framkvæmt að mínu álitd
langt umfram það sem Akranes-
kaupstaður hefði getað bæði í
vatnsveitu og ýmsum lagnamálum.
Fráveitan er nú í umsjón og eigu
OR og horfum við bjartsýn til þess
að á næstu tveimur árum verði þau
mál komin í gott lag, en þau hafa
ekki verið nægjanlega góð hjá okk-
Miklar eignir
Á aðalfundi OR 21.06 sl. kom
fram að staða félagsins hefur aldrei
verið sterkari og eru gífurlegar
eignir í félaginu eða um 88 millj-
arðar króna og hafa stöðugt verið
að aukast þar og hlutur Akranes-
kaupstaðar er 5.528% og okkar
eignir þar af leiðandi æ verðmætari.
Margt athyglisvert kom fram á
aðalfundinum þar sem undirritaður
sat sem handhafi umboðs íyrir
Akraneskaupstað ásamt kjörnum
fulltrúa í stjóm OR, Gunnari Sig-
urðssyni forseta bæjarstjórnar
Akraness.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgar-
stjóri í Reykjavík, þakkaði Alfreð
Þorsteinssyni mjög góð störf sem
stjórnarformaður OR og lýsti því
jafnframt yfir að ekki kæmi til
greina að selja hlut borgarinnar í
þessu öfluga fyrirtæki þó svo vilji
væri fýrir því að selja hlut Reykja-
víkurborgar í Landsvirkjun. Páll
Brynjarsson, sveitarstjóri Borgar-
byggðar, tók einnig til máls ásamt
Gunnari Sigurðssyni og þökkuðu
þeir fráfarandi stjórnarformanni
góð störf.
Samþykkt var að greiða í arð
1462 milljónir króna sem skiptist í
hlutfalli við eignaraðild þannig að
það er mikill akkur Akurnesinga að
eiga í og að OR sé vel rekið fyrir-
tæki.
Ný frétt!
I lok fúndarins þakkaði Alfreð
Þorsteinsson hlý orð í sinn garð og
sagði m.a. að gaman væri að geta
þess að Gunnar Sigurðsson væri
upphafsmaður að viðræðum við sig
um að Akranesveita væri lögð ffam
af hálfu Akurnesinga til sameining-
ar við Orkuveitu Reykjavíkur.
Alfreð staðfærði þar að lútandi
stund og stað þegar þetta gerðist.
Því rita ég þessi orð að mér kom
frásögn af þessu atriði á óvart og vil
hér með óska Gunnari Sigurðssyni
alls hins besta fyrir hugmyndina og
fráfarandi bæjarstjórn og bæjar-
stjóra Gísla Gíslasyni fyrir að koma
þessu í ffamkvæmd. Eg er sann-
færður um og vil gjarnan koma því
á framfæri að um bestu aðgerð er
að ræða fyrir Akraneskaupstað á
síðari áratugum.
Gísli S. Einarsson, bœjarstjóri.
Mikil samstaða í All senses hópnum
eftir árs samstarf
Nú er ár liðið ffá því að sam-
starfsverkefni ferðaþjónustuaðila á
Vesturlandi, „All senses awoken"
hófst en markmið hópsins er að
kynna og markaðssetja Vesturland
innanlands sem utan. Að sögn Þór-
dísar Artursdóttur, verkefnastjóra
hefúr starfsemin gengið mjög vel
og öflugur hópur ferðaþjönustuað-
ila unnið hörðum höndum að því
að efla atvinnugreinina á Vestur-
landi. „Það hefur myndast mikil
samstaða í hópnum og mikið
ávinnst á þessu ári með vinnu að
sameiginlegri markaðssetningu,“
segir Þórdís.
Hópurinn, sem er opinn, hefur
auglýst effir fleiri samstarfsaðilum
en hægt er að ganga inn í verkefnið
tvisvar á ári, í desember og júní. Til
að slást í för þurfta þeir ferðaþjón-
ustuaðilar að uppfylla ákveðin skil-
yrði svo sem að hafa tilskilin leyfi
fyrir starfsemi sinni, leggja af
mörkum ákveðinn fjölda vinnutíma
og greiða ársgjald svo eitthvað sé
nefnt. „Það er ekki ólíklegt að ein-
hverjir nýir aðilar sjái hag sinn í því
að ganga í samstarfið núna og við
viljum auðvitað fá sem flesta með
okkur í samstarfið, því með meira
fjármagni og fleiri höndum er hægt
að vinna enn bemr að settum mark-
miðum,“ segir Þórdís bjartsýn á
ffamtíðina. I september ætlar hóp-
urinn að standa að sameiginlegri
kynningu á Vestnorden ferðakaup-
stefnunni sem ffarn fer í Reykjavík
að þessu sinni en sú sýning er liður
í erlendri kynningu á ferðaþjón-
usm Vesmrlands.
KÓÓ
Hættutími framundan
í umferðinni
Umferðarráð kom saman til
fundar nýlega og samþykkti
svohlóðandi álykmn vegna þeirrar
miklu umferðar sem nú fer um
þjóðvegi landsins: „Umferðarráð
minnir á að nú fer í hönd mikill
álagstími á vegum landsins. Reynsl-
an sýnir að flest alvarlegusm um-
ferðarslysin verða á þjóðvegum utan
þéttbýhs að sumarlagi. Mánuðina
júní, júlí og ágúst árin 1995 til 2005
létust 82 í 71 umferðarslysi hér á
landi, þar af 14 erlendir ferðamenn.
Sjö af hverjum tíu sem bíða bana í
umferðarslysum hér á landi látast á
vegum utan þéttbýlis.
Brýnt er að breyting verði hér á.
Umferðarráð lýsir sérstakri ánægju
með þær aðgerðir sem ráðist hefur
verið í til þess að auka efrirht lög-
reglu. Reynslan sýnir að þegar sam-
an fer öflugt efrirlit og markviss
áróður og ffæðsla næst árangur.
Umferðarráð fagnar mjög nýjum
öruggari vegum, s.s. tvöfaldri
Reykjanesbraut. Einnig nýjum veg-
arkafla í Svínahrauni með miðju-
vegriði, þótt nokkuð vanti upp á
hönnun hans hvað umferðaröryggi
T^ctitútin^ú
varðar. Framkvæmdir sem þessar
skila umtalsverðri arðsemi og bind-
ur Umferðarráð miklar vonir við að
markvisst verði haldið áffam á þeirri
braut að auka öryggi vega og gera
umhverfi þeirra sem hættuminnst.
Hvatt er til þess að vegmerldngar,
m.a. við framkvæmdir, verði bættar
ffá því sem nú er.
Umferðarráð bendir hins vegar á
að fyrst og ffemst þarf hver einasti
vegfarandi að vera meðvitaður um
þá miklu ábyrgð sem fylgir þátttöku
í umferðinni. Ökumaður sem fer
varlega og effir settum reglum er
ekki eimmgis að minnka áhættu sína
og farþega sinna heldur allra ann-
arra í umferðinni. Bflbelti og örygg-
isbúnað fyrir böm í bílum á undan-
tekningarlaust að nota. Þar á orðið
„stundum11 ekki við, heldur ekki um
að virða hraðatakmörk, að aka mið-
að við aðstæður og að vera allsgáður
við stýrið.
Umferðarráð beinir þeirri ein-
dregnu áskorun til allra landsmanna
að þeir skeri upp herör gegn slysum
í tunferðinni. Enginn má þar skorast
undan“. MM
Verið velkomnir
Komið þið sæl öll.
Maður gat ekki annað en brosað
út í annað, þegar í ljós kom að ung-
dómsklúbbur IA hafði dregist á
móti Randers FC í Evrópukeppn-
inni í fótbolta. Við eram búin að
vera hér í Randers í bráðum sex ár
og þetta verður því mjög spennandi
fyrir okkur að fá Skagamenn í
heimsókn.
Það verður sérstakt fyrir soninn,
Stefán Atla Ólason. Hann er að
verða sextán ára og hefur spilað
fótbolta fyrir báða klúbbana, IA og
Randers FC. Hann spilar venjulega
fyrir einn af móðurklúbbum RFC,
DB boldklub en hefur verið viðloð-
andi svokallaða „talentudvikling“
(hæfileikamótun) í Randers og þess
vegna spilað leiki fyrir RFC. Hann
er fæddur og uppalinn Skagamaður
til tíu ára og að sjálfsögðu í boltan-
um.
Skagamenn, verið velkominn til
Randers þann 13. júlí.
Bestu kveðjur,
Óli Pa'll Engilbertsson
„Það rignir bara og rignir héma við Norð-
urá, áin er rosalega vatnsmikil þessa dag-
ana,“ sagði veiðimaður sem var á Munaðar-
nessvæðinu í Norðurá fyrir skömmu, en
veiðimaðurinn sagðist aldrei hafa séð svona
mikið vatn í ánni. Hann var þarna fyrir ári
síðan á sama tíma og þá var sáralítið vatn í
Eyþór Hauksson meSjýrsta laxinn úr Vtöbjóð í Grímsá. Ljósm-.Jón Þór Júlíusson.
Norðurá í samanburði við nú. „Við fundum
varla veiðistaðina, vatnið var svo mikið,“
sagði veiðimaðurinn sem ekki fékk bein.
Norðurá er komin með 242 laxa, smálaxinn
er mættur í miklum mæli og veiðimenn fóru
ekki varhluta af honum.
Vatnið er svo mikið að það hefur áhrif á
veiðina eins og í
Grímsá þar sem
áin var vatns-
mikil fyrst en um
leið og vatnið
sjatnaði aðeins
fundu veiði-
mennirnir fisk-
inn. „Það veidd-
ust 16 laxar í
fýrsta hollinu í
Grímsá og fisk-
urinn er komin
víða um ána,“
sagði Eyþór
Hauksson sem
var við veiðar í
ánni í byrjun
tímabilsins. Það
eru komnir laxar
úr Jötnabrúar-
hyl, Oddstaðafljóti og Efstahyl í Grímsá, svo
einhverjir staðir séu nefndir til sögunnar.
En þetta hefur góð áhrif einsog á veiðiá á
borð við Álftá á Mýrum en hún opnaði með
5 löxum og 6 sjóbirtingum, sem er frábært
start.
Sjóbirtingurinn var mættur snemma í
Álftá og hann sást einnig neðarlega í Laxá í
Leirársveit fyrir skömmu.
Straumfjarðaráin er byrjuð að
gefa laxa en fyrsti laxinn sem veidd-
ist í henni á þessum sumri var 13
pund, næstu laxar voru nokkrir
smálaxar.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur framlengt samninga sína við
landeigendur í Andakílsá og
Gljúfurá um þrjú ár, en félagið var
með báðar þessar laxveiðiár á leigu.
Frá þessu var gengið fyrir fáum
dögum. Laxar hafa nú veiðst í báð-
um ánum, fáir í hvorri, en þær opn-
uðu báðar fýrir nokkrum dögum.
„Það eru komnir 16 laxar á land í
Hítará og laxinn er að sýna sig
hérna fyrir ffarnan veiðihúsið, í
Kverkinni meðal annars,“ sagði
Þorsteinn Ólafs sem var við veiðar í
Hítará á Mýr-
um. „11 laxar
hafa veiðst á flugu og 5 laxar á maðkinn,
stærstu laxamir eru tveir 10 punda,“ sagði
Þorsteinn ennfremur. Þetta er ágæt byrjun í
ánni og vatnið er mikið og nýir laxar að
koma á hverju flóði, eitthvað sem veiðimenn
vilja.
Smálaxinn hefur verið að hellast inní Noróurá í Borgarfirði síð-
ustu daga en áin hefur verið að gefa vel á þriðja hundrað laxa
tilþessa.
Baulan í hjarta Borgarfjarðar
BQrrwŒJjsfr v
v.i'i'VgjK'
m - ti
Veiðihom Skesmhoms er í boði:
Vfrnet
ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR
www.limtrevirnet.is
VEIÐIKORTIÐ ÉM
2 0 0 6