Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2006, Side 23

Skessuhorn - 28.06.2006, Side 23
3S«SSgiHít«BH MIÐVIKUDAGUR 28. JUNI 2006 23 Sundfólk af Skaganum meðal fremstu í landinu Hrafn Traustason með verðlaun sem besti sund- maður mótsins í drengjaflokki. Salóme Jónsdóttir fagnar sigri. Efnilegur hópur sundfólks frá Akranesi stóð sig frábærlega vel á Aldurflokkamóti fslands í sundi (AMÍ) sem haldið var í Reykja- nesbæ um síðustu helgi. Mótið er stærsta mót ársins fyrir flesta yngri sundmenn en þátttökurétt á því öðlast aðeins sterkustu sundmenn landsins í hverjum flokki. Sundfélag Akraness átti stóran hóp sem hafði náð lág- mörkum á mótið og náði félagið þriðja sæti f stigakeppni félaga, á eftir heimamönnum í ÍRB og sundfélaginu Ægi. Ungmennin voru öll að synda geysilega vel og margir bættu tíma sína veru- lega á mótinu enda samkeppnin mikil og stemningin góð í hópn- um. Hrafn Traustason var valinn sundmaður mótsins í drengja- flokki og ekki að ástæðulausu því hann setti glæsilegt fslands- met í 200 metra fjórsundi í drengjaflokki og hjó nærri tveim- ur öðrum fslandsmetum. Hrafn bætti metið sem Gunnar Stein- þórsson, UMFA setti á sama móti árið 1998. Þá setti hann fjögur Akranesmet og kom heim með alls átta gullverðlaun og fjögur silfur. Aðrir sundmenn frá Akranesi voru einnig að gera það mjög gott. Salóme Jónsdóttir vann tvö sund og setti Akra- nesmet í þeim báðum. Aðrir ald- ursflokkameistarar úr röðum SA urðu þeir Jón Þór Hallgrímsson, Rúnar Freyr Ágústs- son, Ágúst Júlíusson og Leifur Guðni Grét- arsson. Boðsundssveitir strákanna náðu einnig giæstum ár- angri en sveinarnir unnu tvö gullverðlaun og ein silfurverðlaun, drengjasveitin vann þrjú gullverðlaun og í flokki pilta unnu Skagastrákarnir þrjú silfurverðlaun. Allar þessar sveitir settu að auki eitt Akra- nesmet. Þess má einnig geta að Leifur Guðni Grétarsson var valinri í hóp sem keppir fyrir hönd íslands á Norð- urlandamóti æskunn- ar sem fram fer dag- ana 8. - 9. júií nk. og þau Sigrún Eva Ár- mannsdóttir, inga Elín Cryer, Guðmundur Brynjar Júlíusson og Birgir Viktor Hannes- son syntu sig inn í unglingahóp Sund- sambands íslands. Um næstu helgi er svo Bikarkeppnin í sundi en þar eiga Skagamenn lið í fyrstu deild. Miðað við glæsilegan ár- angur helgarinnar má gera ráð fyrir góðum árangri, en á síðasta ári hafnaði Sundfélag Akraness í 5 sæti. KÓÓ Skagamenn drógust á móti Randers Dregið hefur verið í fyrstu umferð UEFA keppninnar, Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Skaga- menn nunu mæta liði Randers í Danmörku í fyrstu umferð. Fyrri leikurinn mun fara fram ytra þann 13. júlí og sá síðari fer fram hér heima 27. júlí. Þá var lið Vals einnig í pottinum og teika þeir einnig við danskt lið, Bröndby og fara þeirra leikir fram sömu daga og leikir ÍA. SO Leikir deildar Vestulandsliðin þrjú í C riðli þriðju deildar karla í knattspyrnu léku öll á íslandsmótinu á dögun- um. Fimmtudaginn 22. júní hélt lið Kára á Akranesi til Blönduóss þar sem þeir léku við heimamenn í liði Hvatar á Blönduóssvelli. Ekki gekk allt upp hjá Káramönnum þennan daginn og sigraði Hvöt leikinn með tveimur mörkum gegn einu. þriðju liðanna Snæfell tók á móti Skallagrími á Stykkishólmsvelli á mánudag. Skallagrímur sigraði leikinn með þremur mörkum gegn einu marki heimamanna. Eftir leikina er Kári enn í efsta sæti C riðils með 15 stig, Skalla- grímur er í 3. sæti með 12 stig og Snæfell er enn í 6. og neðsta sæti riðilsins með 1 stig. SO Tap Skagamanna í Eyjum Ferð Skagaliðsins til Vest- mannaeyja á fimmtudag var ekki til fjár. Liðinu tókst ekki að fylgja eftir góðum leik undanfarið og leikur liðsins var ekki svipur hjá sjón. 2-1 tap var því staðreynd og er ekki hægt að segja annað en það hafi verið sanngjörn úrslit. Skaginn byrjaði mun betur í leiknum og fyrstu mínúturnar gáfu þau fyrirheit að liðið ætlaði að berj- ast fram í fingurgómana. Ellert Jón var frískur og slapp oft upp hægri kantinn og Bjarni Guðjónsson stýrði spilinu vel. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn fór Skagaliðið að gefa eftir og Eyjamenn komust meira inn í leikinn. Skaginn hafði þó átt tvö góð færi og hefði Hjört- ur vel getað komið liðinu yfir á 18. mínútu. Eftir það var eins og allur vindur væri úr liðinu og Eyjamenn börðust mun meira. Það var því ekki nema sanngjarnt þegar þeir komust yfir á 32. mínútu. Markið kveikti ekki neistann í Skaga- mönnum og ÍBV var mun betri að- ilinn það sem eftir lifði fyrri hálf- leiks. Tíu mínútum síðar átti Atli Jóhannsson góða syrpu upp vinstri kantinn, lék illa á varnar- mann ÍA og skoraði með fallegu skoti, 2-0 fyrir Eyjamenn. Ólafur Þórðarson gerði eina breytingu í háfleik, Hafþór Ægir kom inn á fyrir Pálma Haralds. Aukinn hraði kom í leik liðsins fyrir vikið en það skilaði hins vegar ekki miklu. Fljótlega voru gerðar tvær aðrar breytingar, Þórður Guðjóns kom inn á fyrir Hjört og Andri Júl. fyrir Arnar Gunnlaugsson. Þrátt fyrir að þetta frískaði aðeins upp á leik liðsins varð lítið um opin færi og einkenndist hann af baráttu á miðjunni og löngum sendingum. Litlu munaði að ÍBV kæmist 3-0 yfir þegar Bjarki og Heimir lentu í samstuði og Eyjamenn áttu skot á opið markið en rétt framhjá. Skömmu síðar var ÍA nálægt því að skora og á 88. mínútu var ein- um Eyjamanni vikið af velli með sitt annað gula spjald. Bjarni tók aukaspyrnuna, sendi glæsilega sendingu inn í teig og Árni Thors skallaði boltann í netið. Tveimur mínútum síðar hafði sagan næst- um endurtekið sig, nú frá hægri og í þetta sinn var það Ellert sem skallaði en beint á markvörðinn. Þórður átti skot framhjá í blálokin en Eyjamenn stóðust pressuna og fóru með sigur af hólmi. Það var slæmt að sjá hve leikur Skagaliðsins var andlaus og það vantaði baráttu fyrr en rétt í lokin. Leikur liðsins einkenndist af löng- um sendingum upp kantana og stungusendingum inn fyrir vörn Eyjamanna. Þetta var allt of and- laust og tókst varnarmönnum ÍBV hæglega að stöðva Skagamenn. Það var helst Hafþór sem nýtti hraða sinn en út úr því kom allt of lítið. Fyrir leik var lagt upp með að spila sig í gegn og skjóta á markið en ekkert varð úr því. Þegar Skag- inn spilar vel gerir hann það með glæsibrag og getur tekist á við öll lið. Inn á milli detta menn svo nið- ur í háflkák, kýlingar fram völlinn og misheppnaðar sendingar. Reyndar hafa flestöll lið í deildinni sýnt sveiflukenndan leik, en staða Skagans býður ekki upp á annað en sigur. Næg geta býr í liðinu til þess og nú verður bara að virkja hana. KÓP Firmakeppni Geisla á Hellissandi Á þjóðhátíðardag- inn var haldin hin ár- lega firmakeppni hesteigendafélagsins Geisla á Hellissandi haldin í ágætu veðri. Keppt var í polla- flokki, barna- og unglingaflokki, A- og B flokki gæðinga, tölti, brokki, skeiði, stökki og para- keppni. Gaman var að fylgjast með hversu áhuginn virðist vera að glæðast hjá ungu kynslóðinni og þarna voru á ferð- inni framtíðarknapar. Auk félags- manna í Geisla mættu góðir gestir frá Grundarfirði og er óhætt að sega að þeir hafi kom- ið séð og sigrað. Geislamenn vilja þakka þeim fyrir komuna og vonumst til að sjá þá á mótum í framtíðinni. Fyrirtækjum sem styrktu félagið er einnig þakkað- ur stuðningurinn. Guðbjörg Jónsdóttir Jafntefli f Olafsvík enganvegin sanngjörn úrslit Hart barist í teignum. Blíðskapar veður var í Ólafsvík- inni þegar Víkingur Ó og Þór Akur- eyri áttust við í fyrstu deildinni. Færri áhorfendur voru en venju- lega þar sem 500 manns hafa ver- ið að mæta á völlinn að jafnaði, en nú voru aðeins rúmlega 200 mættir. Leikurinn var rólegur framan af þar sem liðin skiptust á um að halda boltanum á milli sín. Fyrsta færi leiksins fengu Víkingar en þá skallaði Ellert Hreinsson í slá eftir frábæra aukaspyrnu Kevins Fotheringhams. Strax á eftir náðu svo Þórsarar góðri skyndisókn þar sem handboltakempan Heiðmar Felixson geystist upp kantinn og náði ágætisskoti sem Einar Hjör- leifsson varði þó örugglega. Nokkrum mínútum seinna eða á 32. mín. skaut Ellert aft- ur í slá eftir mikinn barn- ing í teignum. Ellert átti þó ekki eftir að segja sitt síðasta. Fyrri hálfleik lauk svo eftir frekar slappan hálfleik þó með tveimur sláarskotum Ellerts. Ellert byrjaði seinni hálfleikinn svo með lát- um og komst einn inn fyrir eftir stungu Helga Reynis Guðmundsson- ar en Gunnar Líndal Sigurðsson varði í horn. Það var svo á 67. mínútu sem Fotheringham gaf glæsilega stungusendingu inn á Ellert en enn og aftur varði Gunnar vel í markinu. Á áttugustu mínútu komst Ellert svo einn inn fyrir en aftur varði Gunnar sem ásamt Ell- erti var maður leiksins. Þegar var komið framyfir venjulegan leiktíma skallaði svo varnarmaður Þórs að marki liðs síns en Gunnar varði frábærlega og þar með lauk sjöttu umferðinni. Víkingar voru miklu betri allan leikinn og hefðu hæg- lega getað unnið leikinn 5-0 hefði heppnin verið með ólafsvíska Blik- anum Ellerti Hreinssyni, sem sá um að fá færin og klúðra þeim. Frábær frammistaða markvarðar Þórs, Gunnars Líndals bjargaði þó stiginu fyrir sitt lið. ÁJ r i Akraneskaupstaður Ær brekkubæjarskóli («1 Laus störf við Brekkubæjarskóla frá og með 1. september 2006 Við Brekkubæjarskóla eru eftirtalin störf laus til umsóknar: Skólaliði 50% starf Skólaliði á dagvist 60% starf © ] Upplýsingar gefur aðstoðarskólastjóri Arnbjörg Stefánsdóttir, netfang arnbjorg@brak.is, 3 gsm. 863 4379. Sími skólans er 433 1300. Umsóknarfrestur er til 7. júlí L___________________II______________________J

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.