Skessuhorn - 19.07.2006, Blaðsíða 1
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud. 12-18
nettö
alltaf gott - alltaf ódýrt
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 29. tbi. 9. árg. 19. júlí2006 - Kr. 400 í lausasölu
Yndislegt á
Snæfellsnesi
Blaðamaður Skessuhorns
rakst á tvo ferðalanga við höfn-
ina í Stykkishólmi í síðustu
viku. Þar voru á ferð hjónin
Hanna Antoníusdóttir og Sig-
urður Bjöm Guðmundsson úr
Reykjavík. Þau hjón hafa dvalið
í bústað í Skorradal að undan-
förnu en skotist þaðan í stutta
túra um landið. „Við komum
mjög oft á Snæfellsnes, þar er
yndislegt að vera,“: segir
Hanna. Þau era sammála um að
veðrið hafi ekki verið til að
hrópa húrra fyrir í sumar en
hafa samt ekki látið það á sig fá
og elt sólina uppi, voru m.a. á
Norðfirði í 20 stiga hita fyrir
skömmu. Þrátt fyrir að hitinn
væri aðeins minni í Hólminum
voru þau hjón ánægð með að
vera stödd þar. „Þetta er þrifa-
legur bær og vinalegt fólk
hérna. Síðan er gríðarlega fal-
legt að horfa yfir sjóinn og sjá
samspil sólar og sjávar,“ segir
Sigurður.
Nú er hásumar og margir í
fríi. Veðurspá næstu daga hljóð-
ar upp á sól og blíðu og hvetur
Skessuhorn íbúa landshlutans
til að fara að ráði þeirra Hönnu
og Sigurðar og ferðast um
Vesturland og njóta þess sem
náttúran og þjónustuaðilar hafa
upp á að bjóða. Góða ferð!
-KÓP
ATLANTSOLIA
Dísel •Faxabraut 9.
Sérkennilegt skýjafar
Ragnheiður Stefánsdóttir, íbúi við Helgugötu t Borgamesi, sendi Skessuhomi meójýlg/andi mynd sem hún tók að kvöldi síðastliðins
fimmtudags. Mjög óvenjuleg ský, eins konar netský voru þáyfir hænum og héraðinu samhliða úrkomusamri tíð.
----^----------------------------------------------------------------------------------
Lofa minnk-
andi mengun
Að undanförnu hafa íbúar og veg-
farendur um Hvalfjörð orðið varir við
milda reykmengun frá verksmiðju Is-
lenska jámblendifélagsins á Grundar-
tanga. Lesendur Skessuhoms á þessu
svæði hafa margir haft samband við
blaðið og óskað eftir skýringum fyrir-
tækisins á þessum mikla reyk. Þegar
allt er með felldu er mengun ífá verk-
smiðjunni hverfandi. Ingimundur
Birnir, framkvæmdastjóri Islenska
jámblendifélagsins segir í samtah við
Skessuhorn að nokkrar bilanir hafi átt
sér stað að undanfömu. Að hluta til
megi rekja þær til mikillar væmtíðar.
Hann segir að nú standi yfir miklar
viðhaldsframkvæmdir á reykhreinsi-
búnaði verksmiðjunnar sem kosta
muni um 40 milljónir króna. Að þeim
loknum muni öryggi í mengunarvöm-
um verksmiðjunnar komast í samt lag.
HJ
Attatíu sentímetrum yfir hámarks-
hæð og sat fastur í göngunum
Deildarstjóri tjónadeildar Sam-
skipa segir óhapp það sem átti sér
stað í Hvalfjarðargöngum á fösm-
dagskvöldið litið mjög alvarlegum
augum innan fyrirtækisins. Eins og
fram hefur komið í fréttum var
flutningabíl ffá Landflutningum -
Samskip ekið inn í Hvalfjarðargöng-
in með farm sem var 80 sentimetr-
um yfir löglegu hámarki. Farmur
bílsins var skotbómulyftari. Arekst-
urinn við öryggisbita ganganna var
svo harður að húsið á lyftaranum
stórskemmdist, glussaslöngur fóm í
sundur og glussi af kerfi lyftarans
spýttist um allt. Loka varð göngun-
um um tíma vegna óhappsins. 111-
skiljanlegt er leikmanni hvernig at-
vik sem þessi geta átt sér stað því
áður en flutningabíllinn festist í
göngunum hafði hann ekið á þrjá
öryggisbita og ómögulegt að ætla
armað en að bílstjórinn hafi orðið
var við fyrstu ákeyrsluna. Hvað þá
heldur þá aðra í röðinni og þá
þriðju. Samt var akstri haldið áfram
allt þar til ekki varð lengra komist.
Atvikið á föstudagskvöldið er það
sjöunda á stuttum tíma þar sem
flutningabíl með of háan farm er
ekið inn í göngin. Starfsmenn Spal-
ar telja mikla mildi að ekki hafi stór-
slys orðið af þessum völdum því ör-
yggisbitar hafa losnað og hefðu get-
að fallið á fólksbiffeiðar sem leið
eiga um göngin. Hver biti er 500-
700 kílógrömm að þyngd og því
ljóst að ekki þyrffi um að binda ef
slíkur biti félli á biffeið fulla af fólki.
Þrátt fyrir að ekki hafi orðið slys á
fólki er ljóst að kostnaður af atvikinu
er umtalsverður. Kalla þurfti út
starfsmenn Spalar, á vettvang kom
lögregla og einnig var kallaður til
sjúkrabíll. Kranabíl þrnfti, slökkvi-
bíll sá um að hreinsa upp glussann af
akbraut ganganna og hreinsibíll
kom á vettvang til að sópa upp gler-
brot. Auk þessa mikla tækjabúnaðar
vora því um 25 starfsmenn sem
komu að óhappinu með tilheyrandi
kosmaði. Að auki tafði atvikið för
hundmða eða þústmda manna en
gríðarmikil umferð var norður í land
á þessum tíma.
Harma atvikið
Kjartan Asmundsson deildarstjóri
tjónadeildar Samskipa segir að atvik
sem þetta sé litið alvarlegum augum
innan fyrirtækisins. „Við höfum
ákveðnar vinnureglur innan fyrir-
tækisins þegar svona mál koma upp.
Við munum ræða við bflstjórann og
fara ofan í kjölinn á þessu atviki. I
ffamhaldinu munum við reyna að
tryggja að þetta gerist ekki aftur,“
segir Kjartan.
Hærri sektir
nauðsynlegar
Það er kaldhæðnislegt að bflstjóri
sem veldur almannahættu líkt og
bflstjórinn í áðurnefndu atviki þarf
ekki að hafa áhyggjur af háum sekt-
argreiðslum fyrir athæfi sitt. Hann
mun væntanlega að hámarki þurfa
að greiða 7.500 krónur í sekt, verði
hann kærður. Bflstjóri sem ekur með
of þungan farm, sem sjaldnast veld-
ur almannahættu, getur hins vegar
búist við að þurfa að greiða tugir
þúsunda króna í sektir. Okumaður
fólksbfls sem ekur um Hvalfjarðar-
göng á of miklum hraða þarf að
greiða tugir þúsunda í sektir og get-
ur auk þess misst ökuréttindi sín
tímabundið. Starfsmenn Spalar telja
Lögreglumenn mœla hæö ökutækisins.
að þar til sektir verða hækkaðar fyrir
þessa hættulegu iðju flumingabfl-
stjóra muni lítið lagast. Sektir fyrir
umferðarlagabrot era ákveðnar í
reglugerð og það er samgönguráð-
herra sem ákveður útgáfu slíkra
reglugerða. Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra svaraði ekki skila-
boðum blaðamanns Skessuhorns við
vinnslu þessarar ff éttar.
HJ