Skessuhorn - 19.07.2006, Blaðsíða 15
gSESSUHÖÍSKI
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006
15
Sjálfsöruggir Skagamenn vinna sigur á KR
Skagamenn gerðu góða ferð í
Vesturbæinn í fyrrakvöld þegar
þær lögðu KR-inga að velli. Loka-
tölur leiksins voru 2-3 fyrir ÍA.
Skaginn lenti tvisvar sinnum und-
ir í leiknum en með fádæma bar-
áttu og sjálfstrausti tókst leik-
mönnum að knýja fram sigur.
Þjálfararnir Arnar og Bjarki voru
báðir í hópnum og skoraði Arnar
tvö mörk. Það var síðan Þórður
Guðjónsson sem tryggði ÍA sigur-
inn með stórglæsilegu skoti
skömmu fyrir leikslok.
Leikurinn byrjaði með látum og
strax á 4. mínútu þurfti Bjarki að
taka á honum stóra sínum í mark-
inu. Liðin skiptust á að sækja en
KR-ingar voru hættulegri upp við
markið. Skagamenn áttu þó sín
færi, sérstaklega eftir spretti upp
hægri kantinn, en illa gekk að
koma boltanum í netið. Leikmenn
og stuðningsmenn ÍA vildu þó fá
viti á 31. mínútu þegar boltinn fór
greinilega í hendur eins varnar-
manns KR. Dómarinn mat það
hins vegar þannig að hann hefði
verið að verja andlit sitt og líklega
var nokkuð til í því, í það minnsta
stefndi boltinn þangað eftir
þrumuskot. Á 38. mínútu komust
KR-ingar yfir með stórglæsilegu
marki Björgólfs Takefusa. Hann
hafði mátt þola töluverðar háðs-
glósur frá stuðningsmönnum ÍA
en svaraði fyrir sig með því að
taka á móti boltanum vinstra
megin í vítateignum, leggja hann
á vinstri fótinn í loftinu og þruma
honum upp í þaknetið. Leikmenn
ÍA hresstust allir við að lenda und-
ir og ætluðu greinilega að jafna
metin þegar í stað. Tveimur mín-
útum eftir markið átti Bjarki Gunn-
laugsson gott skot eftir fallegan
samleik við Þórð Guðjóns og eftir
hornspyrnuna sem kom upp úr
því munaði minnstu að boltinn
færi í netið hjá KR. Skagamönn-
um tókst ekki að skora fyrir hálf-
leik þrátt fyrir ágætistilraunir, en
KR-ingar áttu einnig sín færi.
Baráttan í fyrirrúmi
Arnar og Bjarki gerðu eina
breytingu á liðinu í hálfleik, Dean
Martin kom inn á í staðinn fyrir
Jón Vilhelm og skilaði því sér
strax því Dino var sprækur á
hægri kantinum. Eitthvað hafa
þjálfararnir sagt við sína menn í
hálfleik því liðið var mjög barátt-
uglatt og sótti án afláts. Það kom
stundum niður á varnarleiknum
og áttu Skagamenn stundum í
vandræðum með að stöðva KR-
inga fyrr en þeir voru komnir upp
við mark ÍA. Sóknarlega vantaði
hins vegar ekkert upp á og Skag-
inn jafnaði metin þegar eftir fimm
mínútna leik í seinni hálfleik. Þar
var að verki Arnar Gunnlaugsson
Sparisjóðurinn og
Víkingur í samstarfi
Helga Guðjónsdóttir sparisjóðsstjóri og Jónas Gestur Jónasson formaður knatt-
spyrnudeildar Víkings að handsala samninginn. Með þeim á myndinni eru meist-
araflokks leikmennirnir Snæbjörn Aðalsteinsson og Jón Steinar Ólafsson og í
bakgrunni eru krakka og leiðbeinendur á leikjanámskeiði Víkings.
Sparisjóður Ólafsvíkur og Vík-
ingur í Ólafsvík undirrituðu á dög-
unum styrktarsamning en Spari-
sjóðurinn hefur á undanförnum
árum komið myndarlega að
stuðningi við knattspyrnudeild
Víkings. í samningnum felst
styrkur til meistaraflokks sem og
til leikjanámskeiða.
Að sögn Jónasar Gests Jónas-
sonar formanns knattspyrnu-
deildar Víkings mun Sparisjóður-
inn fá auglýsingu út á við í stað-
inn, auglýsingaskilti á vellinum,
fána Sparisjóðsins verður flaggað
á leikjum og merki þeirra mun
vera á búningum liðsins.
SO
Sex Skagamenn
valdir f úrtakshóp U-17
Lúkas Kostic þjálfari U-17
landsliðs karla í knattspyrnu hef-
ur valið 28 leikmenn til að taka
þátt í úrtaksæfingum vegna U-17
sem fara fram nú um næstu helgi.
Að þessu sinni eru sex Skaga-
menn í hópnum. Þeir eru Trausti
Sigurbjörnsson markmaður, Aron
Ýmir Pétursson, Björn Bergmann
Sigurðsson, Ragnar Þór Gunn-
arsson og Ragnar Leósson en
þeir leika allir með ÍA. Þá valdi
Lúkas einnig Skagamanninn
Björn Jónsson sem leikur með
hollenska liðinu Herenveen.
SO
Kári heldur forystu
Skallagrímur og Kári áttust við
á Skallagrímsvelli síðastliðið
fimmtudagskvöld. Aðeins eitt
mark var skorað í leiknum og var
það lið Kára sem fór með sigur af
hólmi í'þessum nágrannaslag í
Borgarnesi.
Snæfell tók á móti Tindastóli á
Stykkishólmsvelli á laugardag.
Tíu mörk voru skoruð í leiknum
en fleiri hefðu mátt vera heima-
manna. Tindastóll sigraði leikinn
með níu mörkum gegn einu marki
Snæfells.
Staðan í C riðli þriðju deildar er
sú að Kári leiðir riðilinn sem fyrr
með 24 stig, Skallagrímur er í
fjórða sæti með 15 stig og Snæ-
fell er í sjötta og neðsta sæti rið-
ilsins með 2 stig. SO
eftir frábæra sendingu frá Þórði.
Leikmenn ÍA tvíefldust við markið
og ætluðu greinilega að láta kné
fylgja kviði. Það kom því eins og
köld vatnsgusa framan í þá þegar
Björgúlfur kom KR yfir á 58. mín-
útu eftir að KR-ingar höfðu komist
inn í þverspil ÍA. Enn einu sinni
gekk illa að stöðva hraða KR-inga
og Björgúlfur skoraði laglegt
mark.
Það var hins vegar Ijóst um leið
og Skagamenn tóku miðju eftir
markið að þeir ætluðu sér alls
ekki að leggja árar í bát. Liðið sótt
án afláts og átti mörg fín færi.
Dean Martin átti gott skot á 65.
mínútu eftir laglegt samspil við
Arnar. Fljótlega eftir það gerðu
þjálfara ÍA tvær breytingar, Jón
Ellert fór út af fyrir Kára Stein og
skömmu síðar fór Bjarki Gunn-
laugsson út af fyrir Hjört Hjartar-
son. Hjörtur átti gott skot rétt eft-
ir að hann kom inn á og mínútu
síðar átti Árni Thor skot að marki
og Hjörtur fylgdi eftir en náði ekki
að skora. Arnar Gunnlaugsson
jafnaði síðan metin fyrir ÍA á 75.
mínútu eftir laglegt spil Dean
Martins upp hægri kantinn.
Tveimur mínútum síðar var Vigfúsi
Arnari Jósepssyni KR-ingi vísað
af velli með sitt annað gula spjald
og ÍA hélt áfram að sækja. Liðið
uppskar laun erfiðis sín þegar
Þórður Guðjónsson þrumaði bolt-
anum viðstöðulaust í hliðarnetið á
81. mínútu. Mikil barátta ein-
kenndi það sem eftir lifði leiksins
en ÍA stóð uppi sem sigurvegari.
Ekki er annað hægt að segja en
sigurinn hafi verið sanngjarn. Lið-
ið lenti undir í tvígang en gafst
aldrei upp helur sótti af ákafa.
Arnari og Bjarka hefur tekist að
blása liðinu baráttuanda í brjóst
og leikmenn eru fullir af sjálfs-
trausti. Það er hins vegar ákveðið
áhyggjuefni hve oft opnaðist gap
á milli varnar og miðju og nýttu
KR-ingar sér það með hröðum
sóknum. Það kom hins vegar ekki
að sök þar sem sigurviljinn var
Skagamanna. Með sigrinum er
liðið komið í 8. sæti með 12 stig,
aðeins einu stigi á eftir KR sem er
í 7. sæti og fjórum á eftir Val sem
er í öðru sæti. Með sama sjálfs-
traust að vopni og þá leikgleði
sem einkenndi liðið í þessum leik
á að vera hægt að brúa það bil.
-KÓP
Hlaupa með skilaboð
á milli bæjarstjóra
Krakkamir í Snæfellsbæ sem
æfa með Víkingi/Reyni í 5.-7.
flokki drengja og 6. flokki stúlkna
ætla að hlaupa áheitahlaup í dag,
miðvikudaginn 19. júlí. Munu þau
hlaupa frá ráðhúsinu í Stykkis-
hólmi með skilaboð frá bæjar-
stjóranum þar í bæ til Hellissands
þar sem bæjarstjóri Snæfellsbæj-
ar mun taka við skilaboðunum frá
kollega sínum í Stykkishólmi. Þeir
peningar sem safnast munu eiga
að fara í að borga mótsgjöld og
svo á að fjárfesta í keppnisfatnaði
en áðurnefndir flokkar eru að fara
á mót í ágúst. Stúlkumar eru að
fara á Pæjumót sem haldið verð-
ur á Siglufirði 11.-13. ágúst en
drengirnir eru að fara á Króksmót
á Sauðárkróki 12.-13. ágúst.
Vegalengdin sem krakkarinir
munu skipta sér niður á að hiaupa
er 74 kílómetrar og má því gera
ráð fyrir að einhverjir ef ekki allir
verði orðnir vel þreyttir er heim í
Snæfellsbæ verður komið aftur.
SO
Gönguferðir á
sunnanverðu Snæfellsnesi
Hluti hópsins sem gekk fyrir Stórahraunsnes. Litlahraun í baksýn.
Síðastliðin þrjú sumur
hafa í Kolbeinsstaða- og
Eyja- og Miklaholts-
hreppum verið farnar
skipulagðar gönguferðir
á mánudagskvöldum.
Fyrir þeim standa hópur
kvenna á svæðinu sem
stundar líkamsrækt
íþróttahúsinu við Laugar-
gerðisskóla á veturna. En
þegar kemur að sumri þá
setjast þær niður og
skipuleggja vikulegar
gönguferðir vítt og breitt
um svæðið og bjóða öllum þeim
sem áhuga hafa á að koma með.
Það hefur alltaf verið ágætis þátt-
taka í gönguferðunum en núna í
sumar hefur fólk aldeilis nýtt sér
þetta því aldrei hafa færri en 17
manns mætt í göngurnar og farið
allt upp í 35 manns. Enn eru
nokkrar gönguferðir eftir í sumar.
Þann 24. júlí á að ganga við
Hlíðarvatn og á þá að hittast við
Hraunholtahnjúka. Þann 31. júlí á
að ganga í Hítarnesi og 14. ágúst
á að ganga á Eldborg og fara of-
aní gíginn og borða þar nesti. Sú
ganga á að byrja kl. 14:00 og
verður farið frá Snorrastöðum.
Loks er fyrirhugað að ganga á
Hrútaborgina einhvern góðviðris-
dag þegar verður gott skyggni en
þeir sem hafa áhuga á að fara í þá
ferð þurfa að láta skrá sig því það
verður farið með stuttum fyrirvara
í hana því þar skiftir veðrið öllu
máli. Hægt er að skrá sig hjá Ás-
laugu í Mýrdal í síma 698-7781.
Það er auðséð á þátttökunni í
gönguferðunum að þessar dug-
miklu konur eiga mikið hrós skilið
fyrir að koma þessu af stað og
hvetja um leið fleiri til að fara út
og hreyfa sig og njóta náttúrunn-
ar í góðum félagsskap. ÞSK
Skipulagsauglýsing
Tillaga að deiliskipulagi á gamla íþróttavellinum
í Borgarnesi.
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir
athugasendum við ofangreinda skipulagstillögu.
Um erað ræða lóð undirframhaldsskóla á svæði þarsem gamli íþróttarvöllurinn íBorgarnesi
var en nú er starfrækt sem tjaldsvæði.
Deiliskipulagstillagan verðurtil sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðarfrá 20. júlf 2006 til 18. ágúst
2006. Fresturtil athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 1. september 2006.
Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berasttil skrifstofu Borgarbyggðar
Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst
samþykkurtillögunni.
Borgarnesi 14. júlí 2006 - Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar.