Skessuhorn - 19.07.2006, Blaðsíða 11
uausunu^i
MIÐVIKUDAGUR 19. JXJLÍ 2006
11
Ásókn í
bæjarstjórastóla
LANDIÐ: Tveir Skagamenn eru
meðal tuttugu umsækjenda um
stöðu bæjarstjóra Fjarðabyggðar.
Það eru þeir nafnamir Bjöm Elíson
sem er nýkjörinn varabæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn
Akraness og Bjöm S. Lárasson sem
nú starfar sem ffamkvæmdastjóri
samfélagssamskipta hjá Bechtel. -hj
Sóttu of seint
um styrki
DALABYGGÐ: Byggðaráð Dala-
byggðar hefúr falið sveitarstjóra að
ræða við Vegagerðina í framhaldi af
því að stofhunin hafnaði umsókn
sveitarfélagsins um styrki til fram-
kvæmda á vegum. I bréfi sem Vega-
gerðin sendi Dalabyggð kemur fr am
að umsóknin hafi borist of seint. -hj
Orgeltónleikar á
laugardag
REYKHOLT: Þriðju tónleikarnir í
orgeltónleikaröð sem haldin er á
vegum Reykholtskirkju og FIO
verða haldnir laugardaginn 22. júlí í
Reykholtskirkju og hefjast þeir
klukkan 17:00. Douglas A. Brotchie
mun leika verk eftir Mendelssohn,
Buxtehude, Zsolt Gárdonyi og C-M
Widor. -so
Þriggja bíla
árekstur
BORGARFJARÐARBRÚ: Er-
lendur ökumaður snarhægði á sér á
Borgarfjarðarbrúnni í síðustu viku
og varð þess valdandi að næsti bíll á
eftir varð að gera slíkt hið sama. Við
það þá lenti annar bíll aftan á tjald-
vangi hans og sá þriðji lenti aftan á
honum. Bifreiðin í miðjunni
skemmdist því mest en ekki urðu
nein meiðsl á fólki. -so
Stýrir ætdeiðing-
arhópi
LANDIÐ: Magnús Stefánsson fé-
lagsmálaráðherra skipaði í gær
Guðmund Pál Jónsson aðstoðar-
mann sinn til þess að vera formann í
starfshópi sem ætlað er að semja til-
lögur að nýjum reglum um ætdeið-
ingarstyrki til foreldra er ættleiða
böm frá öðrum löndum í samræmi
við samþykkt ríkisstjómarinnar þar
að lútandi. Er starfshópnum ædað
að skila ráðherra tillögum um hugs-
anlegar laga- og reglugerðarbreyt-
ingar fyrir 1. október með það að
markmiði að greiðslur ætdeiðingar-
styrkja hefjist 1. janúar 2007. -hj
Hlutafjárloforð í Mennta-skól-
anmn 77 miUjónir króna
Hlutafjársöfnun nýstofnaðs
Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.
stendur enn yfir og nú þegar hafa
safnast loforð fyrir tæplega 77,4
milljónum króna en inngreitt
hlutafé er tæpar 32,4 milljónir
króna. Sparisjóður Mýrasýslu er
þar fremstur í flokki en bankinn
hefur ákveðið að leggja félaginu tíl
40 milljónir kr. í hlutafé. Þá eru
aðrir stórir hluthafar m. a. Borgar-
byggð með 10 milljónir, Loftorka
með 5 milljónir og Skorradals-
hreppur með 1 milljón króna
ásamt mörgum fyrirtækjum og
einstaklingum en hluthafar eru nú
um 140 talsins.
A hluthafafundinum í liðinni
viku var kosin ný stjórn Mennta-
skóla Borgarfjarðar ehf. en frá því í
janúar á þessu ári hefur fráfarandi
stjórn verið skip-
uð stýrihópi fé-
lagsins sem gegn
hefur því hlut-
verki að leggja
línur fýrir kom-
andi starfsemi
félagsins. Fráfar-
andi stjórn kom
með tillögu að
nýrri stjórn sem
var samþykkt á
hluthafafundi fé-
lagsins en í
henni sitja: Torfi
J óhannesson,
Bergur Þorgeirs-
son, Magnús
Arni Magnússon,
Hluti hinnar nýju stjómar. F.v. Siguróur Már Einarsson, Torfi Jóhannesson, Guðrún Kristjánsdóttir og Bergur
Þorgeirsson. A myndina vantar Magnús Arna Magnússon.
Sigurður Már eru þau: Bernhard Bernhardsson,
Einarsson og Guðrún Kristjáns- Sveinbjörn Eyjólfsson, Björg
dóttir, sem eru aðalmenn. Til vara Gunnarsdóttir, Gísli Kjartansson
og Konráð Andrésson. Stjórnin
var kosin til eins árs.
KÓÓ
„Eins skemmtilegt og
við viljum að það verði“
Þór Orn Jónsson bæjarritari í Stykkishólmi
er spenntur yfir fyrirhuguðu Vatnasafni
í maí á næsta ári er fyrirhugað að
opna Vatnasafnið í Stykkishólmi.
Þrátt fyrir nafhgiftina verður starf-
semin ekki eingöngu bundin við
vam, heldur verður um menningar-
miðstöð að ræða sem vafalítið á eftir
að verða skrautfjöður í hatt þjónusm
í bæjarfélaginu. Safhið mun rísa í
gamla bókasafnshúsinu og standa
vonir til að starfsemin þar verði fjöl-
breytt og skemmtileg. Um gagn-
virka menningarmiðstöð verði að
ræða. „Þetta verður held ég eins
skemmtilegt og við viljum að það
verði. Það em mikli möguleikar til
að gera góða hluti þama,“ segir Þór
Orn Jónsson, bæjarritari í samtali
við Skessuhorn.
Segja má að Vatnasafnið muni
standa á fjóram styrkum stoðum. I
fyrsta lagi verða settar upp súlur úr
ís úr Snæfellsjökli. I öðra lagi verður
safn af veðurlýsingum fólks og verða
tekin viðtöl við fjölda manns af því
tilefhi um hvaða áhrifveðurfar hefur
á það. I þriðja lagi verður íbúð í hús-
inu sem rithöfundar hafa aðgang að
og í fjórða lagi verður unnið ötul-
lega að skákmálum. I því skyni má
Þór Om Jónsson, bæjairitari í Stykkis-
hólmi.
nefha að einhver úr kvennalandslið-
inu í skák mun koma og tefla fjöltefli
á dönskum dögum.
Það era listakonan Roni Hom og
listamiðstöðin Art Angel sem koma
að vinnu við Vatnasafnið, eins og
áður hefur komið ffam í Skessu-
homi. Hugmyndin kviknaði þegar
Rorú var á ferð í bænum. „Hún sá
gamla bókasafnshúsið og sagði að
þetta væri flottasta húsið í bænum.
Hún vildi stuðla að því að það væri í
eigu bæjarbúa og þeir hefðu alltaf
aðgang að því. Henni fannst svo sér-
stakt að flottasta húsið væri í sam-
eiginlegri eigu allra. Allsstaðar þar
sem hún hafi komið er fallegasta hús
viðkomandi bæjarfélags annaðhvort
kirkja eða í eigu ríka fólksins," segir
Þór. Ibúðin í húsinu verður æduð
rithöfundum hvaðanæfa að úr heim-
inum og mtmu þeir vera á laimtim í
hálft ár á meðan þeir dvelja í henni.
„Við eram því frekar brattir hér á
Stykkishólmi," segir Þór. „Nýr
Baldur hefur skipt gríðarlega miklu
máli bæði fyrir okkur hér og fyrir
fólk á Barðaströnd hvað verslun og
fleira snertir. Bærinn verður æ meiri
ferðamannabær og straumur ferða-
fólks eykst stöðugt. Það er því bjart
framundan hjá okkur hér í Hólmin-
um.“
-KÓP
KB kaupir
hlutbréf
Byggðaráð Dalabyggðar hef-
ur mælt með því við sveitar-
stjórn að tekið verði tilboði frá
Kaupfélagi Borgfirðinga í hluta-
bréf sveitarfélagsins í eignar-
haldsfélaginu Vesturlandi hf.
Um er að ræða A-bréf að nafn-
verði 583.395 krónur og B-bréf
að upphæð 1.502.453 krónur.
Bréfin vora áður í eigu Dala-
byggðar hinnar fornu og Saur-
bæjarhrepps. Fyrir nokkru
keypti Kaupfélagið 40% hlut
Byggðastofnunar í félaginu og
einnig hlut annarra sveitarfé-
laga. Þá var haft eftir Guðsteini
Einarssyni framkvæmdastjóra að
kaupverð hefði verið nafnverð
og með kaupunum stæðu vænt-
ingar til þess að hægt yrði að
efna fjárfestingar í atvinnu-
rekstri enda var það upprana-
legur tilgangur með stofnun
Vesturlands hf.
HJ
Skipulagsauglýsing
Tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar
í Bjargslandi, Borgarnesi.
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst
eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu.
Um er að ræða deiliskipulag íbúðabyggðar norðan núverandi íbúðabyggðar í Bjargslandi.
Skipulagstillagan gerir ráð fyrir 5 lóðum undir fjölbýlishús, 16 lóðum undir parhús og 33
lóðum fyrir einbýlishús.
Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 20. júlí 2006 til 18. ágúst 2006
fresturtii athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 1. september 2006.
Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar
Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda, telst
sambykkur tillögunni.
Borgarnesi 14. júlí 2006 - Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar.
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
SÍMI 533 4040
FAX 533 4041
Dan V. Wiium hdl., lögg. fasteignasali
Opið mán.-fim. frá kl. 9-18,
fös. frá kl. 9-17.
BORGARNES-PARHUS
Glæsilegt og vandað 109 fm parhús
á tveimur hæðum ásamt bílskúrsrétti
við Böðvarsgötu. Byggt 1999.
Fallegur suðvestur garður með
timburverönd og verðlaunalóð.
Vandaðar innréttingar og gólfefni.
Þrjú svefnherbergi, góðar stofur,
snyrtingar á báðum hæðum. Góð
staðsetning og stutt í flesta þjónustu.
Verð: 23,8 millj.
Kristinn Valur Wiium sölumadur s. 896 6913 og Ólafur Guðmundsson sölustjóri s. 896 4090
Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is