Skessuhorn - 19.07.2006, Blaðsíða 2
2
ggESSlíii©BH
Bflvelta
undir
Hafiiar-
fjalli
Okumaður missti stjórn á bíl
sínum á beinum veginum undir
Hafnarfjalli á móts við Þjófa-
kletta sl. laugardag. Bíllinn fór
út í lausamöl í vegarkantinum
og snarbeygði ökumaðurinn þá
bifreiðinni inn á vegixm en við
það fór bíllinn út af og valt.
Ökumaðurinn, sem var í bíl-
belti, slapp með skrámur en bíll-
irm var talinn ónýtur og var fjar-
lægður með kranabíl.
SO/Ljósm. Jón VViggósson
Tii mtnnis
Skessuhorn minnir á kvöld-
göngu UMSB, fimmtudags-
kvöldið 20. júlí. Að þessu sinni
verður gengið á Akrafjall og
verður haldið á fjallið frá Berja-
dalsá klukkan 20:00.
Vectyrhorftyr
Hæð eryfir landinu og blíðviðri
spáð næstu daga á landinu
öllu. Loksins veður til heyskap-
ar og annarrar útiveru.
SpiVrniruj viKi^nnctr
í síðustu viku var spurt á
Skessuhorn.is: „Vantar afþrey-
ingu fyrir 16-18 ára ung-
linga?" Niðurstaðan var nokk-
uð afgerandi. já, alveg tví-
mælalaust svöruðu 63% svar-
enda, tæp 16% sögðu að já,
líklega vantaði hana og rúm-
lega 7% kváðust ekki vita það.
Ríflega 5% svöruðu að hana
vantaði sennilega ekki og alls
ekki sögðu rúmlega 9%.
í næstu viku spyrjum við:
„ Hefur þú ferðast
um Vesturland það
sem af er sumri?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
VestlenojiníjiVr
viKiAnnar
Skessuhorn útnefnir að þessu
sinni Skúla Alexandersson
fyrrv. Alþingismann og núver-
andi athafnamann á Hell-
issandi Vestlending vikunnar,
fyrir óeigingjörn störf í þágu
samfélagsins. Nú síðast aðild
hans að skógræktarstarfi undir
jökli.
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006
Bjóða út sorphirðu
✓
• •
í sameiningu
Ríkiskaup hafa fyrir hönd
Grundarfjarðarbæjar, Stykkis-
hólmsbæjar, Snæfellsbæjar, Eyja-
og Miklaholtshrepps og Helgafells-
sveitar óskað eftir tilboðum í sorp-
hirðu og rekstur gámastöðvar. Að
sögn Kristins Jónassonar bæjar-
stjóra Snæfellsbæjar er þetta í fyrsta
------------------------7--------
skipti sem sveitarfélögin bjóða
sorphirðuna út sameiginlega. Fram
að þessu hafa sveitarfélögin hvert í
sínu lagi sinnt sorphirðunni og til
dæmis hefur Stykkishólmsbær verið
með samning við Islenska gámafé-
lagið ehf. um sorphirðu.
Öll áðurnefnd sveitarfélög, ásamt
öðrum sveitafélögum á Vesturlandi,
eru eigendur að Sorpurðun Vestur-
lands hf. sem sér um móttöku, urð-
un og förgun sorps. Félagið á jörð-
ina Fíflholt á Mýrum þar sem rek-
inn er urðunarstaður. Þangað er
flutt allt sorp ffá sveitarfélögunum
sem heimilt er að urða. HJ
Bjami Olafsson AK endurbættur
Bjarni Ólafsson AK 70 er nú
kominn til Póllands og lagðist
skipið við höfn í Gdansk á föstu-
dagskvöldið síðasta. Astæðan fyrir
þessari siglingu skipsins þangað er
sú að fram fara talsverðar endur-
bætur á því þar í landi. Skipið
verður sandmálað hátt og lágt og
einnig fara fram endurbætur á vist-
arverum skipverja. Þá verður brúin
einnig tekin í gegn og bætt þar við
nýjum tækjum. Að sögn Ragnheið-
ar Gísladóttur, framkvæmdastjóra
Runólfs Hallfreðssonar ehf. sem er
eigandi skipsins, verður Bjarni úti í
Póllandi í 6-8 vikur. Með Bjarna
fór út fimm manna áhöfn; skip-
stjon, tveir stýn-
menn og tveir vél-
stjórar. Hluti af
þeim mun koma
heim ffá Póllandi
fljótlega en að
minnsta kosti
tveir menn verða
ytra við eftirlit á
meðan endurbót-
um stendur.
Ragnheiður sagði
í samtali við Skessuhorn að Bjarni
væri nú að verða næstum 30 ára
gamall og þetta viðhald væri orðið
tímabært. Bjarni var smíðaður í
Noregi árið 1978 og er á honum
Bjami Olafsson AK.
að jafnaði 16 manna áhöfn. An efa
mun Bjarni Ólafsson líta út eins og
nýr er hann heldur á Islandsmið á
ný.
SO
Hreppsnefiid Dalabyggðar
margfaldar laun sín
Hreppsnefnd Dalabyggðar, hins
nýja sameinaða sveitarfélags Dala-
byggðar og Saurbæjarhrepps, sam-
þykkti samhljóða breytingu á
launakjörum sínum í síðustu viku.
Um er að ræða allt að 300% hækk-
un einstakra launaliða. Sem fyrr er
miðað við ákveðinn launataxta
Starfsmannafélags Dala- og Snæ-
fellsnessýslu. Sá taxti er í dag
153.467 krónur á mánuði. Sem
dæmi um breytinguna má nefna að
fyrir setu í hreppsnefnd verða nú
greitt 20% af áðurnefndum taxta
en áður voru greidd 5%. Launin
eru því 30.693 þúsund krónur á
mánuði en voru 7.673 krónur á
mánuði. Hækkunin er 300%. Að
auki fá hreppsnefndarmenn
greiddar 9.208 krónur fyrir hvern
fund en áður voru greiddar 6.139
krónur. Hækkunin er því 50%.
Formaður hreppsráðs fær greiddar
23.020 krónur á mánuði en fékk
áður greiddar 9.208 krónur.
Hækkunin er því 150%. Þá verða
laun almennra nefndarmanna
9.208 krónur á hvern fund en voru
áður 3.069 krónur og er hækkunin
þar 200%.
Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri
segir í samtali við Skessuhorn að
tímabært hafi þótt að endurskoða
laun sveitarstjórnar því þau hafi
ekki breyst ffá árinu 1994. Tekið
hafi verið mið af launum í sveitarfé-
lögum svipuðum að stærð og Dala-
byggð. Einnig sé ábyrgð og vinnu-
álag einstakra sveitarstjórnarmanna
að aukast því ákveðið hafi verið að
fækka í nefhdum.
HJ
Arsæll Guðmnndsson ráðinn verk-
efiiastjóri Menntaskóla Borgarfjarðar
Menntaskóli Borgarfjarðar ehf.
hefur ákveðið að ráða ekki skóla-
meistara að svo stöddu en ráða
þess í stað verkefnastjóra til sex
mánaða sem mun hefja störf þann
1. ágúst nk. Þetta kom fram á hlut-
hafafundi einkahlutafélagsins sem
haldinn var í Borgarnesi sl. þriðju-
dag. Fráfarandi stjórn lagði til að
Arsæll Guðmundsson, fyrrverandi
sveitarstjóri Skagafjarðar, yrði ráð-
inn í starfið en hann hefur starfað
bæði sem aðstoðarskólameistari og
skólameistari Fjölbrautaskólans á
Sauðárkróki.
Engar athugasemdir bárust
vegna tillögu þessarar og því mun
félagið ganga til samninga við Ár-
sæl á næstu dögum. Arsæll er
fæddur 30. maí 1961, giftur Gunn-
hildi Harðardóttur og eiga þau
fjórar stelpur. Hann er kennara-
menntaður með meistargráðu í
uppeldis- og menntunarfræðum
frá Lundarháskóla í Svíþjóð og
hefur einnig lokið stjórnunarnámi
frá Endurmenntunarstofnun HI.
Þá kom fram að í byrjun júní var
ráðningastofan IMG - Gallup
fengin til að auglýsa stöðuna og
alls hafi um tíu manns sótt um
starfið sem voru allir, að sögn frá-
farandi stjórnar, afar hæfir um-
sækjendur og var Arsæll meðal
þeirra. „Það er mjög skynsamlegt
bæði fyrir Borgfirðinga og mína
fjölskyldu að gera þetta svona og
það var mín ósk að þessi aðferð
yrði valin,“ sagði Arsæll í samtali
við Skessuhorn. Aðspurður hvort
hann hyggst flytja ásamt fjölskyldu
sinni í Borgarnes sagði hann: „-
Þetta bar allt svo snöggt að, svo nú
þarf fjölskyldan að ræða þessi mál.
Þetta er svona ákveðinn forleikur
og við verðum bara að bíða og sjá
hvernig þetta þróast,“ sagði hann.
Þá verður staða skólameistara aug-
lýst öðru sinni um áramótin og
útilokar Ársæll ekki að hann sæki
aftur um stöðuna.
KÓÓ
Lágflug endur-
taki sig ekki
REYKHÓLAR: Utanríkisráðu-
neytið hefur svarað óskum Reyk-
hólahrepps um skýringar á lág-
flugi herþotna varnarliðsins yfir
hreppnum 28. og 29. júlí sl. Talið
er að við lágflugið hafi komið
styggð að haförnum og öðrum
fuglum auk þess sem íbúar
hreppsins kunnu lítt að meta ær-
andi hávaða ffá þotunum. I svari
ráðimeytisins segir: „Vísað er til
bréfs yðar ffá 28. júní síðastliðn-
um. Málið hefúr verið tekið upp
við vamarliðið sem hefur tjáð
ráðuneytinu að farið sé eftir
samningum um æfingaflug.
Samkvæmt þeim reglum er mun-
ur á lágmarks flughæð yfir sjó og
landi og kann því skýringin að
vera að leiðrétting flughæðar hafi
tafist er flogið var inn yfir
ströndina. Áherslu hefur verið
lögð á að slíkt endurtaki sig
ekki.“ -hj
Kona slasast
BORGARFJ ÖRÐUR: Kona
um sjötugt slasaðist í bílveltu
síðla dags á mánudag. Aðdrag-
andi slyssins var sá að jeppi sem
konan var farþegi í, var að taka
fram úr flutningabíl á leið til
norðurs. Ökumaður jeppans
sem var með hjólhýsi í eftir-
dragi missti stjórn á bifreiðinni
þegar hjólhýsið tók að rása á
veginum og endaði stjórnleysið
með bílveltu. Konan var flutt
með sjúkrabíl á sjúkrahús í
Reykjavík en hún mun vera al-
varlega slösuð á baki eftir bíl-
veltuna, að sögn lögreglunnar í
Borgarnesi. -so
OR vill reisa
dælu- og
hreinsistöðvar
AKRANES: Skipulags- og
byggingarnefnd Akraness hefur
falið sviðsstjóra tækni- og um-
hverfissviðs bæjarins að láta
vinna nauðsynlega deiliskipu-
lagsvinnu svo að unnt verði að
reisa dælu- og hreinsistöðvar
skolps í bæjarlandinu. Það var
Orkuveita Reykjavíkur sem
óskaði eftir lóðum fyrir þessa
starfsemi. Sem kunnugt er tók
Orkuveitan við rekstri ffáveitna
Akraneskaupstaðar fyrir
skömmu. -hj
Kynning
inn á við
BORGARBYGGÐ: Atvinnu-
og markaðsnefnd Borgar-
byggðar vill að eitt af hlutverk-
um verðandi markaðs- og
menningarfulltrúa sveitarfé-
lagsins verði að kynna hið nýja
sveitarfélag fyrir íbúum þess.
Þetta kom fram þegar nefndin
ræddi um erindisbréf vegna
starfsins. Einnig vill nefndin fá
umsagnarrétt um hver verði
ráðinn í stöðuna. -hj
Óhappavika
BORGARFJÖRÐUR: Alls
urðu 10 umferðaróhöpp í um-
dæmi lögreglunnar í Borgar-
nesi í síðustu viku. Þar af urðu
þrjú óhöpp á laugardeginum og
þrjú á sunnudeginum. Fjörutíu
og sex voru teknir fyrir of hrað-
an akstur og einn ökumaður var
tekinn fyrir ölvun. All nokkrir
ökumenn fengu límmiða frá
lögreglunni þar sem þeir eru
áminntir um að fara með bif-
reiðar sínar til skoðunar og þá
voru skráningaranúmer klippt
af þremur bílum vegna þess að
ekki höfðu verið greiddar lög-
boðnar tryggingar.
-so
Gimli á
Skagann
AKRANES: Innan skamms
mun fasteignasalan Gimli opna
útibú að Kirkjubraut 5 á Akra-
nesi og verða fasteignasölur í
bæjarfélaginu þá orðnar þrjár.
Gimli hefur stundað fasteigna-
viðskipti í á þriðja áratug og
hefur starfsstöðvar í Reykjavík,
Hveragerði og nú á Akranesi.
Einnig hefur verið í bígerð að
fasteignasalan Domus opni á
næstunni að Kirkjubraut 12 og
verður þá um 100% aukningu
fasteignasala að ræða á skömm-
um tíma.
-kóó