Skessuhorn - 23.08.2006, Blaðsíða 24
24
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006
sggssgiwmsi
A meðfylgjandi mynd Mats Wibe Lund má glöggt ýá hiðfagra umbverfi Plássim undirjökli.
Fyrstu íbúar Plássins
undirjöldi
Fyrstu húsin í frístundaþorpinu
svokallaða skammt frá Hellnum á
Snæfellsnesi verða afhent eigend-
um um næstu helgi. Sem kunnugt
er hófust framkvæmdir við bygg-
ingu húsanna síðastliðið haust.
Þorpið sem rís er nefnt Plássið
undir Jökli eins og gamla fiskiþorp-
ið hét þar forðum þegar útræði var
stundað frá Hellnum. Er þorpið
reist í samvinnu íslendinga og
Norðmanna.
I fyrsta áfanga sem nú sér fyrir
endann á eru sautján hús og eru níu
þeirra nánast tilbúin. Að sögn Þor-
steins Jónssonar, frumkvöðuls
þessa verkefnis, er vonast til þess að
fyrstu íbúamir flytji inn í hús sín
strax um helgina. Hann segir að
þama muni í fyrstunni dvelja fólk
sem eigi einnig búsetu á öðram
stöðum. Það muni þó væntanlega
breytast eftir því sem húsunum
fjölgar og starfsemi kemur á stað-
inn. Þorsteinn segir að þó fyrstu
húsin séu að verða tilbúin eigi eftir
að ganga frá umhverfi og þá fyrst
komi fegurð staðarins fyllilega í
ljós. Hann á von á því að þegar fólk
geti loks virt fyrir sér fullfrágengin
hús muni áhugi fyrir svæðinu
aukast enn frekar.
Næsti áfangi í uppbyggingu
Plássins undir Jökli er nú að kom-
ast á lokastig og er reiknað með að
þá verði reist um 40 hús til viðbót-
ar. I þeim húsum verði möguleiki á
atvinnustarfsemi og þá megi búast
við því að fólk fari að eiga fasta bú-
setu enda öll húsin heilsárs hús og
mjög vönduð.
HJ
Gamla slökkvistöðin í Stykkishólmi sem brátt mun hverfa en húsið er þaðjyrsta á landinu sem byggt var sem slókkvistöð.
Gamla slökkvistöðin
í Hólminum verður rifin
Samþykkt var á fundi skipulags-
nefndar Stykkishólmsbæjar fyrir
nokkru að rífa fyrrverandi húsnæði
Slökkviliðs Stykkishólms á Aðal-
götu 6a og er það gert í samræmi
við miðbæjarskipulag. Húsið sem
byggt var árið 1960 af Finni Sig-
urðssyni múrarameistara er hlaðið
á steyptum granni en húsið er það
fyrsta á Islandi sem byggt var sem
slökkvistöð. Rými var í húsinu fyrir
tvo slökkvibíla, fundaraðstaða fyrir
slökkviliðsmenn, tvö salerni, ásamt
afdrepi fyrir slökkviliðsstjóra. Þá Þetta húsnæði hýsir ídag Slökkvilið Stykkishólms og Björgunarsveitina Berserki en það
var einnig gert ráð fyrir herbergi til var tekið ígagnið í lok desemher 2002.
Fasteignasalan Gimli opnar á Akranesi
Síðastliðinn föstudag opnaði fast-
eignasalan Gimli formlega við
Kirkjubraut á Akranesi. Við opnun-
ina hófst jafnffamt sölusýning á
verkum myndHstarmannsins Bjama
Þórs Bjamasonar og segja má að
verkin tengist fasteignum þar sem
hús má finna á flestum mynda
Bjama Þórs.
Fasteignasalan Gimli hefur um
árabil starfað í Reykjavík og í Hvera-
gerði en báðar þær fasteignasölur
tóku til starfa fyrir um 24 árum. Há-
kon Svavarsson fasteignasali segist
vera bjartsýnn á störf Gimli á Akra-
nesi, ekki sé verið að vaða út í neina
óvissu og að fasteignasölunni sé
startað með 40 nýjum íbúðum á skrá
sem strax sé farið að spyrjast fyrir
um. Hákon vonast til að með
haustinu verði tveir til þrír fastir
starfsmenn að jafnaði á skrifstofunni
á Akranesi. „Við væram ekki að fara
út í þetta héma nema við hefðum
trú á þessu og í dag er Akranes sá
mest spennandi kostur sem við sjá-
um í þessum efhum,“ sagði Hákon í
samtali við Skessuhom. Hann ætti
ekki að vera heimamönnum á Akra-
nesi ókunnur því hann fluttist til
Akraness árið 1976 en faðir hans
Svavar Oskarsson var verkstjóri hjá
Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð-
ar, er þá hét, í yfir 20 ár og móðir
hans Heiða vann í Bókaskemmunni
til fjölda ára hjá Braga Þórðarsyni og
Elínu konu hans. „Oll sú uppbygg-
ing sem átt hefur sér stað á Akranesi
undanfarin ár á eftir skila sér í blóm-
legu og eftirsóknarverðu bæjarfélagi
á næstu misseram og mér finnst af-
skaplega gott að vera kominn heim á
Skagann aftur,“ sagði Hákon að lok-
Hákon Svavarsson fasteignasali á Fast-
eignasölunni Gimli á Akranesi.
Sýning Bjarna Þórs í Gimli er
opin á opnunartíma fasteignasöl-
unnar og eru allir velkomnir.
SO
Síðari hluti vísitasíu biskups
á Snæfellsnesi og' í Dölrnn
Biskup Islands, herra Karl Sigur-
bjömsson, vísiterar Snæfellsness- og
Dalaprófastsdæmi nú í sumar, eins
og greint hefur verið frá í Skessu-
horni. Fyrsta hluta vísitasíunnar
lauk 2. ágúst sl. en sl. laugardag
hófst síðari hluti hennar og var þá
Stykkishólmsprestakall og Hjarðar-
holtsprestakall heimsótt. I þessum
prestaköllum era samtals átta sóknir
en biskup mun einnig heimsækja
sjúkrahús, dvalarheimili og skóla í
ferð sinni.
Meðal sérstakra atburða má nefha
að sl. sunnudag var messað í Hjarð-
arholtskirkju og nýtt safriaðarheimih
blessað. Þá verður nk. sunnudag,
þann 27. ágúst hátíðarmessu í kirkj-
unni í Bjamarhöfn í tilefiú af 150 ára
afmæli hennar. Sama dag og dagana
þar á eftir mun biskup m.a. heim-
sækja dvalarheimili, skóla,
Franciskusspítalann í Stykkishólmi,
kirkjur og fleiri staði á austanverðu
Snæfellsnesi og í Dölum.
I erindisbréfi handa biskupum frá
Skráning í Rauðamelskirkju á Snæfellsnesi.
prestur í Staðastaðarprestakalli.
1746 er skyldum biskupa varðandi
vísitasíur lýst. Þar kemur meðal ann-
ars fram að það er skylda biskupa að
vísitera tdl að fylgjast með kristni-
haldi í biskupsdæmi sínu. Biskup
skal hitta presta og ræða við þá en
einnig við sóknamefndir, meðhjálp-
ara og sóknarböm til að kanna hvort
þau telji í einhverju áfátt.
Með biskupi er Guð/ón Skarphéðinsson,
Þar eru einnig fyrirmæli um
kirkjuskoðun, sem er veigamikill
þáttur í öllum vísitasíum, þar sem
farið er yfir alla muni kirknanna og
ástand þeirra og það fært til bókar.
I för með biskupi er Kristín Guð-
jónsdóttir, biskupsfrú og prófastur,
séra Gunnar E. Hauksson í Snæfells-
ness- og Dalaprófastsdæmi. MM
hleðslu á slökkvitækjum. Að sögn
Þorbergs Bæringssonar slökkviliðs-
stjóra í Stykkishólmi er húsið orðið
mjög illa farið. Þegar það var byggt
var ekki grafið undan gólfplötu þess
og hefur gólf því sigið undan bflun-
um ásamt því að þakið er orðið
mjög lekt. Um tíma var hluti húss-
ins nýttur vegna gæsluvallar sem
var á svæðinu, kennsluhúsnæði fyr-
ir Iðnskólann á sínum tíma, vöraaf-
greiðslu og til ýmissa armarra nota.
Slökkvilið Stykkishólms flutti í nýtt
húsnæði ásamt Björgunarsveitinni
Berserkjum í lok árs 2002.
SO/Ljósm. Þorbergur Bæringsson.
Orgeltónleikaröð í
Reykholti lýkur
Síðustu tónleikarnir í orgeltón-
leikaröð Reykholtskirkju og FIO
verða haldnir laugardaginn 26
ágúst kl. 17. Þá leikur Guðmundur
Sigurðsson á orgelið og Magnea
Tómasdóttir sópransöngkona
syngur. Vorið 2003 gerðu þau
hljómdisk með íslenskum þjóðlög-
um í útsetningum Smára Olasonar
við Passíusálma Hallgríms Péturs-
sonar og trúarleg ljóð annarra höf-
unda, sem tekinn var upp í Reyk-
holtskirkju. Á tónleikunum flytja
þau m.a. efni af geisladiskinum
Guðmundur Sigurðsson lauk
prófi í píanóleik og tónfræði firá
Tónmenntaskóla Reykjavíkur
1987. Hann lauk kantorsprófi frá
Tónskóla þjóðkirkjunnar árið
1996, þar sem Hörður Áskelsson
var orgelkennari hans og burtfarar-
prófi frá sama skóla 1998. Vorið
2002 lauk Guðmundur Masters-
prófi í orgelleik með láði, frá West-
minster Choir College í Princeton.
Þá hefur Guðmundur sótt mörg
hópnámskeið í orgelleik hjá ýmsum
kennurum og haldið fjölda tónleika
hérlendis og erlendis. Guðmundur
tók við starfi organista og kórstjóra
við Bústaðakirkju haustið 2002.
Magnea Tómasdóttir sópran
lauk 8. stigsprófi hjá henni við
Tónlistarskóla Seltjarnarness. Á
árunum 1993-1996 stundaði
Magnea framhaldsnám hjá Hazel
Wood í Trinity College of Music í
Lundúnum. Á áranum 1997-1999
var hún við Operastúdíóið í Köln
og leikárið 1999-2000 var hún
fastráðin söngkona við sama hús.
Magnea fór með hlutverk Sentu í
Hollendingnum fljúgandi í Þjóð-
leikhúsinu á listahátíð í Reykjavík
vorið 2002 og í ágúst sama ár söng
hún Sentu á óperahátíðinni í Bad
Hersfeld í Þýskalandi. Magnea
hefur einnig kom fram sem ein-
söngvari við ýmis tækifæri á Is-
landi, Þýskalandi, Hollandi og
Englandi þar sem hún söng
Gurrelieder Schönbergs í Royal
Festival Hall í Lundúnum.
(fréttatilkynning)
SauðamessufaJl í haust
Eins og einhverjum mun kunn-
ugt hafa undirritaðir, með hjálp
margra góðra manna, kvenna og
fyrirtækja, staðið fyrir Sauðamessu
í Borgarnesi tvö síðastliðin haust.
Viðtökur við þessari uppákomu
hafa verið vonum framar og því
hefði verið freistandi að gera hana
að árlegum viðburði. Því miður
þurfa undirritaðir að nýta sauðshátt
sinn á öðram vettvangi og því verð-
ur ekki af messuhöldum af okkar
hálfu þetta haustið a.m.k. Við telj-
um enda sauðkindina eiga skilið
mun meiri tíma en við getum gefið
henni að þessu sinni. Ef einhverjir
era tilbúnir til að taka við ullar-
lagðinum og halda merki sauðkind-
arinnar á lofti undir formerkjum
sauðamessu þá kemur það vel til
greina af okkar hálfu og er áhuga-
sömum velkomið að hafa samband.
Með sauðakveðjum,
Bjarki Þorsteinsson og
Gísli Einarsson.
Avallt sauðir!