Skessuhorn - 23.08.2006, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006
agBSSIIHfMiM
Lagt til að kattahald verði bannað á Akranesi
Ef drög að endurskoðaðri sam-
þykkt um kattahald á Akranesi
verður samþykkt í bæjarstjórn
verður kattahald bannað í bænum.
Þó verður heimilt að veita undan-
þágu með ströngum skilyrðum.
Einnig er til umræðu í bæjarstjórn
að ráða sérstakan dýraeftirlits-
mann. Með þessu vilja bæjaryfir-
völd bregðast við miklum kvörtun-
um yfir lausagöngu katta og einnig
hunda.
Á fundi bæjarráðs Akraness í lið-
inni viku voru kynnt drög að sam-
þykkt um kattahald á Akranesi.
Eftir umræður á fundinum var
samþykkt að vísa málinu til íyrri
umræðu í bæjarstjórn. Má því bú-
ast við því að málið hljóti samþykki
í bæjarstjórn.
Árið 2000 samþykkti bæjarstjórn
reglur um kattahald í bænum.
Samkvæmt þeim sætir kattahald nú
takmörkunum en er ekki bannað
né leyfisskylt. Eru þar ákvæði um
að aldrei megi halda fleiri en tvo
ketti eldri en þriggja mánaða á
sama heimili og að alla ketti skuli
merkja. Þá segir að eigendum katta
sé skylt að gæta þess að kettir
þeirra valdi ekki tjóni, hættu, ó-
þægindum, óþrifum eða raski ró
manna. Þá var kattaeigendum gert
að greiða allt það tjón sem kettir
þeirra valda. Þá er starfsmönnum
bæjarins heimilt að handsama ketti
og hafi eigendur ekki gert vart við
sig innan viku er heimilt að finna
þeim nýtt heimili eða aflífa þá.
Mjög hertar reglur
I þeim samþykktum sem nú
stefnir í að verði staðfestar í bæjar-
stjórn er allt kattahald í bæjarfélag-
inu bannað. Heimilt er hins vegar
að veita lögráða einstaklingum sem
búa á Akranesi undanþágu til
kattahalds með ströngum skilyrð-
um. Eru þessi ákvæði því ekki
ósvipuð og í samþykktum um
hundahald. Má þar einnig nefna að
leyfi verður gefið út fýrir ákveðinn
kött og er ekki framseljanlegt. Ef
sótt er um leyfi til að halda kött í
fjölbýlishúsi skal umsókninni
fýlgja skriflegt samþykki allra eig-
enda íbúða í stigaganginum svo og
leigutaka ef um leiguíbúðir er að
ræða. Þá þarf leigjandi að framvísa
samþykki leigusala síns fýrir katta-
haldi.
Þá verður sú breyting einnig að
leyfisgjald verður innheimt hefur
verið rætt um að það verði 3.500
krónur á ári. Þá skal kattaeigandi
greiða 2.500 krónur í hvert skipti
sem köttur hans er handsamaður.
Einnig skulu allir kettir orma-
hreinsaðir og Akraneskaupstaður
mun ábyrgðartryggja alla skráða
ketti hjá viðurkenndu tryggingar-
félagi. Skal tryggingin ná til alls
þess tjóns sem kötturinn kann að
valda á mönnum og munum. Lág-
markstryggingarupphæð verður 10
milljónir króna. Kattaeiganda ber
að sjá svo um að kötturinn hans
valdi ekki hættu, óþægindum eða
óþrifnaði, né raski ró manna að því
er segir í drögum að hinum nýju
samþykktum. Einnig skulu katta-
eigendur hafa sandkassa fýrir ketti
sína á lóðum sínum. Verði kvartað
undan ágangi katta í íbúðarhverf-
um er heimilt að láta veiða þá í búr
og fanga.
Dýraefitirlitsmaður
Samhliða umræðum um breyt-
ingar á samþykktum um kattahald
eru til umræðu í bæjarstjórn hug-
myndir um það að víkka út starf
hundaeftirlitsmanna yfir í það að
verða dýraeftirlitsmaður. Að sögn
Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara
mun dýraeftirlitsmaður fá víð-
tækara verksvið en núverandi
hundaeftirlitsmaður hefur en það
starfssvið er ekki að fullu mótað
ennþá. Þó hefúr verið nefnt að auk
eftirlits með hunda- og kattahaldi
sinni starfsmaðurinn eftirliti með
búfénaði samkvæmt samþykktum
um búfjárhald en sinni þó ekki
forðagæslu. Þá hafi hann eftirlit
með lausagöngu dýra í bæjarfélag-
inu og handsömun þeirra eftir því
sem þurfa þykir. Einnig annist
hann eyðingu katta, hunda, refa,
minks, vargfugls, rotta og ýmissa
meindýra auk fjölmargra annarra
verkefna. Að sögn Jóns Pálma er
ekki ákveðið hvort slíkur starfs-
maður verði fastráðinn starfsmað-
ur bæjarins eða verktakaráðinn
starfsmaður. Það verði þó ákveðið
innan tíðar.
Aðspurður hvort með þessum
fyrirhuguðu breytingum og stofn-
un starfs dýraeftirlitsmanns séu
bæjaryfirvöld að gefa yfirlýsingu
um að reglum verði framfýlgt af
meiri nákvæmni en hingað til hef-
ur verið unnt segir Jón Pálmi að
það hljóti að vera markmið bæjar-
stjórnar með þessum breytm regl-
um að fylgja betur effir reglum um
dýrahald enda hafi mikið verið
kvartað undan slíku, sér í lagi
lausagöngu katta og umgengni
þeirra í húsum og görðum hjá
fólki.
HJ
Eggjast rýni - bresta línur
Þann 26. ágúst næstkomandi kl.
16 verður opnuð sýning tveggja
myndlistarkvenna í Listasetrinu
Kirkjuhvoli á Akranesi þar sem
nokkuð óvanaleg sýn á hversdags-
lega hluti verður varpað fram.
Listakonurnar eru Bryndís Siem-
sen og Dósla - Hjördís Bergsdótt-
ir. Báðar stunduðu nám í Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands og
hafa kennt myndlist í grunn- og
framhaldskóla meðfram listsköpun
sinni. Dósla hefúr haldið 11 einka-
sýningar og tekið þátt í samsýn-
ingum, en Bryndís hefur nokkrar
samsýningar að baki. Dósla vinnur
með olíuliti en Bryndís með Sýningin stendur til 10. sept. og er MM
blandaða tækni, þar sem hún notar opin alla daga nema mánudaga ffá
m. a. leir af háhitasvæðum íslands. kl. 15-18.
Það er háttur heimskingjans - að hlægja að vitleysunni
Nú er aflokið
menningarnótt í
Reykjavík sem án efa
hefúr farið menning-
arlega fram. Fólk hef-
ur orðið menningar-
legar ölvað og handa-
lögmál verið menn-
ingarlegri en almennt
gerist og gæti þá verið
athyghsvert að velta fyrir sér merkingu orðs-
ins „menning“. Fóstra Steins Steinarr sagði
að það væri rímorð sem þeir fýrir sunnan not-
uðu til að ríma á móti „þrenning“ og er það
svosem ekki vidausari údistun á fyrirbærinu
en hver önnur. Söngur er eitt þeirra fyrirbæra
sem stundum eru talinn til menningar og þá
sérstaklega ef hann er framinn með skipuleg-
um hætti. Standi hópur fólks fýrir ffaman
menntaðan stjórnanda er það meiri menning
en þegar tveir karlar, hvað þá einn, raula vísu
sér til skemmtunar. Fyrir nokkrum árum var
menntuð söngkona fengin til að raddþjálfa
karlakór og meðal annars að kenna mönnum
magaöndun. (Hvað sem það nú er)? I þeim
tilgangi mun hún gjaman hafa haldið um
neðanverðan kvið manna með ýmsum afleið-
ingum. I tilefúi af því ortd Jakob Jónsson:
Ingveldur hér átti að kenna söng,
enda búin slíkum töframœtti
að það sem löngum lafði í hálfa stöng
lyftist nú með undraverðum hætti.
Sú eðla list sönghstin hefur án vafa verið
iðkuð hérlendis frá fýrstu dögum Islands-
byggðar þegar írskættaðir húskarlar rauluðu
brot úr hetju- og sagnaljóðum til jafús við
dróttkvæðar níðvísur um nágrannana en seið-
konur gólu galdra hvað ákaflegast. Síðar tóku
við vikivakar og rímur sem má segja að hafi
verið undanfarar videóspólunnar því í
rímunni var brugðið upp myndum af ýmsum
hetjudáðum og hægt að kveða sömu rímuna
aftur og aftur ef verkast vildi. Um tíma var þó
allt slíkt htið homauga nema sálmasöngur.
Hann þurfti þó að æfa en sjálf sálmaerindin
þóttu mörgum of hátíðleg til slíkrar notkunar
og var þá gjarnan notast við svokallaðar
„dmslur“ sem vora erindi sem féllu að sálma-
lögunum og kemur hér smá sýnishom af þeim
kveðskap:
Ununar slíkrar eg má sakna,
öll taka að finnast dœgrin löng,
árla þá ég á vorin vakna
við þann ófagra morgunsöng,
þá krummar fljúga að húsum heim,
hundarnir fara að gelta að þeim.
Guttormur Guttormsson stjórnaði um
tíma lúðrasveit vestan hafs en þar kom að
hann þurftí að víkja sem stjórnandi fýrir öðr-
um yngri og menntaðri tónlistarmanni. Þá
orti Guttormur um nýja stjómandann:
Hann kann að spila á horn,
hœglega í einu á tvö.
Þarna komst hann upp á þ,
þvínæst á tvístrikað ö.
Hækkar sig, hækkar sig nú,
hœkkar sig eilítið korn.
Ég veit að hann kemst upp á q,
-það kemst enginn lengra með horn.
Einn af þeim sem veltu fýrir sér menning-
unni og ýmsum birtingarmyndum hennar var
Jakob Jónsson á Varmalæk og kemur hér hans
sjónarhom á fýrirbærinu:
Mig furðar ei þó margir menn sig stæri
af menningunni - þessu fyrirbæri
sem felst íþví að fullkomna og prýða
framhliðina - hin má gjarnan bíða.
Því meira sem ég huga að manna háttum,
hugðarefnum, viti og eðlisþáttum.
Stöðugt finn ég virðing mína vaxa
á Vaninhyrnu, Búkollu og Faxa.
Leikhstin er önnur grein þessarar merki-
legu menningar og um stúlku sem hafði tekið
þátt í helgileik nokkram orti séra Helgi
Sveinsson:
Svana gengur sæl til náða.
- Sú er orðin lífsreynd vel,
eftir að hafa hitt þá báða;
höggorminn og Gabrfel
Sumir telja skáldskap mikla menningu en
þó mismikla eftir því um hvað er ort og hvaða
bragarháttur er notaður. Um gamansaman
kveðskap sem sumum alvarlega þenkjandi
persónum þykir eiginlega enginn kveðskapur
orti Bragi Jónsson, öðm nafúi Refur bóndi:
Hláturfífla hefur fans
háð og spott í munni.
Það er háttur heimskingjans
að hlœgja að vitleysunni.
Það má svosem segja að lífið sé ein samfelld
videysa og eina leiðin til að sleppa í gegnum
það sé að taka það hæfilega alvarlega. Þó em
margir sem hafa áhyggjur af lausafjárstöðu
sinni og ógreiddum reikningum og öðm dag-
legu lífsamstri. Einhverju sinni þegar Ragnari
Inga Aðalsteinssyni þótti berast fullmikið að
af reikningum varð honum að orði:
Þung er lundin, lífið puð,
Ijósið daprast hjá mér.
Taktu þegar, góði guð,
gluggapóstinn frá mér.
Fyrir utan peningavandamálið hafa fá
vandamál orðið eins þekkt og tengdamóður-
vandamáhð þó það hafi til þessa sneitt hjá
undirrituðum, enda varla til sú móðir sem
ekki vill bami sínu það besta en sumum verð-
ur það þó á að henda steini úr glerhúsi. Hins-
vegar veit ég ratmverulega ekkert um tildrög
eftírfarandi vísu Bjama Gíslasonar annað en
það sem hún segir sjálf:
Þótt ég hafi heims um slóðir
hrasað afvega.
Tilvonandi tengdamóðir:
„ Talaðu varlega."
Sem betur fer era þó mun fleiri sem em al-
gjörlega lausir við þennan vanda, það er bara
ekki eins gaman að tala um þegar allt gengur
vel. Oldruð kona sem lá fýrir dauðanum
kvaddi tengdason sinn með þessum orðum og
er ekki að heyra að mörg vandamál hafi verið
í þeirra samskiptum:
Aldrei heyrðist anda kalt
orð afþínum vörum.
Þakka þér fyrir eitt og allt,
eg er nú á förum.
Einn ágætismaður hafði um stundarsakir á
leigu herbergi í Reykjavík en þegar dvöl hans
þar lauk gerði hann upp vem sína með þess-
um orðum og virðist þetta hafa verið hið
ánægjulegasta tímabil og vonandi tiltölulega
vandamálalaust:
Hér hef ég stungið stelpum inn
og stútungspiparkellingum
og lent þá stundum manni minn
í mannfjölgunarstellingum.
Blessaðar konurnar hafa einnig átt við sín
vandamál að etja og gengið misjafúlega að
takast á við þau. Lilja Bjömsdóttir hafði þetta
að segja þegar hún leit til baka:
Um œvina mér illa gekk,
ýmsu lenti íþófi,
fœddist inn í fyrsta bekk,
féll á hverju prófi.
Ekki er annað að sjá en sú góða kona hafi
gert sér grein fýrir takmörkunum sínum sem
er þó meira en sumir geta sagt, hins vegar
gengur flestum ágætlega að sjá ávirðingar
annarra. Sigurey Júlíusdóttir orti við einhvem
sem hafði greinilega góða yfirsýn yfir ágalla
hennar:
Mikið er nú menntin klár
og miklar gáfur þínar.
Þú veist alveg upp á hár
ávirðingar mínar.
Af því að nú nálgast leitir og réttir langar
mig að biðja lesendur mína að senda mér eitt-
hvað af kveðskap tengdum því tímabili. Sér-
stakan áhuga hef ég á því sem er á fárra vör-
um.
Með þtikk jyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@simnet.is