Skessuhorn - 23.08.2006, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006
Framkvæmdir samhliða
kennslu í Brekkubæjarskóla
Framkvæmdir eru haínar við lóð
Brekkubæjarskóla. Eins og Skessu-
hom hefur greint frá gekk illa að fá
tilboð í verkið þegar það var boðið
fyrst út. I vor var boðin út vinna við
lóð, klæðningu og nýtt andyri en
engin tilboð bárast í verkið. Nýr
meirihluti bæjarstjórnar ákvað að
endurskoða framkvæmdir við skól-
ann og bjóða eingöngu út jarðvegs-
vinnu og klæðningu. Við þá vinnu
hefur ekki verið gert ráð fyrir and-
dyri, t.d. ekki steyptir sökklar,
þannig að óvíst er hvort farið verði
í framkvæmdir við anddyrið. Vinna
þurfti öll útboðsgögn upp á nýtt og
fara í nýtt útboð og skýrir það
hversu seint menn eru á ferðinni.
Frá því að tilboð voru opnuð liðu
sextán dagar þar til ákvörðun var
tekin um að fara í verkið. Venjan er
sú að tilboð eru opnuð á mánudegi
eða þriðjudegi, samþykkt á bæjar-
ráðsfundi á fimmtudögum og síðan
er gengið til samninga við verktaka
á föstudögum. Þegar tilboð voru
opnuð í verkið var bæjarráð hins
vegar í fundarhléi í tvær vikur og
því var ekki hægt að taka ákvörðun
um málið fyrr og verkið tafðist sem
því nam. Engin tilboð bárust í
klæðninguna þannig að nú verður
eingöngu farið í jarðvegsvinnu.
Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri
tækni- og umhverfissviðs Akranes-
kaupstaðar, sagði aðspurður að
verklok væru í tvennu lagi. Ollum
yfirboðsfrágangi, vinnu við bfla-
stæði, hellulögn og uppsetningu
leiktækja, á að vera lokið þann 1.
nóvember, en frágangi lóðar, gróð-
ursetning o.þ.h., verður lokið 18.
júní á næsta ári. Þorvaldur sagði að
vinna við verkið gengi vel, mark-
miðið væri að malbika bflaplanið
og klára sem mest af hellulögn áður
en skólahald hefst í næstu viku.
Arnbjörg Stefánsdóttir skóla-
stjóri Brekkubæjarskóla sagði að-
spurð að það væri verra að verkinu
væri ekki lokið áður en skólahald
hefst, en fyrst sú væri raunin yrðu
menn bara að gera það besta í stöð-
unni. Hún segir að þetta muni ekki
hafa áhrifa á daglegt starf í skólan-
um, utan þess að börnin fái minna
pláss til að leika sér á. „Annars
finnst þeim skemmtilegt að hafa
þetta eins og þetta er núna, era hér
drullug upp fyrir haus. En verk-
svæðið er afgirt og fyllsta öryggis
verður gætt.“ Arnbjörg segir að
fyrirhugað sé að haga vinnu þannig
að hún mtmi ekki trufla kennslu.
Þannig verði öll hávaðasöm verk
unnin utan kennslutíma.
KÓP
TF - Sif á viSlegukantinum við smábátahöfnina í Grundarfirði sl. fimmtudag.
TF Sif í Grundarfirði
Þyrla landhelgisgæslunnar; TF-
SIF hnitaði nokkra hringi yfir
Grundarfjarðarbæ um hádegisbil
sl. fimmtudag og skellti sér síðan til
lendingar inn við smábátahöfn.
Samkvæmt upplýsingum frá stjórn-
stöð Landhelgisgæslunnar er þyrl-
an á ferð vegna æfinga sem fram
fara reglulega víðsvegar um landið
um þessar mundir. GK
Vegarkafli að Borgarfjarðarbrú
fékk aðeins tvær stjömur
Þrátt fyrir að bestu vegir lands-
manna hafi fyrstir verið teknir í ítar-
legt gæðamat samkvæmt alþjóðleg-
um stöðlum, fá þeir misjafiia dóma.
Meðal þeirra vegakafla sem nú voru
til skoðunar var Vesturlandsvegur
frá Reykjavík að Borgamesi. Vegur-
inn að Borgarfjarðarbrú fær aðeins
tvær stjörnur af fjórum mögulegum.
Starfsmaður gæðamatsins segir
sparnað við vegagerð undantekn-
ingalítið koma niðtn á öryggi veg-
anna. Hann segir að áffarn verði
unnið á sömu braut og fleiri vegir
teknir í mat.
Á dögunum voru kynntar niður-
stöður úr staðlaðri gæða- og örygg-
iskönnun á íslenskum vegum undir
merkjum EuroRap. I því felst ítar-
legt gæðamat á vegum, samkvæmt
alþjóðlegum stöðlum, með tilliti til
öryggis og er vegunum gefitar allt að
fjórar stjörmn eftir gæðum þeirra.
Aðstandendur EuroRap á Islandi
eru Félag íslenskra bifreiðaeigenda
sem sér um framkvæmdina hér á
landi með stuðningi samgönguráðu-
neytisins en Umferðarstofa annast
fjármögnun verkefnisins.
Grjóthleðslur
hættulegar
Meðal þeirra leiða sem nú voru
teknar í gæðamat var leiðin um
Vesturlandsveg frá Reykjavík í Borg-
ames. I heildina
fær sá vegur
þrjár stjörnur.
Sumsstaðar nær
vegurinn aðeins
tveimur stjörn-
um og dæmi um
það eru veg-
brúnir uppfyll-
ingarinnar sem
liggja að Borg-
arfjarðarbrúnni
en þar eru sem
kunnugt er stór-
ir grjóthnull-
vmgar sem upp-
haflega áttu að
varna því að
ökutæki hafni út
í sjó í stað þess
að sett væru upp
vegrið. Afleið-
ingar þess að
ökutæki hafnar
á grjótgarðinum
eru mun alvar-
legri en ef það
hafiiar á vegriði.
Þetta veldur því
að Borgarfjarð-
arbrúin fær að-
eins tvær stjörn-
ur í fyrrgreindu
mati. Sömu sögu er að segja af vegi
við Hvalfjarðargöng vegna hæðar
fram af vegi sjávarmegin.
Hvað öryggissvæði á Vesturlands-
vegi varðar þá segir í úttektinni að
þar séu góðir kaflar með öryggis-
svæðum en þó sé hátt fall fram af
vegum á nokkrum stöðum og tals-
vert um fall og skurði án vegriða.
Þess má geta að nýi tvöfaldi veg-
hluti Vesturlandsvegar, sem liggur
mifli Suðurlandsvegar og Mosfells-
bæjar er mjög nálægt því að fá fjórar
stjömur. Þar er umhverfi vegarins til
fyrirmyndar og gatnamót era sett í
hringtorg.
Haldið áfiram
könnuninni
Að þessu sinni voru í úttektinni
vegir á Suðvesturhomi landsins. I
hugum flestra eru það vegir sem
hvað best eru búnir á landinu. Því
vakna óneitanlega þær spumingar
hvort ekki hefði verið rétt að hefja
slíka úttekt á vegum sem að flestra
áliti eru í verra ásigkomulagi. Má
þar nefna ýmsa vegi á Vesturlandi,
Vestfjörðum og Austurlandi. Olafur
Guðmundsson varaformaður FIB
var einn þeirra sem vann að úttekt-
inni. Hann segir ekki óeðlilegt að
þessi umræða komi upp. Þessir veg-
ir nú hafi verið valdir meðal annars
til þess að prafukeyra þetta úttektar-
kerfi. „Við munum að sjálfsögðu
halda áffarn starfi okkar og síðar á
þessu ári verði leiðin milli Borgar-
ness og Akureyrar tekin út, ýmsar
leiðir á Austurlandi og fleiri leiðir á
Suðurlandi. Á næsta ári megi svo
búast við að haldið verði vestur á
firði.“
Magn firemur en gæði
Aðspurður hvort ekki felist áfellis-
dómur í því að nýlegir vegir á miklu
umferðarsvæði fái einungis tvær
stjömur segir Olafur eðlilegt að svo
sé tekið til orða. Hann vill ekki segja
að mistök hafi átt sér stað við hönn-
un vega heldur hafi meginþungi
vegagerðar verið sá að komast sem
lengstan veg fyrir sem minnst fjár-
magn. Því hafi oft verið sparað við
frágang vega. Sem dæmi nefnir
hann vöntun á vegriðum og ónógan
frágang utan vega. Þegar upp sé
staðið sé það vafasamur sparnaður.
Mikilvægast sé að í fr amtíðinni verði
hugað að öllum þáttum við hönnun
og gerð umferðarmannvirkja. Því sé
þetta mat mikilvægt og nú sé kom-
inn alþjóðlegur mælikvarði sem
hægt sé að vinna eftir. Einstök
mannvirki geti því hækkað í mati og
einnig lækkað. Samanburður sé nú
til staðar. Ólafur segir að ekki þurfi
miklu að kosta til svo vegur hækki í
mati og nefnir áðumefndan veg að
Borgarfjarðarbiainni. HJ
Borgarfarðarbrú: Hér má sjá grjóthleðsluna semfellir veginn að
Borgarfarðarbrú í mati.
Aðýmsu er að hyggja við hönnun og gerð vega. A Akranesvegi er
þessi kafli þar sem vegur er uppbyggður en við veginn er skurður og
hátt óvarið rœsi. Þessi h 'ónnun er ekki til eftirbreytni.
Bilið brúað milli leik- og
grunnskóla á Akranesi
Hluti þátttakenda námskeiðsins ásamt Svölu Hreinsdóttur, verkefnisstjóra frœðslu-, íþrótta-
og tómstundasviðs Akraneskaupstaðar. Svala er ífremstu röð, lengst til hægri á myndinni.
Námskeiðið „Brúum bilið, sam-
starf leik- og grunnskóla“ var hald-
ið dagana 16. og 17. ágúst sl. í
Grandaskóla á Akranesi. Rúmlega
fjörutíu þátttakendur sóttu nám-
skeiðið og samanstóð hópurinn af
leikskólakennuram og leiðbeinend-
um í elstu deildum leikskóla,
grunnskólakennarar og leiðbein-
endur í fyrstu bekkjum grunnskól-
anna á Akranesi, deildastjórar og
leiðbeinendur í skóladagvist,
deildastjórar leik- og grunnskóla og
aðrir þeir aðilar sem koma að þess-
um málum. Brúum bilið hefur ver-
ið samstarfsverkefni milli leik- og
grunnskóla á Akranesi frá árinu
1994 en hófst með formlegum
hætti þegar rekstur grunnskóla var
færður yfir til sveitarfélaganna árið
1996. „Það eru ólíkir starfshættir
og umhverfi í leikskóla og grunn-
skóla og því oft mikil breyting fyrir
bam að fara á milli þessara skóla-
stiga. Reynslan hefur sýnt að sam-
vinna og tengsl þessara skólastiga
veitir börnum miláð öryggi á þeim
tímamótum þegar barn fer úr leik-
skóla í grunnskóla. Því hafa leik- og
grunnskólar á Akranesi lagt mikið
upp úr því að efla samstarfið sín á
milli síðustu ár“, sagði Svala
Hreinsdóttir, verkefnisstjóri
ffæðslu-, íþrótta- og tómstunda-
sviðs hjá Akraneskaupstað í samtali
við Skessuhorn, en Svala stýrði
námskeiðinu.
Markmiðið með samstarfsverk-
efninu Brúum bilið er að tengja
skólastigin saman. Jafnframt að
skapa samfellu í námi og kennslu
nemenda á þessum tveimur skóla-
stigum. Einnig eru markmiðin að
byggja upp gagnkvæma þekkingu
og skilning á starfi kennara á hvora
skólastigi, að stuðla að vellíðan og
öryggi barna við að fara úr leikskóla
í grunnskóla og að skapa farveg fyr-
ir miðlun upplýsinga á milli þessara
skólastiga.
Fyrirlesarar námskeiðsins voru
allir af Akranesi.
SO
Atferli laxa kordögð
með rafeindam erkj um
Vorið 2005 var 300
laxaseiðum sem merkt
voru með mælimerkj-
um sleppt í Kiðafellsá í
Kjós. Seiðin voru sér-
staklega alin vegna
þessara rannsókna af
eldisstöðinni á Laxeyri í
Hálsasveit. Merkin
voru ný framleiðsla fyr-
irtækisins Stjörnu-
Odda og ekki hafa áður
verið búin til jafn smá
og fullkomin merki. I
síðustu viku komu 3
þessara laxa aftur í
Kiðafellsá eftir rúmlega
sjó.
Við skoðun Veiðimálastofhunar á
merkjunum kom í ljós að þau hafa
skráð hita og dýpi laxins allan dval-
artímann. Er þetta í fyrsta skipti í
heiminum sem slíkar upplýsingar
fást um sjávardvöl laxins og þykir
því niðurstaða tilraunar þessi mjög
merkileg til atferlisgreiningar á lax-
fiski. ,Með samanburði við um-
hverfisgögn sjávar má síðan segja
með talsverðri vissu hvar laxinn
Sigurður Már Einarsson, fiskifrxðingur ogyfirmaður
Vesturlandsdeildar Veiðimálastofhunar og Ragnhildur Þ.
Magnúsdóttir líjfrœðingur vinna við rannsókn á merktum
löxum úr sjávarverkefninu. Ljósm: BT
ársdvöl
heldur sig í hafinu á hverjum tíma
og þá hvað kann að valda mismikl-
um afföllum hans. Þá sýna niðttr-
stöðumar að laxinn heldur sig að
mestu í yfirborðslögum sjávar en
tekur dýfur niður á meira dýpi og
stundum mikið dýpi (allt að 600 m).
Meira er um slíkar dýfur á seinni
hluta sjávardvalarinnar og eru þær
hugsanlega tengdar rötun fisksins til
baka á heimaslóð," segir m.a. á vef
Veiðimálastofhunar.
MM