Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 2
■qfr'%*!*■
2
MIÐYIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
..rviiiH...
Bílás og Eldvamir á lóð við hlið Bónuss
Bílásbræður á Akranesi, þeir Ólaf-
ur og Magnús Óskarssynir og Böðv-
ar Jóhannesson í Eldvömum tóku
fyrstu skóflustunguna að nýju hús-
næði fyrirtækjanna að Smiðjuvöllum
17 sl. laugardag. A næstu lóð er nú
unnið að sökkulsmíði nýs verslunar-
húss Bónuss. Nýja húsið verður
rúmlega eitt þúsund fermetrar að
stærð og verður það stálgrindarhús
frá Farmaco. Húsnæðið sem hýst
hefur fyrirtækin að Þjóðbraut 1 mun
verða rifið innan skamms og fer
Bílasalan Bílás til bráðabirgða í sum-
arhús á sömu lóð en starfsemi Eld-
vama flyst á Ægisbraut.
Til mínnis
Skessuhorn minnir á landssöfnun
Rauða kross íslands, Göngum til
góðs sem fram fer hjá Rauða
kross deildunum nk. laugardag.
j Vectyrhorfijr
Spáð er sunnan strekkingi og
víða rigningu á fimmtudag.
Minnkandi suðvestanátt ocj rign-
ing eða skúrir á föstudag. A laug-
ardag, sunnudag og mánudag
er útlit fyrir suðlægar áttir með
vætu, einkum sunnan- og vest-
antil og fremur mildu veðri.
SpMrnin| viKnnnar
I síðustu viku var spurt á
Skessuhorn.is; „Er nægjanlegt
framboð af tómstundastarfi
fyrir börn í þínu sveitarfélagi?"
45% svarenda sögðu að fram-
boðið væri nægjanlegt, 39%
svarenda telja það ekki vera en
16% vita það ekki.í næstu viku
spyrjum viö:
„Á að afnema
alfriðun á álft?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlendintjijr
vikijnnar
Skessuhorn útnefnir að þessu
sinni Skúla Alexandersson, fyrrv.
þingismann og athafnamann á
' Hellissandi, Vestlending vikunn-
ar. Skúli fagnar 80 ára afmæli
sínu um þessar mundir en þrátt
fyrir aldur sinn er hann á kafi í
ýmsum félags- og framfara-
málum fyrir sína heimabyggð.
Fimmtudas 7. sepl U. 20 Upuselt
Fóstudag g.sept. W, 20 Uppseit
laugantag 9. sept kl. 20 UppseK
Sunnudagur 10. sept. kl. 16 Uppselt
Maikudaguf 13. sapt.kl. 20 Sakas. örtá saetl {
Fðetadegnr 10.sept.kl. 20 Uppsett
Laugardagur 18. sept kl. 20 Uppsett
Sunnudagtir 17. sept, kL 20 Uppsalt
Lauptdagur 23. septM.20 Uppsett
Sunmidagur 24. sept kt 16 ðrtá laus sssti
Staðfesta þarf miéa mað greíðslu
wku tyrir sýnittgardag
UIKHUSTILBOÐ
Tvuéttaóur hvékíveróur otf
htikbmmtði
kr. 4300 • 4S00.
MlDAPANfANIR I' SÍWA 457 1600
Skóflumar klárar, Ólafur Óskarsson, Böóvar Jóhannesson ogMagnús Óskarsson.
Að sögn Ólafs Óskarssonar í ið nýja verði tilbúið eftir um sex
Bílás er vonast til þess að húsnæð- mánuði. Byggingarstjóri hússins
verður Sigvaldi Þórðarson og var
hann mættur ásamt fjölskyldum
Bílássbræðranna og Böðvars,
velunnurum fyrirtækjanna, verk-
tökum og öðrum sem að byggin-
unni koma á svæðið þegar félag-
arnir munduðu skóflurnar. Töldu
þeir félagar, Ólafur, Magnús og
Böðvar að það væri mikið stolt fyr-
ir Bónus að fá þá í nágrenni við sig
og jafnframt væri það þeirra stolt
að fá að vera við hlið Bónuss. A
næstu dögum verður hafist handa
við jarðvegsvinnu á lóðinni sem
húsið mun rísa á.
SO
Áhöfii Kristins veitt viðurkenning
Síðastliðinn sunnudag veitti Sím-
on Sturluson, formaður Snæfells -
félags smábátaeigenda á Snæfells-
nesi, áhöfhinni á Kristni SH 112
viðurkenningu fyrir hönd Lands-
sambands smábátaeigenda fyrir frá-
bæran árangur á síðasta fiskveiðiári,
en þá landaði áhöfhin 1.114 tonn-
um. Kristinn SH er 14,6 brúttó-
tonna smábátur sem gerður er út á
handbeitta línu. A myndinni, sem
tekin er við þetta tækifæri, má sjá
Símon Sturluson formann Snæfells,
veita áhafnarmeðlimum, þeim
Þresti Þorlákssyni, Þorsteini Bárð-
arsyni og Bárði Guðmundssyni,
viðurkenninguna. -KOP
Gjaldfirjálst leikskólapláss í íjóra
tíma á dag í Snæfellsbæ
í síðusm viku tók gildi ný gjald-
skrá í leikskólum Snæfellsbæjar sam-
kvæmt samþykkt bæjarráðs þar að
lútandi ffá því fyrr í sumar. Sam-
kvæmt nýju gjaldskránni munu öll
böm í elsta árganginum fá gjald-
frjálst leikskólapláss í fjóra tíma á
dag. Tillagan var samþykkt sam-
hljóða í bæjarráði.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Snæfellsbæjar, segir að bæjarfélagið
muni verða af tekjum sem nemi um
2-3,5 milljónum á ári, allt eftir því
hve árgangarnir era stórir. Hann
segir að bæjarfélagið greiði nú u.þ.b.
75% af kostnaði við dagvistun og
foreldrar um 25%. Það hlutfall
muni skekkjast aðeins við þessa
breytingu. Kristinn segir að þetta sé
samkvæmt fjölskyldustefnu bæjarins
og sé hluti af því að tengja skólastig-
in saman. Hann segir aðspurður að
hann heyri ekki annað en að fólk sé
ánægt með breytinguna. -KOP
Batnandi tíð í vændum fyrir
smábátaeigendur í Borgamesi
Smábátaeigendur í Borgarnesi
hafa þurft að búa árum saman við
ff emur erfiðar aðstæður á
hafnarsvæðinu í Brákarey.
Þar fjarar undan bátum
og sitja þeir þá fastdr í leir
og er jafhframt svo til
ómögulegt að sigla að eða
ffá höfn sökum grynn-
inga á fjöru. Núverandi
ástand hefur takmarkað
möguleika smábátaeig-
anda um langa hríð.
En þetta stendur væntanlega til
bóta, þar sem á byggðaráðsfundi 28.
júní í sumar var ffamlögð teikning
VA-arkitekta að mögulegri staðsetn-
ingu á smábátahöfh og hreinsistöð í
Brákarey. Byggðarráð tók jákvætt í
tillögurnar og vísaði þeim til skipu-
lags- og byggingamefhdar og um-
hverfisnefhdar. Framlögð tillaga að
deiliskipulagi smábátahafnar og
hreinsistöðvar í Brákarey var síðan
samþykkt 10. júlí.
BT
Sveitamarkaður kominn til að vera
I gamla sláturhúsinu við Laxá í
Leirársveit hefur verið opinn í
sumar sveitamarkaðvu- á sunnudög-
um en nú fer að líða að lokum enda
komið haust. Einn markaðssunnu-
dagar er eftir, þ.e. 10. september
nk. Dagar markaðarins eru þó ekki
allir taldir því stefht er að opnun
hans aftur undir lok nóvember og
þá verður væntanlega settur á fót
jólamarkaður. „A sveitamarkaðin-
um hefur verið boðin til sölu
heimaframleiddur varningur af
ýmsu tagi, matvara, fatnaður, hand-
verk, skartgripir, jurtakrem og
skrautmunir og þar hefur verið að
finna varning sem hvergi er á
boðstólum annars staðar,“ sagði Jó-
hanna Harðardóttir bóndi í Hlésey
við Hvalfjörð.
Sveitamarkaðurinn hefur verið
mjög vel sóttur í
sumar að henn-
ar sögn, stemn-
ingin sem skap-
ast hefur við
sölubásana og
kaffihúsið sem
starfrækt er í
kjallaranum og
býður upp á
heimabakað
bakkelsi hefur
verið
mjog
skemmtileg að sögn Jóhönnu. Hún
segir markaðinn hafa orðið til þess
að margir ferðalangar hafi nú
staldrað við við bakka Laxár og gef-
ið sér tíma til að kynnast staðnum,
fólkinu og verkum þess, sem annars
hafa ekið í gegnum sveitarfélagið
án þess að eiga þar viðkomu. Þá
Kj'ótsalurinn í gamla sláturhúsinu að Laxá hefur í sumar þjónað
nýju og gjörbreyttti hlutverki.
hafa margir heimamenn sótt mark-
aðinn reglulega til að skoða nýj-
ungar í básunum eða til að fá sér
hátíðarkaffi. „Markaðurinn er kær-
komið nýtt lífsmark í Hvalfjarðar-
sveit og er vonandi kominn til að
vera,“ sagði Jóhanna að lokum.
SO
Sekt fyrír
hnefahögg
AKRANES: Héraðsdómur
Vesturlands hefur dæmt karl-
mann á Akranesi til greiðslu 60
þúsund króna sektar fyrir að
hafa í vor veist að manni í
Skorradal og slegið hann hnefa-
högg í andlitið með þeim afleið-
ingum að hann hlaut tveggja cm
skurð á hægri augabrún og glóð-
arauga í kring. Akærða var
einnig gert að greiða rúmlega
sjö þúsund krónur í sakarkostn-
að. Greiði hann ekki sekt sína
innan fjögurra vikna kemur sex
daga fangelsi í stað hennar. -hj
Sofhaði undir
stýri
BORGARFJ ÖRÐUR: Öku-
maður bifreiðar sem lenti útaf
veginum við Bjarnadalsá í
Norðurárdal á laugardag er tal-
inn hafa sofnað undir stýri að
sögn lögreglunnar í Borgarnesi.
Ökumaðurinn, sem var einn í
bílnum, slapp án meiðsla en var
þó fluttur til skoðunar á Heilsu-
gæslustöðina í Borgarnesi. -so
Lægstir í
Ugluklett
BORGARNES: Bæjarráð
Borgarbyggðar hefur samþykkt
að taka tilboði Borgarverks ehf. í
gatnagerð og lagnir við Uglu-
klett í Borgarnesi. Tilboð fyrir-
tækisins var að upphæð rúmar
37,8 milljónir króna eða 96,2%
af kostnaðaráætlun. Verkkaupar
ffamkvæmdanna eru auk Borg-
arbyggðar, Orkuveita Reykja-
víkur, Síminn og Rarik. Önnur
tdlboð sem bárust voru ffá Jörva
ehf. á Hvanneyri að upphæð
41,7 milljónir króna og Véla-
leiga Sigurðar Arelíussonar
bauð rúmar 49,6 milljónir
króna. -so
Vígsla þegar allt
verður tilbúið
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt að nýja fjölnota
íþróttahúsið á Akranesi, sem nú
hefur fengið nafriið Akranes-
höllin, verði ekki tekið til form-
legrar notkunar fyrr en lokið
hefur verið öllum ffamkvæmd-
um utan- og innanhúss „þar
með talið malbikun bifreiða-
stæða við norðurenda og austur-
hlið hússins ásamt lýsinga og
merkingu svæðisins," eins og
segir í samþykkt ráðsins. Sem
kunnugt er hafa ffamkvæmdir
við húsið dregist þannig að ít-
rekað hefur vígslu þess verið
frestað. Fól bæjarráð bæjarstjóra
að fylgja málinu eftir. Aukntun
kostnaði vegna þessa var vísað til
endurskoðunar fjárhagsáætlun-
ar. -hj
Tugir hrað-
akstursmála
AKRANES: Á síðustu tveimur
vikur hefur lögreglan á Akranesi
kært 52 ökumenn fyrir of hrað-
an akstur. Tveir þessara öku-
manna voru stöðvaðir á 129 km
hraða og tveir voru á 128 km
hraða. Talsverðar annir hafa
verið í öðram málum hjá lög-
reglunni á Akranesi því á síðustu
tveimur vikur hafa lögreglu-
menn afgreitt 248 mál er þang-
að hafa ratað.
-so