Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 24
Láttu ekki vandræðin
verða til vandræða
íbúðalánasjóður
www.ils.is
FJÁRHAGSLEG GLITNIR.
VELGENGNI ÞÍN
ER OKKAR VERKEFNI
Daglegar ferðir
Opnunartímarvirka daga 8-12 og 13-17.
Engjaás 2 • 310 Borgarnes • Sími: 458 8880
landflutningar@landflutningar.is • www.landflutningar.is J' SAMSKIP
Landflutningar
Tólvugerð mynd affyrirhuguthi átta hœða fjölbýlishúsi við Sólmundarhófða 7 á Akranesi.
Hafiiamenn bjartsýnir
á nýhafið kvótaár
Skipulags- og byggingarnefnd
Akraneskaupstaðar samþykkti á
fundi sínum sl. mánudag að leggja til
við bæjarstjórn að deiliskipulagi Sól-
mundarhöíða 7 verði breytt. Fyrir
fundinum lá tillaga þess efnis frá
Pálma Guðmundssyni arkitekt, fyrir
hönd Vigurs ehf. sem er lóðarhafi.
Tillagan gerir ráð fyrir að í stað
fjögurra hæða fjölbýlishúss með 12
íbúðum verði reist átta hæða hús
með 31 íbúð. Gert er ráð fyrir að
hluti bílastæða, a.m.k. 18, verði í
bílastæðakjallara, en reiknað er með
1,5 stæðum fyrir hverja íbúð.
Forsaga málsins er sú að í ágúst í
fyrra var farið í hugmyndasam-
keppni um lóðina og skiluðu sjö að-
ilar inn tillögum. Akveðið var að
ganga til samninga við Lauganes -
fasteignafélag um byggingu 12
íbúða húss á fjórum hæðum með
eignar- eða leigmbúðir fyrir 60 ára
og eldri. A fundi þann 21. desember
sl. hafhaði skipulagsnefnd samhljóða
umsókn lóðarhafa um að fjölga
íbúðum í sextán. Fyrir kosningar í
vor boðaði Sjálfstæðisflokkurinn
hækkun hússins og á fyrsta fundi
nýrrar bæjarstjómar þann 13. júní
lagði Sæmundur Vígltmdsson (D)
fram bókun fyrir hönd nýs meiri-
hluta um þau verk sem fara átti í. Þar
segir m.a: „Farið verði strax í að
breyta deiliskipulagi á Höfða til að
hækka „nýju blokkina“ um tvær
hæðir.“ Meirihlutinn hefur þannig
haft það á stefnu sinni frá því hann
tók við að hækka blokkina í sex hæð-
ir, en nú hefur meirihluti skipulags-
og byggingamefndar samþykkt að
hækka hana enn ffekar, eða í átta
hæðir.
Minnihluti nefndarinnar lagði
ffam bókun þar sem þessum áform-
um var mótmælt. Þar kemur fram
að hærra hús en fjórar hæðir falli
ekki irm í heildarmynd svæðisins.
Minnihlutinn telur að með þessari
tilhögun sé verið að breyta leikregl-
um sem allir umsækendur í hug-
myndasamkeppninni byggðu sínar
tillögur á. Mikilvægt sé að gæta
jafnræðis og það verði ekki gert
með öðram hætti en að „endurtaka
samkeppnina þar sem nýjar og
breyttar leikreglur liggi fyrir,“ eins
og segir í bókuninni.
Gunnar Sigurðsson, forseti bæjar-
stjómar sagði í samtali við Skessu-
hom að hann teldi ekki að forsend-
ur hefðu breyst þrátt fyrir aukið
byggingamagn. Hann segir að þörf-
in fyrir húsnæðið sé mjög brýn og
það sjáist best af þeim viðbrögðum
sem þessar tillögur hafa fengið. „-
Þetta var klárlega eitt af þeim mál-
um sem kosið var um í vor,“ segir
Gunnar og vísar í athugasemdir
stjómar FEBAN, Félags eldri borg-
ara á Akranesi, ffá því í desember
þar sem hvatt var til fjölgunar íbúða.
Gunnar telur að átta hæða hús á
þessum stað muni setja skemmtileg-
an svip á bæjarmyndina og kallast á
við vitana á æfingasvæðinu og niðri á
Breið. -KÓP
Starfsmenn hafna á Snæfellsnesi
era bjartsýnir á fiskveiðiárið sem
hófst þann 1. september. Birni
Arnaldssyni hafharstjóra í Snæfells-
bæ líst vel á nýhafið kvótaár og
vonast hann til þess að aukningin
sem varð á lönduðum afla á síðasta
kvótaári haldist á þessu ári. „Maður
veit aldrei hvað gerist í þessum
bransa en síðasta kvótaár var ágæt-
isár,“ sagði Björn í samtali við
Skessuhorn. Aukning var á lönduð-
um afla í öllum höfhum Snæfells-
bæjar, það er í Ólafsvíkurhöfh, í
Rifshöfn og á Arnarstapa. Aukn-
inguna telur Björn vera tæp 10%
Það var handagangur í öskjunni
þegar innritað var í vetrarstarf
íþrótta- og æskulýðsfélaganna á
Akranesi sl. fimmtudag í íþrótta-
húsinu við Vesturgötu. Múgur og
margmenni safnaðist að og mynd-
uðust biðraðir við innritunarborð
vinsælustu félaganna. Iðkendum
að meðaltali í öllum höfnum og var
hann að vonum ánægður með það.
Hafsteinn Garðarsson, hafnar-
vörður í Grandarfirði segist vera
nokkuð ánægður með nýafstaðið
kvótaár þó hann telji aflann hafa
verið eitthvað minni en á fyrra
kvótaári. „Eg veit ekki hverju skal
spá um nýja kvótaárið, það er ekki
sjáanleg minnkun í kvótanum á
staðnum og það er nokkuð um að-
komubáta hér þannig að þá er það
einungis spurningin hvar og
hvenær fiskurinn gefur sig,“ segir
Hafsteinn í samtali við Skessuhorn.
SO
hjá íþróttabandalagi Akraness hef-
ur fjölgað mjög á síðustu árum; úr
1.139 árið 1994 í 1.737 í fyrra. Á
síðasta ári var golfið vinsælast og
flestir félagar voru í Golfklúbbnum
Leyni eða 416 talsins, 354 stund-
uðu knattspyrnu, 224 fimleika, 116
badminton og 114 sund. -KOP
" J|||| hT 1 'i^ i 4L f ,, 1 jPjjpft * Æma
Mildl aðsókn í íþrótta-
og æskulýðsstarf
Hjá Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins gerir þú mikið úr litlu. Á þriðjudögum færðu td. 500 kr. SMS inneign
aukalega þegar fyllt er á Frelsi frá Símanum fyrir 2.000 kr. eða meira í Heimabankanum. Fáðu góða aðstoð
við fjármálin svo þú getir gert mikið úr litlu. Nánari upplýsingar á wvwv.spm.is eða í næsta sparisjóði. Við
hlökkum ti! að heyra frá þér.
Ef þú setur GSM síma inn í stórt glas virkar
það eins og magnari á hringinguna. Það
er auðvelt og skemmtilegt að vákna við
syngjandi giamur á hverjum morgni!
Gerðu mikið úr litlu!
■ ■ mmm ■ ifli mm ■■■ fl fl l B wm ■ ■ ■
Stiilholti 18 ! 300 Akranesi i Digranesgötu 2 í 310 Borgarnesi i Sími 430 7500 I www.spm.is
^SPARISJÓÐURINN
Námsmannaþjónusta