Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 11
. .■rjv^l im. —
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
11
Akraneskaupstaður hækkar laun þrjátíu starfsmanna
Bæjarráð Akraness hefur sam-
þykkt að hækka laun um þrjátíu
starfsmanna sinna. Meirihluti bæj-
arráðs segir þetta gert í samræmi
við meirihlutasamkomulag Sjálf-
stæðisflokks og Frjálslynda flokks-
ins. Málið átti að vera trúnaðarmál
en var að lokum gert opinbert.
Fulltrúi minnihlutans telur að
launamál eigi ekki að vera launung-
armál. Formaður Starfsmannafé-
lags Akraneskaupstaðar segist ósátt-
ur við málsmeðferðina.
A fundi bæjarráðs Akraness í síð-
ustu viku kynntu bæjarráðsmenn
meirihluta bæjarstjómar tillögu um
hækkun launa þeirra starfsmanna
bæjarins er taka laun samkvæmt
launaflokkum 115, 116 og 117
kjarasamnings bæjarins og Starfs-
mannafélags Akraneskaupstaðar.
Tillagan, sem var lögð ffam sem
trúnaðarmál, var samþykkt. Sveinn
Kristinsson bæjarráðsmaður Sam-
fylkingarinnar lét bóka að hann
teldi samþykktina óheppilega. Vís-
aði hann til þess að í vor samþykkti
bæjarstjórn samhljóða að verða við
tdlmælum Starfsmannafélags Akra-
ness um að ef félagið sameinaðist
Starfsmannafélagi Reykjavíkur
myndu bæjaryfirvöld samþykkja
fyrir sitt leiti að kjarasamningar
yrðu á hendi hins sameinaða stétt-
arfélags. Mikilvægt sé að þessar við-
ræður félaganna verði til lykta
leiddar áður en bæjaryfirvöld hafa
afskipti af kjaramálum félagsins
enda sé kjarasamningur í gildi. Þá
kemur ffam í bókun Sveins að hann
telji nauðsynlegt að hækka laun
hinna lægstlaunuðustu hjá bænum
en telur sameiningu stéttarfélag-
anna farsælh leið til þess. Þá kemur
ffam í bókuninni að hann telji að
launa- og kjaramál eigi ekki að vera
launungarmál og mótmælti hann
því að gögn um málið skuli stimpl-
uð trúnaðarmál.
Ekkert pukur
Meirihluti bæjarráðs færði þá til
bókar að ffam komi í meirihluta-
samkomulagi Sjálfstæðisflokksins
og Frjálslynda flokksins að ein-
göngu sé vilji til þess að hækka laun
þeirra sem eru lægst launaðir, enda
séu samningar í gildi til ársins 2008.
Karen Jónsdóttir formaður bæj-
arráðs vildi í samtali við Skessuhorn
á föstudag ekki gefa upp hvaða
starfsmenn fengju launahækkanir.
Aðspurð hvers vegna launahækkun
til hóps starfsmanna bæjarins væri
trúnaðarmál sagði hún það gert að
ráðleggingu þar til bærra aðila. Að
öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um
málið og vísaði á Gísla S. Einarsson
bæjarstjóra.
Sveinn Kristinsson bæjarráðs-
maður minnihlutans sagðist í sam-
tali við Skessuhorn ekkert geta tjáð
sig um efnisatriði samþykktarinnar
þar sem málið væri trúnaðarmál.
Hann ítrekaði furðu sína á því hvers
vegna óskað væri eftir trúnaði um
slík mál. Vísaði hann þá til þess að
ekki ættu allir flokkar fulltrúa í bæj-
arráði. Því stæði bæjarstjóm afar
einkennilega þegar máUð kæmi þar
til afgreiðslu. Þar stæðu menn
frammi fyrir þeirri spumingu hvort
loka ætti þeim bæjarstjórnarfundi
fyrir almenningi og hvort upplýsa
ætti aðra bæjarfulltrúa rnn málið.
MáHð væri flausturslegt og afar illa
grundað. Pukur í launamálum ein-
stakra hópa bæjarstarfsmanna gæti
einfaldlega ekki gengið upp.
Trúnaði aflétt
Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
sagði í samtali við Skessuhorn á
mánudag að hækkun sú sem bæjar-
ráð samþykkti næði til um 30 starfs-
manna og væri miðuð við síðustu
áramót. Hækkunin væri á bilinu
2,5-3%. Samkvæmt útreikningum
Skessuhom nemur hækkunin um
fjögur til fimm þúsund krónum á
mánuði. Gísli segir fjölmörg for-
dæmi þess að farið sé með launamál
einstakra hópa sem trúnaðarmál og
því hafi verið ákveðið að fara þá
leið. Effir bókun Sveins Kristins-
sonar í bæjarráði hafi verið ljóst að
ekki væri hægt að halda þann trún-
að. Því hefði trúnaði verið aflétt.
Hann sagði meirihluta bæjarstjóm-
ar hafa strax í upphafi ákveðið að
hækka lægstu laun og ekki hafi ver-
ið ástæða til þess að bíða með það.
Valdimar Þorvaldsson formaður
Starfsmannafélags Akraneskaup-
staðar segist í samtali við Skessu-
horn að sjálfsögðu alltaf fagna
lavmahækkunum. Hann segist þó
afar ósáttur við þá málsmeðferð
sem beitt hafi verið í þessu máh. Þá
segir hann að samkvæmt sínum
upplýsingum sé ekki um hækkun
taxta að ræða heldur eingreiðslur
utan taxta sem komi fólki ekki til
góða í rétti tdl eftdrlauna. Slík máls-
meðferð sé ekki farsæl. Valdimar
segir að meðal þeirra starfsmanna
sem laun breytist nú séu starfemenn
við ræstingar, starfsfólk íþrótta-
mannvirkja og starfsmenn í Gámu
svo einhverjir séu nefndir.
HJ
Dagskrá um Bjöm J. Blöndal
Dagskrá tdl minningar um Bjöm
J. Blöndal laxveiðimann og rithöf-
und verður flutt á vegum Snorra-
stofu í Reykholti og Safnahúss
Borgarfjarðar nú á laugardag, 9.
September í hátíðarsal Snorra-
stofu, gamla skólahúsdnu í Reyk-
holti og hefst klukkan 13.
Dagskráin verður fjölbreytt, en
Páll Brynjarsson, sveitarstjóri
Borgarbyggðar, mim setja hana.
Fyrirlesarar verða Elín Blöndal,
Björn Blöndal, Jóhannes Nordal,
Guðrún Nordal, Gunnar Her-
sveinn, Ossur Skarphéðinsson,
Snorri Jóhannesson á Augastöðum
og Þorkell
Fjeldsted í
Ferjukoti.
Þá verður
lesið upp úr
bók Bjöms;
Hamingju-
dagar, auk
þess sem
Silfurref-
irnir verða
með tón-
listaratriði. Dagskránni stýrir
Bjarni Guðmundsson á Hvann-
eyri, en hún er opin öllum og er
aðgangur ókeypis.
Aðalfundur
Sjálfsfæðisfélags
Mýrasýslu 2006
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu
verður haldinn fimmtudaginn 14. september nk.
á Hótel Hamri við Borgarnes.
Fundurinn hefst kl. 20:00
Dagskrá fundarins:
Skýrsla stjórnar
Reikningar
Kosningar
Önnur mál
Von er á góðum gestum.
Gamlir og nýir félagar velkomnir
Félagar fjölmennið
Heitt á könnunni
Stjórnin
Svæðisskrifstofa máiefna fatiaðra á Vesturlandi
iiiJjiuiyjjjjjii J iujJjJ
í Holti í Borgarbyggð rekur svæðisskrifstofa
málefna fatlaðra á Vesturlandi
skammtímavistun fyrir börn með fötlun.
Skammtímavistunina sækja börn af
öllu Vesturlandi.
j Okkur vantar áhugasamt fólk til starfa á kvöld-
j og helgarvaktir. Starfshlutfall er
j samkomulagsatriði.
Upplýsingar veitir Kristrún Sigurjónsdóttir
forstöðuþroskaþjálfi í síma 893 9588 eða á
netfanginu kristrun@sfvesturland.is
V________________________________________)
Fjórhjóladrifinn
Fjórhjólastýrður
Lyftigeta: 3.400 KG
Lyftihæð: 6.050 MM
Gafflar: 1.200 MM
Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ
LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar
án aukins snúningshraða vélar.
- VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár
- Útvegum notaða skotbómulyftara
- Úrval notaðra lyftara á lager
PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf.
Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður
Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is