Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 15
^^ssunuu. MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 15 Kröfu um ökuleyfis- sviptingu vegna hraðaksturs hafiiað Fyrir dómi kannaðist ákærði við að hafa ekið bifreið sini á umrædd- um hraða á Vesturlandsvegi. Hann þvertók hins vegar fyrir að há- markshraði á veginum, þar sem hraði biffeiðarinnar var mældur, hefði verið 50 km á klukkustund. Taldi hann sig hafa rétt áður ekið framhjá lausum umferðarmerkjum sem gáfu til kynna að lokið væri vegarkafla með 50 km hámarks- hraða. Taldi hann einnig að á þessu svæði við og á brúnni hefði um nokkurt skeið verið mikið misræmi í hraðamerkingum á þjóðveginum. Fyrir dómi sagði annar lögreglu- þjóninn að í viðræðum við ákærða hefði honum fyrir mistök verið kynnt að hámarkshraði á þeim stað sem hann var mældur væri 70 km á klukkustund. Lögreglumennirnir könnuðust ekki við að við veginn hefðu verið þau umferðarmerki er ákærði taldi. Starfsmenn Vegagerð- arinnar komu einnig fyrir dóm og töldu ólíklegt að umrædd umferð- armerki hefðu verið til staðar því þau hefðu hldega verið tekin niður um leið og framkvæmdum var ffestað. Lögreglumennirnir sögðu aksturskilyrði hafa verið góð þó bleyta hafi verið á veginum og um- ferð hefði ekki verið þung. Dómurinn taldi sannað þrátt fyr- ir neitun ákærða að hámarkshraði á umræddum vegarkafla hafi verið 50 km á klukkustund og því var hann sakfelldur. Hins vegar taldi dómur- inn ekki sannað að um vítaverðan akstur hafi verið að ræða. Er þar vísað til upptöku kvikmyndar af hraðamælingunni þar sem fram kemur að birtu var ekki tekið að bregða, úrkoma var engin og yfir- borð vegar þurrt að kalla og ekki hafi verið teljandi umferð á vegin- um. Að auki hafi annar lögreglu- mannanna borið að hvorki hafi ver- ið frost ná hálka á veginum. Okumanninum gert að greiða 40 þúsund krónur í sekt og komi fjög- urra daga fangelsi í stað hennar verði hún ekki greidd innan fjög- urra vikna. Þá var ákærða einungis gert að greiða helming sakarkostn- aðar eða rúmar 183 þúsund krónur. Benedikt Bogason, héraðsdómari kvað upp dóminn. lOiáíiiyjjjjiii j JjdJjJ Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi auglýsir eftir starfsmönnum í búsetuþjónustu í Borgarnesi. Starfið felst í stuðningi og leiðsögn við fólk með fötlun. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf. Möguleiki er á fullu starfi eða hlutastarfi. i Unnið er á vöktum. I Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum. Upplýsingar veitir: Hulda Birgisdóttir ísíma: 893 9280 Umsóknir berist til: Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vesturlandi, Bjarnarbraut 8,310 Borgarnesi. Héraðsdómur Vesturlands hefur hafnað kröfu ákæruvaldins að svipta ökumann réttindum sínum vegna hraðaksturs. Fyrir dómi við- urkenndi ökumaðurinn hraðakst- urinn en taldi mælingu lögreglu ekki hafa farið ffam á þeim stað er sagt var í ákæru. Dómari taldi að ekki hafi verið um vítaverðan akst- ur að ræða. Málavextir eru þeir að um nónbil þann 22. desember á síðasta ári voru tveir lögreglumenn við um- ferðareftirlit á Vesturlandsvegi. Þeir óku yfir Borgarfjarðarbrú til norðurs sem leið lá í Borgarnes. A vegarkafla skammt sunnan við verslun Bónuss mættu þeir bifreið sem ákærði ók. Mældu þeir biffeið- ina á 103 km hraða. Haustið 2005 og ffam á vetur höfðu staðið yfir vegaffamkvæmdir rétt norðan við vegarkaflann þar sem hraði biffeið- arinnar var mældur. Fólst verkið meðal annars í því að tengja Digra- nesgötu við Vesturlandsveg. Nokkrum dögum áður en áður- nefndur akstur átti sér stað var framkvæmdum frestað til vors. Akæruvaldið krafðist þess fyrir dómi að ökumaðurinn yrði dæmd- ur til greiðslu sektar og sviptur ökuleyfi enda hafi aksturinn átt sér stað á vegarkafla þar sem hámarks- hraði var 50 km á klukkustund. Barsskor heim Færeyska Lögþingið hefur samþykkt formlega sölu á strandferðaskipinu Barsskor til Akraness fyrir eina færeyska krónu. Fulltrúar frá Akranesi og Faxaflóahöfnum héldu um liðna helgi til Færeyja og könnuðu á- stand skipsins, en sagt er ffá brotlendingu flugvélar þeirra á öðrum stað í blaðinu. Hefur Barsskor nú verið tekið í slipp og ef ekkert óvænt kemur uppá mun því verða siglt heim. Þetta fornffæga skip mun því öðlast nýtt líf á fomum slóðum. HJ BSRB hótaði lögsókn en ekki fj ölmiðlaumfj öllun Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, gerir alvarlegar athuga- semdir við ffásögn Kristins Jónas- sonar, bæjarstjóra Snæfellsbæjar sem fram kom í Skessuhorni í síð- ustu viku. Þar kom ffam að Ög- mundur hafi hótað fjölmiðlaum- fjöllun ef uppsagnir bæjarstarfs- marma yrðu ekki dregnar til baka. A vef BSRB kemur ffam að Ögmund- ur hafi hótað lögsókn ekki fjöl- miðlaumfjöllun. A vef BSRB segir orðrétt: „For- maður BSRB gerir alvarlegar at- hugasemdir við frásögn bæjarstjór- ans. „Sannast sagna koma yfirlýs- ingar bæjarstjórans mér mjög á óvart. Eg átti ásamt lögffæðingi BSRB og formanni Starfsmannafé- lags Dala- og Snæfellsnessýslu ágætan fund með bæjarstjóra og samstarfsfólki hans 4. júlí þar sem farið var yfir stöðu mála.“ Sagði Ögmundur að af hálfu BSRB hefði verið gerð grein fyrir því að banda- lagið teldi uppsagnimar ekki stand- ast lög og samninga og myndi mál- ið enda fyrir dómstólum ef engin breyting yrði á. „Við buðum hinsvegar upp á samstarf um að leysa málið sem þar með yrði úr sögunni. Báðum við bæjarstjóra að íhuga málið þar til síðar í mánuðinum, áður en upp- sagninrnar tækju gildi, og var ákveðinn fundur 26. júlí. A þeim fundi kom hins vegar í ljós að bæj- arstjórn myndi halda málinu til streitu og yrðu uppsagnirnar látnar standa. Eg sagði að við hörmuðum þessa niðurstöðu og í samræmi við fyrri yfirlýsingar myndum við nú fela lögmönnum að útbúa stefnu. Fram til þessa hafði ég litið svo á að málið væri í skoðtm á milli BSRB og bæjaryfirvalda og vildi ég ekki að bæjarstjóri velktist í vafa um að þar sem bæjarstjómin vildi ekki taka tillit til sjónarmiða BSRB færi mál- ið fyrir dómstóla og yrði jafnffamt gerð grein fyrir því opinberlega. Það var og gert á fféttavef BSRB eins og eðlilegt hlaut að teljast." HJ TT Oryrkjum á Akranesi boðið í tómstundastarf Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að kosta ákveðið tómstunda- starf fyrir öryrkja á Akranesi. Frá lokum árs 2005 hefur verið starfandi vinnuhópur bæjarins og Sjúkrahúss- ins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi þar sem athyglin hefur beinst að yngri og miðaldra öryrkj- tun og hvaða úrræði og þjónusta er í boði fyrir þann hóp og hvemig bæta megi hana. I bréfi Sveinborgar L. Kristjánsdóttur, sviðsstjóra fjöl- skyldusviðs til bæjarráðs kemur ffam að JúHa Baldursdóttir, sem haldið hefur utan um tómstundastarf eldri borgara á Akranesi, hafi boðist til þess að bjóða öryrkjum námskeið í listsköpun með leir og gler ásamt öðra föndri sem og gönguferðum. Er miðað við að þetta verði einu sinni í viku. HJ wJ Gorsum hujjrdúpnn 9. <e?t:'**íbcr 2íW l’lbrvinnsb, nulmvinnsLv lecHirvinna kleínubúkstur kint-s.upuí.e.rd, heilgrilbd Urab. tonlist fyrirlestur og tleíra. Ki. 1 v i,’.s". • vi‘.v b.sri: :v.: x:”. s.•:'. •..• . m \ P- j $ɧ J * v r: v-.J.•:•.•<: s; . •.: • s■ Safna3væpipaAkrane31 Frumkvöðlastuðningur - Hefur þú hugmynd? - Ert þú með viðskiptahugmynd sem leitt gæti til nýsköpunar í íslensku atvinnulífi? Impra nýsköpunarmið- sfödvekur athygli á Frumkvöðla- og handleiðslustyrkjum Styrkir eru veittir frumkvöðlum á landsbyggðinnitil verkefna á sviði: • Viðskiptaáætlunar • Einkaleyfisumsóknar • Hönnunarverndar • Rekstrar- og fjárhagsáætlunar • Markaðsáætlunar • Hagkvæmnisathugunar • Nýnæmisathugunar • Þróunar vöru eða þjónustu • Prófana • Frumgerðarsmíðar Skilmálar og umsóknarfrestur: Stuðningur við frumkvöðul getur numið allt að 400 þús. kr. gegn jafnháu framlagi styrkþega. Umsóknarfrestur er til 15. september 2006 Nánari upplýsingar má fá á www.impra.is eða hjá Sigurði Steingrímssyni i síma: 460 7972 ímpra nýsköpunarmiðstöð Iðntcfeknístofnun Borgum við Norðurslóð 600 Akureyrt Sími 460 7972 www.impra.is sigurdurs@iti.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.