Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 SgBSSHgWMBIM Ræktunarsamband Mýramanna tekur í notkun komþreskivél Á sunnudag vígði Ræktunarsam- band Mýramanna komþreskivél og kornvals sem sambandið festi ný- verið kaup á. Þreskivélina fluttu Mýramenn inn frá Danmörku og er um að ræða notaða vél af gerðinni Claas, en kornvalsinn er nýr og kemur ffá Finnlandi. Kornvalsinn getur auk hefðbundins hlutverks einnig blandað sýru saman við kornið. Með því móti eykst geymsluþol þess og auðveldar meltingu hjá neytendunum, þ.e. búfénaði, en umfram allt nýtist kornið betur en ef það er ekki sýrt. Að sögn Sigurðar Ola Olasonar, bónda á Lamba- stöðum var þessi fjárfesting stórt skref Ræktunar- sambandsins í átt til nútímans; kornþresking hafi alltaf verið aðkeypt á þess- um slóðum og því kærkomið að geta ieitað til síns eigin félags eftir slíkri þjón- usm. Vélarnar verða leigðar út Valsinn getur blandaö við komið sýru oggert það ennþá gimi- legra fyrir skepnumar. Guðbrandur Guðbrandsson bóndi á Stað- arhrauni ogformaður Rœktunarsambandsins aðstoðar hér við sekkjun komsins á Lambastaðaakrinum. Komþreskivélin sem Mýramenn hafa núflutt inn og vígðu á síð- asta sunnudag. til bænda á svæði Ræktunarsam- bandsins, en að sögn bænda í fé- laginu kemur leiga á vélunum út fyrir svæðið einnig til greina. Af tali manna við vígsluna má ráða að þroski korns nú í sumar væri um það bil einum mánuði síðar á ferðinni en í fyrra. „Það var byrjað á þreskingu á sumum bæjum í byrjun ágúst í fyrra en nú í ár era bændur almennt að hefja uppskeruna í byrj- un september, þar sem kornið fór ekki að spretta að neinu ráði fyrr en í hitunum í ágúst,“ sagði Guð- brandur Guðbrandsson, bóndi á Staðarhrauni og formaður Ræktun- arsambands Mýramanna í samtali við Skessuhom. Þrátt fyrir að korn- ið á akrinum á Lambastöðum væri ekki alveg fullþroskað sagðist Sig- urður Oh ekki þora að bíða með skurði þess lengur, það væri aðeins farið að leggjast og spáð væri rign- ingu á næstu dögum og því ekki eft- ir neinu að bíða. SO Samgöngiiráðherra boðar aðgerðir í umferðaröryggismálum Bílalest við norðurmunna Hvalfjarðarganganna. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann leggur áherslu á að hraðað verði uppsetningu hraða- myndavéla við þjóðvegi, umferðar- eftirlit lögreglu verði aukið, viður- lög við umferðarlagabrotom hert og að hugað verði sérstaklega að umferðaröryggi á fjölförnum leið- um, svo sem á stofhbrautum út frá Reykjavík. „Þetta eru aðgerðir sem samgönguráðherra hefur forgöngu um að undirbúa í kjölfar þess að banaslys í umferðinni það sem af er árinu eru orðin jafnmörg og allt síðasta ár. Nítján manns hafa látist í 17 umferðarslysum á árinu, þar af 8 í ágúst í 6 sfysum. Hefur verið fundað í ráðuneytinu síðustu daga og aðgerðir undirbúnar í samráði við Umferðarstofu, Ríkislögreglu- stjóra og Vegagerðina. Markviss vinna á grundvelli umferðarörygg- isáætlunar hefur staðið yfir undan- farin misseri og með þessum að- gerðum er ætlunin að herða enn á því starfi,“ segir í tilkynningu ráð- herra. Þá segir einnig í tilkynningu ráð- herra: grundvelli gildandi um- ferðaröryggisáætlunar hefur lög- reglan í sumar eins og í fyrrasumar hert á umferðareftirliti á vegum landsins og fengið til þess sérstakar fjárveitingar frá samgönguráðu- neytinu. Leitað verður leiða í sam- vinnu við lögregluna til að ffam- lengja þetta sérstaka eftirlit og leggur samgönguráðherra áherslu á að það verði gert út árið. I saman- tekt Ágústs Mogensen, forstöðu- manns Rannsóknarnefndar um- ferðarslysa, um orsakir banaslysanna fram að þessu kemur meðal annars ffam að í ár sé meira en áðtn um ofsaakstur, kappakstur og vítavert gáleysi. I ljósi þessara atburða hefur samgönguráðherra ákveðið að grípa til ýmissa aðgerða til að ffeista þess að stöðva þessa óheillaþróun og nefhdar eru hér að ffaman. Leggur ráðherra einkum áherslu á fjögur eftirtalin atriði í þessu sambandi: 1. Hert verði umferðareffirlit lög- reglu með því að framlengja samning. 2. Hraðað verði uppsetningu hraðamyndavéla á þjóðvegum. 3. Endurskoðuð verði viðurlög við umferðarlagabrotum. 4. Hraðað verði endurbótum á stofnbrautum." MM Opið hús á leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði Viðbygging við leikskólann Sól- velli í Grundarfirði hefur nú verið tekin í notkun og fer formleg vígsla hennar fram á fímmtudaginn. Að sögn Sigríðar Herdísar Pálsdótrar leikskólastjóra er hin nýja viðbygg- ing 170 fermetrar að stærð og stór hluti hins 30 ára gamla húsnæðis hefur verið endurnýjaður. Má þar nefna að aðstaða yngstu barnanna og aðstaða starfsfólks hefur verið bætt og einnig hefur fataherbergi verið endurnýjað og stækkað. Leik- skólinn Sólvellir er tveggja deilda leikskóli sem nú rúmar um 70 börn en fyrir breytingarnar máttu vera þar í vistun 38 börn. „Þetta er alveg ótrúleg breyting og ég vil líkja þessu við að fara úr lítilli kjallaraíbúð í einbýlishús, svo mikil bylting er þetta fyrir alla, börnin, starfsfólkið og foreldra. Framkvæmdirnar tóku eitt ár og er það þakkarvert hve allir voru þolin- móðir sem að leikskólanum koma á meðan á þessu stóð,“ sagði Sigríður Herdís í samtali við Skessuhorn. Leikskólinn er nú orðinn 440 fermetrar að stærð og að sögn Sig- ríðar Herdísar á hún ekki börn til að fylla skólann. „Eg auglýsi bara eftir börnum í leikskólann til okk- ar,“ segir hún í léttum dúr. Við leik- skólann starfa tólf manns, þar af sex menntaðir leikskólakennarar og telur Herdís sig mjög vel mannaða því starfsfólk hennar hafi langa starfsreynslu í faginu. Þann 4. janúar á næsta ári eru mikil tímamót í sögu leikskólans en þá verða 30 ár síðan Rauði krossinn stofnaði leikskóla í Grundarfirði. Sem áður sagði fer formleg vígsla á viðbyggingu leikskólans frarn á fimmradaginn og er í tilefhi að því boðið til opins húss í leikskólanum klukkan 17. so Ymsar hugmyndir um breytingar á Nótastöðinni Ef marka má fyrirspumir ffam- kvæmdastjóra Nótastöðvarinnar hf. á Akranesi til bæjarstjómar era ýms- ar hugmyndir uppi um breytingar á húsi féiagsins en eins og fram hefur komið í fféttum Skessuhoms hefur veiðafæragerð verið hætt í húsinu. Á fundi bæjarráðs Akraness í síð- ustu viku vora þrjú erindi tekin fyr- ir ffá félaginu. I fyrsta lagi spurðist Magnús H. Sólmundsson fram- kvæmdastjóri Nótastöðvarinnar hf. fyrir um það hvort til greina komi að byggja tvær til þrjár hæðir ofan á Nótastöðvarhúsið. I öðru lagi var óskað eftir stækkun lóðarinnar Faxabraut 7a um 15 metra til vest- urs. Segir í bréfi Magnúsar að ástæðan fyrir þeirri umsókn sé sú að sökum landleysis í kringum bygg- inguna sé vonlítið að aka um aðal innkeyrsludyr hússins á vesturhhð þess án þess að nota lóð annarra. I þriðja lagi er óskað efdr stækkun lóðanna Faxabraut 7 og 7a að götu- línu Faxabrautar. Segir í bréfinu að nú þegar veiðarfæragerð hefur verið hætt í húsinu sé fyrirsjáanlegt að notkun húsanna breytist. Því sé nauðsynlegt að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum. I samtah við Skessuhom í byrjun ágúst kom ffam að búið sé að setja milliloff í húsið. Þá sagði Magnús H. Sólmundsson að hann sæi fyrir sér þjónusturekstur af einhverju tagi í húsinu en vildi ekki að sinni tjá sig nánar um máhð. I sumar vora tdl sýnis á húsinu uppdrættir og þar kom ffam að meðal annars væru hugmyndir um að setja upp veit- ingastað í húsinu. HJ Húsateikningar í Grundarfirði á vefiium Teikningar allra húsa í Grandar- firði em nú aðgengilegar á heima- síðu bæjarfélagsins og innan skamms verða allir skipulagsupp- drættir settir á síðuna og einnig teikningar af veitu- og ffáveitu- lögnum og upplýsingar um gatna- kerfi. Þetta kemur fram í ffétt ffá Grundarfj arðarbæ. Fyrir nokkrum misserum var ákveðið að hrinda í framkvæmd átaki við að koma öllum bygginga- nefiida- og verkffæðiteikningum af húsbyggingum í Grandarfjarðarbæ yfir á tölvutækt form og gera þær þannig aðgengilegar á heimasíðu bæjarfélagsins. Verkefnið var upp- haflega ákveðið í tengslum við „tæknibæjarverkefnið“ en í því verkefhi fólust tillögur að því að bæta stjórnsýsluna og auðvelda al- menningi aðgang að ýmsum upp- lýsingum. I þessum tilgangi hefur starfsfólks bæjarskrifstofunnar unnið markvisst að því að bæta heimasíðu bæjarfélagsins með sí- fellt aðgengilegri upplýsingum. Á heimasíðu bæjarfélagsins segir að í aðdraganda þessa teikninga- átaks hafi verið samið við Snertil ehf. um sjálfa affitunina og um uppsetningu á kerfi til að halda utan um teikningarnar. Verkið er komið vel á veg og er þegar búið að koma öllum teikningum af íbúðar- húsnæði í bæjarfélaginu á tölvutækt form, einnig öllum sumarhúsa- teikningum og teikningum allra mannvirkja á bújörðum. Búið er að affita hluta teikninga iðnaðarhús- næðis en þeirri vinnu hefur ekki verið lokið að fullu ennþá. Þessar teikningar em nú aðgengilegar öll- um og geta íbúar skoðað og prent- að sjálfir teikningar heima hjá sér. Hönnuðir geta einnig nýtt sér þennan aðgang í tengsltun við sína vinnu. Kerfið býður upp á fleiri mögu- leika heldur en að halda utan tun teikningar. I ffamhaldinu verða all- ir uppdrættir aðal- og deihskipu- lags settir inn í kerfið, teikningar af vatnsveitu- hitaveitu- og ffáveitu- lögnum og upplýsingar um gatna- kerfi svo eitthvað sé nefht. Kerfið býðtu einnig upp á íbúavef og raf- rænar umsóknir auk upplýsinga tun hina ýmsu þjónustu í bæjarfélaginu. Ofangreindir möguleikar era enn- þá í vinnslu. HJ Þóra Grímsdóttur sögukona er hér að segja áhugasómum bömum sögu. Sumarlestri lolúð á bókasafiiinu Sumarið 2006 tóku 51 barn á aldrinum 6 - 10 ára þátt í sumar- lestri Bókasafhs Akraness. 20 börn skiluðu blöðunum sínum og lásu þau samtals 272 bækur eða 8522 blaðsíður. Sú sem las mest las 30 bækur og 1290 blaðsíður. Ef skoð- að er meðaltalið þá las hvert barn sem skilaði lesblaði 13,6 bækur eða 426,1 blaðsíðu. Sumarlesturinn stóð yfir ffá 1. júní til 15. júlí. Sumarlesturinn fór af stað sem tilraunaverkefni milli bókasafhsins, skólasafnskennara Brekkubæjar- skóla og kennara á yngsta stigi. Send var kynning á verkefninu ffá bókasafninu og skólanum með börnunum heim úr skólanum síð- usra vikuna á skólaárinu. Lesturinn tengdist þar með skólanum og kom sem viðbót við lestrarþjálfun nem- enda. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.