Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 jnuainu.. • • • Spuming vikuunar Hvernigfinnst þér að vera byrjuð/byrjaður ÍFVA? (Spurt á Akranesi við busavígslu t liðinni viku) Asta Marý Stefánsdóttir, nemi á grunndeild málm- iðna. „Það er bara geggjað, ótrálega skemmtilegt. “ Aníta Sif Elídóttir, nemi á almennri braut. „ Geðveikt gaman. “ Alex Freyr Þórsson, nemi á almenmri braut. „Mérfinnst það geðveikt. “ Linda Björk Jakobsdóttir, nemi á almennri braut. „Það er aðislega gaman að vera komin íþennan skóla. “ Guðjón Þór Ólafsson, nemi á grunndeild málmiðna. „Bara snilld, mér finnst það geðveikt skemmtilegt. “ Rennbleyttir busar og bragðbættir með tómatsósu Busavígsla fór ffam í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi á föstudaginn var. I henni voru ný- nemar vígðir inn í skólann og boðnir velkomnir til náms af eldri nemum. Fjölmenni safnaðist saman á planinu við heimavist skólans á Vogabraut og fýlgdist með því er nýnemarnir baðaðir af „böðlun- um“ en þeir nutu aðstoðar slökkvi- liðsins á Akranesi. Ekki þótti nóg að sprauta á busana vatni heldur voru þeir baðaðir upp úr ísköldu vatni í fiskikörum og nokkrir þeirra fengu á sig hveiti, flórsykur, egg, gervi- rjóma, tómatsósu, mysu og fleiri bökunarvörur sér til hressingar. Allir höfðu nýnemarnir verið mál- aðir hressilega og skreyttir í framan með andlitsmálningu um morg- vminn og fengið mismikið að hafa fýrir hinum eldri í skólanum. Má þar nefna að oft hefur verið hægt að „kaupa“ sér busa og láta hann bera fýrir sig skólatöskuna eða einhverja aðra virðulega iðju þennan tíma- mótadag. SO /-^ruuutm- A (lönvn um Bormmes o<i mágrenni - 4. hlnti Meiri möl - sjávarhjallar og urðarbunkar Oftast er erfitt fyrir okkur sem ekki erum setlagafræðingar að greina á milli sjávarhjalla og jökul- minja, sérstaklega þar sem hvoru tveggja er jafh samtvinnað og við Hafharfjall. I Grjóteyrarlandi eru greinilegir sjávarhjallar, en í svokall- aðri Litlu-skál þar ofan við eru urð- arbunkar. Fyrir 30 árum voru þeir kallaðir ffamhlaup, en sumir telja jafnlíklegt eða líklegra að þetta séu ffost- eða jökulminjar (leifar urðar- jökla) sem myndast hafa á kulda- skeiðum seint á ísöld, efdr að meg- injökullinn var farinn að minnka. Fleiri athyglisverðar jökulminjar eru inni á Grjóteyrardalnum, en mig skortir kunnáttu til að greina þær til ættar. Árdalsgil Enginn ætti að láta Ardalsgilið fram hjá sér fara, það er mikil leyniperla. Um tíma var ég hræddur um að malamámið þar fýrir neðan myndi e.t.v. spilla gihnu og vissulega er sú hætta enn fýrir hendi. En klöpp er þó ofan við sem sennilega hindrar það. Námumenn hafa líka hingað til gengið vel um og gætt sig á því að halda námunni innan við bakkann neðst í gilinu. Svipað má segja um námuna austan Ardalsár- innar, bakkamir hafa til þessa fengið að vera í ffiði. Vonandi er að ffiður- inn haldist og ef vel er gengið um má taka þarna talsvert efhi til við- bótar án þess að af því hljótist stór- kostlegt tjón. Stutt er að ganga í gil- ið sjálff, hvort sem er alveg neðan ffá vegi eða úr malarnáminu (10 til 20 mínútur). Gilið er mikil náttúm- smíð, með tveimur gljúffum, það vestara er mun hrikalegra og sést verr ffá veginum. Marglitir berg- gangar skreyta bom farvegarins og á bletti er hann sérkennilega hvítur í botninn og á öðmm stað röndóttur. Ofar er mikill hamrasalur utan um ána, fótafimir geta komist langt upp og inn í gljúffið, hversu langt veit ég ekki, kannski alveg upp? Ain fellur þar í háum fossum í nokkram þrep- um og slútir stuðlaberg ffam yfir sig á köflum. Nokkuð greið leið er upp milfi gljúffanna og upp á aðra hæð, þar er einnig margt að sjá. Við sjóinn Ánægjulegt er að sjá hversu vel Hafharskógur virðist vera að taka við sér eftir langt og erfitt niðurlæg- ingartímabil, þökk sé uppgræðslu- átakinu (eða er það ekki?). Sumarbú- staðimir munu vonandi auka veg hans ffemur en hitt, en gæta verður þess að bústaðimir loki ekki leið al- mennings niður á Straumeyrina og að Þjófaklettum. Tilvera eyrarinnar er hálfgert leyndarmál því fáir virð- ast hafa komið þar. Ur Borgamesi veita margir henni ekki athygli vegna þess hversu lág hún er og sést illa. Stærðin er þó meiri en flesta grunar, þó hlutar hennar séu svo lág- ir að þeir lenda undir sjó á háflæði og verða vegfarendur að hafa það í huga eigi þeir ekki að lenda í strandi á hærri hlutum eyrarinnar. Gaman er að ganga um á þessum slóðum, jafhvel í slöku veðri, þó gæta verði að nærveru sjávarins. Stórkostlegt óráð er að líta á eyrina sem hugsanlegt malarnám. Næg möl er annars staðar og má dæla miklu af sandi upp úr í firðinum og enn mun bætast við þann sand ef hlýju árin verða fleiri. Sá hluti eyrar- innar sem fer undir sjó á flóðinu breytist mikið, nánast ffá ári til árs og ég er ekki ffá því að eitthvað hafi gengið á þann hluta sem stendur upp úr á stórstreymi á síðustu 20 árum eða svo. Eg veit ekki á hverju tilvera eyrarinnar byggist. Fyrir 8 til 10 þúsund áram var sjávarstaða á svæðinu mun lægri en nú er og hef- ur Hvítá þá runnið í farvegi ffemur en í firði langleiðina út að Straumeyrinni. Eftir útsynnings- garða á vetrum má sjá langa brotn- andi brimskafla ganga inn fjörðinn inn undir eyrina, en ekki lengra. Kannski halda þeir eyrinni við. Þá er off mikið brimhljóð í Borgamesi í hægviðrinu, þó það vilji hverfa í vél- argný nútímans. Sama má segja um mikil veðurhljóð sem berast oft ffá Hafnarfjalli skömmu áður en verstu sunnan- og suðaustanveðrin skella á bænum á vetrum. Þjófaklettamir em mjög sérkenni- legir, virðast vera bæði sjó og sand- barnir. Þangað þarf að vaða smálænu sem liggur með landinu fýrir innan þá. Vegslóði, fær jeppum liggur lengra út með ströndinni, lítið þarf að laga hann til að hann verði greið- ur hærri fólksbílum og ættu þeir sem kunna að hafa ffekara skipulag svæð- isins í huga að sjá til þess að það verði gert, þó meira sé gam- an að ganga veginn. Bakkarnir milli Straumeyrar og Seleyrar við Mótel Venus era einnig vel þess virði að vera skoðaðir, þar má sjá leir- og sandlög ísaldar og sjávar- bakka ffá hærri sjávarstöðu efrir lok hennar. I bökkunum munu vera fomar skeljar. Vatnsvemdarsvæðið Rétt er að muna að stór hluti Sel- eyrarinnar er vatnsvemdarsvæði og vonandi fær eyrin að vera áffam í ffiði fýrir byggð og ffamkvæmdum þó ný vatnsveita ofan úr Grábrókar- hrauni muni leysa hina eldri af hólmi að mestu. Mjög mikið rignir í Hafnarfjalli og mælingar sýna að þegar kemur upp að rótum Klaust- urtungu, fjallhryggjarins milli Sel- eyrargiljanna, er úrkoma tvöföld á við það sem er í Borgamesi. Lítið sést af öllu þessu vami á yfirborði heldur leitar það niður um skriður fjallsins og hverfur. Hluti rennur niður Seleyrina undir yfirborði, trú- lega ofan á þéttum jökulleir. Vatnið er numið úr borholum á eyrinni, ferskvamslinsa hggur þar ofan á salt- ara vatni. Aður en viðbótarvamsveita var lögð ffá fjallsrótum skammt þar ofan við sem bærinn Skógarkot mun hafa staðið, kom fýrir í þurrkatíð að ferskvam var við að þrjóta í eyrinni, þurfri þá að beina því lida vatni sem kom ffam með giljunum ofan í eyr- ina. Sjá má merki um þær ffam- kvæmdir þar sem eystra gilið kemur niður á eyrina. Hér hefur verið minnst á nokkur atriði sem komið hafa upp í hugann á göngu um þessi svæði, margt fleira má nefna en nú er mál að hnni í bili. Trausti Jónsson. Straumeyrin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.