Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 17
3BESSIÍH0BKI
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
17
Tap Jeratúns meira
en tekjur þess
Fyrstu sex mánuði ársins var tap
af rekstri Jeratúns ehf. í Grundar-
firði fyrir skatta tæpar 15,7 milljón-
ir króna eða nokkru meira en tekjur
þess á sama tíma sem voru rúmar
14,4 milljónir króna. Félagið er
einkafyrirtæki í eigu Grundaríjarð-
arbæjar, Helgafellssveitar, Snæfells-
bæjar og Stykkishólmsbæjar og bera
sveitarfélögin ábyrgð á skuldbind-
ingum þess. Hlutverk þess er bygg-
ing og rekstur skólahúsnæðis Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga í Grundar-
firði.
Eins og áður sagði voru tekjur
félagsins á fyrri hluta ársins rúmar
14,4 milljónir króna. Rekstrargjöld
voru rúmar 2,1 milljón króna, af-
skriftír voru rúmar 2,2 milljónir
króna og fjármunatekjur og fjár-
magnsgjöld voru tæpar 25,8 millj-
ónir króna. Þann 30. júní voru lang-
tímaskuldir félagsins rúmar 442
milljónir króna og skammtíma-
skuldir voru 29,8 milljónir króna.
Handbært fé frá rekstri var tæpar
6,8 milljónir króna á tímabilinu.
Eigið fé félagsins er uppurið og var
í lok júm' neikvætt um rúmar 5,6
milljónir króna. HJ
Ibúar við Esjuvelli lýsa
áhyggjum af hraðakstri
íbúar við Esjuvelli á Akranesi hafa
sent bæjarstjórn Akraness undir-
skriftarhsta þar sem þeir lýsa mikl-
um áhyggjum sínum af „óábyrgum
hraðakstri í hverfinu og slysahættu
samfara því,“ eins og segir í undir-
skriftarlistanum. Þeir segja þetta
gerast á sama tíma og ungum böm-
Styttri úti-
vistartími
Að venju styttist útívistartími
barna og unglinga frá og með 1.
september. Eins og segir í lög-
um mega börn tólf ára og yngri
ekki vera lengur úti en til klukk-
an átta á kvöldin en yfir sumar-
tímann mega þau vera útí til
klukkan tíu. Utivistartími ung-
linga, þrettán til sextán ára stytt-
ist sömuleiðis um tvær klukku-
stundir. Nú má þessi aldurshóp-
ur vera úti til klukkan tíu á
kvöldin í stað tólf. Frá reglunum
má þó bregða fyrir unglinga
þegar þeir era á leið heim af við-
urkenndri skóla-, íþrótta- eða
æskulýðssamkomu. SO
um hefúr fjölgað á svæðinu sem aft-
ur dragi að sér enn fleiri böm, enda
hafi hverfið verið einstaklega bam-
vænt.
„Þar hefur farið vaxandi að ofsa-
akstur fari ffarn í hverfinu á öllum
tímum sólarhringsins og eiga þar
hlut að máh nokkrir aðilar. Reynt
hefur verið að kalla til lögreglu sem
hefúr bragðist við en fær engu um
breytt," segir í undirskriftarlistan-
um. Ibúar hafa rætt við starfsmenn
bæjarins um hugsanlegar úrbætur
og mætt þar miklum skilningi. Væn-
legast hefur þótt að koma fyrir
þrengingum á ákveðnum stöðum á-
samt því að lækka hámarkshraða í
hverfinu. Ibúamir nefna einnig að
mest sé slysahættan við blindhom í
götunni og gangstígur ffá Kalmans-
völlum inn á Esjuvelli endi á blind-
homi. Þar megi bregðast við með
einföldum og ódýmm hætti með
uppsetningu á skærgulu handriði.
Bæjarráð Akraness þakkaði íbúum
ábendinguna og vísaði erindinu til
umfjöllunar í skipulags- og bygg-
ingarnefnd. Eins og fram hefur
komið í Skessuhorni hefur nefúdin
haff til skoðunar tillögur til lækkun-
ar umferðarhraða.
HJ
Laust starf hjá
Borgarnes Kjötvörum
- Stjörnusalati
Laust er til umsóknar starf við vörutiltekt
hjá Borgarnes Kjötvörum.
Um er að ræða krefjandi starf hjá vaxandi
j fyrirtæki sem er nýflutt í nýtt húsnæði að
| Vallarási 7-9 í Borgarnesi.
Nánari upplýsingar veita Þorsteinn eða
Bjarki í síma 430-5600 eða á staðnum.
VATNANIÐUR 5>iwrráwtofa BORGARfjARÐAR
DAGSKRÁ á vegum snorrastofu í REYKHOLTI og safnahúss Borgárfjarðar
Laugardaginn 9. september 2006, ki. 13:00
í hátíðarsal Snorrastofu, gamia skóiahúsinu í Reykholti
TIL MINNINGARUM BjÖRN J. BLÖNDAL
LAXVEIÐIMANN OG RITHÖFUND
Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar flytur ávarp
Fyrirlesarar:
Elín Blöndal og Björn Blöndal
Jóhannes Nordal og Guðrún Nordal
Gunnar Hersveinn
Össur Skarphéðinsson
Snorri jóhannesson á Augastöðum
Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti
Upplestur úr bókinni Hamingjudagar
Tónlistaratriði: Silfurrefirnir
Dagskránni stýrir Bjarni Guðmundsson
Allir velkomnir
• TÞ Aðgangur ókeypis
snorrastofa.is
lÉt
ALLTFYRIR
HAUSTIÐ!
Vinnufatnaður - Regnfatnaður
Stígvél - Öryggisskór
BUREKSTRARDEILD
Egilsholt 1-310 Borgarnes - Afgreiðsla sími: 430-5505 - Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga