Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 2006
Til minnis
Skessuhom minnir á næstu leiki í
körfuboltanum en Vesturlands-
liðin, Snæfell og Skallagrímur,
eru að standa sig afbragðsvel
þessar vikurnar. Snæfell er í efsta
sæti deildarinnar með 10 stig en
Skallagrímur í því sjötta með sex
stig. Fólk er því hvatt eindregið
að flykkja sér á bak sínum mönn-
um og mæta á völlinn. Næsti
leikur Skallagríms verður í Borg-
arnesi þann 8. nóvember gegn
Tindastóli en Snæfell etur kappi
við Hamar/Selfoss 13. nóvem-
ber, fyrir austan fjall.
Ve5nrhorfiir
Á fimmtudaginn verður sunnan
13-18 m/sek með slyddu og síð-
ar rigningu. Hlýnandi, hiti 1 - 8
stig síðdegis, hlýjast SV-lands. Á
föstudaginn verður ríkjandi vest-
anátt og víða él og kólnandi veð-
ur. Á iaugardag og sunnudag er
minnkandi vestanátt og úrkomu-
lítið, frost 0 til 10 stig. Snýst í
sunnanátt með slyddu og síðar
rigningu með hlýnandi veðri.
Spibrmru) viR^nnar
í síðustu viku var spurningin sú
hvort fólk væri ánægt með nið-
urstöður úr prófkjöri Samfylking-
arinnar á norðvesturlandi. Það er
greinilegt að meirihlutinn er á
því máli, en 40,7% svöruðu því
til að þeir væru mjög ánægðir,
frekar ánægðir voru 19,3%, hlut-
lausir 17,2%, frekar óánægðir
voru 6,3 en mjög óánægðirvoru
16,4%.
Spurning næstu viku verður hins
vegar:
„Ertu búin/n að sjá
kvikmyndina
Mýrina?"
Svaraðu án undanbragða á
www.skessuhorn.is
Vestlendimjwr
viknnnar
Cuðmundur Hallgrímsson ráðs-
maður og Ullarselskonurnar á
Hvanneyri eru Vestlendingar vik-
unnar, fyrir að kynna og fræða
börn landsins um íslensku sauð-
kindina og afurðir hennar. Efla
tengingu þéttbýlisbarna við
sveitirnar og þeim störfum sem
þar fara fram.
Pils-
dagar
25%
afsláttur
af völdum
pilsum,
fimmtudag;
föstudag og
laugardag.
KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI
SÍMI43I 1753 & 861 1599
BISN vill breyta reglum um val rektora
Stjórn Bandalags íslenskra
námsmanna hefur samþykkt álykt-
un þar sem stjórn Háskólans á Bif-
röst er hvött til að endurskoða ný-
legar breytingar á reglum um val
rektors. Jafnframt hvetur stjórnin
háskólaráð Háskólans í Reykjavík
til svipaðra breytinga. I ályktun-
inni segir að í íslensku háskólaum-
hverfi hafi sú regla lengi verið í
heiðri höfð að starfsmönnum og
nemendum sem starfa í
akademísku umhverfi hafi verið
Á fundi bæjarstjómar Snæfells-
bæjar í gær lögðu bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins, sem eru í
meirihluta bæjarstjórnar, fram
tímasettan verkefnalista í samræmi
við stefnuskrá flokksins í kosninga-
baráttunni í vor. í bókun sem lögð
var fram segir að bæjarfulltrúamir
muni standa við loforð sín „eins og
undanfarin kjörtímabil“ eins og
segir orðrétt. „Þetta eru helstu
verkefnin sem til stendur að fara í
á kjörtímabilinu en hafa ber í huga
að þessi listd getur aldrei verið tæm-
andi. Á heilu kjörtímabili koma
upp margvísleg mál sem þarf að
leysa og mörg verkefni sem þarf að
framkvæma, hér em því einungis
talin upp helstu framkvæmdir sem
ætlað er að fara í á þessum áram“.
Bæjarfulltrúar J-listans, sem er í
minnihluta, lögðu fram eftirfarandi
bóknn: „Við undirritaðir bæjarfull-
trúar J-listans lýsum yfir óánægju
okkar með vinnubrögð D-listans
við fjárhagsáætlunargerð næstu
árin. Síðastliðin tvö ár var viðhöfð
töluverð samvinna við gerð fjár-
hagsáætlunar þar sem bæjarfulltrú-
ar beggja lista komust að sam-
komulag um forgangsröðun verk-
efna í bæjarfélaginu. Með þessu er
gefinn kostur á að hafa áhrif á mik-
ilsverðar ákvarðanir. Einnig segir
að hefðin að baki akademísku lýð-
ræði sé ekki bundin við Island.
„Það stingur því í augun að sjá
stjórn Háskólans á Bifröst sam-
þykkja breytingar á aðferð við val á
rektor frá því að vera í góðu sam-
ræmi við akademískar lýðræðis-
venjur með aðkomu nemenda og
starfsmanna, yfir í að valið sé alfar-
ið í höndum stjórnar skólans sem
hvorki nemendur né starfsmenn
D-lisdnn mikið til einhliða að for-
gangsraða verkefnum fram í tím-
„„„ U
ann.
Jón Þór Lúðvíksson varaforseti
bæjarstjórnar lýsti undran sinni á
hafi aðkomu að,“ segir orðrétt í
ályktuninni.
„Lýðræðisleg aðkoma starfs-
manna og nemenda er líkleg til
þess að tryggja góða sátt um
stjórnun æðri menntastofnana.
Forðast ber að hagsmunir stjórn-
mála eða viðskipta hafi óeðlileg
áhrif á æðri menntastofnanir.
Akademískt lýðræðið er ágætlega
til þess fallið að tryggja slíkt,“ seg-
ir að lokum í ályktuninni.
bókun J-lista og vakti athygli á að
bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins sé þeirra stefnumál og þvt
ekki til fyrirstöðu að menn vinni
saman að málum. HJ
Krapaflóð
skemmir vélsleða
LANGJÖKULL: Krapaflóð
varð við rætur Langjökuls, um
500 metra ofan við húsið Jaka í
vesturhlíðum jökulsins aðfar-
arnótt sl. föstudags. Ekkert fólk
var á svæðinu en flóðið tók með
sér um þrjátíu vélsleða og einn
snjótroðara sem þarna voru
geymdir og era í eigu fyrirtæk-
isins Fjallamenn. Flóðið tók
flest tækin með sér og færði í
kaf og unnu 11 björgunarsveit-
armenn frá bj.sv. Heiðari og
Brák, að beiðni Tryggingamið-
stöðvarinnar sem tryggir tækin,
að því á föstudagskvöldið að
grafa þau upp og koma á þurrt.
Fyrst var snjótroðarinn losaður
og hann síðan notaður við að
losa snjósleðana sem sumir
vora á allt að tveggja metra
dýpi í blautum snjónum. Að
sögn björgunarsveitarmanns
sem Skessuhorn ræddi við era
nokkrir snjósleðanna skemmdir
en margir sluppu alveg.
-mm
Hvalveiðum hætt
MIÐIN: Hvalveiðum hefur
verið hætt þrátt fyrir að tveir
hvalir séu óveiddir af níu hvala
kvóta. Kristján Loftsson fram-
kvæmdastjóri Hvals hf. segir að
þar sem dagsbirtu njóti nú æ
skemur, og við bætist rigning-
arsuddi og slæm veðurspá
næstu daga, hafi verið tekin sú
ákvörðun að hætta veiðunum
nú. Þrátt fyrir að þurfa að
stöðva veiðar nú gengu þær
ffamar vonum miðað við árs-
tíma og tókst skipverjum á Hval
9 að veiða sjö langreyðar á
skömmum tíma. -hj
Rafmagnsleysi
og -truflanir
1IVA LFJAR DARS VI . I I : Raf-
magn fór af í sveitum sunnan
Skarðsheiðar og Kjósinni sl.
þriðjudagskvöld og tók
nokkurn tíma að koma því aftur
á. Samkvæmt Baldri Gíslasyui
hjá Rarik á Vesturlandi reyndist
vera bilun í aðveitustöðinni en
greiðlega hefði gengið að gera
við bilunina. Rafmagnið komst
á um níuleytið um kvöldið
sunnan Skarðsheiðar og var því
rafmagnslaust þar í tvær stund-
ir, en rafmagn komst ekki á fyrr
en um miðnættd á síðustu bæj-
um í Kjósinni. -kh
Borgarvirki
lægst
FERJUBAKKAVEGUR:
Borgarvirki ehf. átti lægsta til-
boð í endurgerð Ferjubakka-
vegar frá Krumshólum að
Ferjubakka. Um er að ræða
endurbyggingu og styrkingu
1.9 km vegarkafla. Tilboð
Borgarvirkis var að upphæð
rúmar 11,9 milljónir króna sem
er aðeins 70,6% af kostnaðará-
ætlun sem var rúmar 16,9 millj-
ónir króna. Fimm önnur tilboð
bárast í verkið. Borgarverk ehf.
bauð tæpar 14,5 milljónir
króna, Þróttur ehf. bauð tæpar
16.9 milljónir króna, Klæðning
ehf. bauð 20 milljónir króna,
Jörvi hf. bauð rúmar 25,5 millj-
ónir króna og hæsta tilboðið
barst frá KNH ehf. sem bauð
rúmar 26,8 milljónir króna eða
tæplega 59% yfir kostnaðar-
áætlun. -hj
Verkefnalistinn er svohljóðandi:
Verkefni 2006 2007 2008 2009
Bygging hjúkrunarheimilis við Jaðar X X
Bygging inngang við GS í Olafsvík X
Laga Brautarholtið X
Kaupa nýja slökkvihifreið X X
Byggja nýjan inngang við Röstina X X
Endurhæta lóð Krílakots X X X
Endurbæta lóð Kríuhóls X X X
Laga lóð GS á Hellissandi X X X
Klára lóð GS í Ólafsvík X X
Tjaldstæði á Hellissandi X X
Tjaldstæði í Ólafsvík X X
Skipuleggja nýjar lóðir Hellissandi-Rifi X
Aframhaldandi uppbyggingu hafna X X X X
Laga og snyrta umhverfið X X X X
Auka ræktun gróðurreita og skjólhelta X X X X
Reglulegir viðtalstímar bæjarfulltrúa D-lista X X X X
Listamaður Snæfellsbæjar verði valinn ár hvert X X X
Iþrótta- og æskulýðsfulltrúi í 100% starf X
Frí leikskólagjöld í 4 tímafyrir 5 ára böm X
Iþróttahúsið í Ólafsvík opið á laugardögum X
Aukið starfshlutfall ífélagsmiðstöðinni X
Niðurgreiðsla á sundnámskeiðum fyrir 5 ára böm X X X
Laga eldri götur í bæjarfélaginu með nýju slitlagi X X X
Ný reglugerð um kattahald X
Sett verði á stofn ungmennaráð X
HJ
Fyrsta leikskólahúsið rís brátt í Dölum
Frá Búðardal. Ljásm. Bjöm A Einarsson.
Fyrsta leikskólahúsið í Dölum er
komin á teikniborðið. Sveitarstjórn
Dalabyggðar lagði nýverið fram tillögu
um byggingu leikskóla í Búðardal. Von-
ir standa til að hægt verði að taka fyrstu
skóflustungu, ljúka jarðvegsvinnu og
byggja grann hússins fyrir jól. Þessa
dagana er verið að ljúka við grann-
myndir hússins og gera klárar fyrir út-
boð. Húsið verður 356 fermetrar að
stærð og á að rísa við hliðina á Dalabúð.
Áætlað er að leikskólinn verði tveggja
deilda og þannig verði hægt að taka inn
öll þau börn er þurfa leikskólapláss.
Fyrstu kostnaðartölur liggja fyrir, en að
sögn Gunnólfs Lárassonar sveitarstjóra
finnst sveitarstjórn þær heldur háar og
ætla að leita hagstæðari leiða.
BGK
Miklar framkvæmdir í gamla bænum
Mikið er umleikis þessa dagana við
ffamkvæmdir í gamla miðbæ Borgar-
ness, þ.e. á svæðinu milli gamla kaupfé-
lagshússins við Egilsgötu og Brákareyj-
ar. Búið er að leggja lagnir um svæðið
og verið að undirbúa slitlagslögn. Það
verk er í höndum Borgarverks hf. Þá er
verið að reisa fyrsta húsið á gamla kaup-
félagsplaninu, en fyrirhugað er að
byggja tugi íbúða þar og á gamla timb-
urplani kaupfélagsins sem gengur undir
heitinu Rauða torgið á deiliskipulagi
gamla bæjarins. Á svæðinu verður
lágreist íbúðabyggð sem mun marka
umgjörð um svæðið í kringum Land-
námssetrið við Búðarklett.
MM/ljósm. BGK
Meirihlutmn í Snæfeflsbæ
birtir verkefiiaflsta