Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 9 r Veiðimálastofiiiin í íjársvelti Ef fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi nær óbreytt ff am að ganga er ljóst að Veiðimálastofn- un þarf að segja upp starfsfólki og jafnvel loka starfsstöðvum. Stofntm- in er með starfsstöðvar á nokknnn stöðum á landinu, meðal annars á Vesturlandi. Að sögn Sigurðar Guð- jónssonar, forstjóra Veiðimálastofn- unar, eru hjá stofnuninni 16-17 stöðugildi og fjárveiting samkvæmt ijárlagafrumvarpinu dugar ekki til að greiða öllum þeim starfsmönnum laun. Þrátt fyrir mikla vinnu sér hann ekki ffam á að hægt verði að ná sértekjum uppí það sem á vantar. Þá liggur ekkert annað fyrir en að fækka starfsfólki. „I fjárlagaffum- varpinu sem liggur fyrir núna er gert ráð fyrir 52,3 milljónum til starfsemi Veiðimálastofhunar, en fjárveitingar voru 63,4 milljónir fyrir yfirstand- andi starfsár. Skyldur stofhunarirm- ar gagnvart hinu opinbera eru einnig alltaf að aukast þannig að ef starfsfólki fækkar, kemur það niður á þeim sem kaupa þjónustu Veiði- málastofntmar,“ segir Sigurðtir og bætir við að stofnunin hafi ekki haldið sjó í fjárveitingum til starf- seminnar og það yrði stórslys ef úti- búum þyrffi að loka. Vesturlandsdeildin mikilvæg Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun veiddust árið 2005 ríflega 55 þúsund laxar á stöng hér á landi, þar af um 22 þúsund á Vesturlandi, eða um 40% af heildar- veiðinni. Þar af veiðist um helming- ur á vatnasvæði Hvítár. I skýrslu um lax- og silungsveiði sem tekin var saman fyrir Landssamband veiðifé- laga árið 2004 kemur ffam að stang- veiði leggur mun meira til þjóðar- búsins en áður hefur verið ætlað. Bein áhrif voru árið 2004 talin vera á bilinu 1,7 - 2,1 milljarðar króna á ári. Óbein og afleidd áhrif af stanga- veiði voru 6,1-7 milljarðar króna. Þessar tölur eru miðaðar við árið 2004 og hafa að líkindum hækkað síðan. „Til að stangaveiði geti hald- ið hlut sínum þarf að halda áff am því markvissa ræktunar- og rannsóknar- starfi sem unnið hefur verið við ís- lenskar laxveiðiár undanfarin ár. Þar hefur Veiðimálastofnun verið ffam- kvæmdaaðili,“ segja veiðiréttarhafar í Borgarfirði, sem Skessuhom ræddi við. I útibúi stofhunarinnar á Vest- urlandi, sem staðsett er á Hvann- eyri, vinna tveir menn sem sinna Vesturlandi öllu. Stór hluti af störf- um þeirra tengist laxveiðiám á Vest- urlandi. Utibúið hefur séð um að mæla seiðafjölda, segja til um veiði- álag, gera búsvæðamat fyrir árnar og margt fleira í þeim tilgangi að þessi auðlind skili sem mestum tekjum fyrir eigendur og þjóðarbúið allt. BGK L#FT Mengun frá jámblendiverksmiðj- unni langt innan leyfóra marka Mengun ffá járnblendiverksmiðu Islenska járnblendifélagsins ehf. á Gmndartanga er langt innan þeirra marka sem fyrirtækinu era sett í starfsleyfi og sömu sögu er að segja af ryklosun verksmiðjunnar sem vora nokkuð sýnileg á þessu ári. Þetta kemur ffam í svari umhverfis- ráðherra á Alþingi við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur þing- manns Vinstri grænna. I svari ráðherra kom ffam að Um- hverfisstofnun fari með effirlit með ffamkvæmd starfsleyfis verksmiðj- unnar sem tók gildi 1. júní 1999 og gildir í tíu ár. I upphafi voru gerðar mælingar á útblæstri ffá hreinsivirki verksmiðjunnar og sýndu þær að mengun var langt undir mörkum. Árlegar mælingar á útblásturslofti ffá ofnhúsi eru gerðar af Iðntækni- stofnun og hafa rykmælingar verið innan marka starfsleyfis og sömu sögu er að segja af losun brenni- steinsdíoxíðs. Eina ffárennslið frá verksmiðjtmni er frá setþró fyrir vætingu á forskiljuryki og sam- kvæmt starfsleyfi ber að mæla gildi svifagna í ffárennslinu. Vegna breyt- inga á frárennslislögnum við Grundartangahöfn hefur þessu ekki verið komið í framkvæmd en að mati Umhverfisstofnunar er engin ástæða til að ætla að gildi svifagna sé yfir viðmiðunarmörkum sem sett eru í starfsleyfi. Eins og fram hefur komið í frétt- um Skessuhorns hefur nokkuð borið á ryklosun ffá verksmiðjunni. I svari ráðherra kemur ffam að hámarks- reyklosun fyrir hvern ofn verksmiðj- unnar verði að vera innan við 2% af rekstrartíma miðað við eitt ár en 1,5% miðað við þriggja ára tímabil. Samkvæmt tölum síðustu þriggja ára hefur losunin verið langt innan þessara marka eða ffá 0,1% til 0,7% af starfstíma ofnanna. I ár hefur verksmiðjan tilkynnt um reyklosun í rúma 26 klukkutíma. Þrátt fyrir nokkra umræðu um ryklosun frá verksmiðjunni á þessu ári hefur formlegum kvörtunum um sýnilega mengun ffá verksmiðjunni ekki fjölgað „en hins vegar hafa borist ýmsar ábendingar um að reyklos hafi verið tíð, einkum á fyrri hluta ársins" segir orðrétt í svari ráðherra. Þá kemur fram að samkvæmt starfsleyfi hafi verksmiðjan leyfi til framleiðslu 190 þúsund tonna fram- leiðslu í fjórum oftium en núna er framleiðslan 120 þúsund tonn í þremur ofnum. Fyrir dyrum standa breytingar á starfsemi verksmiðjunnar og um þær segir ráðherra: „Þær breytingar sem fyrirhugaðar eru felast í ffam- haldsvinnslu á kísiljárni með íblönd- un magnesíums og fleiri málma til framleiðslu á sérhæfðari afurðum. Þessi íblöndun mun fara fram í nýj- um biðofnum. Við stækkun eykst ekki heildarlosun í andrúmsloff en bætt er við mölunar- og pökktmar- búnaði.“ HJ BORGARNESI E H F Loftorka Borgamesi leitar eftir starfsfólki í eftirfarandi störf. Deildarstjóri- Steypuframleiðsla í starfinu felst meðal annars: • Daglegur rekstur deildarinnar • Mannauðsstýring • Samskipti við aðrar deildir sem og framkvæmdarstjórn • $kipulagning vinnuumhverfis og dagleg stýring. • Abýrgð og samþykktir reikninga Hæfniskröfur: • Skipulögð og öguð vinnubrögð • Færni í mannlegum samskiptum • Leiðtogahæfileiki • Reynsla í stjórnun er kostur en ekki skilyrði • Haldgóð tölvuþekking Næstráðandi yfirmaður er Framkvæmdarstjóri steypuframleiðsiu Vélvirki í starfinu felst meðal annars: • Viðhald og viðgerðir á steypustöðvum • Smíðavinna tengd umhverfi okkar • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Menntun/reynsla á sviði véla • Brennandi áhugi á vélum • Skipulögð og öguð vinnubrögð Næstráðandi yfirmaður er Deildarstjóri steypuframleiðslu Loftorka Borgarnesi ehf. er alhliða verktakafyrirtæki á sviði byggingamannvirkja og sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum hlutum úr steinsteypu, steinsteyptum einingum til húsbygginga og steinrörum í holræsi. Loftorka er fyrirtæki í örum vexti og leitar að liðsmönnum í sterka og skemmtiiega liðsheild. Hvetjum við bæði kynin til þess að sækja um störf í okkar hópi. Loftorka Borgarnesi er starfsvetvangur þar sem metnaðarfullir einstaklingar njóta sín í umhverfi í mikilli þróun. Nánari upplýsingar veitir Inger Ericson í s: 8609080 eða í póstfangi inger@loftorka.is Umsóknarfrestur er til 12. Nóvember GEORG JENSEN CHRISTMAS CLASSICS MODEL f / rcomm Slillliolt /6-/<V ilniiirsi siiiii: I II II > > • •, 'Mm Hhmm I s" ' U Hlpf ; ^ * k

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.