Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006
Vill að markaðsfulltrúi hafi
aðsetur á Safiiasvæðinu
Þetta eigulega par létfara vel um sig áSur en basarinn hófst.
Eru nú vafalaust á leið íjólapakka.
Starfsfólk DAB sem aðstoda íbúa viS framleiðslu ogframsetningu
hlutanna ájólabasar DAB á heiSur skilinn. Hér eru þaufrá
vinstri: ÞuríSur Helgadóttir og systkinin Margrét og Vignir Sig-
urþórsböm.
Fjölmenni
sóttí
sýningar á
Höfða
Um 400 manns sóttu Dvalar-
heimilið Höfða á Akranesi heim á
laugardaginn en þá var þar opið
hús. I raun má segja að fjórar sýn-
ingar hafi glatt augu gesta. I fyrsta
lagi var það málverkasýning Sveins
Guðbjartssonar íbúa á Höfða.
Fjölmargir vildu kaupa myndir
Sveins en þær voru ekki til sölu að
þessu sinni. Helgi Daníelsson
sýndi ljósmyndir úr bæjarlífinu á
Akranesi frá sjöunda áratug síðustu
aldar og vöktu þær mikla athygli
og sýndu betur en margt annað
hversu fljótt tíminn líður. Þá voru
til sýnis skipslíkön í eigu Sveins
Sturlaugssonar. Allt voru það
þekkt skip úr flota Skagamanna á
sínum tíma.
Rúsínan í pylsuendanum var að
sjálfsögðu Höfðabazarinn. Þar
voru til sýnis og sölu munir gerðir
af dagvistarfólki og íbúum á
Höfða. Munirnir vöktu verðskuld-
aða athygli enda seldust þeir vel.
Margir gestanna kynntu sér í leið-
inni starfsemina á Höfða og fengu
sér hressingu með heimilisfólki.
HJ
* 31
nm
i *■
Stjórn Byggðasafhsins að Görð-
um á Akranesi hefur samþykkt að
óska eftir því við Akraneskaupstað
að markaðsfulltrúi kaupstaðarins
verði með starfsaðsetur á Safna-
svæðinu að Görðum og taki yfir
ákveðna verkþætti í rekstri Safna-
svæðisins í náinni samvinnu við
stjórn Byggðasafnsins og forstöðu-
mann þess. Má þar nefna markaðs-
og kynningarmál svæðisins, rekstur
Safnaskála, þar með talið veitinga-
rekstur, sölustarfsemi og upplýs-
ingamiðstöð, öll viðburðastjórnun
og öflun styrkja vegna sýninga og
rekstur svo eitthvað sé nefnt.
I tillögu stjórnarinnar segir að
með því að markaðsfulltrúinn taki
yfir áðurnefnda verkþætti og
ábyrgðarsvið skapist aukin tækifæri
til sóknar fyrir Safnasvæðið jafh-
ffamt því sem að hið faglega fær
aukna vigt. Þá segir að gert sé ráð
fyrir að töluvert af daglegri starf-
semi markaðsfulltrúa verði dagleg
stjómun á svæðinu sjálfu.
Talsverðar umræður urðu um
þessa tillögu á fundi stjórnarinnar.
Guðni Tryggvason lagði til að mál-
inu yrði frestað en á það var ekki
fallist og var tillagan að lokum sam-
þykkt. Guðni taldi að ganga þyrfti
mun lengra en tillagan segir til um
í markaðssetningu safnsins og
innra skipulagi.
HJ
Launamunur jafnaður
árið 2588?
í ávarpi Runólfs Ágústssonar,
rektors Háskólans á Bifföst á mál-
þingi háskólans og félagsmálaráðu-
neyrisins á Bifföst sl. föstudag um
launajafhréttí á vinnumarkaði kom
ffam að með sömu þróun og verið
hefur undanfarin ár mun það taka
581 ár þar tíl jöfhum rétti kynja til
launa verður náð á Islandi. Sam-
kvæmt rannsókn Capacent er óút-
skýrður launamunur nú 15,7 % en
var 16% árið 1994. I ávarpi sínu
sagði Runólfur ma: „Kynbundin
launamunur á vinnumarkaði er
staðreynd og nú blasir það við okk-
ur að samkvæmt þeirri könnun sem
við erum hér að fjalla um dregur
afar hægt úr þessum smánarbletti á
okkar atvinnuhfi og samfélagi. Þeg-
ar búið er að ffamkvæma svokallaða
leiðréttingu á kynbundnrun launa-
mun var svokallaður óútskýrður
launamunur 16% árið 1994 en er
15,7% í dag. Þetta er ekki mikil
huggun nýbökuðum foreldrum
stúlkubarna því þegar þær fá aldur
til getum við skýrt út fyrir þeim að
jöfhun rétti þeirra til launa verði
með sama áframhaldi náð árið 2588,
eða eftir 581 ár. Það er langur tími
að bíða, bæði fyrir foreldra og
börn,“ sagði Runólfur. MM
Akraneskaupstaður dæmdur tíl greiðslu
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmi
Akraneskaupstað í síðustu viku til
þess að greiða skipverja á dráttar-
bátnum Leyni tæpar 5 milljónir
króna auk málskostnaðar vegna slyss
er varð um borð í bátnum árið 2001.
Dómurinn taldi að öryggi skipverja
hefði ekki verið tryggt og því bæri
bæjarfélagið alla ábyrð á því tjóni er
skipverjinn varð fyrir.
Forsaga málsins er sú að í aprfl
2001 var dráttarbáturinn Leynir
kallaður út til aðstoðar skipi norð-
vestur af Garðskaga. Skipið var tek-
ið í tog en þegar þau voru komin inn
fyrir Garðskaga slitnaði dráttartaug-
in. Tókst eftir nokkrar tilraunir að
koma tauginni fyrir á nýjan leik, en
veður var þá vont, hvasst og sjó-
skaðabóta vegna vinnuslyss
gangur nokkur. Slóst armur dráttar-
króks í skipverjann með þeim afleið-
ingum að hann brotnaði illa á hægri
fæti og varð líkamstjón hans varan-
legt og var örorka hans síðar varan-
lega metin 10%. Akraneskaupstaður
hafhaði bótaskyldu vegna slyssins
með bréfi árið 2003. I mars 2003
óskaði bæjarfélagið effir því að sjó-
próf vegna slyssins færu fram.
Fyrir dómi krafðist skipverjinn
þess að viðurkennt væri að Akranes-
kaupstaður bæri sakarábyrgð á því
tjóni er hann varð fyrir . Taldi hann
dráttarbúnað bátsins hafa verið ófor-
svarandi enda hafi honum verið
breytt effir að skipið kom nýtt til
landsins og ekki hafi verið aflað sam-
þykkis Siglingastofhtmar á breyting-
um búnaðarins.
Akraneskaupstaður krafðist sýknu
sem meðal annars var byggt á því að
um óhapp hafi verið að ræða sem
hafi orsakast af öldugangi, veðurfari
og aðstæðum sem skapast geta úti á
sjó án þess að nokkur eigi sök á.
Dómurinn féllst ekki á að slysið hafi
stafað af óhappatilviki. Breytingar
hafi verið gerðar á bámum án þess
að þær hafi verið samþykktar af Sigl-
ingamálastofhun svo sem lögskylt
var. Breytingarnar hafi dregið úr
stöðugleikahæfni bátsins og þar með
öryggi áhafnar hans. Þá segir í
dómnum að samkvæmt skilgrein-
ingu Rannsóknarnefndar sjóslysa
flokkist slys þetta sem alvarlegt slys.
Það að sjópróf hafi ekki verið haldin
fyrr en tveimur árum seinna beri
„nokkurn vott um tómlæti“ segir í
dómnum. Þá taldi dómurinn einnig
óvarlegt að nota bátinn Leyni við
verkefhi það er vinna skyldi í umrætt
sinn. Hins vegar var ekki talið sýnt
ffam á að skipstjóri Leynis hafi beitt
bámum óeðlilega né að báturinn
hafi verið óeðlilega mannaður.
I niðurlagi dómsins segir meðal
annars: ,Áf þessum sökum verður
fallist á það með stefhanda að stefhdi
hafi ekki tryggt öryggi starfsmanna
sinna um borð í Leyni og ekkert að-
hafst til að draga úr hættueiginleik-
um við notkun dráttarkróksins og
ber stefhdi því alla ábyrgð á tjóni
stefhanda vegna slyssins."
HJ
Intrum justitía opnar
í Borgamesi
Intrum justitia, sem rekur sem
kunnugt er innheimtuþjónustu,
opnar starfsstöð í Borgarnesi öðru
hvoru megin við áramót. Fast-
eignafélag sem Intrum er í sam-
starfi við keypti fyrir nokkru hús-
næði við Borgarbraut þar sem KB-
banki var áður til húsa. Þar verður
starfsemin hýst. Að sögn Sigurðar
Arnars Jónssonar, forstjóra Intrum
verður þess ekki langt að bíða að
einhver fari að starfa í húsinu, þótt
formleg opnun verði ekki strax.
Mannauðssvið Intrum á Islandi
ehf. sér um mannaráðningar á
þessa nýju starfsstöð og þegar hef-
ur María Magnúsdóttir, lögmaður
verið ráðin. Til að byrja með verða
að líkindum 3-4 starfsmenn í Borg-
arnesi, en Akranes og Borgarnes
verða eitt starfssvæði svo starfsfólk
mun eitthvað fara á milli staða.
I samstarfi með Intrum eru fjög-
ur fyrirtæki, þar sem Intrum er
stærst. Hin fyrirtækin eru: Pacta-
málflutningur og ráðgjöf, Lög-
heimtan ehf, Domus-fasteignasala,
Rentus-leigumiðlun. Nöfnin á
þessum samstarfsfyrirtækjum segja
allt um hvaða starfsemi þau bjóða.
Intrum hefur markvisst verið að
flytja störf út á land, þar sem ýmsa
þjónustu er hægt að inna af hendi,
hvar sem er á landinu. Sem dæmi
þá starfa mun fleiri í starfsstöðinni
á Akranesi en þarf í raun til að reka
hana og allar úthringingjar á veg-
um fyrirtækisins eru framkvæmdar
á landsbyggðinni.
„Við erum reyndar að leita að ein-
hverjum til leigja með okkur, húsið
er svo stórt að það rúmar alveg
fleiri, og tilvalið fyrir eitthvert fyrir-
tæki með svipaða starfsemi að vera
þarna einnig með aðstöðu“ segir
Sigurður Arnar að lokum. BGK
Jólabasar í Borgamesi
KaffihlaSborS af bestu gerS erfastur liSur á basardegir DAB.
Ljósm. Eva SumarliSad.
Hinn árlegi Jólabasar Dvalarheimilis aldraðra í
Borgarnesi var sl. laugardag. Þar voru til sýnis og sölu
ýmsar handgerðar vörur eftir heimils- og starfsfólk.
Að vanda var mjög vandað til verksins og var margt
eigulegra og fallegra muna sem skiptu um eigendur á
laugardaginn. Selt var kaffi þar sem rmgir og eldri
gæddu sér á margrómuðu kaffihlaðborði starfsstúlkna
DAB, en hagnaðurinn af kaffisölunni rennur í sumar-
ferðasjóð íbúa.
MM
Munir á basamum.