Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 2006 Eystri Leirárgarðar eru fyrirmyndarbýli ársins Síðastliðinn föstudag var Sveita- teiti, uppskeruhátíð bænda á Vest- urlandi haldið á Hótel Borgarnesi. Að þessu sinni var það Búnaðarfé- lag Mýramanna sem hafði umsjón með hátíðinni. Hljómsveitin Upp- lyfting lék fyrir dansi og Þorkell Fjeldsted flutti pistil um hlerunar- mál, sveitalíf á Mýrum og fleira. Þá söng Björg Jónsdóttir í Einarsnesi nokkur lög. Meðal fastra liða á hátíðinni er að Búnaðarsamtök Vesturlands verð- launa fyrirmyndarbýli, eða bændur sem hafa staðið sig sérstaklega vel á liðnu ári í búskap og umgengni. Að þessu sinni voru það bændur á Eystri Leirárgörðum í Hvalfjarðar- sveit, þau Magnús Hannesson og Bændur á Eystri Leirárgörðum taka við verðlaunum sínum úr hendi Guðnýjar Jakobs- dóttir formanns Búnaðarsamtaka Vesturlands og Eiríki Blöndal, framkvœmdastjóra BV. Andrea Bjömsdóttir og yngri hjón- Búnaðarfélagi Hvalfjarðar var in Hannes Magnússon og kona falið að halda utan um Sveitateiti að hans Daníela Gross sem hlutu ári. verðlaunin. MM Búnaðarfélag Mýramanna hafði umsjón með teitinu að þessu sinni. Hérflytja þeir sam- einingarsimginn eftir Þorkel á Mel. Ev. Gísli Friðjónsson, Jónas Þorkelsson, Þorkell Guðbrandsson, Guðbrandur Guðbrandsson, Þorkell Fjeldsted og Finnbogi Leifssm. Jón- ína Ema Amardóttir spilar undir á píanó. Gestir á Sveitateiti 2006 Saltfisksvinnsla hefst í Stykldshóhni Fyrir nokkru hóf starfsemi sína saltfiskverkunarfyrirtækið Agustson í Stykkishólmi. Þegar Skessuhom leit við í fyrirtækinu í liðinni viku var nóg um að vera og samkvæmt upplýsingum ffá Karveli Jóhann- essyni, verksmiðjustjóra var búið að vera mikill gestagangur síðan fyrir- tækið opnaði. A föstudaginn vom matsmenn mættir til þess að leggja blessun sína yfir ffamleiðsluferlið og greinilega var í ýmis horn að líta. Fyrirtækið, sem opnaði í síð- asta mánuði, er aðallega í saltfisk- verkun á þorski en einnig er verið að gera tilraunir með aðrar fiskteg- undir. Vinnslan er byggð upp frá grunni og notast er við fullkomn- ustu tæki sem em á markaðnum í dag. Sprautuvélar, sjálf- virkir saltdreifarar og umsölmnar- búnaður er notað- ur við vinnsluna og léttir sá búnaður verulega mörg handtök. Fyrirtækið ætlar að leggja ríka áherslur á gæðamálin, fram- leiða gæðavöm til þess að hámarka verðmætin. Aðstaðan er öll hin snyrtilegasta, rúmt vinnupláss og öllum tækjum haganlega komið fyrir. Þegar búið verður að ráða í allar stöður innan fyrirtækisins mtrnu starfa við vinnsluna um 15 manns og er þetta góð viðbót í at- vinnuflóruna í Stykkishólmi. Hrá- efnið fær fyrirtækið aðallega að norðan, það er verkað og pakkað í hinu nýja fyrirtæki og síðan sent til Spánar. KH Ibúar Norðvestur- kjördæmis á mölinm Aðeins tæplega 9% tengi- og safnvega í Norðvesturkjördæmi em lagðir bundnu slitlagi og em íbúar kjördæmisins langverst settir hvað þetta hlutfall varðar. Hlutfallið er einungis rúmur helmingur hlut- fallsins í Norðausturkjördæmi og einungis um fjórðungur hlutfallsins í Suðvesmrkjördæmi. Miðað við fjárveitingar síðusm tíu ára tæki það 50-75 ár að ljúka lagningu slit- lags. Þetta kemur meðal annars fram í svari Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á Alþingi við fyrirspurn Drífu Hjartardótmr. Drífa spurði hver væri saman- lögð vegalengd safn- og tengivega landsins og hversu mikið hefur ver- ið lagt af bundnu slitlagi á þá. I svari ráðherra kemur fram að heildarlengt safn- og tengivega sé 1.663 km í Suðurkjördæmi og af því em 481 km lagðir bundnu slit- lagi eða tæplega 29%. I Suðvesmr- kjördæmi eru vegirnir 167 km langir og 61 km af þeim em lagðir bundnu slitlagi eða tæp 37%. I Norðausmrkjördæmi em vegirnir 1.692 km langir og 276 km af þeim lagðir bundnu slitlagi eða rúm 16%. I Norðvesturkjördæmi em vegirnir 2.709 km langir og af þeim era aðeins tæp 9% lagðir bundnu slitlagi. Þá vildi fyrirspyrjandi vita hver kostnaðurinn væri við að ljúka lagningu bundins slitlags á vegina. I svari ráðherra kemur ffam að ekki sé hægt að svara því með neinni vissu en síðustu 10 ár hafi fjárveit- ing til þessara vega verið 870 millj- ónir að jafnaði á ári og tekist hefði að leggja um 59 km af slitlagi fyrir það fjármagn. Því gæti kostað um 45-65 milljarða króna að malbika þá 5.200 km sem eftir era. Miðað við tölur sem koma ffam í svari ráðherra og þær fjárveitingar sem lagðar hafa verið í slitlagsgerð undanfarin tíu ár má einnig reikna út að með sömu fjárveitingum tæki á bilinu 50-75 ár að klára slitlags- gerðina. HJ Nýtt kafifihús og upplýsingamiðstöð ferðamála á Akranesi Kirkjubraut 8. Þar var síðast kosningamiðstöð Frjálslyndra en árin þar á undan verslun Ozone. Á næstunni mun opna á Akranesi nýtt kaffihús og gjafavömverslun. Einnig er stefnt að því að þar verði einnig til húsa upplýsingamiðstöð ferðamála og hugsanlega mun strætó hafa þar viðkomu. Bæjarstjór- inn á Akranesi segir bæjaryfirvöld vilja með þessu styrkja ferðaþjónustu á Akranesi. Upplýsingamiðstöð verður áffam starffækt á Safnasvæð- inu. Það er María Nolan, veitinga- maður í golfskálanum á Garðavelli sem vinnur að undirbúningi opnun kaffihússins. Það verður til húsa að Kirkjubraut 8 þar sem til skamms tíma var verslunin Ozone og nú síð- ast var þar kosningaskrifstofa F-list- ans. María hefur tekið húsið að leigu af SS-verktökum. Hún segir að þama verði kaffihús í samstarfi við Te og kaffi í Hafiiarfirði og einnig verði þar gjafavöraverslun. Innrétt- ing húsnæðisins er þegar hafin og segist María vonast til þess að geta opnað 15. desember. I hluta húsnæðisins mtm Akranes- kaupstaður að öllum líkindum opna upplýsingamiðstöð ferðamála að sögn Gísla S. Einarssonar bæjar- stjóra. Hann segir Maríu hafa kom- ið að máli við bæjaryfirvöld fyrir nokkm og hugmynd hennar hafi verið vel tekið. Ekkert hafi formlega verið ákveðið en að öllum líkindum muni bæjarfélagið greiða Maríu fasta upphæð á mánuði fyrir að hýsa miðstöðina. Þá segir hann að uppi séu hugmyndir um að við húsið verði einnig stoppistöð fyrir Reykja- víkurstrætó. Akraneskaupstaður hef- ur rekið upplýsingamiðstöð á Safna- svæðinu að Görðum og verður hún rekin áffam. Aðspurður hvort ekki hafi verið eðlilegra að auglýsa effir aðilum til þess að taka að sér þjón- ustu sem þessa segir Gísli svo ekki þvufia að vera. Bæjaryfirvöld hafa verið boðin og búin til þess að liðka til fyrir rekstri sem þessum og ýmsar hugmyndir verið ræddar í þá átt. Engar þeirra hafi hinsvegar komið til ffamkvæmda. Hann ítrekar að þó að allar líkur séu á því að af þessu samstarfi verði þá hafi formleg ákvörðun ekki verið tekin. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.