Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006
.■.r-ViliH...
• • •
Spuming
vikunnar
Hvað er það
skemmtilegasta
við vetiirinn?
(spurt í dagvistun í Grundaskóla
á Akranesi)
Ama Berg:
Renna mér á snjóþotu ogfara í
snjókast
Anna Berta:
Biía til snjókalla og renna mér á
sleða
Halldór Vilberg:
Biía til snjóbolta ogfara í snjó-
kast
Óskar:
Jólin
Að vera úti í snjónum
Borgfirskar konur sýndu tískufatnað
á Landnámssetrinu
Það var fullt út úr dyrum á Land-
námssetrinu fyrsta dag nóvember-
mánaðar þegar húsráðendur blésu
til tískusýningar þar sem íslensk
hönnun var í fyrirrúmi.
Sýningin, sem borgfirskar konur
og börn tóku þátt í skiptist í tvennt.
Til að byrja með voru vörur úr
lopa, treflar, vettlingar, húfur og
skartgripir úr náttúrlegum efhum
sýnt og mest var um borgfirskt
handverk að ræða. Áður en konurn-
ar stigu síðan á stokk með föt eftir
hönnuðinn Rögnu Fróðadöttur,
söng Freyjukórinn nokkur lög und-
ir styrkri stjórn Zsuzsamia Budai.
Það setti óneitanlega skemmtilegan
svip á hópinn að allar klæddust þær
íslenskum lopapeysum, í öllum
regnbogans litum, auk þess sem
söngurinn naut sín mjög vel þar
sem þær sungu beint á móti berg-
Freyjukórinn
inu sem búið er að byggja yfir og er
hluti af innréttingu tengibyggingar
Landnámssetursins.
Það sem einkenndi föt Rögnu
Fróðadóttur var fyrst og fremst
kvenleiki en það gerir hún m.a.
með því að leggja áherslu á mittið
og notar til þess snið sem dregur
það vel fram auk þess sem hún not-
ar ffngerð bönd og linda. Fötin
voru flest úr silkiefni og svifu mód-
elin um á meðal gesta líkt og gyðj-
ur, meðan Sigríður Margrét kynnti
og skýrði út hönnunina.
Hugmyndina að sýningunni og
skipulag hennar átti Elísabet Hall-
dórsdóttir en auk hennar kom
starfsfólk setursins að ffamkvæmd-
inni. Afar góður rómur var gerður
af framtakinu meðal gesta og
skemmtu þeir sér hið besta.
KH
Eygló Egilsdóttir sveifum eins og gyíja og sýndi ullarvörur
Hönnuðurinn Ragna Fróðadóttir og skipulegg/andi sýning-
arinnar, Elísabet Halldórsdóttir
Skartgripir frá Kristý voru til sýnis og sölu.
Dýrindiskjóll eftir Rögnu Fróðadóttur
Frá hátíðarhöldunum tjýrra.
Pólski þjóðhátíðardagurmn
haldinn hátíðlegur í Röst
Næstkomandi laugardag, 11. nóv- boði verður pólskur matur, dans við
ember verður pólski þjóðhátíðar- pólska tónlist og fleira skemmtilegt.
dagurinn haldinn hátíðlegur í fé- Nánari upplýsingar má finna á vef
lagsheimilinu Röst á Hellissandi. I Snæfellsbæjar, snb.is. MM
Sturla segir brýnt að auka
framlög til markaðssetningar
Sturla Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra segir í frétt á vef sínum að
brýnt sé að auka kynningu á Islandi
erlendis enda sé ferðaþjónustan
mikilvæg atvinnugrein sem afli um
12% gjaldeyristekna þjóðarbúsins.
„Þess vegna er mikilvægt að við
höldum áfram markaðsstarfi bæði
austan hafs og vestan því það er alls
staðar mikil samkeppni um ferða-
menn,“ segir ráðherra. Ferðamála-
ráð samþykkti á fundi sínum síðast-
liðinn föstudag að beina því til
samgönguráðherra að fjárframlög
til landkynningar á næsta ári verði
stóraukin og að stefiit skuli að því
að fjármunir til markaðssóknar
verði um 300 milljónir króna ár-
lega. Sturla Böðvarsson kveðst
fagna þessum tillögum sem hann
hyggst skoða nánar og vinna úr. Þá
leggur ferðamálaráð til að ráðist
verði þegar í stað í rannsókn á veg-
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.
um hlutlauss aðila til að fá heildar-
mynd af áhrifum hvalveiða í at-
vinnuskyni á íslenska ferðaþjónustu
og ímynd landsins á erlendum
mörkuðum. Einnig að kannaðar
verði skoðanir almennings sem og
söluaðila ferðaþjónustu á erlendum
mörkuðum. MM
Leitað að framtíðarhúsnæði
fyrir Amtsbókasafiúð
Starfshópur um fyrirhugaða
byggingu nýs skólahúss í Stykkis-
hólmi hefur fundað um hvað eigi
að vera í væntanlegu skólahúsi og
einnig hvort Amtsbókasafnið eigi
heima þar.
I samtali við Eyþór Benedikts-
son, formann safna- og menningar-
nefhdar Stykkishólms, kom meðal
annars fram að safhið sé að flytja úr
núverandi húsnæði. Það hús er að
mörgu leiti gott og á fallegum stað
en hefur lengi þótt of lítið. I um-
ræðunni hefur verið að finna eða
byggja stærra húsnæði undir safhið.
Stykkishólmsbær hefur selt núver-
andi húsnæði safnsins og mun það
hýsa svokallað Vatnasafn sem eru
listaverk effir Roni Horn.
Til að byrja með fer safnið niður
í gamla bæinn, í verslunarhús sem
þar er að losna. A meðan geta
menn velt fyrir sér kostum og göll-
um þess að hafa Amtsbókasafhið
tengt við grunnskólann. Hvort
vegur þess og notkun yrði minni
eða meiri eða hvort einfaldlega eigi
að byggja glæsilegt bókasafnshús í
hjarta bæjarins, sem gæti hýst öll
þau söfn sem Stykkishólmsbúum
dettur í hug að setja á stofn í ffam-
tíðinni. BGK
Undirskriftarlistar gegn
byggingu Sóhnundarhöfða
Sigurbjörg Ragnarsdóttir og
Unnur Guðmundsdóttir starfs-
menn á Dvalarheimilinu Höfða
hafa afhent Gísla S. Einarssyni
undirskriftalista þar sem 119 ein-
staklingar mótmæla fyrirhugaðri
byggingu á Sólmtmdarhöfða. Eins
og fram hefur komið í fréttum
Skessuhorns ákvað bæjarstjórn
Akraness fyrir skömmu að fjölga
hæðum áðurnefnds fjölbýlishúss úr
fjórum í átta auk bílakjallara og við
það fjölgaði íbúðum úr 12 í 31. Sú
breyting kallaði á breytingu á
deiliskipulagi Sólmundarhöfða og
var auglýst eftir athugasemdum við
þá breytingu nýverið og þurfti að
skila þeim inn til Akraneskaupstað-
ar fyrir 1. nóvember.
I formála listans segir að þeir
sem tmdir hann rita vilji koma á
framfæri við bæjaryfirvöld óánægju
og undrun yfir þeirri ákvörðun „að
leyfa byggingu háhýsis á Sólmund-
arhöfða," eins og segir orðrétt. Þá
segir að til standi að byggja lokaða
deild fyrir Alzheimer sjúklinga við
Höfða og sé undirbúningur að
þeirri hugmynd þegar hafinn og
því samræmist nýbyggingin engan
veginn þeim hugmyndum sem ríkj-
andi eru um starfsemi slíkrar deild-
ar „það er að ró og friður sé sem
mestur ef kostur er“.
Þá segir að háhýsi á þessum stað
muni hafa í för með sér mikla um-
ferðaraukningu og ónæði við
hjúkrunardeildina sem nú þegar er
starfrækt við Höfða. „Það verða
ekki eingöngu íbúar hússins sem
koma til með að keyra þarna ffarn
hjá því að það gefur auga leið að 31
íbúð fylgir mikil umferð. Það er
einlæg ósk okkar að þetta svæði fái
að vera ósnortið enda eitt fallegasta
útivistarsvæði á Akranesi í tengsl-
um við íþróttasvæðið og Langa-
sand,“ segir í niðurlagi undirskrift-
arlistans.
HJ