Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006
19
Breiða út fagnaðarerindið um íslensku sauðkindina
Til stuðnings íslenskum landbúnaði
- 3 staðreyndir
Mikil umræða hefur verið um
matvælaverð hér á landi. Sagt er að
verðið sé hátt og mun hærra en
meðalverð 15 ESB landa og talið
vandinn liggi í takmörkunum á inn-
flutningi á mjólk - og kjötvöru. Með
þessari framsemingu er neytendum
eða almenningi steflit gegn bænd-
um.
En ekki er allt sem sýnist í þessu
máli fremur en í mörgum öðrum.
Lítum á 3 staðreyndir sem tala öðru
máli.
1. Kaupmáttur tekna gegnvart
matvælum er meiri en í ýmsum suð-
rænum Evrópusambandsríkjum.
Það þýðir að Islendingur ver minna
af tekjum sínum hlutfallalega til
matvælakaupa en í þessum löndum.
Aðeins um 14% hérlendis en tæp-
lega 20% í Portúgal og um 16% á
Spáni. Auk þess eru hlutfallið hærra
í Grikklandi og svipað á Italíu og
Frakklandi. I löndum norður Evr-
ópu, sem eru með háþróaðan land-
búnað í stórum einingum eru mat-
vælaútgjöldin um 1-2% lægri en hér
á landi, það er allur munurinn.
2. Innlendi hluti matvælakaupa Is-
lendingsins er aðeins ríflega 5% af
útgjöldum heimilisins. Sá hluti hef-
ur lækkað á undanförnum 8 árum úr
tæplega 7%. Þetta gerist vegna þess
að innlend framleiðsla lækkar í
verði. Hagræðing í atvinnugreininni
hefur skilað sér til neytenda.
3. Verðlag búvöru sem frjáls inn-
flutningur er á er í mörgum tilvikum
mtm hærra yfir meðalverði 15 ESB
landanna en matvælaverðið í heild..
Frjálsa kerfið skilar ekki alltaf lægra
verði, það skulu menn athuga.
Þannig er verð á grænmeti um 67%
yfir meðalverði 15 ESB landa, brauð
og kornvörur einnig, gosdrykkir
safar og vatn um 64% hærra svo
nokkur dæmi séu nefnd. Meira að
segja fiskur-
inn er um
21 % dýrari en
að meðaltali í
ESB löndunum 15 og skyldi þá
mega ætla að annað væri upp á ten-
ingnum.
Svo má nefna að óvíða er meira
frjálsræði í innflutningi á búvöru en
einmitt hér á landi. Um helmingur
af orkugildinu í búvörunni er irm-
flutt. Vörur eins og kaffi, sykur, kakó
og tóbak eru fluttar inn frá svo-
nefndum 3. heims löndum hindrun-
arlaust. Það gera ekki margar þjóðir
betur í þeim efhum.
Þessar þrjár staðreyndir er vert að
hafa í huga í umræðunni um mat-
vælaverð og innflutning á búvöru.
Kristinn H Gunnarsson
„Þetta byrjaði allt saman í Hús-
dýragarðinum, en þar var ég feng-
inn til þess að koma og rýja kindur
fyrir gestina með vissu millibili.
Fljótlega fór ég að taka Ullarsels-
konurnar af Hvanneyri með mér,
til þess að sýna þeim sem á horfðu,
hvað væri svo gert við ullina,“ seg-
ir Guðmundur Hallgrímsson,
ráðsmaður á Hvanneyri, um þá
kynningu sem hann hefur hafið í
skólum landsins á sauðkindinni og
flestu henni tengt.
Guðmundur og konurnar í Ull-
arselinu hafa myndað með sér
teymi og fara nú saman með kynn-
ingarstarf sitt um landið. Krökk-
unum er sýnt hvernig uppbygg-
ingin á ullinni er, hún þæfð og
búið til band sem þau fá að eiga.
„Eg áttaði mig engan veginn á því
til að byrja með hversu merkilegt
þetta væri fyrr en ég fór að sjá
sama fólkið koma aftur og aftur til
komist í snertingu við sveitina en
líka til þess að þau upplifi þetta
sem í náttúrulegasta umhverfi. Það
vantar ekki áhugann og að mínum
dómi veitir ekki af frekar tengingu
milli sveita og borgar. Börn í þétt-
býlum vita varla nokkuð um land-
búnað lengur, hvað er um að vera í
sveitunum og það má ekki gerast,“
segir Guðmundur ákveðinn.
Aðspurður um fleiri hugmyndir
sem hann hafi í farvatninu segir
Guðmundur: „Það getur vel verið,
nóg er af kúnum í fjósum landsins,
öðrum spendýrum og fuglum sem
ég gæti vel hugsað sér að kynna.“
KH/ljósm.ÁE
Bifreiðaeign marg-
faldast en lögreglu-
mönnum fækkar
Á undanförnum áratugum hefur
bifreiðaeign á Islandi þrefaldast en
á sama tíma hefur heildarfjöldi lög-
reglumanna sem starfa eingöngu
við umferðaröryggismál fækkað
umtalsvert. I dag starfa einungis
tveir við þann málaflokk hjá ríkis-
lögreglustjóra. A sama tíma eru 37
menn starfandi í sérsveit embættis-
ins. Þetta kemur fram í svari
Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra á Alþingi við fyrirspurn Jó-
hönnu Sigurðardóttur alþingis-
manns Samfýlkingarinnar um lög-
gæslu vegna umferðaröryggis.
I svari ráðherra kemur ffarn að
ffá árinu 1990 hefur hlutfall lög-
reglumanna af heildarfjölda sem
eingöngu sinna umferðaröryggis-
málum lækkaði úr 6,4% árið 1990 í
3,2% árið 2006. I svarinu kemur
fram að samanburður sem byggist á
fjölda eða hlutfalli þeirra sem ein-
göngu starfa við umferðarlöggæslu
gefi ekki rétta mynd af þróun mála
og umferðarmálum sé betur sinnt
af hálfu lögreglunnar en áður var.
Þá kemur fram að á árinu 1975
voru 71.469 bifreiðar á Islandi.
Þann 22. október 2006 voru þær
orðnar 226.137 talsins. Frá árinu
1985 hefur löggæslumönnum sem
störfuðu eingöngu að umferðarör-
yggismálum fækkað úr 46 í 23 í ár.
Þá eru ekki taldir með starfsmenn
slysarannsóknardeildar lögregl-
unnar í Reykjavík né þeir sem sinna
umferðarfræðslu.
Sérstök umferðardeild er ekki
lengur rekin hjá embætti ríkislög-
reglustjóra en hún var lögð niður í
árslok 2004. Hins vegar sinnir sér-
sveit embættisins umferðarefrirliti
samhliða öðrum störfum. Einnig
kemur fram í svari ráðherra að á
þessu ári hafa aðeins 4,4% af öllum
kærum um umferðarlagabrot til-
komin vegna löggæslumyndavéla
en 95,6% vegna umferðarlöggæslu
lögreglumanna. Hjá ríkislögreglu-
stjóra sinna aðeins tveir menn um-
ferðarlöggæslu sérstaklega. A sama
tíma starfa 16 manns við rannsókn
skatta- og efriahagsbrota þar af 11
lögreglumenn. Þá eru nú 37 lög-
reglumenn starfandi í sérsveit emb-
ættisins.
HJ
þess að fylgjast með og velti ég því
fyrir mér hvort ekki væri rétt að
gera eitthvað með þetta.“ Guð-
mundur sótti um styrk hjá Bænda-
samtökum Islands og Istex og hóf
kynninguna og þá fyrst hjá börn-
unum í Andakílsskóla.
„Auk þess að vera búin að fara
víða um Vesturlandið höfum við
komið við í Húnaþingi og Skafta-
fellssýslu og mjög líklegt að við
látum sjá okkur á Austurlandi og
breiðum út fagnaðarerindið þar,“
segir hann og hlær. „Við fáum að
vera í fjárhúsum ekki langt frá
þeim skólunum sem við erum að
kynna, bæði til þess að börnin
Meðalhófireglan
Höfundur er Valdimar Sigur-
jónsson sem býður sig fram í 3. sæti
á lista Framsóknarflokksins í Norð-
vesturkjördæmi.
í gegnum lífið öðlast einstakling-
ar reynslu, með því að læra af um-
hverfi sínu og af samskiptum við
samferðafólk sitt. Reynslan getur
verið bitur þegar gengið hefur ver-
ið of langt en stundum er hægt að
afjmá hnökra þegar góð ráð eru tek-
in gild og farið er eftír þeim. Allt
leiðir þetta til þess að einstaklingur
gæti hófs í aðgerðum sínum og
framkomu. Allar öfgar fara oftast í
reynslubankann sem eitthvað sem á
að forðast. Þegar einstaklingur hef-
ur tamið sér meðalhóf eru meiri lík-
ur að hann lifi hamingjusamur og
sáttur við sig og samfélag sitt.
í stjómmálum
I stjómmálum er meðalhófsregl-
an mjög sterk. Við stjórnsýsluá-
kvarðanir er hún gegnumgangandi
og skapar viðmið. Lög verða að
vera byggð upp á þann hátt að þau
tryggi réttíndi en skapi ekki of ríkar
skyldur. Þarna á milli er hárfín lína.
Þegar verið er að framfylgja lögum
þarf líka að beita hófsömum að-
gerðum þ.e.a.s. ekki má ganga of
langt Þegar ekki er gætt að meðal-
hófi geta skapast hættur og afleið-
ingarnar orðið ófyrirsjáanlegar.
Þetta á ekki bara við um lagasetn-
ingar eða aðrar stjórnsýsluákvarð-
anir heldur líka umræður. Umræð-
ur og orð stjórnmálamanna eru oft
mótandi og geta haft mikil áhrif út
í samfélagið.
Innflytj endamál
Innflytjendamál eru í umræðunni
núna og era skýrt dæmi um hversu
mikil áhrif setningar og einstök orð
stjórnmálamanna hafa. Þegar fjallað
er um þessi mál þá er hárfín lína
milli þess að ganga of langt og að
fjalla um málin af ábyrgð, skynsemi
og tillitsemi. Allar umræður þurfa
að vera vel ígrundaðar, þar sem öll
gífuryrði geta skapað usla og haft
alvarlegar afleiðingar. Auðvelt er
fyrir stjórnmálamenn að detta í þá
gryfju að ganga of langt í þessum
efnum, sérstaklega ef von er á
auknu fylgi. Skammtímahugsun
sem nær til næstu skoðanakönnun-
ar getur haft slæm áhrif á einstak-
linga. Fólk horfir á fréttir og heyrir
þar ummæli eins og að „ófremdará-
stand ríki í innflytjendamálum“ eða
önnur gífuryrði. Svona málflutn-
ingur getur lagt grunn að einelti og
öðram óbæt-
a n 1 e g u m
miska sem er
óafturkræfur
og til skamm-
ar fyrir það
góða þjóðfé-
lag sem við
viljum búa í.
Það er nauðsynlegt að ræða mál op-
inskátt og að marka skýra stefriu en
aðalmarkmiðið er að umræðan
skapi ekki grundvöll fyrir óham-
ingju, virðingarleysi og ofbeldi.
Ávalt skal gæta meðalhófs, það er
allavega mín skoðun.
Valdimar Sigurjónsson