Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 2006 stajssgffijrc™ Veruleg þörf á fjölgun lögreglumanna í Borgamesi Töluverðar breytingar eru íyrir- hugaðar á skipan lögreglumála á Vesturlandi um næstu áramót, eins og fram kom í Skessuhomi fyrr á þessu ári. Meðal þess sem ákveðið hefttr verið má nefiia að staða rann- sóknarlögreglumanns verður á Akranesi. Þá mun lögregluumdæm- ið í Búðardal færast yfir til lögregl- unnar í Borgamesi og einnig era lík- ur á því að Kolbeinsstaðahreppur verði einnig hluti af stækkuðu um- dæmi lögreglunnar í Borgarnesi, en að því er stefiit til hagræðis m.a. vegna þess að Kolbeinsstaðahreppur sameinaðist sveitarfélögum stmnan við sig sem öll falla undir embætti lögreglunnar í Borgarnesi. Með færslu á stjómun löggæslu í Búðar- dal tmdir embættið í Borgarnesi bætist 2439 ferkílómetra svæði til viðbótar því umdæmi sem fyrir er og Kolbeinsstaðarhreppurinn telur um 350 ferkílómetra en fyrir er umdæmi lögreglunnar í Borgamesi 5287 fer- kílómetrar og nokkuð þéttbyggt víða. I umdæmi lögreglunnar í Búð- ardal era í dag ríflega 700 íbúar og í Kolbeinsstaðahreppi búa um 100 og mun því fjölga um rúmlega 800 manns í umdæmi lögreglunnar í Borgamesi. Við þessar breytingar færist eitt stöðugildi lögreglumanns ffá Búðardal í Borgames en það verður þó áffam staðsett í Búðardal og áffam verður starffækt lögreglu- stöð þar þó yfirstjómun færist suður fyrir heiði. Tollgæslan flyst suður Meðal annarra breytinga sem fyr- irhugaðar era á sldpan lögreglumála um næstu áramót má nefha að staða tollvarðar sem ffam að þessu hefur fallið undir lögregltma í Borgamesi flyst til Tollstjóraembættisins í Reykjavík. Vegna manneklu í lög- reglunni í Borgarnesi að undanfömu hefur tollgæslumaður embættisins orðið að sinna almennum löggæslu- störfúm samhhða tollgæslu. Theo- dór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi segir í samtali við Skessuhom að sá starfsmaður geti því um áramót snúið sér alfarið að löggæsluverkefnum. Engu að síður telur Theodór að hjá embættinu sé undirliggjandi fjölgunarþörf í lög- regluhðinu vegna aukinna verkefna af ýmsum toga óháð því að nú stækki löggæsluumdæmið til muna. „Vð viljum veita áþekka þjónusm alls- staðar og leggjum út ffá því að hún verði sambærileg hvort heldur sem er í Dölum, Kolbeinsstaðahreppi, Hvalfjarðarströnd eða í Borgar- firði,“ segir Theodór. Hann segir að því fari fjarri að embætti lögreglunn- ar í Borgamesi hafi sóst eftir því að starfssvæðið verði stækkað, heldur hafi embættinu verið falið það hlut- verk samhliða mörgum öðram breytingum sem ráðgerðar em ffá og með næstu áramótum á sldpan löggæslumála í landinu. Yngri menn vilja ekld yfirtíð Theodór segir einnig að það sé liðin tíð að lögreglumenn vilji taka að sér að mæta þörfinni með aukinni yfirvinnu. „Það em æ færri lögreglu- menn sem vilja mikla yfirvinnu og það er hðin tíð að „vertíðarhugsun“ sé meðal þeirra, slík hugsun er frem- ur meðal eldri lögreglumanna sem vinna mikið af gömlum vana fremur en þeir vilji það endilega. Yngri menn vilja einfaldlega vinna eðileg- an vinnutíma fyrir sómasamleg laun og þannig er ný hugsun meðal þeirra,“ segir Theodór. Hann segist vongóður um að á næstunni verði veitt heimild til að auglýsa stöður fleiri lögreglumanna við embættið í Borgamesi þannig að um næstu ára- mót verði þeir orðnir fleiri um leið og umdæmið stækkar. * Obreyttur fjöldi lög- reglumanna frá 1998 Ljóst þykir að með þessari stækk- un á umdæmi lögreglunnar í Borg- amesi mtrni verkefnum lögreglu þar fjölga. Allt ffá árinu 1998 hafa verið 8 starfandi lögregluþjónar í Borgar- nesi og þrátt fyrir að hægt sé að benda á mikla aukningu í ýmsum málaflokkum, hefur starfandi lög- reglumönnum ekki fjölgað þar á tímabilinu. Þetta hefur leitt til mikils vinnuálags lögregltunanna og hefúr illa gengið að manna aukavaktir, svo sem vegna forfalla, töku fæðingaror- lofe, veildnda og af öðmm orsökum. Af þeim sökum er álag mikið á þá sem eftir em því erfiðlega hefur gengið að manna aukavaktir. Alannfrek verkefhi aukast Fram hafa komið sterkar óskir ffá starfandi lögreglumönnum við emb- ætti sýslumannsins í Borgarnesi þess efúis að fjölgað verði í þeirra röðum. „Fjöldi brota og verkefúa sem upp koma hjá lögreglu í Borgamesi hef- ur farið vaxandi undanfarin ár án þess að á móti komi fjölgun starfandi lögreglumanna en það em ekki síst mannfrekum málum sem hefur fjölgað eins og t.d. fíkniefúamálum að undanförnu. Við skoðun á meðal- fjölda mála og verkefúa á hvem starfandi lögreglumann hjá lögregl- unni í Borgarnesi, samanborið við nokkur önnur embætti kemur í ljós að fjöldi mála og verkefúa á hvem lögreglumann er í flestum tilvikum umtalsvert hærri hjá lögreglunni í Borgamesi en hjá samaburðaremb- ættunum," segir Kristján Ingi Hjörvarsson, lögreglumaður í Borg- arnesi í samtali við Skessuhorn. Kristján Ingi er auk þess formaður Lögreglufélags Vesturlands sem sent hefúr frá sér sérstaka ályktun þessa efúis: „I áfyktun Lögreglufélags Vesturlands kemur ffam að við þetta ástand verði ekki unað öllu lengur og skorað er á ráðamenn og aðra sem hlut eiga að máh að koma því til leiðar að fjárveitingar verði auknar til embættisins sem fyrst svo hægt sé að fjölga í lögregluhðinu í Borgar- nesi,“ segir Kristján Ingi. Mestur fjöldi mála á hvem lögreglumann Kristján Ingi hefúr skoðað ýmsar upplýsingar úr s.k. Löke lögreglu- kerfi fyrir túnabilið 1. janúar til 10. október á þessu ári til þess að bera samah málafjölda á bak við hvem lögregluþjón hjá lögreglunni í Borg- arnesi, Akranesi, Snæfellsnesi, Blönduósi, Sauðárkróki, Isafirði, Húsavík og Selfossi. „I Borgamesi vom 8 lögreglumenn starfandi á þessu tímabili, 13 á Akranesi, 9 á Snæfellsnesi, 7 á Blönduósi, 9 á Sauðárkróki, 13 á Isafirði, 9 á Húsa- vík og 25 á Selfossi. Skoðaðir vora málaflokkarnir of hraður akstur, hegningarlagabrot, fíkniefnamál, ölvun við akstur, umferðaróhöpp, slys og brunar, en þessir málaflokkar að hraðabrotunum undanskildum eiga það sameiginlegt að kalla á tölu- verða vinnu og em oft mannffekir. I ljós kom við þessa skoðun að mála- fjöldi á hvem lögregluþjón var í flestum tilfellum mestur hér í Borg- amesi. A því em þó undantekningar svo sem hraðakstursbrot í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi og hegn- ingarlagabrot hjá lögreglunni á Akranesi,“ segir Kristján Ingi. Bæjarráð Akraness krefst vegar um Grunnaljörð Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt ályktun þar sem eindregið er mælt með því við umhverfisráðherra að hann staðfesti fyrirhggjandi aðal- skipulag Skilmannahrepps þar sem gert er ráð fyrir að lagður verði veg- ur um Grunnafjörð. Eins og ffam kom í ffétt Skessuhorns þann 1. júní í sumar hefur umhverfisráðherra hikað með staðfestingu aðalskipu- lags Skilmannahrepps, sem nú til- heyrir Hvalfjarðarsveit. Skipulags- stofnun hefúr lagst gegn staðfest- ingu skipulagsins vegna andstöðu Umhverfisstofúunar við ffam- kvæmdina. Grunnafjörður er ffiðlýstur innan Hvítaness og Súlueyrar. I ffiðlýsing- unni er gert ráð fyrir að hægt verði að veita undanþágur ffá friðlýsing- unni. I aðalskipulagi Skilmanna- hrepps er gert ráð fyrir lagningu vegar um Hvítanes og Súlueyri og þar með á jaðri ffiðlýsingarsvæðis- ins. Margir telja afstöðu Umhverfis- stofúunar nú sérstaka fyrir það að í umsögn stofmmarinnar við sömu tillögu árið 2005 var ekki gerð at- hugasemd við vegagerðina og einnig er bent á að komi til vegagerðar á þessum stað fari slík ffamkvæmd í umhverfismat og þar sé rétti vett- vangurinn til skoðanaskipta um ffamkvæmdina. I ályktun bæjarráðs Akraness til umhverfisráðherra segir að mat Umhverfisstofúunar á hugsanlegum skaða á lífríki Grunnafjarðar með vegagerð ffaman fjarðarins sé hugs- anlega á missltilmngi byggð. Kemur þar ff am að hingað til hafi verið tahð unnt að fara fyrir ffaman fjörðinn á þann hátt að nánast sé ekkert hrófl- að við líffíkinu og undirstöður brúar eða fylling fyrir hana muni eklti hafa áhrif á vatnsskipti í firðinum eða breytingar á seltumagni. Þá bendir bæjarráð á að mengunarslys sem yrði vegna umferðar ofan fjarðarins kynnu að valda meiri skaða á um- hverfinu en ef þau yrðu á vegi fyrir ffaman fjörðinn. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri segist hafa tekið máhð upp við bæj- arráð til þess að hnykkja á stefnu allra flokka sem sæti eiga í bæjar- stjóm. „Það hefur lengi verið bar- áttumál sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi að vegur komi ffaman Grunnafjarðar. Umhverfisráðherra hefúr haft aðalskipulag Skilmanna- hrepps til umfjölltmar um nokkurt skeið og því vildum við undirstrika mikilvægi vegar á þessum stað og einnig þá staðreynd að vegagerð og náttúravemd getur auðveldlega far- ið saman.“ Eins og margoft hefur komið fram í Skessuhorni hefur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra haft vegagerð á þessum stað til skoðunar. HJ Mft&sl í'okS umlerðvóhappa s fwetn bgr íglumsrn á timabilru !.01.2005 tá io.io.2ooe. fs*rj)i»at s*iíöa*»tai vtrvi« snxsnnm s»m« satwsiot Meðaifjötói fikniefnamála á hvern lögreslumann á tímabíinu 1.01.2006 H 10.10.2006. . 4 S '*»!Sur Ssu-a*CJfiJ fJBWM i*»*ii*/w* Kkwk m 1 0.4 J ! U3 J öhAjnaraksln k tiv*m lagreglurrairriA támatiiíra/1.01.2005 tíll0.1C200ft -—-w.- 23 ___u— BBB_(£■ ~~' M- ~ — L 2,2 fci.’aour Suímaw Mra-n s*sst& ~nu<* Mn&tt Umferðar- eftirlit tímafrekur þáttur „I málaflokkum eins og umferðaró- höppum á bak við hvem lögreglumann, slys, brunum, fíkni- efitamálum og ölv- unarakstursmálum em langflest mál hlutfallslega hér í okkar umdæmi m.t.t. fjölda lögreglu- manna. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að aukið til- lit þarf að taka til vaxandi umferðar um umdæmið, fjölg- un íbúa á stöðum eins og Bifföst og Hvanneyri og ekki síst gríðarlegan fjölda fólks sem dvel- ur í sumarbústöðum í héraðinu og mælast ekki í tölum yfir íbúa með fasta búsetu. Sumarbústöðum hefúr þannig fjölgað um 47,4% í héraðinu frá árinu 1998. Sem dæmi um aukna um- ferð þá hafa mæling- ar sýnt að umferð um veginn við Hafú- arfjall hefur aukist um 64% frá árinu 1998 og umferð tun Hrafúaklett í Borgarnesi um 37,5% frá árinu 2000. Á þessum 8 árum ffá 1998 hefur lögreglumönnum ekki Ijölgað og því er álagið orðið allt of mikið að okkar mati, ég held að flestir geti verið sammála tun að þörfin er orð- in brýn,“ sagði Kristján Ingi að lok- um. MM Orkan opnar í Grundarfirði Orkan er nú að opna eldsneytis- sölu í nágrenni smábátabryggj- unnar í Grundarfirði. Þar verður bæði seld diselolía og bensín. I dag, miðvikudag er ráðgert að dælt verði á fyrsta bílinn en stöðin verður formlega opnuð á laugar- daginn kemur með viðhöfn. Á meðfylgjandi mynd frá því í gær er verið að koma dælubúnaði fyrir við höfnina. MM/ Ljósm: Sverrir Kanna staði fyrir nýja nautastöð Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri búrekstrar- sviðs Lbhí og Haraldur Helgason, gröfúmaður taka hér fyrstu tilraunaholuna í landi Hests í þeim tilgangi að finna hentugan stað fyrir nýja Nautastöð Bændasam- taka Islands. „Stefút er að taka nýja kálfauppeldis- og nautastöð BI í gagnið síðla næsta árs. Hún mun leysa af Var tekin talsvert austan við heim- núverandi starfsemi í Þorleifskoti í reiðina að Hesti,“ sagði Gunnar Flóa og Nautastöðvarinnar á Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Hvanneyri. Fyrsta tilraunaholan til Bændasamtökunum í samtali við að kanna undirlag og jarðvegsdýpt Skessuhom. MM/Ljósm. AÞ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.