Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 08.11.2006, Blaðsíða 23
 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 23 Snæfell á toppi úrvalsdeildarinnar Lið Snæfells í Stykkishólmi er í fyrsta sæti úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik eftir frækinn sigur á liði Njarðvíkur á sunnudag. Lið Njarðvíkur var taplaust fyrir leik- inn. Snæfellingar spiluðu eins og sá sem valdið hefur og gestirnir sáu því í raun aldrei til sólar í leiknum. Það var frábær spila- mennska leikmanna Snæfells í fyrri hálfleik sem skipti sköpum í leiknum því í hálfleik var staðan 47-28. Munurinn jókst þó í síðari hálfleik og mest náði lið Snæfells 24 stiga forskoti. Á síðustu mínút- um leiksins gáfu Snæfellingar að- Fimm leik- menn ÍA á úrtaks- æfingum Fimm leikmenn ÍA hafa verið vald- ir til úrtaksæfinga hjá yngri lands- liðum f knattspyrnu. Viktor Ýmir El- íasson hefur verið valinn til æfinga hjá landsliði leikmanna undir 17 ára aldri og Arnar Már Guðjóns- son, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Heimir Einarsson og Jón Vilhelm Ákason voru valdir til æfinga hjá landsliði sem skipað er leikmönn- um undir 21 árs aldri. Þjálfari beggja liðanna er Lúkas Kostic fyrrum leikmaður ÍA. HJ Umf Skipa- skagi hlýtur Hvatningar- verðlaun UMFÍ Á sambandsráðsfundi UMFÍ á Flúðum 25. október sl. var tilkynnt hverjir hefðu hreppt Hvatningar- verðlaun UMFÍ fyrir árið 2006. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, gerði grein fyrir verðlaununum og tilkynnti að þau hefðu komið í hlut Keflavíkur íþrótta- og ungmenna- félags og Ungmennafélagsins Skiþaskaga á Akranesi. Ung- mennafélagi Skipaskaga verður afhent verðlaunin í sinni heima- byggð við hátíðlegt tækifæri síðar en Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur íþrótta og ungmennafé- lags tók við blómavendi úr hendi Björn B. Jónssonar. MM eins eftir og lauk leiknum með með 18 stiga sigri Snæfells 88- 70. Magni Hafsteinsson var stiga- hæstur heimamanna með 30 stig, Jón Ó. Jónsson 15 stig, Sigurður Á. Þorvaldsson 14 stig, Justin Shouse 11 stig, Hlynur Bærings- son 10 stig, Helgi Guðmundsson 5 stig og Guðni Valentínusson 3 stig. Stigahæstur gestanna var Jeb Ivey með 18 stig. Eins og áður sagði er lið Snæfells nú í efsta sæti úrvalsdeildarinnar með 10 stig að loknum sex leikjum. HJ Góður sigur Skallagríms í Grafarvogi Skallagrímsmenn gerðu góða ferð á föstudag þegar liðið lagði heimamenn í Fjölni Grafarvogi, 80:94. Leikurinn var jafn allt fram í síðasta leikhluta þegar Borgnes- ingar gáfu í og lönduðu nokkuð ör- uggum sigri. Skallagrímur náði góðum kafla í upphafi leiks og flest skot þeirra á upphafsmínútunum rötuðu rétta leið á meðan heima- menn í Fjölni voru heldur seinir í gang. Bæði lið voru að leika góð- an körfubolta og skiptust á að hafa forystuna. Skallagrímsmenn höfðu þó yfir í hálfleik, 42:44 og röðuðu svo stig- um síðar í leiknum með frábærri nýtingu á þriggja stiga skotunum. Dimitar Karadzovski var líklega besti maður vallarins, en hann setti 24 stig og gaf 8 stoðsending- ar. Nemanja Sovic og Keith Vassel skoruðu báðir 16 stig fyrir Fjölni, en Patrick Olvier var atkvæða- mestur með 21. Jovan var einnig mjög góður í liði Borgnesinga og var mestmegnis að einbeita sér að því að finna aðra menn. Hann end- aði með 23 stig og 6 stoðsending- ar. Darrel Flake hefur oftar en ekki spilað betur í sókninni en hann var engu að síður að skila sínu, með 16 stig og 21 frákast. Hann var með hæsta framlag Borgnesinga til leiksins, eða 31. Pálmi, Sveinn, Axel og Hafþór áttu allir ágætan dag, en þeir hafa allir spilað betur. Pétur Már lenti í villuvandræðum strax í 2. leikhluta og gat ekki beitt sér sem skyldi eftir það. Rétt er að benda á nýja síðu Skallagrímsmanna á vefslóðinni www.skallagrimur.org. Þar er að finna ítarlegri frásagnir af leikjum liðsins. Næsti leikur Skallagríms er í kvöld, miðvikudag gegn Tinda- stóli á heimavelli. MM Formaðurinn leiðir mótið Fyrsta spilamennskan af sex í aðaltvímenningskeppni Bridsfé- lags Borgarfjarðar hófst sl. mánu- dag með þátttöku 23. para. Spil- aður er barómeter og forgefin spil. Sauðfjárbændur virðast koma vel undan hausti og er höggþungi þeirra engu minni en fallþungi dilka þeirra í haust. Röð- uðu bændurnir sér í þrjú efstu sætin eftir fyrsta kvöld, fast fylgt eftir af Skagamönnun- um Einari og gömlu kempunni Alfreð Krist- jánssyni. Þess ber þó að geta að hæsta skor var ekki sérlega hátt og vafalaust eiga margir eftir að gera tilkall til efri sæta þegar fram líður, t.d. Borg- nesingar sem eru til alls líklegir. Jón formaður og Baldur bóndi leiða keppnina eftir fyrsta kvöld, en annars er staða efstu para þessi: 1. Jón Eyjólfsson - Baldur Björnsson 50 2. Sveinn Hallgr.s - Magnús Magnússon 49 3. Egill Kristinsson - Sindri Sigurgeirsson 39 4. Einar Guðmundsson - Alfreð Kristjánss. 36 5. Lárus Pétursson - Sveinbjörn Eyjólfsson 24 6. Jón Pétursson - Eyjólfur Örnólfsson 19 7. Jón H Einarsson og Jóhann Gestsson 16 IA hættir þátttöku í íslandsmóti innanhúss Knattspyrnufélag ÍA tekur ekki þátt í íslandsmótinu innanhúss í knattspyrnu sem hefst síðar í þessum mánuði. Gísli Gíslason, formaður rekstrarfélags meist- araflokks félagsins segir ástæð- una ekki þá að skortur sé á leik- mönnum heldur hafi aðstæður breyst með tilkomu knattspyrnu- húsa. Nú séu æfingar að vetri ekki bundnar við götuhlaup og hefðbundna íþróttasali og því hafi „parketfótbolti" verið lagður Björgunarsveitin Brák kaupir nýjan íjallaM í liðnum mánuði festi Björgunar- sveitin Brák í Borgamesi kaup á nýrri jeppabifreið af fyrirtækinu Art- ic Trucks. Kaupin voru í framhaldi af undirbúningsvinnu sem björgun- arsveitarmenn lögðu í þar sem byrj- að var að meta þörf sveitarinnar varðandi tækjakost með hliðsjón af tegundum útkalla síðustu árin. Hef- ur sveitin nú yfir að ráða tveimur bifreiðum; Ford Econoline og Toyota Landcruiser 70 á 38“ dekkj- um. Þessi bílar hafa reynst vel en ekki hentað við allar þær erfiðu að- stæður sem upp koma í vetrarfærð til dæmis við aðgerðir á jöklum. Var því farið í að kaupa fullbreyttan bíl á 44“ dekkjum og varð Landcrusier 105 fyrir valinu. Mun Artic Trucks sjá um breytingar á bílrnun og af- henda hann fúllbúinn í útkall þann 30. janúar á næsta ári. „Eg vil um leið minna á að öll störf í björgun- arsveitinni eru unnin í sjálf- boðavinnu og má kalla félaga út allan sólar- hringinn, alla daga ársins. Helstu fjáröfl- unarverkefni okkar eru sala á jólatrjám og flugeldum fyrir hátíðarnar auk ýmissa verkefna sem til falla. Það er von okkar að einstaklingar og fyrirtæki bregðist vel við þegar leitað verður til þeirra um fjárstuðning til verkefhisins sem hér hefur verið lýst. Um leið þakkar Brák frábærar viðtökur sem við fengum við sölu á Neyðarkallinum um liðna helgi, en hann seldist upp á Gufimundur Finnur Guðmundsson, formafiur bílaflokks Brákar gekkfrá samningi um btlakaupin vifi Hinrik Jóhannesson frá Artick Trucks. rétt rúmum klukkutíma,“ sagði Er- lendur Breiðfjörð, formaður bjsv. Brákar í samtali við Skessuhom.MM á hilluna. í pistli á heimasíðu félagsins segir formaðurinn að með til- komu knattspyrnuhúsanna sé hægt að spila „alvöru“ fótbolta allan veturinn án þess að veður hamli og nú æfi Skagaliðið að- eins í Akraneshöllinni. „Það má hinsvegar ef til vill spyrja hvers vegna ekki sé fremur boðað til hraðmóts í nýju fótboltahúsun- um, en slíkt væri vel þegin nýj- ung með breyttri aðstöðu,“ segir formaðurinn orðrétt. Eins og fram hefur komið í fréttum eru hugmyndir uppi um nýtt mótafyrirkomulag í knatt- spyrnu frá árinu 2010 á þann veg að fyrstu níu umferðir (slands- mótsins verði leiknar í Egilshöll- inni og nýju húsi í Kópavogi. Gísli telur að þrátt fyrir þessar hugmyndir megi notast við Eg- ilshöllina og hin fimm knatt- spyrnuhúsin sem reist hafa verið í veigaminni leiki. íslandsmeistaramótið í knatt- spyrnu karla innanhúss var fyrst haldið árið 1969 og fyrstu tvö árin sigraði lið ÍA. Liðið varð einnig meistari árin 1992 og 1998. Alls vann liðið 17 meistar- titla í karlaflokki innanhúss. [ kvennaflokki hófst keppni árið 1971 og þar vann lið ÍA titilinn einnig fyrstu tvö árin og 10 titla samtals. HJ Kyrrlátt kvöld við Hvammsfjörð Þessa mynd frá Búfiardal tók Bjöm A Einarsson, Ijósmyndari Skessuhoms í síðustu viku í hauststillunni. Þetta var lognið á undan storminum sem kom sífian á sunnudag. Skallagrímur- Tindastóll Miðvikudag klukkan 19:15 í Borgarnesi (Ath! Breyttur leikdagur) ALLIR Á VÖLLINN!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.