Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 20. tbl. 10. árg. 16 maí 2007 - Kr. 400 í lausasölu \ Meðal efnis: Hagkaup opnar í Borgarnesi....Bls. 2 Söngfuglar á Vesturlandi. ..........Bls. 20-21 íbúar mótmæla fýlunni. .....Bls. 12 Hvert atkvæði skiptir máli.Bls. 18 Vilja byrja strax á DAB...........Bls. 32 Símasamband ætti að batna........Bls. 32 Brotist inn í blokk og skemmt.....Bls. 6 Aldargömul brú. ............Bls. 22 Dalamenn hunsaðir. ..............Bls. 6 Þegar fyrstu tölur voru birtar úr Norðvesturkjördæmi á laugardagskvöldið var útlitið svart hjá Sjálfstœðisflokknum í NV kjördæmi. Þegar leið á kosninganóttina rættist úr hjá þeim og brúnin tók að lyftast. Hér eru forystumenn sjálfstæðismanna saman komnir í Olafsvík að kvöldi kjördags þegar jyrstu tólur voru birtar og Einar Oddur var úti! Sjá viðbrögð þingmanna kjórdæmisins við kosningaúrslitunum á bls. 8-9 ogfleiri myndir frá kosningasólarhringnum á bls. 10. Ljósm. AF Lítil breyting í þingmannaliði NV kjördæmis Bónus opnar á Skaganum.......Bls. 14 Hundrað millur úr Pokasjóði......Bls. 19 Færeyingar skoða þjóðgarðinn....Bls. 18 Undirmönnun hjá sýslumanni.......Bls. 4 Fálki í hremmingum. ................Bls. 13 Safnar gömlum leikföngum.......Bls. 22 Hyrnutorg verður stækkað..........Bls. 12 Kárastaðaflugvöllur bættur............Bls. 6 Kosningar í máli og myndum...........Bls. 10 Nöfnin við Þórisniðjastræti. Bls. 14 FH hafði betur í fyrsta leik......Bls. 31 Þingmenn teknar tali............Bls. 8-9 V y IIIII INII III! i Landsmenn gengu til kosninga síðastliðinn laugardag og völdu sér þingmenn fyrir komandi kjörtíma- bil. Helstu tíðindi kosninganna á landsvísu urðu þau að ríkisstjórnin hélt þingmeirihluta sínum með minnsta mögulega mun og 32 þing- sætum. Vinstri hreyfingin grænt framboð vann stórsigur og bætir við sig fjórum þingmönnum. Þá vann Sjálfstæðisflokkur á og bætti við sig þremur þingsætum. Taparar kosninganna voru hinsvegar fram- sóknar- og samfylkingarfólk. Fram- sóknarflokkurinn tapaði fimm þingsætum og er eftir kosningamar orðinn hreinn landsbyggðarflokkur án stuðnings höfuðborgarbúa. Samfylking tapaði einnig verulegu fylgi og tveimur þingsætum á landsvísu. Frjálslyndi flokkurinn stóð í stað í fylgi milli kosninga og Islandshreyfingin kom engum þingmanni að þrátt fyrir 3,3% fylgi á landsvísu. Illa hrært í kjörgögnum Á kjörskrá í Norðvesturkjördæmi voru 21.126. Alls kusu 18.178 manns eða 86% kjósenda. Talin at- kvæði vom 17.896. Lokaniðurstaða úr talningu atkvæða í kjördæminu leit ekki dagsins ljós fyrr en um klukkan 9 á sunnudagsmorgun. Einhver mesta spennan var á kosn- inganóttinni vegna atkvæðatalning- ar úr kjördæminu, sem verður að segjast að hafi gengið fremur seint og illa fyrir sig. Þannig endurspegl- uðu fyrstu tölur sem birtar vom um klukkan 22, eftir að kjörstöðum lokaði, á engan hátt niðurstöðuna sem varð á endanum þegar búið var að telja upp úr kjörkössum ffá Vest- fjörðum sem komu í hús á talning- arstað í Borgarnesi þegar langt var liðið nætur. I fyrstu tölum, sem skv. heimildum Skessuhorns byggðu að mestu á atkvæðum ffá Vesmrlandi, var Samfylking t.a.m. að vinna stór- sigur, sem síðar kom í ljós að varð ekki og Sjálfstæðisflokkur var að tapa fylgi framanaf, en hélt sínum hlut þegar upp var staðið. Um tíma vom t.d. allt að þrír þingmenn inni frá Framsóknarflokknum, en þegar fulltalið var fékk flokkurinn ein- ungis eitt þingsæti. Hljóta menn að velta fyrir sér að bæta verði skipulag talningar fyrir næstu kosningar í kjördæminu, ella að birta einfald- lega ekki fyrstu tölur fyrr en at- kvæði af öllum svæðum kjördæmis- ins em komin í hús. Þá ber þess að geta að ríflega 3000 utankjörfund- aratkvæði vora greidd í NV, en sá mikli fjöldi tafði nokkuð talningu. MikiðtU sömu þingmenn Niðurstaða kosinganna í NV kjördæmi varð þessi: Sjálftæðis- flokkur hlaut 29,05% atkvæða og þrjá menn kjörna, þá Sturlu Böðv- arsson sem áfram verður fyrsti þingmaður kjördæmisins, Einar Kristinn Guðfinnsson og Einar Odd Kristjánsson. Framsókarflokk- urinn hlaut 18,79% atkvæða, tapaði nokkru fylgi frá síðustu kosningum og hlaut einn mann kjörinn, Magn- ús Stefánsson og tapar einum frá síðustu kosningum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 13,59% atkvæða og tvo menn kjörna, þá Guðjón Arnar Kristjánsson og Kristinn H Gunn- arsson en jöfnunarþingsæti kjör- dæmisins kom í hans hlut. Islands- hreyfingin fékk 1,42% atkvæða og engan mann kjörirm. Samfylkingin hlaut 21,19% og tvo menn kjöma, þá Guðbjart Hannesson og Karl Valgarð Matthíasson. Vinstri hreyf- ingin grænt framboð fékk 15,95% atkvæða og einn mann kjörinn, Jón Bjarnason. Fylgisaukning VG var hvað mest í kjördæminu, þó ekki dygði það til að Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir frá Brekkukoti kæmist á þing. Einn nýliði í karlaveldinu NV Nýr þingmaður í kjördæminu verður því einungis einn; Guðbjart- ur Hannesson frá Samfylkingunni, en samflokksmaður hans, Karl V Matthíasson kemur inn á þing eftir hlé. Þá hefur Kristinn H Gunnars- son skipt um flokk og situr næsta kjöm'mabil fyrir Frjálslynda flokk- inn. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þriðji maður á lista Samfylkingar- innar er sá sitjandi þingmanna sem fellur af þingi en hún færðist niður á lista við prófkjör flokksins sl. haust. Sjá viðtöl við þingmenn kjör- dæmisins á bls. 8-9. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.