Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. MAI2007 a&Caautlir... MissldJin gæska Ágætu Skagamenn. Enn berast okkur fréttir af bílstjórum sem virða ekki reglur um notkun gang- brautarljósa hér í nágrenni Grundaskóla. Er hér um tvenns konar fréttir að ræða. Annars vegar eru þetta bílstjórar sem stoppa á grænu ljósi til að hleypa börntim yfir götuna. Þetta eru misskilin gæði og gefa börnum röng skilaboð því þá er rauði karl- inn enn logandi hjá þeim. Þeim er kennt að fara ekki yfir gangbrautina fyrr en þau fá grænt ljós. Börnin vilja virða þá reglu og verða ráðvillt þegar þeim er boðinn annar mögu- leiki sem þau vita að er rangur. Hins vegar eru svo fréttir af bíl- stjórum sem virða ekki rauða ljósið og setja börnin okkar þar með í mikla hættu en þau treysta því að hinir fullorðnu fari eftir umferðar- reglum líkt og við ætlumst til af þeim sjálfum. í grunnskólum er lögð áhersla á að ala upp vegfarendur sem telja það sína samfélagslegu ábyrgð að tryggja öryggi annarra og sjálf sín í umferðinni. Asta Egils, umferðaffulltrúi í Grundaskóla Vilja banna viljayfirlýsingar og und- irskriftir 90 dögum fyrir kosningar Nú á síðustu metrunum fyrir kosningar var nokkuð ljóst að ýmsum brögðum var beitt af hálfu stjórnmálamanna til að koma sér á framfæri í fjölmiðl- um og ávinna sér þannig lýð- hylli sem mesta. Vart hefur far- ið fram hjá neinum að stjórnar- liðar hafa lokið samkomulagi við ýmsa hagsmunahópa um ýmis mál; rita undir samninga, viljayfirlýsingar, taka skóflustungur að mannvirkjum sem jafnvel er búið að jarðvegs- skipta og áfram mætti lengi telja. Af þessum sökum boðaði þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs í síðustu viku að flokkurinn muni leggja fram lagafrumvarp á komandi þingi, þar sem segir: „Frá og með því að 90 dagar eru til reglulegra alþingiskosninga eða jafn langur eða skemmri tími er til kosninga sem boðað hefur verið til aukalega, er ráðherrum óheimilt að gera samninga eða binda með neinum öðrum hætti ríkissjóð þannig að í því felist skuldbinding, vilyrði eða fyrir- heit um ný útgjöld." I greinargerð sem fylgir segir að efni frumvarpsins skýri sig sjálft og tilefnið sé öllum ljóst sem fylgst hafa með fréttum undanfarna daga og vikur. Hópurinn samankominn til kvöldverðarfyrir óvissuferð. Próflokaferð hjá borgfirsk- um grunnskólanemum Samræmdum prófum í 10. bekkj- um grunnskólanna lauk síðasdið- inn miðvikudag. I tilefni pró- flokanna er víða farið í svokallaðar próflokaferðir með hópa nemenda sem nú kveðja skóla sína. Meðal þeirra sem hafa veg og vanda að slíkum ferðum er björgunarsveitin Ok í Borgarfirði sem hefur nú í nokkur ár drifið krakka úr tíunda bekk Grunnskóla Borgarfjarðar í tveggja daga óvissuferð. Að þessu sinn var farið um Snæ- fellsnes vítt og breitt. Meginuppi- staða ferðarinnar var útivist, mann- raunir og holl og heilbrigð skemmtun sem allt tókst með ágæt- um. Unglingarnir fengu hrós fyrir prúðmannlega framkomu, skemmtilegan móral og góða um- gengni hvar sem komið var og voru sér og sínum til mikils sóma í alla staði. eþ Prófin búin hjá piltunum Þeir voru hressir vinimir Benedikt, Helgi Rafn og Róbert Magniís úr 5. bekk Grunnskólans í Grundarfirði þgar þeir voru að leika sér við kirkjuna í Grundarfirði í síðustu viku. „ Við emm búnir íprófunum, “ sögðu þeirfélagar móðir og mdsandi. „ Við erum að œfa wrestling og er það svaka gaman. Viðfylgjumst meðþví í sjónvarpinu. Svo æfum við líka allir fijdlsar íþróttir og svo ætlum við að fara að æfa karate í sumar. “ Þeir segjastþó ekki vera alveg búnir í skólanum. „ Við eigum eftir að kldra samfélags- fræðiverkefni og erum aðfara að búa tilgömulfót eins og fólkið var í t gamla daga, “ og þar með voru þeir roknir. af l/iuuihfuiití En þegar hann sá hina syndugu hjörd, hann sagöi: „ Guð hjálpi pér íslenska jörð“ Skeiðar til e'g hefog hnífs en hvergi má við fóminni. Aföllu hjarta eilífs lífs óska e'g ríkisstjóminni. Svo kvað Gunnlaugur Pétursson frá Selhaga fyrir margt löngu, hvaða skilning sem á nú að leggja í þessi orð. Ekki hefur skort á það nú í aðdraganda kosninganna að velviljaðir stjórnmálamenn hafi viljað benda okkur á hvað við ætt- um að kjósa og hver hætta gæti stafað af því ef við kysum eitthvað annað. Líklega hefur þeim orðið töluvert ágengt því ég reikna með að flestir sem á annað borð kusu hafi kosið einhvem af þeim listum sem í framboði vora. Fyrir all- mörgum árum orti Freysteinn Gunnarsson í kosningaundirbún- ingi: Grásleppan veiðist suður með sjó, það sýnir hvað hún er gáfnasljó að alltaf fiskast þar nægtanóg í netin á hvetjum vetri,- -En aðrir fiskar í öðrum sjó eru víst lítið betri. Að vísu hefur það komið fyrir að stjómmálamenn skipti um skoðun og hugsanlega gætu einhverjir þeirra tekið undir með manninum sem sagði; „Gef mér í dag mína daglegu skoðun og fyrirgef mér þá sem ég hafði í gær“. Bjarni frá Gröf hlustaði einhverntíman á ræðuhöld þingmanna og varð að orði: Eg þingmenn háa heyrði þar halda ræður dagsins. Eg held þeir séu homsteinar t heimsku þjóðfélagsins. Ekki man ég í svipinn eftir hvern eftirfarandi feluvísa er, en um sannleikann í henni efast enginn. Allir flokkar sýnast sam- sekir um alveg framúrskar- andi miklaftflsku ífram- ferði sínu um kosningar. Það eru líklega rúmir þrír aldar- fjórðungar síðan Páll Árdal orti um þá sem sóttust eftir þingsætum á þeim tíma: Þeir sem minnsta þekking hafa þykjast vita hest. Þjóð að stjóma er þeirra krafa - þar af heimskan sést. Lengi hafa menn verið misá- nægðir með flokkinn sinn og látið það í ljós með ýmsum hætti. Eitt- hvað hefur Magnús á Vöglum ver- ið óánægður með Framsóknar- flokkinn þegar hann orti: Framsókn lítiðfékk ípant, íflestu djúpt ersokkin. Þeim sem helst er vitsins vant viðar hún að í flokkinn. Það er nokkuð annar tónn í vísu Bjama ffá Gröf enda um annan flokk að ræða: Þegar lífs erþorrin gangan ogþrýtur líf um allan skrokkinn. Ég hlýt að leggjast á hægri vangann því hitt væri sko að svíkja flokkinn. Magnús Óskarsson borgarlög- maður var bæði ágætur hagyrðing- ur og sannur sjálfstæðismaður enda kvað hann um framsóknar- Égfór að athuga eitt og sá gat engu breytt jýrir framsóknarmenn aðfara í eitt skiptið enn að missa vitið. - Sem var aldrei neitt. Meðan kjördæmin voru minni en nú er var það fastur liður að ffambjóðendur ferðuðust um kjör- dæmið og heilsuðu upp á væntan- lega kjósendur. Sagt var að sumir hefðu leikið það að kíkja í ffam- kvæmdaáædanir Vegagerðarinnar áður en lagt var í hann til að vita hverju þeir mættu lofa af vega- spottum og brúm og fengið drjúgt af atkvæðum út á loforðin. Ein- hverntíman var Björn heitinn Páls- son á ferð um sitt kjördæmi og samferðamaður hans spurði hann hvort hann ætlaði virkilega að fara hjá garði þekkts flokksbróður síns án þess að líta við. Björn svaraði því til að það þýddi lítið að vera að heimsækja þessi sauðtryggu grey. Það væri nær að heimsækja þá sem veikir væru í trúnni enda náði Björn allgóðri kosningu. Annar þekktur Húnvetningur var Jón á Akri og sat oft á þingi en eitthvert sinn er hann féll í kosningum orti Stefán Jónsson fréttamaður eina af sínu ágætu vísum í orðastað Jóns: Ég bundinn var í báða skó svo bar - égféll í - daganum. En upp mun rtsa aftur þó. - Egyrki þetta á maganum. Stjórnir og stjórnarmyndunar- viðræður hafa orðið mörgum yrk- isefni. Jóhann Frímann orti um einhverja ágæta ríkisstjórn og þau vandamál sem hún átti við að etja: Stjómin allt í kaf mun keyra, kann áflestu lítil skil, vandamálin vaxa meira en vit og geta hrekkur til. Eg held ég hafi aldrei heyrt höf- undar getið að næstu vísu en ekki hefur þeim ágæta manni litist meira en í meðallagi vel á þá ríkis- stjórn sem ort var um: Stjómin bæði stirt og villt stýrir dýrum knerri. Fátt er svo með öllu illt að ekki sé hún verri. Kannske hefði sá ágæti höfund- ur þurft að kynna sér eftirfarandi vísu. (Æ, kannske ég þurfi að lesa hana líka): Líftð kaus að kenna þér kurteislega siði - Þó að slíkt í sjálfu sér sjaldan kæmi að liði. Allt um það eru nú oft fallegar setningar í stjómarsáttmálum en kannske svolítið loðnar og teygj- anlegar enda efndirnar eftir því. Einhverntíman kvað Sigursteinn Hersveinsson: Að hitta nagla á höfuðið er heiðurjyrir hvem einn smið, en ojt rekst naglinn utan við eða heykist bara. - Svo vill líka um stjámarstefmrfara. Á sínum tíma var Lúðvík Jóseps- son að reyna að mynda vinstri stjórn og náttúrlega voru fféttir af viðræð- unum í fréttatímum eins og eðlilegt er. Einn morgun sátu þeir Hallkels- staðafrændur yfir morgunmat og hlustuðu á fféttir þegar Jóhannesi Benjamínssyni varð að orði: Lúðvt'k hefur léttasótt líður illa að vonum Erlingur frændi hans leit upp úr matardiski sínum og svaraði: Kannski mun þó koma í nótt kálfurinn úr honum. Við skulum svo enda þennan þátt á vísu Bjarna frá Gröf sem ort var í tilefni af þingsetningu fyrir mörgum árum: / ktrkjutmi prestur var settur á svið að signa og blessa vort þingmannalið. En þegar hatm sá hina syndugu hjörð harnt sagpi: „Guð hjálpi þér tslenska jörð“. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum 320 Reykholt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.