Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 9
gglSSIÍH©S2RI MIÐVIKUDAGUR 16. MAI2007 9 Karl V. Matthíasson: Gleði og vonbrígði Karl V! Matthíasson skip- aði annað sætið á lista Sam- fylkingarinnar. Hann er ekki ókunnur störfum Al- þingis, en þar sat hann á kjörtímabilinu 1999-2003. Karl segir sín viðbrögð við kosningunum einkennast af ólíkum tilfinningum; gleði og vonbrigði. „Eg er óskap- lega glaður yfir því að Sam- fylkingin náði sér á strik miðað við það sem við stóðum frammi fyrir í haust sem og mótdrægum skoð- anakönnunum. Ég tel að landsfundurinn og vinna þess mikla fjölda sem þar kom að hafi smitað út frá sér á jákvæðan hátt. Sorgin er yfir því að ríkisstjórnin skuli hafa haldið velli. Utkoma Framsóknarflokksins sýnir manni að fólkið er orðið þreytt á ríkisstjórninni. I raun og veru er stórfurðulegt að það skuli vera í umræðunni að flokkurinn skuli ætla í ríkisstjórnarsamstarf á sama grunni áfram.“ Karl segist afskaplega þakklátur fyrir þann stuðn- ing sem hann fann fyrir. Næsta verkefni sé að byggja upp félagsstarf Samfylking- arinnar í kjördæminu. Þá þakkar hann mótframbjóð- endum fyrir mestan part drengilega kosningabar- áttu. „Ég vil sérstaklega óska Krismi H. Gtmnarssyni og Einari Oddi Kristjánssyni til hamingju með að hafa hald- ið sætum sínum. Ég harma það hins vegar að Anna Kristín Gunnarsdóttir hafi ekki náð kjöri. Hún vann vel inni á þingi sem og í bar- áttunni.“ Einar Oddur Kristjánsson: Þakklátur og ánægður Einar Oddur Kristjáns- son skipaði þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins og hélt sínu þingsæti. Hann segist vera ánægður með úrslitin. „Maður á bara að vera þakklátur og ánægður. Við lögðum okkur öll fram og vorum dugleg og uppskár- um eftir því. Við í Sjálfstæð- isflokknum erum sátt við niðurstöðuna.“ Einar segir að baráttan hafi verið hörð og strembin. „Við vorum að berjast við á- kveðna drauga sem fylgdu okkur og voru okkur erfiðir, s.s. þjóðlendumálið. Verst var þó að höndla kviksögur sem andstæðingar okkar komu á fót. Osann- imir.“ indi eins og þau að við ætl- uðum okkur að selja Landsvirkjun. Það er alltaf erfitt að eiga við ósann- indi.“ Einar segir barátt- una þó ekki hafa verið óvenju harða. „Maður gleymir svona ati nú fljótt þegar ffá líður.“ Urslitin í Norðvesmr- kjördæmi komu Einari lít- ið á óvart. „Þetta var mjög líkt því sem við héldum. Það varð í raun ofboðslega lítil breyting, eiginlega engin. Meira að segja datt Kristinn H. Gunnarsson inn á þing, en þeir eiga það nú til að vera stríðnir guð- Kristinn H. Gunnarsson: Biðin eftir úrslitum varð nokkuð löng „Ég tel að þetta hafi verið mjög góð niðurstaða fyrir Érjálslynda flokkinn í ljósi þess að hann byrjaði árið með alvarlegum klofningi. Þeir sem klufu sig út úr flokknum stóðu að því að stofna annað stjórnmálaafl og þetta hafa verið töluverð átök. Érjálslyndi flokkurinn kemur út með sama fylgi sem er ansi gott og sýnir hvaða tækifæri hann hefði haft að öllu óbreyttu, en það kemur bara næst,“ segir Kristinn H. Gunnars- son. Hann er níundi þingmaður kjördæmisins og sat áður á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og þar áður Alþýðubandalagið, en bauð sig nú fram fyrir Frjálslynda flokkinn. Flokkurinn fékk 2.432 atkvæði, eða 13,6%, en fékk fyrir fjóram árum 2.666 eða 14,25%. Kristinn segir að niðurstaða kosninganna hafi verið ánægjuleg. Kristinn segir að Guðjón Arnar hafi staðið sig vel í barátmnni og frammistaða formanna skipti alltaf máli. Hvað hann sjálfan varðar seg- ist hann ánægður með sinn hlut. „Mér tókst það sem ég ætlaði mér, að halda þingsætinu og vil ég þakka öllum sem studdu mig fyrir þeirra liðsinni." Kristni var aldrei spáð þingsæti í þeim fjölda kannana sem birtar voru og datt ekki inn á þing fyrr en síðustu tölur komu úr kjör- dæminu. Hann segir það vissulega hafa verið taugatrekkjandi. „Fyrst að talningin fór fram eins og raun ber vimi vissi ég að við mundum hækka okkur eftir því sem fram leið og við hefðum möguleika á jöfnun- arsæti. Biðin varð hinsvegar nokkuð löng og ég hefði kosið að hafa hana styttri." Kristinn segir að úrslitin í Norð- vesturkjördæmi sýni að það sé meiri krafa um áherslubreytingar í at- vinnu- og byggðamálum þar en í öðrum kjördæmum. „Það er ekki ó- eðlilegt í ljósi þróunarinnar, sér- staklega í þeim hluta kjördæmisins sem hefur átt á brattann að sækja og endurspeglar stöðu mála hér. Þetta er eina kjördæmið þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn bætir ekki við sig fylgi og Framsókn er undir 20% og bara með einn þingmann í kjör- dæmi þar sem hann á að vera um 30% ef allt skilar sér.“ kóp Þökkum traustið SJALFSTÆÐISFLOKKURINN i NORÐVESTURKJÖRDÆMI Við þökkum það mikla traust sem okkur var sýnt f nýafstöðnum kosningum. Útkoman erglæsilegog fjölmörg verkefní framundan. Við viljum þakka þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem lögðu hönd á plóginn í kosningabaráttunni. Ykkar framlagogstuðningur skipti sköpum. Við hlökkum til að vinna meðykkurá komandi kjörtfmabili. Nýtum sóknarfærin! SiálúLuiV.intmr! í

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.