Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. MAI2007 oiEasums.- Langþráð uppbygging á Kárastaða- flngvelH í startholunum Sturla Böðvarsson og Páll S. Brynjatsson handsala sanininginn sem þeir voru að Ijiíka undirskrift á. Heilbrigðisráðherra hunsar beiðnir DaÍamanna í síðustu viku skrifuðu Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgar- byggðar og Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra undir samstarfs- samning milli þessara aðila um uppbyggingu á Kárastaðaflugvelli. Flugbrautin fer úr 630x12 metrum í 799x18 metra. Við sama tilefni skrifuðu Haukur Hauksson fram- kvæmdastjóri Flugstoða og Theo- dór Þórðarson formaður flug- klúbbsins Kára undir samstarf- samning milli flugklúbbsins og Flugstoða um að klúbburinn taki að sér rekstur vallarins, með íjárstuðn- ingi ffá Flugstoðum. Borgarbyggð og samgönguráðu- neytið samþykkja að veita fjórtán milljónum króna í uppbyggingu og lagfæringar á vellinum, sjö milljón- ir hvort ár. Peningunum verður meðal annars varið í að styrkja, breikka og lengja brautina og lag- færa umhverfi vallarins. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sagði í ávarpi sínu að verið væri að ganga frá langþráðu samkomulagi þar sem forsvarsmenn Kára ættu stærstan hlut að máli með því að sannfæra menn um nauðsyn þessa framtaks. I sama streng tók Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og sagði þá Theodór Þórðarson og Magnús Guðjónsson forsvarsmenn Kára hafa verið bæði ýtna og seiga við að halda málinu lifandi. Hann hefði jafnframt komist að því eftir sam- ræður við mæta menn að mikilvægt væri að viðhalda þessum flugbraut- um úti á landsbyggðinni, sérstak- lega í nágrenni Reykjavíkur til þess að æfa sig á og læra. Unnið hefur verið að þessu máli síðan árið 2001 og árið 2002 keypti Borgarbyggð frekara land undir flugvöllinn, en ekkert hefur þokast í málinu fyrr en nú. Flugstoðir veita fjármagni til flugklúbbsins Kára, eina milljón á ári, fyrsta sinn árið 2008 og næstu þrjú ár þar á eftir, til þess að sjá um viðhald á vellinum. hgk í nokkum tíma hafa Dalamenn farið þess á leit við heilbrigðisráðu- neytið að hjúkrunarrýmum á Silfúr- túni verði fjölgað um sjö. Ráðherra hefúr ýmist boðið dagvistun sem ekki er hægt að sinna eða að breyta tveimur dvalarrýmum í eitt rými fyr- ir hvíldarinnlagnir, ekki fyrir heils- árshjúkrun. Að sögn Ingibjargar Kristjánsdóttur, hjúkrunarforstjóra Silfúrtúns eru heildarrými á heimil- inu fimmtán talsins, sjö hjúkrunar- rými og átta dvalarrými. „Við vild- um gjaman hafa eingöngu hjúkrun- arrými og ég skil ekki þessa af- greiðslu ráðherra sem hefur komið hingað og veit hvernig aðstaðan er að það er ekkert hægt bjóða hér dag- vistun. I fyrra svari ráðherra er okk- ur úthlutað tveimur dvalarrýmum, í síðara svarinu er boðið upp á að breyta tveimur dvalarrýmum í eitt hjúkrunarrými fyrir hvíldarixmlagn- ir. Við sóttum um að breyta okkar átta dvalarrýmum í hjúkrunarrými og fáum þessi svör. Hinsvegar emm við að veita hjúkrunarþjónustu heima af því að þörf er fyrir hana, en fáum það ekki greitt ffá ríkinu.“ Gunnólfur Lárasson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagðist í samtali við Skessuhom vera afar ósáttur við af- greiðslu ráðherra og sama giltd um aðra í byggðaráði Dalabyggðar. „Vð viljum frekar fá svör um að ekld sé hægt að verða við þessum óskum okkar heldur en að fá svona af- greiðslu. I dvalarrýmum Silfurtúns era nú hjúkrunarsjúklingar sem bíða eftir flumingi yfir í hjúkrunarrými. Allir íbúar heimihsins fá alla þá þjón- ustu sem þeir þurfa þótt ríkið greiði ekki daggjöld með þeim. Heimifið er því rekið með umtalsverðum halla sem Dalabyggð getur ekki staðið undir til lengdar. Við verðum því enn og aftur að ítreka óskir okkar um að ráðuneytið fjölgi hjúkrunar- rýmum í Silfurtúni án þess að fækka rýmum þar í heild. Þetta er heimil- inu og öllum íbúum þess algerlega nauðsynlegt og eina færa leiðin í málinu. Við eram búnir að senda bréf sem faxað var til ráðuneytisins í dag [fyrir sl. helgi] og vonandi fáum við svör sem fyrst,“ sagði Gtmnólfur Lárusson sveitarstjóri. bgk Brotist í tvígang inn í blokk á Miðbæjarreit Brotist var inn í fjölbýlishús sem er í byggingu á Miðbæjar- reitnum á Akranesi um helg- ina. Um er að ræða stóru blokkina við Skagaver. Til- kynning barst um innbrot að- fararnótt sunnudagsins og þegar lögreglan kom á staðinn höfðu nokkur skemmdarverk verið unnin. Rúður voru brotnar, málningu slett út um allt, mjólkurfernur rifnar í sundur og kaffi skvett víða. Fulltrúar verktakans mættu á svæðið og gengu ffá til bráða- birgða. A milli klukkan 17 og 20 á sunnudag var aftur brotist inn í húsið og frekari skemmd- arverk unnin. Innréttingar voru skemmdar, rafmagnstöfl- ur eyðilagðar, perur og fleiri rúður brotnar. Allt í allt voru brotnar á milli 15 og 20 rúður. Þá var málningu hellt ofan í lyftugöngin og á lyftuna og á viðkvæman búnað í gangverki hennar. Ekki er vitað hve tjón- ið er mikið en það gæti numið tugum milljóna hafi lyftubún- aðurinn eyðilagst. Lögreglan hefur engar vísbendingar um hver eða hverjir voru að verki. Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir í húsinu aðfara- nótt sunnudags og á milli klukkan 17 og 20 á sunnudag eru beðnir um að hafa sam- band við lögreglu. kóp Brotist var í tvígang inn í hlokkina um helgina. Málningu var hellt niður lyftugöngin. PISTILL GISLA Urslit Lauslega reiknað þá hefur verið kosið til Alþingis nálægt tíu sinnum síðan ég fæddist og er það nokkuð vel að verki verið. I seinni tíð hef ég fylgst með þessu af nokkurri athygli en framan af heldur minna. Allavega get ég ekki með nokkru móti munað hver vann í fyrstu kosningunum sem haldnar voru efrir að ég fæddist. (Þetta hljómar reyndar eins og efnt hafi verið til kosninga af því tilefhi sérstaklega. Svo mun þó ekki hafa verið heldur er einfaldlega erfitt að orða þetta á annan hátt. Bið ég því lesendur að virða viljann fyrir verkið). Svona eftir á að hyggja er heldur ekki víst að neinn hafi unnið. Allavega er allsendis óvíst að nokkur hafi tapað. Eg hef nefnilega lært það á þessum tíu kosningum (Þær eru allavega því sem næst tíu. Eg ætlaði, til að fa þetta á hreint, að hringja í vin minn sem er stjómmálafræðingur og ætti að vita þetta. Hann bara svaraði ekki helvískur þannig að fyrir vikið get ég ekki boðið upp á meiri nákvæmni í þetta skiptið) að sigur er afar afstætt hugtak. Ef við skoðum í fljótheitum úrslit kosninganna á laugardaginn síðasta þá bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig tveimur mönnum frá síðustu kosningum. Flokkurinn hafði reyndar fengið einn þingmann eða svo að gjöf á miðju kjörtímabili þannig að þetta var ekki svo mikil viðbót en sigur þó. Vinstri grænir unnu stórsigur miðað við síðusm kosningar en hinsvegar virðast margir miða við skoðanakannanir að eigin vafi og þá er hægt að túlka úrsfitin sem stórkostlegt tap fyrir þennan ágæta flokk. Á sömu forsendum er Samfylkingin talin vera sigurvegari þrátt fyrir að hafa tapað tveimur þingmönnum vegna þess að miðað við skoðanakannanir í febrúar eða mars hefði tapið getað orðið mun meira. Tveir mínusar eru þar með orðnir að plús. Framsóknarflokkurinn tapaði mestu og um það eru flestir sammála en hinsvegar var tapið minna en margir bjuggust við og er þar með orðið sigur. Frjálslyndi flokkurinn vann hinsvegar hvorki né tapaði þannig að kannski gerði hann jafnteffi sem hlýtur að teljast nokkuð gott. Islandshreyfingin fékk meira fylgi en í síðustu kosningum þar sem hún var ekki í framboði og því hlýtur hún að teljast sigurvegari þrátt fyrir að hafa ekki komist nálægt því að eignast sinn eigin þingmann. I stjórnmálum eru allir sigurvegarar líkt og á pollamóri í knattspymu þar sem hver einn og einasti fær gullpening í mótslok. Gísli Einarsson, hakari.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.