Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 31
31 X MIÐVIKUDAGUR 16. MAI2007 FH haíði sigur í baráttuleik FH lagði IA í fyrsta leik Islands- mótsins á Akranesi á laugardag. Lokatölur urðu 2-3 fyrir Islands- meistarana. Skagamenn máttu vel við una, en þeir léku manni færri í nálega 70 mínútur. Tryggvi Guð- mundsson náði forustunni fyrir gestina á 20. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Arni Thor handlék knöttinn innan teigs og uppskar hann gult spjald fyrir. Fjór- um mínútum síðar fékk hann sitt annað gula spjald og var rekinn af velli. FH gekk á lagið og Arnar Gunnlaugsson sem kom gestunum í 2-0 á 30. mínútu þegar hann skor- aði gegn sínum gömlu félögtun. Tommy Nielsen átti þá skot af löngu færi sem Páll Jónsson sló fyr- ir fætur Arnars sem skoraði með laglegu hægrifótar skoti. Bjarni Guðjónsson skoraði fyrir IA úr vítaspyrnu á 44. mínútu og staðan í hálfleik því 1-2. Bæði lið komu ákveðin til leiks í síðari hálfleik, en FH var ívið sterkara fyrsta kastið. Varnarmenn IA voru nærri því að skora sjálfs- mark á 48. mínútu og þremur mín- útum síðar skoraði Matthías Guð- mundsson með skalla. Þórður Guðjóns hafði skömmu fyrr átt gott skot að marki og mikil hætta skap- ast í hornspyrnunni sem kom í kjöl- farið. Það hefur kannski kveikt neistann í heimamönnum því á 58. Liiin á leið inn á völlinn ífyrsta leik sumarsins. mínútu skoraði Þórður með lag- legu skoti. Boltinn féll fyrir hann í vítateigshorninu hægra megin og hann þrumaði honum að marki í stöngina, slána og inn. Eftir þetta var sem drægi aðeins af FH en liðið átti þó nokkrar hættulegar sóknir. Heimamenn eiga lof skilið fyrir baráttuna og þeir gáfust aldrei upp. Þórður átti nokkrar hættulegar homspyrnur og FH skoraði næstum sjálfsmark eftir eina sókn Skagamanna. í uppbótar- ta'ma sótti Skaginn grimmt og var nærri því að skora, en allt kom fyr- ir ekki og lokatölur urðu 2-3. Ljóst er að ekkert lið gemr bókað sigur gegn Skagamönnum ef þeir halda áffam á þessari braut. Baráttugleði liðsins og ákveðni gætu fleytt liðinu mun ofar á töflunni en menn hafa búist við. Ungu strákarnir í liðinu eiga hrós skilið. IA spáð áttunda sæti IA er spáð áttunda sætinu í ár- legri spá fyrirliða, þjálfara og for- manna félaga í efstu deild Islands- mótsins í knattspyrnu sem birt var í síðustu viku. Liðið hlaut 108 stig en FH er spáð Islandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð með 288. Valur og KR fengu jafnmörg stig í annað til þriðja sæti. Aðeins eitt lið fellur niður í fyrstu deild að þessu sinni og spá forsvarsmanna félaganna er að það verði HK, en liðið fékk 94 stig. IA endaði í sjötta sæti á mótinu í fyrra. Spáin er þannig í heild sinni: 1. FH 288 stig 2. -3. Valur 252 stig 2.-3. KR 252 stig 4. Keflavík 201 stig 5. Fylkir 157 stig 6. Breiðablik 133 stig 7. Fram 129 stig 8. ÍA 108 stig 9. Víkingur 94 stig 10. HK43 stig Víkingnr Ó tapaði fyrir norðan Víkingur Ólafsvík laut í gras á Akureyri fyrir KA á sunnudaginn. Lokatölur urðu 1-0. Leikurinn var færður á KA-völl þar sem Akureyr- arvöllur kom illa undan vetri. Heimamenn kunnu vel við sig þar og skoruðu mark þegar á fimmtu mínútu. Eftir það var allt í járnum í leiknum, en hvorugu liðinu tókst að skora mark. Víkingur sótti meira eftir því sem leið á leikinn, en hafði ekki erindi sem erfiði. Undir lok leiks skipti Slobodan Milisic þjálfari þremur mönnum inná, en allt kom fyrir ekki. Fyrstu umferð deildar- innar lauk á mánudag, en Víkingur á aðra ferð norður framtmdan þeg- ar liðið mætir Þór á Akureyri á föstudaginn. kóp SA á fjölmennu sundmóti í Reykjanesbæ Um helgina tóku rúmlega 60 krakkar frá Sundfélagi Akraness þátt í fjölmennu sundmóti í Reykja- nesbæ. Yfir 400 sundmenn frá tíu félögum víðsvegar um landið tóku þátt í mótinu sem Sparisjóðurinn í Keflavík styrkti. Veitt voru verð- laun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í öllum einstaklingsgreinum 10 ára ogyngri, 13-14 ára og 15 ára og eldri. Allir hnokkar og allar hnátur fengu einnig þátttökupeninga. Þá voru fjórir farandbikarar afhentir fyrir stigahæstu sund 13-14 ára og 15 ára og eldri, kvenna og karla í 200m grein. A heimasíðu Sundfélags Akra- ness kemur fram að yngri krakkarn- ir bættu sig nánast í öllum greinum, margir krakkar tóku þátt í hverri grein og voru sumir þeirra að taka Hnokkar og hnátur af Skaganum taka viS þátttökupeningum. Ljósmynd fengin afvef ÍRB. þátt í fyrsa skipti á svo stóru móti. Eldri krakkarnir eru búnir að vera uppteknir í próflestri og ýmsu öðru og setti það strik í reikninginn hjá sumum, en aðrir bættu sig og syntu góð sund. Mótið fór fram í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ og var boðið upp á ýmislegt til skemmtunar. Heiða í Unun tók lagið á laugarbakkanum fyrir keppendur og áhorfendur og kom öllum í Evróvisiongírirm með laginu Eg og heilinn minn. Öllum sundmönnum mótsins sem gistu í Holtaskóla, þar með talið Skaga- krökkunum, var svo boðið á kvik- myndasýningu á myndina Blades of Glory. Eldri hópurinn fór á laugar- deginum þegar keppni þeirra lauk en yngri hópurinn fór í 9 bíó á sunnudagsmorgni. kóp Leikurinn var á köflum fjörugur og skemmtilegur. ■fy "i Vw 'fssjfe"" 1' . “ / • .i. Stuðningsmannafélagið Skagamörkin hitaði upp fyrir leikinn ásamt stuðningsmönnum FH á Café Mörk. Hér heldur liðið af stað ásamt lukkudýri sínu. Akraneshlaupið verður á laugardaginn Næstkom- y tt að bjóða upp á andi laugardag styttri göngu- verður Akra- leiðir. Boðið er neshlaupið l ' JélSiJt. éL W 1 ■'■ Jlii upp á fjöl- haldið í fimmt- jp ■ 61S .> skylduafslátt í * ánda sinn og " aifíwt Ww MfÆm ®| skemmtiskokki mun Kvenna- iK J* Wt -x » og göngu. nefnd Knatt- M m O? 3 WagKli. jpi®l ■ «flV- - Allir þátttak- spyrnufélags IA endur fá bol sjá um fram- kvæmd þess eins og undan- Úm&te } f: * hlaupsins og verðlaunapen- ing að launum farin ár. Hægt verður að velja um 10 km hjólreiðar, 21 km og 10 km hlaup, 3.5 km skemmtiskokk eða göngu og einnig er boðið upp á styttri gönguleið. Akraneshlaupið hefur verið eitt af vinsælustu almenningshlaupum landsins og margir tekið þátt í hálf- maraþoni og 10 km göngu en und- anfarin ár hafa vinsældir þess farið stöðugt vaxandi hjá trimmurum og ijölskyldufólki. Framkvæmdaaðilar vilja leggja áherslu á að Akranes- hlaupið sé mjög fjölskylduvænt enda ættu allir aldursflokkar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Undanfarin tvö ár hefur t.d. verið talsvert um það að eldri borgarar hafi tekið þátt í stafagöngu en sú nýjung hefur mælst mjög vel fyrir auk hressingar þegar komið er í mark og einnig er frítt í Jaðars- bakkalaug að hlaupi loknu. Verð- laun eru veitt fyrir bestu tímana og er aldursflokkaskipting í hlaupa- greinunum, en einnig eru í boði fjöldi veglegra útdráttarvinninga sem allir tengjast ferðaþjónustu á Vesturlandi. Má þar t.d. nefna gist- ingu fyrir tvo með morgunverði á ýmsum stöðum, matarvinninga, siglingar á Breiðafirði, sleðaferð á jökul, kort í Hvalfjarðargöng og golf og sund. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hlaupsins www.akraneshlaup.k2.is en þar má einnig sjá fjölda mynda ffá undan- förnum árum. Draga sig út úr landsliðshópnum Þeir Hlynur Bæringsson og Sig- urður Þorvaldsson, leikmenn Snæ- fells í körfuknattleik, hafa dregið sig út úr landsliðshópnum. I sam- tali Hlyns við Morgunblaðið sl. föstudaga kemur ffam að það sé af fjárhagslegum ástæðum. Þeir þurfi sjálfir að greiða allan kosmað við að mæta á æfingar og ferðakostnaður og vinnutap geti numið hundmð- um þúsunda króna. Landsliðsæf- ingar eru ýmist haldnar í Reykjavík eða á Reykjanesi. Hlynur segir að þeir Sigurður hafi þurft að hætta í vinnu á miðju degi til að fara á æf- ingar og ekki komið affur fyrr en -í um miðnætti, það sé törn sem hann sé ekki tilbúinn í núna. „Það gæti að sjálfsögðu breyst ef KKI myndi ákveða að hafa allar æfingar lands- liðsins hérna í Stykishólmi," segir Hlynur í samtali við Morgunblað- ið. Þeir Hlynur og Sigurður eiga að baki 69 landsleiki samanlagt. #

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.