Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 11
SKESSUii©BM MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 2007 11 Bdrðarsaga Snœfellsás í GrundarfirSi. Bárðarsaga Snæfellsáss sýnd í FSN Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði sem nefna sig SNÆ hópinn sýndu sl. sunnudag leikritið Bárðarsögu Snæfellsás, sem er byggt á Islend- ingasögunni um Bárð Dumbsson sem samkvæmt sögunni bjó í Snæ- fellsjökli. Sýningin var þannig sett upp að tvær stúlkur (sögumenn) ætla að búa til leikrit. Rifja þær upp ýmsa hluti af sögunni með gestum sem annaðhvort voru leiknir á staðnum, kvikmyndaðir eða ljós- myndaðir. Til þess var stuðst við margmiðlunarbúnað sem kastað var á sýningartjald. Þessir nemendur eru búnir að vera að vinna með landnám á Snæ- fellsnesi og sögur og sagnir tengd- ar þeim í vetur. Þegar hafist var handa við að lesa Bárðarsögu Snæ- fellsáss þótti hún heldur torlesin og var því ákveðið að rýna betur í hana og vinna eitthvað skemmtilegt úr sögunni. A endanum var ákveðið að gera úr henni leik- og marg- miðlunarsýningu og fékk skólinn m.a. styrk frá Menningarráði Vest- urlands til að koma sýningunni á koppinn. I vor fóru svo nemendur með sýninguna til Svíþjóðar og sýndu hana í bænum Haninge. Af Ennimáni kominn út Út er komið skólablað Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi, Ennimáni. Þetta er í 25. sinn sem blaðið kemur út og var Hólmfríður Magnús- dóttur ritstjóri þess, en með henni í í rit- stjórn sátu þær Est- er Björk Magnús- dóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Halldóra Guð- jónsdóttir, Kristrún Inga Valdimarsdóttir og Margrét Alda Magnúsdóttir. Ymissa grasa kennir í blaðinu, m.a. viðtal við Sun sem var skiptinemi í skólanum á skólaárinu 2005-2006, en er nú staddur í K a n a d a . Hann ber vistinni í FVA vel söguna og segir Island vera besta stað í heimi. Þá er nemendakönn- unin á sínum stað og ber þar helst að Gyða Bents var val- in besti kennarinn annað árið í röð og eiginmaður hennar Flemming Madsen lenti í öðru sæti. Fjöl- breytt viðtöl má finna í blaðinu ásamt umfjöllun um félagslífið. kóp Tillaga að deiliskipulagi fyrir hreinsistöð fráveitu á Hvanneyri, Borgarbyggð. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða deiliskipulag lóðar undir hreinsistöð fráveitu. Lóðin er staðsett suð-vestan við skeiðvöllinn, norðan megin við Ásveg á Hvanneyri. s Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrifstofu I Borgarbyggðar frá 16.05.2007 til 14.06.2007. Frestur í til að skila inn athugasemdum rennur út 29.06.2007. | Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast 5 til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatiIlöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur þeim. Borgarnesi 9.05.2007 Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Deildarstjórar, leikskólakennarar, leikskólasérkennari og annað uppeldismenntað starfsfólk óskast í leikskólann Ugluklett í Borgarnesi frá og með 1. ágúst. Ugluklettur er nýr þriggja deilda leikskóli í Borgarnesi, sem tekurtil starfa 1. ágúst. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði John Dewey og Howard Gardner. Einkunnarorð leikskólans eru leikur, virðing, gleði. Nánari upplýsingar veitir Ingunn Alexandersdóttir, leikskólastjóri, í síma 437-1050/844-6677 eða á netfangið ingunna@borgarbyggd.is. Við leitum að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til og með 25. maí BORGARBYGGÐ Fjölbrautaskóli Vesturlands Vogabraut 5, 300 Akranes. Sími 433-2500. Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Innritun fyrir haustönn 2007 lýkur 11. júní. Fjölbrautaskóli Vesturlands býður kennslu á eftirtöldum brautum: • Bóknámsbrautir til stúdentsprófs: o Félagsfræðabraut oMálabraut o Náttúrufr æðibraut oViðskipta-og hagfræðibraut Duglegir námsmenn geta lokið stúdentsprófí á 3 árum. • Almenn námsbraut • Starfsbraut fyrir hugfatlaða Umsóknareyðublað og upplýsingar um skólann má finna á vefnum http://www.fva.is/ Nemendur sem ljúka 10. bekk í vor sækja um með rafrænum hætti. Aðstoð við raffæna innritun verður veitt i skólanum kl. 14 til 18 dagana 7., 8. og 11. júní. Verðandi nemendur og forráðamenn þeirra geta fengið samband við skólastjómendur og pantað tíma hjá námsráðgjöfúm skólans til 11. júní í síma 433-2500. Starfstengdar brautir og listnám: o Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina o Gmnnnám málmiðngreina o Grunnnám rafíðngreina o Húsasmíði o Listnámsbraut-tónlistarkjörsvið oNám til iðnmeistaraprófs fyrir þá sem hafa lokið sveinsprófí oRafvirkjun o Sjúkraliðabraut o Tölvufræðibraut o Vélstjómarbraut, 2. stig fyrir nemendur sem lokið hafa burtfararprófí í vélvirkjun o Vélvirkjun o Viðskiptabraut Hægt er að ljúka stúdentsprófí í beinu fram- haldi af eða samhliða námi á öilum ofantöld- um brautum. Nám með vinnu - góður kostur fyrir fullorðið fólk Á haustönn 2007 verða teknir inn nýir hópar í dreifnám með staðbundnum lotum á eftirtaldar brautir ef næg þátttaka fæst. Kennsla verður miðuð við þarfir fullorðinna nemenda sem em í vinnu. Nánari upplýs- ingar em á vef skólans http://www.fva.is/ • Grunnnám málmiðna. Bæði fyrir nýja nemendur og nemendur sem þegar hafa lokið hluta af brautinni. • Húsasmiðanám. Nemendur sem eru orðnir 20 ára og hafa reynslu af störfum i byggingariðnaði mega sleppa verklegum hluta gmnnnáms í bygginga- og mannvirkjagreinum. • Nám til iðnmeistaraprófs fyrir nemendur sem hafa lokið sveinsprófi. • Sjúkraliðanám. Nemendur sem hafa 5 ára starfsreynslu við umönnun sjúkra, fatlaðra eða aldraðra og meðmæli frá vinnuveitanda geta látið reynslu sína og starfstengd námskeið koma í stað hluta af áföng- um Sjúkraliðabrautar. • Viöskiptanám til verslunarprófs. Einnig verður boðið upp á kennslu í dagskóla á Vélstjórnarbraut, 2. stigi, fyrir nemendur sem lokið hafa burtfararprófí í vélvirkjun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.