Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 20
20 smssiíii©!®- ___ ____ ________MIÐVIKUDAGUR16. MAI2007__ Söngíuglar á Vesturlandi Svífum loftið í söngnum Hanna Þóra Guðbrandsdóttir er ung söngkona á Akranesi. Hún feddist árið 1980 og er ættuð frá Beitistöðum í Melasveit en bjó á Akranesi allt þar til hún hleypti heimdraganinn og fór til náms í Söngskólanum í Reykjavík. Hún lauk áttunda stigi í söngnámi firá Söngskólanum í Reykjavík og stundar nú nám við Nýja tónhst- arskólann. Hanna heldur tónleika í Vinaminni næstkomandi mið- vikudag og af því tUefhi settist blaðamaður Skessuhoms niður með henni í smáspjall. Sungið með mackintoshdósum Hanna segir að hún hafi verið syngjandi frá því að hún man eftir sér, þó hana hafi ekki rennt í grun um að slík alvara ætti eftir að búa að baki því og nú gerir. „Eg ædaði alltaf að vera söngkona og söng frá fyrstu tíð. Ég stofriaði hljómsveitir og söng með mackintoshdósir og ædaði að vera mjög ffæg poppsöngkona. Þeg- ar ég var sextán ára fór ég síðan í Tónlistarskóla Akraness með það fyrir augum að læra að beita röddinni svo ég gæti nýtt hana betur í popp- inu. Mér datt ekki í hug að syngja óperur, mér fannst það einfaldlega alveg glatað. Eftír því sem ég kynnt- ist óperunum nánar í náminu fór ég að fá lúmskan áhuga og nú finnst mér þetta yndislegur heimur." Gengið á vegg Eftir því sem áhuginn á óperunum jókst óx sjálfstraustíð og sú vissa að Hanna hefði eitthvað í þennan heim að segja. Það var að hrökkva eða stökkva og hún tók þá ákvörðun að ef af þessu ætti að verða þyrftí hún að hella sér út í nám. Hún innritaðist því í Söngskólann í Reykjavík árið 1999, en þar kynntist hún því að söngheimurinn fer ekki alltaf mjúk- um höndvun um þá sem æskja inn- göngu í þá veröld. „Eg labbaði ein- faldlega á vegg þegar ég kom í skól- ann, það var ekkert flóknara en það. Vegna þess að ég var tiltölulega ný í þessum klassíska heimi þurfti ég að læra allt frá byrjun. Þeir sem voru með mér í námi þekktu þetta allt saman og gerð var krafa um að mað- ur hefði vissa undirstöðuþekltingu sem ég bjó eklti yfir. Eg þurfti því meðfram sjálfu söngnáminu að sökkva mér ofan í lærdóm um klass- íska tónhst og allt sem henni fylgir. Það opnaðist nýr heimur fyrir mér. Eg hafði aðallega verið að syngja popptónlist en þurfti allt í einu að kasta mér út í djúpu laugina og fara að syngja klassík." Hanna segir að það hafi hins vegar hjálpað henni mjög að kynnast því góða fólki sem starfaði í skólanum. Olöf Kolbrún Harðardóttir var fyrsti kennarinn hennar og ber Hanna henni vel söguna. „Olöf Kolbrún er mikið hörkukvendi og ég var hjá henni í sex ár. Hún er mjög blátt áffam í öllu og gerði margt fyrir mig. Þegar ég fór á sjöunda sttigið fór ég að læra hjá Signýju Sæmundsdóttur og er ennþá í námi hjá henni. Hún er algjört yndi og ég hef því verið mjög heppin með kennara.“ Mikil samkeppni Þrátt fyrir góða kennara og skemmtilegt samstarfsfólk segir Hanna að námið hafi vissulega verið erfitt. Það sé hins vegar kannski ekki skrýtið þar sem söngheimurinn sé um margt mjög erfiður og námið endurspegli það. „Það er erfitt að vera sópran og tækifærin koma ekk- ert til manns á færibandi. Það er mik- il samkeppni í þessum heimi og hún verður æ meiri. Það eru til svo rosa- lega margar góðar söngkonur en ofit- ar er skortur á karlmönnum. Kröf- umar eru líka allt aðrar í dag, sérstak- lega erlendis. Aður fyrr var kannski nóg að kunna að syngja, en í dag snýst þetta um leik, fr amkomu og út- ht en söngurinn sjálfur hefur kannski fengið minna vægi. Síðan heftir mað- ur heyrt sögur af því að það skipti máh hve lágt söngkonur eru tilbúnar að leggjast og ég tek eklti þátt í því.“ Hanna tekur það skýrt firam að hún sé að lýsa erlendum óperuheimi, en hér heima sé einnig mikill barningur. „Landið er lítið og margt snýst að einhverju leyti um að tilheyra ákveð- inni klíku. En þetta snýst hka um að skapa sér sín eigin tækifæri og að vera dugleg að kynna sig. Það er það sem ég er að gera þessa dagana.“ Hanna segist ekki stefna að burtfararprófi, æth hún í frekara nám muni hún ein- faldlega fara í inntökupróf. Konunglegi tónlistarháskólinn Eftir að Hanna Þóra lauk áttunda stigi sótti hún um í Konunglega tón- hstarháskólanum í Kaupmannahöfn. Tæplega 90 manns sóttu um og eftir þrjá niðurskurði stóðu tíu eftir og var Hanna á meðal þeirra. Hún komst hins vegar ekki í gegnum síð- ustu síuna. „Þetta var alveg frábært, algjör draumur í dós. Eg fékk að standa á stóra sviðinu í Operunni og syngja aríur og ljóð og recitative. „Þrátt fyrir að ég kæmist ekki inn sýndi þetta mér það að ég ætti heima í þessum heimi. Eg komst í gegnum niðurskurðinn að síðustu síu og fékk að klára mitt prógramm, en það fengu ekki allir. Einn kennarinn kom til mín eftir á og sagði að henni fyndist mjög leiðinlegt að ég skyldi ekki hafa komist inn. Eg spvuði hana aldrei út í það af hverju ég hefði ekki komist alla leið. Að sumu leyti voru það mistök en að sumu leyti finnst mér það ágætt, þessi reynsla í heild sinni var mögnuð og kenndi mér margt.“ Heimakær söngkona Hanna segir að eftir á að hyggja hafi sú staðreynd að hún komst ekki inn í skólann að mörgu leyti verið blessun. Það hafi runnið upp fyrir henni að það var ekki þetta sem hún vildi. „Eg fann mig ekki þama úti og það rann upp fyrir mér ljós. Eg er mjög heimakær og ég áttaði mig á því að ég vildi vera heima. Það sem ég vil gera er að búa heima hjá mér með fjölskyldu minni og syngja. Síð- an get ég alltaf farið á námskeið er- lendis og sótt tíma. Eða þá tekið að mér hlutverk. Mig langar hins vegar mun meira að fá hlutverk í íslensku óperunni en að vera á þeytingi út um allan heim.“ Hanna flutti aftur heim á Akranes nú um páskana ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Svanberg Sveins- syni og dætrum þeirra Birgittu Nótt og Dagbjörm Líf. Guðmundur, eða Mtrndi Sveins, er úr Borgarnesi en Hanna segist vera á góðri leið með að gera hann að Skagamanni. „Hann er farinn að fara á völlinn," segir hún og hlær, „og er meira að segja farinn að ræða tun að kaupa sér ársmiða! En ég er rosalega ánægð með að vera komin aftur heim. Það er meira en að segja það að ætla sér að flækj- ast um heiminn þegar maður er orð- in tveggja barna móðir. Hjá mér er fjölskyldan í fyrsta sæti og svo söng- urinn. Þá má ekki gleyma því að maður þarf að vinna fyrir sér.“ Hanna vinnur í hlutastarfi hjá Cur- ves Kkamsræktarstöð og segir hún að vinnuveitendumir hafi sýnt henni ómældan skilning þegar hún hefur þurft að fara á æfingar og sýningar. Alltaf að læra Hanna Þóra hélt áttundastigs tón- leika vorið 2005, en þá um haustið hélt hún styrktartónleika í Vina- minni fyrir litla ffænku sína, Þtuíðu Ornu Oskarsdóttur. Hún hafði þá nýverið greinst með heilaæxh, að- eins tveggja og hálfs árs gömul. Hanna endurtók leikirm nokkru síð- ar er hún hélt tónleika fyrir fullu húsi í Bústaðarkirkju ásamt fleiri hstamönnum. Þá hefur Hanna sung- ið í uppfærslu Óperustúdíósins, bæði í Nótt í Feneyjum og Systur Ang- eliku. Hún tók einnig þátt í upp- færslu íslensku óperunnar á Brott- náminu úr kvennabúrinu síðastliðið haust. Hanna segir að það sé ómet- anleg reynsla að fá að taka þátt í svona sýningum með atvinnumönn- um. „Þetta er langbesti skóli sem þú getur farið í. Það jafnast ekkert á við það að standa á sviði með hljómsveit og syngja í óperu. Og það er stór hluti af þessu að átta sig á því að maður hættir aldrei að læra. Væri ég spurð að því hvort ég væri nógu góð til að standa í þessu mundi ég að sjálfsögðu svara því játandi, annars væri ég ekki í þessu. Hins vegar er maður aldrei nógu góður til þess að hætta að læra, það er eilífðarverk- efiú.“ Tónleikar í Vinaminni Miðvikudaginn 23. maí heldur Hanna Þóra tónleika í Vinaminni og hefjast þeir klukkan 20. Hanna mun þar syngja lög eftir Sigfus Halldórs- son fyrir hlé, en þýsk ljóð, Vínarljóð, aríur og fleira eftir hlé. Vilhelmína Ólafsdóttir leikur með á píanó og Þorvaldur Þorvaldsson bassi syngur dúett með Hönnu ásamt einsöng. Hanna segist hlakka til og dægur- lögin hans Sigfusar séu í uppáhaldi hjá sér. Það sé kannski vegna þess að hún hafi svo seint farið að hlusta á óperur. Hanna Þóra Guðbrandsdóttir á ffamtíðina fyrir sér í söngnum. Hún nýtur þess að standa á sviði og syngja fyrir fólk og gefa því með sér af list sinni. „Ef ég þyrfti að hætta að syngja mtmdi ég hafna hluta af sjálf- um mér. Eg finn mig í því að standa á sviði og tengjast áhorfendum. Sér- staklega þegar ég syng dægurlög. Eg fer í ham og finnst ég svífa um loff- ið,“ segir Hanna að lokum. Hún mun án efa svífa off um loftið á tón- leikunum í Vinaminni og fleiri slík- um í ffamtíðinni. Skessuhom óskar henni velfamaðar í hst sinni. kóp Nýr vegur Síðasta föstudag hófust fram- kvæmdir við nýjan veg að kirkju- garði Akraness. Það var Þjóðbjöm Hannesson, formaður sóknar- nefndar sem tók fyrstu skóflustung- una. Að sögn Þjóðbjörns er um afar nauðsynlega breytingu að ræða því með þessu leggst af innkeyrslan við Garðahúsið og vegurinn færist heim að kirkjugarðinum. „Við eram búnir að vera í slag með þetta við bæjaryfirvöld í eitt og hálft ár og loksins hillir undir endann á þessu verki. Gamla tengingin er alls ekki góð svo þetta verður mikill munur. Arið 2004 var samþykkt nýtt deiliskipulag þar sem meðal annars er gert ráð fyrir svæðum fyr- ir duftker, fósturreitum og einnig óvígðum reit, þ.e. fyrir fólk sem er utan trúfélaga. Við höfum einnig að kirkjugarði Akraness lýóðbjöm Hannesson tekurfyrstu skóflustunguna aö nýja veginum. verið að vinna að því að gera garð- er hluti af því,“ sagði Þjóðbjöm í inn að sælureit með hellulögn, samtali við Skessuhorn. gróðursemingum og fleiru og þetta bgk Bömin af leikskólanum með lögregumönnunum Hákoni Þorra og Hinriki. Leyst út með lögreglustimpli Börnin af leikskólanum Kríubóli á Hellissandi fóra á dögunum í vinnuskoðunarferðir um Snæfells- bæ. Komið var víða við og starf- semi skoðuð á hverju stað og fengu börnin allsstaðar góður viðtökur. Meðal vinnustaða sem heimsóttir vora var lögreglustöðin í Ólafsvík. Þar tóku lögreglumennimir Hákon Þorri Hermannsson og Hinrik Konráðsson á móti þeim og sýndu börnunum stöðina. Vökm fanga- klefarnir mikla athygli. Einnig var fræðsla um umferðaröryggi, sagt frá notkun bílbelta og börnunum kennt að nota Neyðarlínuna 112 ef hætta væri á ferðum. í lokin fengu öll börnin löggustimpil á hendurn- ar við mikla hrifningu. Af

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.