Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.05.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. MAI2007 SBÉSSuiiíoœ Þmgmenn teknir tali Lítil breyting varð á fylgi flokkanna í Norðvesturkjördæmi við kosningarnar á laugardaginn. þingsæta í kjördæminu fluttist í SV kjördæmi. Flokkarnir töpuðu allir fylgi nema Vinstrihreyfingin - grænt framboð sem bætti við sig um Skessuhorn sló á þráðinn til nýkjörinna þingmanna, sem fæstir eru þó nýir. Sjö þeirra sátu á 5,4%. Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi, 2,9%, Samfylkingin tapaði ríflega 2%, Frjáls- þingi á síðasta kjörtímabili og þar að auki tekur Karl V. Matthíasson sæti á þingi að nýju, en lyndir0,65% og Sjálfstæðisflokkurinn tæpu hálfu prósenti. Eina breyting á skiptingu þingsæta þar sat hann kjörtímabililð 1999-2003. Einungis Guðbjartur Hannesson hefur ekki setið á í kjördæminu varð sú að Framsóknarflokkurinn missti einn mann, þann sem vegna fækkunar þingi áður. Sturla Böðvarsson: Traustyfirlýsing gagnvart Sjálfstæðismönnum „Ég er fyrst og fremst þakklátur og vil þakka stuðningsmönnum og frambjóðendum fyrir feiknalega gott starf,“ seg- ir Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra. Sjálfstæð- isflokkurinn hlaut 5.199 atkvæði, eða 29,1% en árið 2003 hlaut hann 5.532 atkvæði og 29,57%. Sturla segir að hann sé ánægður með úrslitin. „Flokkurinn vann nátt- úrulega mikinn sigur á landsvísu og 29,1% í Norðvesturkjördæmi er mjög góður árangur. Þetta er svipað hlutfall og fyrir Ijórum árum, en við bættum mikið við okkur þá. Við höldum þriðja manninum þrátt fyrir fækkun þingmanna. Skipulagið í kjördæminu var mjög gott og það kom í ljós hve mikil- vægt er að hafa starfsmann fyrir flokkinn í kjördæminu sem heldur utan um alla þræði,“ en þar vísar hann til starfs Björns Bjarka Þor- steinssonar í Borgarnesi. Sturla segir að margir hafi talað um að kosningabaráttan væri dauf og litlaus en hann sé ósammála því. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fer í framboð og ég upplifði þetta sem eina hörðustu kosningabar- átm sem ég hef tekið þátt í í kjördæminu. Það var mjög sótt að okkur Sjálfstæðis- mönnum og mikið rætt um samgöngu-, ffjarskipta- og atvinnumál og þetta snertir mig auðvitað mjög mikið. Þeim mun ánægðari er ég með þessa ótvíræðu trausts- yfirlýsingu gagnvart okkur Sjálfstæðismönnum sem birtast í niðurstöðum kosn- inganna.“ Sturla segir úrslitin í Norðvesturkjördæmi fyrst og fremst sýna sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins, sem sé langstærsti flokk- urinn í kjördæminu. „Sveitarstjórnarkosn- ingarnar í fyrra gáfu vísbendingu um sterka stöðu flokksins og þessi úrslit sanna hana. Það fer ekki á milli mála að þetta er trausts- yfirlýsing við okkur ffambjóðendur og fyrir mig persónulega var gríðarlega mikilvægt að fá þessa góðu kosningu. Þetta er áskorun og hvatning til að halda áfram að vinna að mál- um fólksins í kjördæminu. Magnús Stefánsson: Þokkalega sáttur Framsóknarflokkur- inn fékk 3.362 atkvæði, eða 18,8% í kosningun- um á laugardag, en fékk 4.057 atkvæði og 21,68% fyrir fjórum árum. Flokkurinn missti annan þingmann sinn. Magnús Stefánsson seg- ir að hann sé nokkuð ánægður með útkomu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Það fylgi sem við feng- um er ágætt. Við töpum að vísu aðeins ffá kjör- fylginu 2003 en miðað við önnur kjördæmi erum við að tapa minnstu. Þetta er töluvert fyrir ofan það sem kannanir höfðu sýnt okkur og ég er því þokkalega sáttur við útkomuna. Ég hefði þó viljað sjá Herdísi Sæmundardóttur inn á þingi. Hún hefði verið vel að því komin að öllu leyti. Það hefði líka verið gaman að hafa konu í þingmannahópnum en þetta er eina kvenmannslausa kjördæm- ið.“ Magnús segir að baráttan hafi verið hörð og mikil vinna hafi verið lögð í slag- inn. „Þetta er að mörgu leyti erfitt kjördæmi og mikið um ferðalög og því er tíminn oft ódrjúgur. Ég hafði hinsvegar mjög gam- an af þessu og mér fannst baráttan málefnaleg. Ég kvarta ekki yfir andstæðing- unum, þeir voru dreng- lyndir og málefnalegir.“ Hvað varðar Norðvestur- kjördæmi segir Magnús það helst einkenna úrslitin að hér hafi ekki orðið mikil breyting í heildina séð. „Ég er hinsveg- ar gríðarlega ánægður með mitt fólk og þakklátur fyrir samstarfið og ffamlag okkar manna. Ég vil skila þakklæti til allra þeirra sem stóðu með okkur og unnu með okkur og studdu okkur, bæði í baráttunni og á kjör- dag.“ Einar Kristinn Guðfinnsson: Sjálfstæðisflokkurinn afdráttarlaus sigurvegari „Ég er mjög ánægður með hlut flokksins, bæði á landsvísu og í kjördæminu,“ segir Einar K. Guðfinnsson sem skipaði annað sæti ffamboðslista Sjálf- stæðisflokksins. „Það er gríðar- lega góður sigur effir sextán ára stjórnarsamstarf og forystu í rík- isstjórn að bæta við sig þremur þingsætum. Við unnum góðan sigur fyrir fjórum árum og höld- um nokkurn veginn okkar hlut með þrjá menn inni þrátt fyrir fækkun þingmanna. Við erum því ótvírætt forystuafl með fyrsta þingmann kjördæmis- ins.“ Einar segir fátt hafa komið sér á óvart hvað varðar úrslit í kjördæminu. „Frjálslyndir halda sínu eins og annarsstaðar og Framsókn tapar eins og þeir gerðu víðar. Sam- fylkingin missti fylgi hér frá því fyrir fjórum árum og þau úrslit voru þeim vonbrigði eins og all- ir gera sér grein fyrir. VG bætir við sig hér sem annarsstaðar, þó fjarri því sem skoðanakannanir gáfu fyrirheit um. Sjálfstæðis- flokkurinn er því afdráttarlaus sigurvegari kosninganna." Einar segist reiðubúinn að halda áfram sem ráðherra komi til þess og mörg spenn- andi verkefni bíði hans í Sjávarútvegsráðu- neytinu. Guðbjartur Hannesson: Skeimntileg og málefiialeg barátta Samfylkingin fékk 3.973 atkvæði, eða 21,2% í kosn- ingunum en fékk 4.346 at- kvæði og 23,23% fyrir fjórum árum. Flokkurinn hélt sínum tveimur mönn- um. Guðbjartur Hannes- son, oddviti flokksins, sagði að þar á bæ væru menn ánægðir með að hafa haldið báðum þingmönn- unum. „Við hefðum að sjálfsögðu viljað fá meira, eins og allir, en vinstri flokkarnir koma ágætlega út í kjördæminu. Stóru tíð- indin eru kannski þau að hér eru svo til eng- ar breytingar. Vinstri grænir vinna á, Fram- sókn tapar og við töpum lítillega, allt annað er eins. Þetta snýst meira um tilfærslu á mönnum í okkar undarlega kosningakerfi," segir Guðbjartur og vísar til þeirrar stað- reyndar að Frjálslyndi flokkurinn er með tvo menn í kjördæminu, þrátt fyrir að vera minni en bæði Framsóknarflokk- urinn og VG. Guðbjartur segir barátt- una hafa verið sérlega ánægjulega og skemmtilega, en þetta eru fyrstu skref hans í landsmálunum þó hann hafi áður starfað að bæjarmálum á Akranesi. „Það hefur verið mjög ánægjulegt að ferðast um kjördæmið og kynnast fólki. Ég vænti góðs af samstarfi við fólk úr öllum flokkum og af öllum svæðum kjör- dæmisins. Ég mun leggja mig fram um að vinna af heilindum fyrir allt kjördæmið. Ég þakka stuðningsmönnum mikla og góða vinnu, en baráttan var skemmtileg og málefnaleg. Nú þarf ég að vinna betur í því að kynna mig fyrir fólki í kjördæminu og kynnast fólkinu, því kjör- dæmið er víðfeðmt.“ Jón Bjarnason: Okkar mál fái aukið vægi í landsstjómimii Vinstrihreyfmgin - grænt framboð hlaut 2.855 atkvæði, eða 16% í kosningunum á laugardag, en hlaut 1.987 at- kvæði og 10,62% fyrir fjórum árum. Vinstri grænir er eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi á milli kosninga í Norð- vesturkjördæmi. Jón Bjarna- son segir að þar á bæ segi menn allt gott og úrslit kosn- inganna séu ánægjuleg. „Við erum ánægð og stolt með þessa glæstu útkomu, bæði í kjördæminu og á landinu öllu. Flokkurinn er ótvíræður sigur- vegari kosninganna og það hlýtur að teljast gott að auka fylgið í kjördæminu um tæp 60%. Við vildum að sjálfsögðu ná öðrum þingmanni inn. Ingibjörg Inga er mjög öfl- ugur frambjóðandi og hefði verið gott að fá hana inn á þing. Þingmönnum kjördæmisins fækkaði hinsvegar um einn og við vissum að róðurinn yrði þungur. Þetta var hinsvegar glæsileg kosning og sýnir kraftmikla og góða baráttu okkar fólks sem á þakkir skildar." Jón segir ljóst að stefha og áherslur Vinstri grænna hafi mikinn stuðning. „Urslit kosninganna eru krafa kjós- enda um að okkar mál fái auk- ið vægi í landsstjórninni. Við erum reiðubúin til þess. Það þarf að stuðla að breytingum bæði í félagsmálum, þeim málum sem lúta að almanna- kjörum og nærfærinni um- gengni við náttúruna og auð- lindir hennar. Ríkisstjórnin nýtur ekki trausts og krafa kjósenda er að okkar áherslur komist að.“ Jón segir ekkert hafa komið á óvart við úr- slitin í Norðvesturkjördæmi. Tíðindin séu glæsilegar kosningar Vinstri grænna. „Kjós- endur vilja breytta stefnu. Einkavæðingar- stefnan hefur komið hart niður á stórum hluta okkar kjördæmis og skert samkeppnis- stöðu atvinnulífs og búsetu á stórum svæðum hér. Okkar verk verður að jafna búsetuskil- yrði og til þess erum við reiðubúin.“ Guðjón Arnar Kristjánsson: Otímabærar andlátsfregnir Frjálslyndi flokkurinn hlaut 2.432 atkvæði, eða 13,6% í kosningunum nú en hlaut 2.666 atkvæði og 14,25% fyrir fjórum árum. Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður flokksins, segir að þetta sýni það að flokkurinn sé kominn til að vera. „Það voru margir sem gáfu út andlátsyfir- lýsingar fyrir flokkinn í aðdrag- anda kosninganna en við höfum sýnt að þær voru mjög ótíma- bærar. Frjálslyndi flokkurinn er kominn til að vera sem fimmta aflið í ís- lenskri pólitík. Niðurstaðan er svipuð og ég bjóst við. Við erum á pari miðað við kosning- arnar fyrir fjórum árum og það er góður varnarsigur miðað við stöðuna. Við höfum lent í erfiðum málum og það hlýtur að teljast ágætis varnarsigur að halda kjörfylginu nokkurn veginn." Guðjón Arnar segir að spennandi verði að sjá hvernig málum reiðir ffam með ríkis- stjórnarmyndun. Hann spáir því þó að þau mál skýrist ekki fyrr en eftir einhverja daga eða vikur. „- Þetta verður ekkert flýtiverk hjá Geir Haarde. Þó rfldsstjórnin sé tæp féll hún ekki og það er Framsókn í sjálfsvald sett hvort hún situr áffam eða ekki.“ Hvað varðar úrslitin almennt í Norðvesturkjördæmi segir Guð- jón þau einkennast mest af breytingaleysi. „Þetta er nokkuð eftir bókinni. Það er þó ótrúlegt hvað staða Sjálfstæðisflokksins er sterk miðað við hve ástændið er erfitt víða í okkar kjör- dæmi, bæði hvað varðar atvinnu og búsetu. En ég var alltaf viss um að við næðum tveim- ur mönnum inn hér, þrátt fyrir að skoðana- kannanir og fyrstu tölur hafi sýnt annað. Við erum staðföst í okkar málflutningi og kjós- endur treysta okkur. Fyrir það enrni við ákaf- lega þakklát."

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.