Fréttablaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 6
Almennt séð er
umræðan mjög lítil
í bæjarstjórn
Theódóra Þor-
steinsdóttir odd-
viti BF/Viðreisnar
KÓPAVOGUR Föstudaginn 6. sept-
ember var fundargerð um bæjar-
stjórnarfund Kópavogs þann 10.
september birt á vefsíðu sveitar-
félagsins.
Kom þar meðal annars fram
hverjir hefðu mætt á fundinn, að
allir ellefu fulltrúarnir hefðu sam-
þykkt ákveðnar tillögur, hvenær
fundinum var slitið og svo fram-
vegis.
„Ég hef aldrei séð svona lagað gert
áður. Þetta hljóta að vera mistök en
það er eins og sé búið að skrifa fund-
argerðina og ákveða hvernig fólk
greiðir atkvæði. Það skiptir greini-
lega engu máli að halda fundinn,“
segir Theódóra Þorsteinsdóttir,
oddviti sameiginlegs lista Bjartrar
framtíðar og Viðreisnar. En hún
situr í minnihluta bæjarstjórnar.
„Ég gerði verulegar athugasemdir
við þetta og fékk þau svör frá bæjar-
stjóra að þetta væru mistök,“ segir
hún.
Fundargerðin hefur nú verið
fjarlægð af vefsíðu Kópavogs. En á
umræddum fundi á að taka fyrir
fjármál Sorpu, sem hafa verið mikið
til umræðu á höfuðborgarsvæðinu.
„Við í BF/Viðreisn erum mjög
gagnrýnin á þá leyndarhyggju sem
hefur ríkt á meintum mistökum í
áætlunum fyrir gas- og jarðgerðar-
stöðina,“ segir Theódóra. „Almennt
séð er umræðan mjög lítil í bæjar-
stjórn en ég vona að meirihlutinn
taki við sér og ræði málið ítarlega,
sér í lagi þar sem Birkir Jón Jónsson
er bæði formaður bæjarráðs og for-
maður stjórnar Sorpu.“
Sigríður Björg Tómasdóttir,
almannatengill Kópavogsbæjar,
segir að um mannleg mistök hafi
verið að ræða.
„Forskrifuð fundargerð fór á
netið fyrir mistök. Þessi forskrift
auðveldar okkur vinnuna því
bæjarstjórn hefur það hlutverk að
staðfesta afgreiðslu ráða, sem er gert
í yfir 90 prósent tilvika.“ Sigríður
segir fundargerðunum breytt ef
eitthvað annað gerist á fundinum,
svo sem ekki allir kjósi með tillögu
eða að fulltrúar komi með bókun.“
– khg
Kópavogsbær birti í síðustu viku fundargerð inn í framtíðina
ÍTALÍA Giuseppe Conte, forsætis-
ráðherra Ítalíu, segist vona að breið
stjórn Fimmstjörnu hreyfingar-
innar og Lýðræðisf lokksins komi
á ró í þjóðfélaginu. Hin nýja ríkis-
stjórn nær frá hægri til vinstri og
er mun jákvæðari í garð Evrópu-
sambandsins en fráfarandi stjórn
hreyfingarinnar og Norðurbanda-
lags Matteo Salvini.
Þegar Conte hélt stefnuræðu sína
í þinginu kölluðu þingmenn Norð-
urbandalagsins fram í og heimtuðu
kosningar. Hin nýja stjórn þarf að
vera samþykkt af báðum deildum
þingsins og lýkur atkvæðagreiðslu
þingmanna á þriðjudag.
Hin nýja ríkisstjórn mun vinda
ofan af ýmsum aðgerðum fyrri
stjórnar, þar á meðal hinni hörðu
innf lytjendastefnu sem Norður-
bandalagið kom í gegn. „Við megum
ekki eyða næstu mánuðum í deilur
og árekstra,“ sagði Conte. Salvini
hlustar ekki á það og hefur skipu-
lagt mótmæli í október. –khg
Vill koma á
ró í ítölskum
stjórnmálum
Conte myndaði breiða stjórn með
vinstri mönnum. NORDICPHOTOS/AFP.
BRETLAND Í gærkvöldi var þess
beðið að breska þinginu yrði
formlega frestað í fimm vikur en
þingmenn stjórnarandstöðunnar
höfðu þá staðfest að þeir myndu
ekki styðja tillögu Boris Johnson
forsætisráðherra um kosningar 15.
október næstkomandi. Er nú gert
ráð fyrir að þing komi saman að
nýju 14. október.
Johnson hefur sagst ekki ætla að
sækja um útgöngufrest til Brussel
þrátt fyrir að lagasetning þess
efnis hafi verið samþykkt í síðustu
viku. Um helgina var rætt um að ef
Johnson fylgdi ekki lögunum gæti
hann átt yfir höfði sér fangelsisdóm.
Þingmenn samþykktu í gær, með
311 atkvæðum gegn 302, tillögu um
að stjórnvöld opinberuðu öll skjöl
og samskipti sem tengist áætl-
unum stjórnvalda um útgöngu án
samnings. Það var Dominic Grieve
sem lagði tillöguna fram en hann
er óháður þingmaður eftir að hafa í
síðustu viku verið ásamt 20 öðrum
þingmönnum rekinn úr þingflokki
Íhaldsflokksins.
Í gær tilkynnti John Bercow þing-
forseti að hann hygðist segja af sér
þann 31. október eða við þingkosn-
ingar, yrðu þær haldnar fyrr. Hefur
hann gegnt stöðunni frá 2009. – khg
Þingi frestað
og þingforseti
segir af sér
DÓMSMÁL Óvissa ríkir enn um
stöðu fjögurra dómara við Landsrétt
vegna dóms Mannréttindadómstóls
Evrópu í Landsréttarmálinu en yfir-
deild dómsins mun taka málið til
endurskoðunar samkvæmt ákvörð-
un sem tekin var í Strassborg í gær.
„Dómstólasýslan hefur nú til
skoðunar hvernig bregðast megi við
áframaldandi óvissu og mun koma
sínum tillögum til ráðuneytisins
á næstunni,“ segir Benedikt Boga-
son, formaður stjórnar dómstóla-
sýslunnar.
Hann vildi ekki tjá sig um málið
að öðru leyti. Þegar dómur MDE féll
í mars kallaði dómstólasýslan eftir
tímabundinni fjölgun dómara við
réttinn.
Dráttur á meðferð mála við
Landsrétt er þegar farinn að gera
vart við sig og hafa bæði dómstóla-
sýslan og lögmannafélagið lýst yfir
áhyggjum af stöðunni.
Fjórir landsréttardómarar, hafa
ekki tekið þátt í dómstörfum frá
því MDE komst að þeirri niðurstöðu
með dómi að þeir hefðu ekki verið
skipaðir í samræmi við lög og þar
af leiðandi væru skilyrði réttlátrar
málsmeðferðar fyrir dómi ekki upp-
fyllt þegar þeir sætu í dómi.
„Það er praktískt úrlausnarefni
hvernig best má tryggja starfsemi
Landsréttar og ég hef nú þegar
óskað eftir nýjum og ítarlegri upp-
lýsingum um fjölda mála og stöðu
þeirra við réttinn, segir Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir, nýskipaður
dómsmálaráðherra. – aá
Lausnir á vanda og óvissu Landsréttar eru í skoðun
LÖGREGLUMÁL Árásin sem HS Orka
varð fyrir á dögunum og Frétta-
blaðið greindi frá á mánudags-
forsíðu sinni er ekkert einsdæmi í
íslensku viðskiptalífi. Raunveru-
leikinn er sá að um viðvarandi ógn
er að ræða fyrir íslensk fyrirtæki og
starfsmenn þeirra. Forsvarsmenn
HS Orku hafa ekki viljað staðfesta
hver upphæðin var sem þjófarnir
komust undan með en heimildir
Fréttablaðsins herma að upphæðin
hafi numið á fjórða hundrað millj-
óna króna.
„Þetta er gríðarlega viðkvæmt
mál fyrir fyrirtæki og ekki síður
starfsfólk. Fyrirtækin óttast að
orðspor þeirra beri hnekki ef í ljós
kemur að þau hafi fallið í slíka
gildru. Þá getur maður rétt ímyndað
sér hvernig það er fyrir starfsmenn
sem láta glepjast af slíkum svikum
að mæta til vinnu og horfast í augu
við vinnuveitendur sína,“ segir
Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur
hjá Félagi atvinnurekenda (FA).
Í vor héldu samtökin morgun-
verðarfund með yfirskriftinni:
„Hvernig geta fyrirtæki varist net-
glæpum?“ Í ljósi tíðindanna af HS
Orku er ljóst að tilefni slíks fundar
var ærið.
„Okkar tilfinning er að tíðni
slíkra svikatilrauna færist sífellt í
vöxt og margir aðilar sem hafa fallið
í gryfjuna. Þetta eru ekki bara fyrir-
tæki heldur einnig stofnanir, sam-
tök og íþróttafélög,“ segir Guðný.
Hún segist hafa heyrt af nokkrum
mismunandi birtingarmyndum
slíkra glæpa. „Ég veit um dæmi hjá
íslensku fyrirtæki þar sem tölvu-
þrjótar komust inn í fyrri sam-
skiptasögu við birgi. Síðan kom
beiðni um að greiða umsamda upp-
hæð inn á nýjan reikning og það var
gert í góðri trú. Síðar kom þjófnað-
urinn í ljós og það skapaði einnig
alls konar vandamál í samskiptum
við birginn sem fyrirtækið taldi
sig hafa gert upp við,“ segir Guðný.
Önnur tegund eru síðan greiðslu-
fyrirmæli sem berast í tölvupósti
frá þekktum aðila og fagmannlega
unninn reikningur með, sem virðist
algjörlega ósvikinn, En þegar betur
er að gáð er búið að breyta einum
staf í netfangi viðkomandi og því
ekki allt sem sýnist.
Guðný segir að lausnin fyrir fyrir-
tæki sé að yfirfæra verkferla sína
vandlega við útgreiðslu fjármuna.
Ógnin er farin að raungerast
Sífellt verður algengara að íslensk fyrirtæki verði fyrir barðinu á þaulskipulögðum tilraunum til fjár-
svika. Mikið áfall fyrir starfsmenn sem láta glepjast segir lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda.
Ógnin um netglæpi hefur lengi verið yfirvofandi en núna er hún farin að raungerast. NORDICPHOTOS/GETTY
„Mörg af þessum dæmum sem við
hjá FA höfum heyrt af hefði verið
hægt að koma í veg fyrir með skýr-
um verkferlum. Til dæmis að taka
upp símann og hringja í viðskipta-
aðilann til þess að staðfesta breyt-
ingar á reikningi,“ segir Guðný.
Undir þessi varnaðarorð tekur
Kristján Hákonarson, öryggisstjóri
hjá Advania.
„Þessi ógn hefur lengi verið yfir-
vofandi en núna eru árásir að raun-
gerast. Við Íslendingar erum oft á
tíðum bláeygðir þegar kemur að
slíkum glæpum. En við finnum vel
að það er mikil vakning hjá fyrir-
tækjum að hafa tæknimálin í lagi,“
segir Kristján.
Hann segir að árásir sem þessar
séu ótrúlega vel skipulagðar. „Það
virðist vera setið um stjórnendur
fyrirtækja og reynt að lokka þá inn
á síður þar sem þeir þurfa að skrá sig
inn með notendanafni og lykilorði,
til dæmis vinsælar póstþjónustur
á netinu. Vefsíðan virðist í lagi en
er í raun skálkaskjól þrjótanna. Ef
starfsmaðurinn gengur í gildruna
eru þeir komnir inn í tölvupóst-
inn þar sem þeir fylgjast með sam-
skiptum og bíða færis. Þetta er erfitt
viðureignar en lausnin felst meðal
annars í því að tryggja reglulegar
uppfærslur og virkar vírusvarnir.
En fyrst og fremst með svokallaðri
tvöfaldri auðkenningu á þjónustum
á netinu og gæta þess að verkferlar
séu í lagi,“ segir Kristján.
bjornth@frettabladid.is
Þetta er erfitt
viðureignar en
lausnin felst meðal annars í
því að tryggja reglulegar
uppfærslur og
virkar vírus
varnir.
Kristján Hákonar-
son, öryggisstjóri hjá
Advania
Okkar tilfinning er
að tíðni slíkra
svikatilrauna færist sífellt í
vöxt og margir aðilar sem
hafa fallið í
gryfjuna.
Guðný Hjalta-
dóttir, lögfræð-
ingur hjá FA
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
0
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
B
-9
E
D
4
2
3
B
B
-9
D
9
8
2
3
B
B
-9
C
5
C
2
3
B
B
-9
B
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
3
2
s
_
9
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K