Fréttablaðið - 10.09.2019, Síða 16
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA
Arctic star sæbjúgnahylki
innihalda yfir fimmtíu tegundir af
næringarefnum, og eru þekkt fyrir:
• Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið
• Að auka blóðflæði
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla að
myndun húðpróteins og insúlins
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er
Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar
fást á www.arcticstar.is
Arctic Star sæbjúgnahylki
Varan fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hagkaupum.
Að eiga gæludýr hefur ýmsa heilsufarslega kosti. Hundar og kettir geta veitt mikla
andlega fyllingu þar sem eigand-
inn tengist þeim tilfinninga-
böndum. Fjöldi rannsókna styður
það að gæludýr bæti líf fólks á
öllum aldri.
Dr. Greg Fricchione sálfræðingur
við Harvard háskóla hefur skoðað
hvernig tengsl manna og dýra geta
bætt heilsu fólks. Hann segir að
mannfólki líði best og fái síður
sjúkdóma ef það upplifir öryggi og
tengist öðrum tilfinningaböndum.
Að tengjast gæludýri getur veitt
fólki mikla lífsfylingu. Að sögn Dr.
Fricchioe finna hundaeigendur
sérstaklega fyrir öryggi þar sem
hundarnir veita eiganda sínum
skilyrðislausa ást. Hann segir að
það hugsa um kött eða hund gefi
fólki tilgang í lífinu og fólk upplifi
að það skipti einhvern máli. Nokk-
urra ára gömul rannsókn sýndi
fram á að oxýtósín framleiðsla
jókst bæði hjá hundum og eig-
endum þeirra ef eigandinn horfði
beint í augu hundsins. Oxýtósín er
hormón sem meðal annars tengist
tengslamyndun.
Bætir andlega og líkamlega
heilsu
Að eiga gæludýr bætir ekki bara
andlega heilsu fólks. Það getur líka
bætt líkamlega heilsu. Þegar fólk
upplifir tengingu við gæludýrið
sitt sendir heilinn frá sér boð sem
minnka streitu. Þessi boð hafa
áhrif á öndun, blóðþrýsting, súr-
efnisinntöku og draga úr kvíða.
Samkvæmt skýrslu sem Harvard
háskóli gaf út um kosti þess að
eiga hund, getur það eitt að klappa
hundi lækkað blóðþrýsting fólks.
Annar líkamlegur ávinningur
þess að eiga gæludýr, aðallega
hunda í þessu tilviki, er að þau
krefjast hreyfingar, það þarf að
leika við dýrin og viðra þau. Að
fara með hund í göngutúr hefur
einnig félagslegan ávinning.
Hundaeigendur hittast gjarnan og
spjalla um hundana sína og slíkt
getur haft mikið að segja fyrir fólk
sem er ef til vill félagslega einangr-
að. Samkvæmt skýrslunni frá Har-
vard háskóla hjálpar hundaeign
eigandanum að vera yfirvegaðri og
meira í núinu. Að eiga hund gerir
börn virkari, ábyrgari og öruggari
og bætir líf eldra fólks.
Börn og gæludýr
Rannsókn á skólabörnum sýndi að
þau börn sem áttu gæludýr voru
vinsælli meðal samnemenda sinna
en önnur börn, auk þess virtust
þau eiga auðveldara með að sýna
samkennd með öðrum börnum.
Samkennd með öðru fólki er eitt
mikilvægasta einkenni góðrar
andlegar heilsu. Börn sem þurfa
að bera ábyrgð á gæludýri öðlast
ábyrgð og skilning á hvað þarf
að gera til að gæludýrinu líði vel.
Þessi ábyrgð hjálpar börnunum að
öðlast samkennd með öðrum.
Rannsóknir hafa einnig sýnt
að sjálfstraust bæði barna og
unglinga sem eiga gæludýr er
betra. Stór rannsókn á þýskum
unglingum leiddi í ljós að þeir
unglingar sem áttu hund fundu
síður fyrir eirðarleysi, einmana-
leika, leiðindum, þunglyndi,
örvæntingu og tilgangsleysi en
þeir unglingar sem ekki áttu
hund. Unglingunum sem áttu
hund fannst lífið skemmtilegra og
horfðu á það jákvæðari augum en
samanburðarhópurinn.
Í stórri ástralskri rannsókn
á börnum sem ólust upp með
gæludýr á heimilinu kom í ljós að
þau fóru frekar í gönguferðir með
fjölskyldu sinni en önnur börn.
Þeim fannst næst skemmtilegast af
öllu að leika sér úti við gæludýrin
sín, það var í öðru sæti á eftir því
að leika sér við vini sína. Ungl-
ingsstúlkur í rannsókninni sögðu
einnig að þær upplifðu sig öruggari
einar á göngu ef hundurinn þeirra
var með.
Eldra fólk og gæludýr
Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram
á kosti þess að gamalt fólki eigi
eða umgangist gæludýr reglu-
lega. Ástalir hafa verið duglegir að
rannsaka tengsl fólks og gæludýra
og önnur áströlsk rannsókn sýndi
að einu og hálfu ári eftir að hundur
var fenginn inn á hjúkrunarheim-
ili þar í landi voru íbúarnir betur
áttaðir, afslappaðri og kvörtuðu
síður undan þreytu.
Hjúkrunarfræðingur við
háskólann í Michigan hefur sýnt
fram á að gæludýr geta framkallað
félagslega svörun hjá fólki með
Alzheimer sem bregst almennt
ekki við öðru fólki. Kanadískar
og japanskar rannsóknir á fólki
65 ára og eldra sýndu fram á að
það að eiga gæludýr gerði það að
verkum að fólki gekk betur að við-
halda virkni í daglegu lífi. Hundar
reyndust sérlega gagnlegir við að
hjálpa fólki að halda rútínu.
En þó að gæludýraeign geti verið
góð heilsunni fylgja henni gallar
líka. Gæludýr geta borið með sér
bakteríur sem eru ekki góðar fyrir
mannfólk. Þess vegna er mikil-
vægt fyrir gæludýraeigendur að
gæta ávallt fyllsta hreinlætis. Það
er mikilvægt að þvo sér alltaf um
hendurnar eftir snertingu við
gæludýr og eftir að hafa með-
höndlað eitthvað að af eigum
dýrsins eins og búr, matardiska,
leikföng og þess háttar. Auk þess er
mikilvægt að tryggja heilsu gælu-
dýrsins með því að fara með það
reglulega til læknis og fylgja öllum
reglum um bólusetningar og orm-
ahreinsun. Auk þess skal hreinsa
kattasandkassa daglega og hirða
upp eftir hundinn í göngutúrum.
Gæludýr gera lífið betra
Að eiga gæludýr hefur ýmsa heilsufarslega kosti. Hundar og kettir geta veitt
mikla andlega fyllingu þar sem eigandinn tengist þeim tilfinningaböndum.
Fjöldi rannsókna styður það að gæludýr bæti líf fólks á öllum aldri.
Rannsóknir á skólabörnum hafa sýnt fram á að börn sem eiga gæludýr læra að sýna öðrum samkennd. NORDICPHOTOS/GETTY
Fjöldi rannsókna styður að umgengni við dýr bætir heilsu eldra fólks. NORDICPHOTOS/GETTY
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
0
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
B
-9
4
F
4
2
3
B
B
-9
3
B
8
2
3
B
B
-9
2
7
C
2
3
B
B
-9
1
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
9
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K