Fréttablaðið - 10.09.2019, Side 28

Fréttablaðið - 10.09.2019, Side 28
Meðlimir banda-r í s k u k v i k-m y n d a a k a -demíunnar velja eins og frægt er orðið þá lista- menn og verk sem fá tilnefningar til Óskarsverðlaunanna ár hvert. Á hverju ári er nýjum meðlimum boðin aðild að akademíunni og er fjölmiðlum tilkynnt um þá sem hlotið hafa þann heiður. Aðild renn- ur svo aldrei út, jafnvel þó að frægð- arsól listamannsins kunni að dala síðar meir. Akademíuaðild er skipt í 17 f lokka, eftir því á hvaða sviði viðkomandi starfar. Undanfarin ár hefur akademían legið undir ámæli fyrir að meðlimir hennar, sem eru hátt í sjö þúsund talsins, séu full einsleitur hópur. Mikill meirihluti hennar er hvítur á hörund, karlkyns Heba Þórisdóttir hefur starfað í Hollywood í fjölmörg ár og m.a. séð um förðunina í kvikmyndunum Bridesmaids, Spiderman, The Hate- ful Eight og Django Unchained. Það vakti athygli á dögunum að tónskáldinu Hildi Guðnadóttur var boðið sæti í banda- rísku kvikmynda- akademíunni. Hún er þó ekki fyrsti Íslendingurinn sem fær slíkt kostaboð heldur sá fimmti. Íslendingarnir í akademíunni og yfir fimmtugu. Frá árinu 2016 hafa verið stigin markviss skref til að jafna þennan hlut þar sem fleiri konum og hörundsdökkum hefur verið boðin aðild. 32 prósent konur Nú þegar 842 nýjum einstaklingum var boðin aðild að akademíunni, þar á meðal Hildi okkar, hækkaði hlutfall kvenna upp í 32 prósent frá 25 prósentum árið 2015. Forsvars- menn akademíunnar virðast hafa tekið gagnrýni undanfarinna ára alvarlega og var hlutfall kynjanna jafnt á meðal þeirra 842 sem nú fengu boð um aðild. Fimmta Íslendingnum boðið Ljóst er að það er mikill heiður að vera boðin aðild að akademíunni en á undan Hildi hefur, eins og fyrr segir, fjórum Íslendingum verið boðin aðild um leið og hróður íslenskra listamanna virðist fara vaxandi síðustu ár. Ísland er komið á kortið. Árið 2015 urðu þau Fríða S. Aradóttir förðunarfræðingur og Jóhann heitinn Jóhannsson tón- skáld, meðlimir akademíunnar. Árið eftir, eða 2016 fékk Heba Þórisdóttir förðunarmeistari svo boð og á síðasta ári bættist Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndaklippari í hópinn. Hildur er því fimmti Íslend- ingurinn til að hljóta þennan heiður en allir þessir listamenn hafa getið sér gott orð ytra og unnið að stórum kvikmyndum við góðan orðstír um árabil. Óskarsverðlaunaathöfnin verður næst haldin þann 9. febrúar 2020 og þangað til þarf okkar fólk aldeilis að poppa og henda sér á sófann! bjork@frettabladid.is Jóhann Jóhannsson var einn okkar virtustu tónlistar- höfunda og átti til að mynda heiðurinn af tónlistinni í kvikmyndunum Arrival, Sicario og The Theory of Everything. Jóhann lést aðeins 48 ára gamall í upphafi síðasta árs. NORDICPHOTOS/GETTY Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndaklippari hefur svo sannarlega getið sér gott orð á sínu sviði og klippt stórmyndir á við John Wick með Keanu Reeves í aðalhlutverki, Contra- band og Deadpool 2. NORDIC PHOTOS/GETTY Fríða S. Aradóttir hefur um árabil starfað við stórmyndir þar sem hún hefur bæði komið að hári leikara og förðun. Kvikmyndir sem hún hefur starfað að eru allt frá Dirty Dancing og Forrest Gump að Ocean’s Thirtenn og sjónvarpsþáttaröðinni Big Little Lies. NORDICPHOTOS/GETTY Hildur Guðnadóttir var nýverið til- nefnd til Emmy verðlaunanna fyrir tón listina í þáttaröðinni Chernobyl sem vakið hefur heimsathygli en áður hafði hún til að mynda unnið að tón- list með Jóhanni Jóhannssyni, m.a að Sicario kvikmyndunum tveimur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR GÍSLASON 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 1 0 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B B -A 3 C 4 2 3 B B -A 2 8 8 2 3 B B -A 1 4 C 2 3 B B -A 0 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.