Mosfellingur - 12.09.2019, Side 6

Mosfellingur - 12.09.2019, Side 6
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna Föstudagur 13. september Heilunarguðsþjónusta kl. 20 í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn og Vigdís Steinþórsdóttir ásamt græðurum. sunnudagur 15. september Lágafellskirkja kl. 11:00. Sr. Arndís Linn. sunnudagur 22. september Lágafellskirkja kl. 11:00. Sr. Kristín Pálsdóttir. sunnudagur 29. september MOSFELLSKIRKJA kl. 11:00. Sr. Arndís Linn. Reiðleið um Esju­ hlíðar opnuð á ný Fimmtudaginn 29. ágúst var reiðleiðin með Esjuhlíðum opnuð á ný. Þjóðleið þessi hefur verið lokuð í hartnær 50 ár. Reiðleiðin liggur úr Kollafirði með Esjuhlíðum og kem- ur inn á reiðleiðina um Eyrafjallsveg neðan Tindstaða um 20 km leið. Það hefur verið mikill vilji til þess meðal hestamanna að fá þessa gömlu leið opnaða aftur fyrir hestaumferð. Það hefur verið reynt af og til frá aldamótum án árangurs fyrr en nú. Hitann og þungann af því að semja við landeigendur (sem eru fleiri en tuttugu) báru þeir Óðinn Elísson formaður hesta- mannafélagsins Adams, Sigurbjörn Magnússon lögmaður og Grétar Þórisson Kirkjulandi og tókst þeim að koma því saman á undanförnum þremur árum. Reiðleiðin er höfð sem náttúrulegust, rétt helstu hindrunum rutt úr vegi og girðingar settar upp þar sem þurfti. Styrkur frá reiðvegasjóði LH 2,5 m. kr. ásamt styrk frá Vegagerðinni dugði til þess að klára verkið og einnig lögðu hestamenn í Kjós til vinnu og tæki. - Fréttir úr Mosfellsbæ6 sÓkn Í sÓkn – liFandi saMFÉlag Vertu með í sókninni! Á sérstakri hátíðardagskrá bæjarhátíðar- innar Í túninu heima var tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyförð, betur þekkt sem GDRN, útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2019. Menningar- og nýsköpunarnefnd Mos- fellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Björk Ingadóttir formaður nefndarinnar Guðrúnu verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenn- ingarfé sem fylgir nafnbótinni. Með sinn eigin feril í þrjú ár „Þetta er mikill heiður og kom mér virkilega á óvart,“ segir Guðrún Ýr. „Ég er ekki búin að vera með minn eigin feril sem GDRN nema í þrjú ár en ég hef verið að læra tónlist í um tuttugu ár og ég stæði ekki hérna í dag ef ekki væri fyrir allt frá- bæra tónlistarfólkið og tónlistarkennarana sem eru búnir að miðla af sinni reynslu til mín. Mig langar því að tileinka þeim þessi verðlaun, af því ég væri ekki hér í dag ef það væri ekki fyrir þau. Það væri gaman að geta nýtt nafnbótina til að hjálpa ungu fólki í Mosfellsbæ sem vill fara í listnám. Þar myndi ég glöð vilja veita einhverjum innblástur og halda áfram að gefa af minni þekkingu sem mér var gefin frá öðru tónlistarfólki.“ Hóf fiðlunám í listaskóla Mosfellsbæjar Guðrún Ýr er uppalin í Mosfellsbæ og hefur verið í tónlist frá unga aldri. Hún hóf fiðlunám í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar fimm ára, flutti sig síðar í Suzuki skólann og stundaði námið í ellefu ár. Eftir fiðlunámið færði hún sig í djasssöng og djasspíanó í FÍH meðfram námi í menntaskóla. Hún gaf fyrst út tónlist árið 2017 og sló í gegn með laginu Lætur mig sumarið 2018. Á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á þessu ári hlaut Guðrún fern verðlaun. Plata Guðrúnar Hvað ef var valin poppplata árs- ins, lagið Lætur mig sem hún syngur með Flóna var valið popplag ársins. Að auki var Guðrún Ýr valin söngkona ársins í flokki popp-, rokk-, raf- og hiphopptónlistar og hlaut verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins við lagið Lætur mig. Magnaður mosfellskur listamaður GDRN vinnur nú að nýrri plötu sem kemur út á næstu vikum. „Annars hefur verið meira en nóg að gera í sumar. Fram- undan er vinna í Þjóðleikhúsinu þar sem ég verð hluti af tónlistinni í vetur og svo styttist auðvitað í jólaösina,“ segir Guðrún Ýr sem verður ein af jólagestum Björgvins. Í rökstuðningi menningar- og nýsköpun- arnefndar segir: „Guðrún Ýr er fyrirmynd og innblástur fyrir konur í tónlist, upp- rennandi stjarna og magnaður mosfellskur listamaður.“ GDRN útnefnd bæjarlistamaður 2019 • Ein skærasta stjarna landsins í popptónlist „fyrirmynd og innblástur fyrir konur í tónlist“ Bæjarlistamenn mosfellsBæjar 1995 Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 1996 Leikfélag Mosfellssveitar 1997 Inga Elín Kristinsdóttir 1998 Sigrún Hjálmtýsdóttir 1999 Sigurður Þórólfsson 2000 Karlakórinn Stefnir 2001 Sigur Rós 2002 Anna Guðný Guðmundsdóttir 2003 Steinunn Marteinsdóttir 2004 Guðrún Tómasd. og Frank Ponzi 2005 Símon H. Ívarsson 2006 Jóhann Hjálmarsson 2007 Ólöf Oddgeirsdóttir 2008 Guðný Halldórsdóttir 2009 Sigurður Ingvi Snorrason 2010 Jón Kalman Stefánsson 2011 Bergsteinn Björgúlfsson 2012 Páll Helgason 2013 Ólafur Gunnarsson 2014 Kaleo 2015 Leikfélag Mosfellssveitar 2016 Greta Salóme Stefánsdóttir 2017 Davíð Þór Jónsson 2018 Steinþór Hróar Steinþórsson 2019 GDRN Guðrún Ýr tekur við viðurkenningunni úr höndum Bjarkar Ingadóttur formanns menningar- og nýsköpunarnefndar og Sólveigar Franklínsdóttur varaformanns. Framkvæmdir við gatnagerð í Súluhöfða hafa staðið yfir í sumar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðunum en þær eru nú klárar til úthlutunar. Lóðirnar 19 eru allar skipulagðar fyrir nokkuð stór einbýlishús. Lóðirnar eru með góðu útsýni og neðstar í hverfinu. Eingöngu einstaklingum verður heimilað að sækja um lóðir og getur hver umsækjandi einungis fengið einni lóð úthlutað. Lág- marksverð fyrir lóðirnar er á bilinu 13,5-18 milljónir. Úthlutun lóða samkvæmt úthlutunarskilmálum fer fram á grundvelli hæsta tilboðs í hverja lóð fyrir sig og eru öll tilboð skuldbindandi. Stefnt er að því að auglýsa 15 fyrstu lóðirnar á næstu vikum. Á JAFNRÉ TTISDAG MOSFEL LSBÆJAR. fimmtudaginn 19. september 2019, kl. 14:30-17:30. 2019 DAGSKR Á 14:30-14:45 Ávarp nefndar Mosfellsbæjar 14:45-15:15 Jafnréttisstofu 15:15-15:45 Háskóli Reykjavíkur 15:45-16:05 Kaffihlé 16:05-16:25 Fótbolti & fyrirmyndir 16:25-16:50 Fimleikasamband Íslands 16:50-17:15 CrossFit er feminísk Völku og stofnandi fyrstu 17:15-17:30 Mosfellsbæjar 2019 Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar 17:30 Dagskrárlok Allir íbúar Mosfellsbæjar jafnréttismál eru velkomnir! sunnudagaskÓli alla sunnudaga kl. 13 í Lágafellskirkju 2. október hefst kyrrðarbæn í lágafellskirkju og 12 spora starf vinir í bata í safnaðarheimili Ný íbúðagata við Súluhöfða 32-57 nýjum lóðum úhlutað til hæstbjóðenda lóðirnar eru á útsýnis- stað við leirvoginn Bónus opnar á nýjum stað á laugardaginn Bónus opnar nýja og glæsilega verslun í Bjarkarholti 7-9 laugardag- inn 14. september. Fjöldi opnunar- tilboða verður í boði en verslunin opnar kl. 10:00. Bónus hefur rekið verslun í Kjarnanum í Mosfellsbæ frá árinu 2000. „Nýja verslunin er talsvert stærri en í Kjarnanum en hér í Bjarkarholtinu erum við í um 1.600 fm. Búðin er bjartari og opnari og við hlökkum til að flytja okkur um set. Vöruvalið verður svipað en það mun fara betur um allt, enda vítt til veggja, segir Guðlaugur Gauti rekstrarstjóri Bónuss. Í versluninni verða átta sjálfsafgreiðslukassar auk þriggja hefbundinna kassa.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.