Mosfellingur - 12.09.2019, Side 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Styrmir Jóhannsson fæddist
þann 1. ágúst 2019. Hann var
3.678 g og 51 cm. Foreldrar
hans eru Vera Ósk Alberts-
dóttir og Jóhann Eymundsson.
Í eldhúsinu
Haustið
er mætt
Eftir Í túninu heima kom fyrsta haust-
lægðin með smá skell og eftir svona
Mallorca-veður þá var eins og maður
hefði aldrei upplifað rok og rigningu á
landinu kalda.
Eftir skemmtilega „Túns“ helgi hefur
haustið mætt með roki og rigningu að
vanda og þrátt fyrir roksölu í sólar-
áburði og og flugnaspreyi þetta sum-
arið þá mætir veðurblíðan og minnir
okkur á hvar á hnettinum við búum.
Ég vona að allir sveitungar hafi
notið bæjarhátíðarinnar og hún verðu
r
flottari með hverju árinu. Ég varð nú
ekki svo frægur þetta árið að mæta á
Pallaballið en ég fékk að sjá Palla og
glimmergimpin á bæjartorginu og haf
ði
sá gamli gaman af.
En með haustinu koma líka jákvæðir
tímar og það þýðir að handboltinn er
byrjaður að rúlla og þegar þessi pistill
er skrifaður þá vorum við að klára að
vinna KA í fyrsta leik tímabilsins og
okkar strákar fara vel af stað. Ekki var
nú heldur dónalegt að strákarnir okka
r
í Inkasso deildinni rassskelltu Gróttu
um helgina og sýndu eins og svo oft í
sumar að við eigum fullan rétt á að ver
a
í þessari deild og við viljum ekki niður
.
Nei takk.
En þótt sumarið hafi verið lygilega
gott hvað veður varðar þá held ég að
allir Mosfellingar geti verið sammála
um að það er eitt sem við munum ekk
i
sakna í vetur. Það er andskotans lús-
mýið ... Fari það kvikindi fjandans til,
og undirritaður mun ekki sakna þess
að klóra sig til blóða eftir svívirðilegar
árásir liðinnar nætur. Það var ekki fyr
r
en eftir læknaheimsókn og pilluát að é
g
kunni ráð við ófétunum en það er að e
f
ég tek ofnæmislyf þá þá klæjar mig ek
ki
svo mikið að ég get nánast átt daginn
lausan við klór og óþægindi.
En hvað um það, nú á næstu vikum
ætla strákarnir okkar í Inkasso að
tryggja áframhaldandi veru þar og
strákarnir okkar og stelpur ætla heldu
r
betur að rífa kjaft í handboltanum í
vetur.
Áfram Afturelding!
Tóta og Enes skora á Rut Sigurðard. og Amir Mulamuhic að deila með okkur næstu uppskrift
Tóta og Enes deila með okkur
einfaldri, fljótlegri og æðislega
góðri pastauppskrift sem þau
fá sér oft um helgar. Pasta
tagliatelle með grænu pestó,
bökuðum kirsuberjatómötum,
smjörsteiktum sveppum,
grænum aspas og hráskinku.
Stundum bætum við kjúklinga-
lundum við og gerir það meiri
lukku hjá strákunum okkar.
Innihald:
• Ferskt tagliatelle (kaupum í
Bónus eða Krónunni, við
erum ekki farin að búa til
pasta sjálf)
• Kirsuberjatómatar
• Sveppir
• Grænt pestó (pestóið frá
Sóma er ljómandi gott)
• Grænn aspas
• Hráskinka
• Parmesan
Aðferð:
Ofninn hitaður í 180-200°C. Kirsuberjatóm-
atar skornir í tvennt og settir í eldfast mót.
Olíu og salti stráð yfir. Bakaðir í ofni í um
15 mín., mega vera
lengur, verða bara
betri svo framarlega
sem þeir brenna ekki.
Aspas vafinn með
hráskinku, settur í
eldfast fat og inn í ofn
í um 10-15 mín.
Sveppir smjörsteiktir
á pönnu. Tagliatelle
soðið (tekur um 3
mín. að sjóða ferskt
pasta). Vatninu hellt af
og pestóinu blandað
saman við pastað.
Pastað sett í fat,
tómatar og sveppir saman við
og parmesan stráð yfir að vild.
Aspasinn borinn fram með
og kjúklingurinn ef hann er
hafður með. Við veljum alltaf
að hafa kjúklingalundir með
þessum rétti því þær taka svo
stuttan tíma að eldast í ofni og smellpassa
því við tímann sem tekur að útbúa þetta.
Vonandi verðið þið jafn ánægð og við með
þennan rétt. Verði ykkur að góðu.
Pasta tagliatelle
Högni snær
www.kliddi.blog.is
hjá TóTu og enes
heyrsT hefur...
...að stefnt sé að því að opna nýjan
sportbar í næsta mánuði í gamla
Arionbankahúsinu sem hefur
fengið nafnið Barion.
...að Ólafur Ragnar hafi mætt í
götugrill í Reykjahverfinu
Í túninu heima.
...að nýja Bónusverslunin í miðbænum
sé að verða tilbúin og
verði opnuð á laugardaginn.
...að fyrirliði Aftureldingar í fótbolt-
anum, Loic Ondo, hafi verið rekinn
en hann þótti taka lítinn þátt í
fjáröflunum félagsins með liðinu.
...að margir virðist áhugasamir um
að taka við veitingarekstri á Blik
í golfskálanum.
...að búið sé að opna bæði kjúklinga-
stað og sushistað í Krónunni.
...að nýir eigendur séu að taka
við Mosó-Grill í Háholtinu.
...að Sorpa, sem er í eigu sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu, sé farin rúm-
lega milljarð fram úr fjárhagsáætlun
m.a. vegna framkvæmda í Álfsnesi
og Gufunesi.
...að fjárréttir fari fram í Hraðastaða-
rétt og Kjósarrétt á sunnudaginn.
...að nýtt aðkomutákn sé komið upp
við bæjarmörk Mosfellsbæjar og
Reykjavíkur.
...að fjölskyldutímarnir að Varmá sem
opnir eru öllum á sunnudögum séu
farnir aftur af stað kl. 10:30-12:00.
...að Svanni á Pizzabæ hafi unnið
Kryddbrauðskeppnina á Blackbox
Í túninu heima.
...að KK verði með tónleika í Hlégarði
sunnudaginn 29. september.
...að handknattleiksmaðurinn Elvar
Ásgeirsson hafi skorað 6 mörk í
fyrsta heimaleik Stuttgart í þýsku
búndeslígunni.
...að síðustu heimleikirnir í fótbolt-
anum séu að bresta á, en strákarnir
mæta Víkingi Ó. á laugardaginn og
stelpurnar taka á móti FH föstudag-
inn 20. september.
...að stelpurnar hefji leik í Olís-deild-
inni í Vestmannaeyjum um helgina.
...að Mosfellingurinn Gyða Margrét
hafi átt plötu vikunnar, Andartak,
á Rás 2 í ágúst.
...að Begga Helga ætli að halda upp á
fimmtugsafmælið sitt um helgina.
...að verið sé að fara auglýsa nýju
lóðirnar í Súluhöfða til úthlutunar til
hæstbjóðenda.
...að engar fótboltaæfingar verði inni í
íþróttahúsi í vetur en æfingar munu
færast í knatthúsið í næsta mánuði.
...að fullorðinsfimleikarnir séu að
byrja aftur hjá Aftureldingu í vetur.
...að kvennaboltinn sé að skipuleggja
októberfest í Harðarbóli 5. október.
...að nú sé hægt að fá lánuð kökuform
fyrir barnaafmæli í Bókasafninu.
...að Hallur og Bryndís Bessa hafi gift
sig í Las Vegas á dögunum.
mosfellingur@mosfellingur.is
- Heyrst hefur...36