Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. M A Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 102. tölublað 107. árgangur
FYRSTI YFIRMAÐUR
KNATTSPYRNU-
MÁLA HJÁ KSÍ AÐEINS KARLASLAGARAR
FYRSTA AFSÖGN
KEISARA Í JAPAN
Í TVÆR ALDIR
TÓNLEIKAR GRADUALE NOBILI 29 NARUHITO KOM TIL RÍKIS 12ARNAR ÞÓR 24
Vesturíslensk hjón voru svikin af
óprúttnum aðila eftir að hafa svarað
fasteignaauglýsingu fyrir íbúð á
Hringbraut 65 í Reykjavík. Hjónin
sem vilja ekki koma fram undir nafni
lögðu fram tryggingarfé fyrir leigu-
íbúðinni gegnum heimasíðu sem þau
töldu að væri á vegum Airbnb.
Heimasíðan er afar lík heimasíðu
leigurisans Airbnb en við nánari
skoðun sést að um falsaða síðu er að
ræða. Samskonar svindl átti sér
einnig stað fyrir leiguíbúð í Blá-
hömrum í Grafarvogi. Einstaklingur
undir sama nafni reyndi þar að
svíkja fé út úr 29 ára gömlum ís-
lenskum karlmanni. Þá tapaði Ada
Szuba, pólsk kona, 400.000 kr. á
sama svindlara sem gengur undir
nafninu Urha Polona. Svindlarinn
segist vera einstæð móðir búsett í
Berlín. Hún segist hafa eignast íbúð-
irnar eftir skilnað. Þá þarf að borga
tryggingu áður en hún flýgur til Ís-
lands til að sýna íbúðirnar. Grunlaus
fórnarlömb telja tryggingarféð í
öruggum höndum Airbnb. »4
mhj@mbl.is
Leigusvindl á Íslandi
Svikahrappur notar falsaða Airbnb-síðu til að svíkja fé
Svik Heimasíðan sem svindlarinn
notar er afar lík heimasíðu Airbnb.
Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíð-
legur um land allt í dag, 1. maí. Alþýðusambandi Ís-
lands hafa borist tilkynningar um 1. maí hátíðar-
höld í meira en 30 sveitarfélögum á landinu. Í
Reykjavík hefjast hátíðarhöld klukkan 13 þegar
safnast verður saman við Hlemm fyrir kröfugöngu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hátíðarhöld verða um allt land
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við treystum því að ríkið vinni að því að
fá skipið heim og Vegagerðin klári þessar
viðræður fljótt og vel,“ segir Íris Róberts-
dóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um
þær deilur sem uppi eru á milli Vegagerð-
arinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar
Crist um loka-
uppgjör og af-
hendingu nýja
Herjólfs. Hún seg-
ir að Eyjamenn sé
farið að lengja eft-
ir skipinu. Ekki
fást neinar upplýs-
ingar um gang við-
ræðnanna.
Nýja skipið átti
fyrir löngu að vera
komið í rekstur.
Það er grunn-
ristara en gamli
Herjólfur og hefði
væntanlega getað
notað Landeyja-
höfn fyrr en sá eldri. Dýpkun hefur gengið
verr en undanfarin ár og hefur skipið ekki
enn getað notað ferjuhöfnina og orðið að
sigla til Þorlákshafnar. Raunar fer að
styttast í breytingar því rekstrarfélag
Herjólfs boðar að það stefni að því að
hefja siglingar þangað á morgun. Það er
þó háð dýpi og veðri.
Tekjutap vegna afbókana
Dráttur á opnun Landeyjahafnar veldur
íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum
miklum vandræðum. Fyrirtæki í ferða-
þjónustu verða fyrir tekjutapi vegna af-
bókana. Ferðamenn koma ekki fyrr en
siglt er úr Landeyjahöfn. „Hver dagur
skiptir okkur máli,“ segir Berglind Sig-
marsdóttir, veitingamaður og formaður
Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.
Hver dag-
ur skiptir
öllu máli
Eyjamenn farið að
lengja eftir nýja Herjólfi
Herjólfur
» Rekstrarfélag
Herjólfs tók við
rekstrinum af
Eimskip 30.
mars.
» Stefnt er að
fjölgun ferða
þegar siglingar
hefjast í Land-
eyjahöfn.
Hraðbankar sem bjóða bæði upp
á úttektir og innlagnir eru orðnir
algengir og hafa almennt reynst
vel, bæði hér á landi og erlendis.
Viðskiptavinur sem ætlaði að
leggja peninga inn á reikning í Ar-
ion banka á þann hátt lenti þó illa í
því þegar hraðbankinn hélt eftir
um 400 þúsund krónum en greindi
frá mistökum við innlagningu á
reikning. Var viðkomandi tjáð að
gera þyrfti upp hraðbankann, sem
gæti tekið nokkra daga, til þess að
hægt yrði að nálgast peningana.
Arion banki vinnur nú að því að
breyta verklagi og uppfæra hug-
búnað hraðbankanna til þess að
geta leyst slík vandamál strax.
Þetta sé þó fylgifiskur þessarar
tækni og þekkt hjá öllum bönkum
sem hana nýta, hvort sem er hér á
landi eða erlendis. »6
400 þúsund krónur
fastar í hraðbanka
Hraðbankar Þeir bjóða nú margir upp á
víðtækari þjónustu en áður þekktist.
Nauðsynlegt
er að þátttaka
launafólks í
starfi verkalýðs-
félaga verði
meiri. Þetta seg-
ir Guðbjörg
Kristmunds-
dóttir, nýr for-
maður Verka-
lýðs- og
sjómannafélags
Keflavíkur. Aðeins tæp 8% um
5.000 félagsmanna þar tóku þátt í
atkvæðagreiðslu um lífskjarasamn-
inginn sem var samþykktur af um
80% þeirra sem greiddu atkvæði.
„Stéttarfélögin þurfa að beita sér á
miklu fleiri sviðum í samfélaginu en
verið hefur,“ segir Guðbjörg. »10
Þátttaka verði meiri
Guðbjörg
Kristmundsdóttir
MÆtlar engan enda að taka »2
Á ársfundi VIRK, starfsendurhæf-
ingarsjóðs, kom fram að flestir
sem leita til sjóðsins glíma við flók-
inn og margþættan vanda en 80%
eiga við geðræn vandamál að
stríða og/eða stoðkerfisvandamál.
31% fólks sem sækir þjónustu hjá
sjóðinum gerir það vegna áfalls og
30% vegna kulnunar í starfi. Á
fundinum kom jafnframt fram að
aldrei hafi fleiri leitað til og út-
skrifast frá VIRK. Árangur starf-
seminnar er umtalsverður á árinu
en 74% þeirra 1.346 einstaklinga
sem sóttu þjónustuna í fyrra fóru
aftur á vinnumarkaðinn eða í nám.
Dýrt er fyrir samfélagið að
missa fólk af vinnumarkaði en
samkvæmt útreikningum Talna-
könnunar er meðalávinningur á
einstakling sem fer aftur á vinnu-
markað eftir útskrift frá VIRK um
12,7 milljónir króna. Ávinningur
starfsemi VIRK árið 2018 er sam-
kvæmt útreikningum um 17,2
milljarðar króna. 14.972 einstak-
lingar hafa nú fengið þjónustu á
vegum VIRK frá 2008. » 14
Áfall og kulnun
algengasti vandinn